Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Skerjafjörður Ólafur William Hand var vakinn með látum að morgni fimmtugsafmælisdags hans á laugardaginn var þegar grímuklæddir vinir hans sprengdu púðurkerlingar honum til heiðurs. RAX Melbourne | Hvað getur útskýrt hina skringi- legu leiðtogaveltu Ástralíu? Enginn for- sætisráðherra hefur setið út kjörtímabil sitt frá árinu 2007 og fimm mismunandi andlit hafa sést í ráð- herrastólnum síðustu fimm árin: Julia Gill- ard, Kevin Rudd, Tony Abbott, Malcolm Turnbull – og nú, eftir síðustu hallarbylt- inguna, Scott Morrison, sem flestir Ástralar, hvað þá útlendingar, myndu varla geta þekkt á ljós- mynd. Allt þetta á sér stað í rót- grónu, friðsælu og umfram allt far- sælu þingræðisríki, sem hefur notið samfleytts hagvaxtar í 27 ár, sem er met. Svarið virðist liggja í sömu þrem- ur þáttum – sem þekkjast úti um allan heim, eru landlæg í Ástralíu, og tengjast dyntóttum persónu- leikum – sem ég bar kennsl á fyrir þremur árum. Á þetta hringleika- hús – segi ég í fullri alvöru, sama hversu margir erlendis kunna að hlæja – að halda áfram endalaust, eða er hægt að rjúfa vítahringinn? Fyrsta útskýringin á þessari veltu er að Ástralar eru ekki ónæm- ir fyrir dýrkuninni á persónuleikum og vinsældakönnunum eða kröfunni á að upplifa stundargleði frekar en alvarlega umræðu um stefnumálin, sem hafa þjáð flest af rótgrónustu lýðræðisríkjum heimsins á þessum tíma þegar fréttastöðvar eru í gangi allan sólarhringinn og sam- félagsmiðlar eru ávallt nærri. Hefð- bundnir stjórnmálaflokkar alls staðar, sem hræðast pópúlískar öfgar, eru sífellt á nálum að reyna að komast að því hvernig eigi að vinna gegn aðdráttarafli þeirra. Önnur vídd á vandanum er bund- in við Ástralíu: spennan sem mynd- ast vegna sérkenna þingræðisins okkar, sem byggir á West- minster-kerfinu. Hið fáránlega stutta þriggja ára kjör- tímabil, styttra en nánast hvarvetna ann- ars staðar, gerir það nánast ómögulegt að stjórna án þess að kosningabaráttan vofi yfir. Öldungadeildin, sem hefur formlegra vald til að stöðva og fella ríkisstjórnir en nokkur önnur sambærileg efri deild þings, hefur á síðustu árum verið tekin yfir af fjölda smærri flokka og óháðra þingmanna, sem minna helst á krá- aratriðið í fyrstu Stjörnustríðs- myndinni. Þessir furðufuglar hafa gert hvaða forsætisráðherra sem er nánast ómögulegt að standa við þau loforð sem hann eða hún gefur. Þá hafa innri skipulagsreglur flokkanna – nú stjórnarsamstarf Frjálslynda flokksins og Ástralska þjóðarflokksins, en þar áður Verka- mannaflokksins – enn fremur heim- ilað þingmönnum að rífa niður leið- toga sína, þar á meðal sitjandi forsætisráðherra, nánast á einni nóttu án þess að þeir leiti til ann- arra flokksmanna eða þurfi að hafa hemil á sér. Ef leiðtoginn virðist vera að missa fylgi, annaðhvort meðal almennra kjósenda (eða eins og Malcolm Turnbull í síðasta mán- uði, stuðning helstu flokksmanna) þýðir skorturinn á slíkum hemli, sem neyðir menn til að íhuga ákvörðunina, að skriðþungi breytingaþarfarinnar getur byggst upp og aukist af sjálfu sér með nán- ast vitfirringslegum hraða. Síðasti þáttur útskýringarinnar er án nokkurs vafa staðbundinn og persónulegur: karaktereinkennin sem hafa leitt til hins dramatísku riss og jafn stórbrotna falls. Gillard var mjög fær og framkvæmdasinn- aður stjórnmálamaður, sem öðl- aðist heimsfrægð með frábærri og ákafri árás á kvenhatur andstæð- ings síns. En að öðru leyti virtist hún vera alveg úr takt við stjórn- málin. Rudd, sem hrifsaði embættið aft- ur úr höndum hennar árið 2013, er nánast án vitsmunalegra jafningja og er mikils metinn erlendis. Sam- starfsmenn hans sáu hann hins vegar, og ekki endilega ranglega, sem mann sem var of oft ómann- blendinn, haldinn þráhyggju, og með röng forgangsmál á oddinum. Abbott, innilega íhaldssamur og ofur-flokksmaður, reyndist algjör- lega ófær um að stíga skrefið úr stjórnarandstöðu í stjórn. Hann stýrði ríkisstjórn sinni með slag- orðum frekar en samhangandi stefnu og náði sífellt að hindra fé- lögum sínum frá sér með óvinsæl- um „vinaráðningum“. Turnbull, hinn fágaði en hroka- fulli fyrrverandi blaðamaður, lög- fræðingur og fjárfestinga- bankamaður, ýtti undir eigið fall með yfirheyrslu sinni yfir Abbott árið 2015, sem leiddi til krossferðar knúinnar áfram af innanflokks- hatri, sem loksins ýtti honum frá í síðasta mánuði. Hann var vinsæll til að byrja með – og virtist jafn frjáls- lyndur og Abbott var íhaldssamur. En þó að hann væri vinsælli meðal almennings en nokkur af keppi- nautum hans innan flokksins gat hann aldrei breytt þeim vinsældum í meirihlutafylgi í skoðanakönn- unum. Og eftir því sem hann gaf meira eftir gagnvart hægri væng flokks síns til þess að lifa af – sér í lagi í loftslagsmálum – varð sú ímynd rótgróin að hann tryði sjálf- ur á ekkert nema eigin snilligáfu. Morrison er hugsanlega vinsælli og geðþekkari persónuleiki og minna umdeildur en helsti áskor- andi Turnbulls úr íhaldsarminum, Peter Dutton, lærisveinn Abbotts, hefði verið. En að brúa bilið á milli hófsamra og íhaldssamra arma Frjálslynda flokksins mun líklega vera honum ofviða, og sölumennska hans til almennings mun líða fyrir brottför hinnar vinsælu Julie Bish- op úr stóli varaformanns og utanríkisráðherra, en hún var valdamesta konan í flokknum. Það sem meira er; skoðanir Morrisons, sem er mjög íhalds- samur í samfélagsmálum og mjög frjálslyndur í efnahagsmálum, munu gera hann veikan fyrir árás Verkamannaflokksins í næstu kosn- ingum. Hann hefur til dæmis staðið gegn hjónaböndum samkyn- hneigðra, gegn því að minna verði treyst á kol í orkumálum og gegn því að rannsóknarnefnd verði skip- uð um stóru bankana, á sama tíma og hann hefur stutt miklar skatta- lækkanir á fyrirtæki og að þynna út skattkerfi Ástralíu, sem löngum hefur verið mjög þrepaskipt. Þar sem almenningur er orðinn leiður á missætti og klúðri í stjórn- arflokkunum virðist nánast öruggt að næstu kosningar í Ástralíu, sem verða líklega í maí 2019, muni skila af sér enn einum forsætisráð- herranum, Bill Shorten úr Verka- mannaflokknum. Þó að það sé ómögulegt að spá nokkru með vissu um framtíð Ástralíu, sér í lagi í ljósi brjálæðis síðustu ára, eru ástæður til að ætla að það gæti rofið víta- hringinn og að við gætum loksins fengið leiðtoga sem endist til lengri tíma. Fyrri ástæðan fyrir slíkri full- vissu er að Verkamannaflokkurinn hefur sett sér þá reglu (sem ein- ungis er hægt að fara gegn við hin- ar óvenjulegustu aðstæður) að allar breytingar á forystu flokksins milli kosninga þurfi að njóta stuðnings aukins meirihluta þingflokksins og umboðs allra flokksmanna. Þessi breyting hefur nú þegar tryggt stöðugleika í leiðtogasætinu síðustu fimm árin, og enginn vill breyta aft- ur til fyrri hátta. Hin ástæðan er sú að skugga- ríkisstjórn Verkamannaflokksins þjáist ekki af persónulegum eða hugmyndafræðilegum deilum, auk þess sem þar hefur ekki verið betur skipað af mannkostum síðan ríkis- stjórnir Bobs Hawke og Pauls Keating sátu á níunda og tíunda áratugnum. Shorten hefur þó feng- ið misjafna dóma fyrir stjórn sína á flokknum, ekki síst þar sem hann virðist eiga erfitt með að slíta sig frá sínu fyrra lífi sem möppudýr í stjórn verkalýðsfélaganna. En hann er glöggur greinandi á stöðunni, hefur gott skyn fyrir stefnumálum og sómasamlegt gildismat, auk þess sem hann á auðvelt með að koma sýn sinni á framfæri maður á mann eða í smáum hópum (en síður í öðr- um aðstæðum). Shorten og samstarfsmenn hans virðast í heildina sem betur fer vera lausir við agaleysið og persónu- brestina sem hafa þjáð forystu Ástralíu síðasta áratuginn. Og það er ekki bara von flokkshollra með- lima Verkamannaflokksins að svo sé, heldur veltur trúverðugleiki okkar erlendis og geðheilsa innan- lands einnig á því. eftir Gareth Evans » Í Ástralíu, rótgrónu, friðsælu og síðast en ekki síst farsælu lýð- ræðisríki, sem hefur notið samfellds hag- vaxtar í 27 ár, hefur enginn forsætisráð- herra setið fullt kjör- tímabil frá 2007. Hvers vegna?Gareth Evans Gareth Evans var utanríkisráðherra Ástralíu fyrir Verkamannaflokkinn frá 1988 til 1996 og forseti Inter- national Crisis Group frá 2000-2009. Nú er hann rektor Ástralska þjóðar- háskólans, ANU. ©Project Syndicate, 2018. www.project-syndicate.org Endalok látbragðsleiksins í Ástralíu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.