Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Ný sending –
frábært úrval
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
gallabuxur
September og janúar eruþeir mánuðir sem fólkstekkur til og kaupir sérárskort í líkamsrækt.
Stóru stöðvarnar eru með góð til-
boð í gangi á þessum tíma, sér-
staklega á árskortum. Það er engin
tilviljun, fólk er að klára sumarfrí
eða jólafrí, buxnastrengurinn er
orðinn þrengri og erfiðara að
smella efstu tölunni á skyrtunni.
Þetta ástand kallar á aðgerðir og
árskort í líkamsrækt hljómar lokk-
andi sem leið út úr ástandinu.
Árskort er ekki
besta byrjunin
En eins og flestir sem hafa
lent í að kaupa sér árskort og nýta
það svo skerandi lítið vita er árs-
kort ekki endilega besta byrjunin.
Vænlegri byrjun er að prófa sig
áfram, fá að mæta í tvö eða þrjú
skipti á þann stað þar sem maður
er að íhuga að kaupa árskort.
Hugsanlega kaupa einn mánuð.
Finna hvort staðurinn hentar.
Hvort umgjörðin, þjálfararnir, æf-
ingafélagarnir og annað sem skiptir
máli er í takt við væntingar okkar.
Líður okkur vel á staðnum? Er tek-
ið vel á móti okkur? Gera æfing-
arnar okkur gott? Vita þjálfararnir
hvað þeir eru að gera? Er gaman
að æfa á staðnum? Þessum og fleiri
spurningum er mikilvægt að svara
áður en maður festir sig til lengri
tíma.
Stórar stöðvar með stór tilboð
á þessum tíma árs gera beinlínis
ráð fyrir að meirihluti þeirra sem
kaupa árskort mæti bara fyrstu vik-
urnar, ef það, og láti svo ekki sjá
sig aftur fyrr en eftir ár. Það er
ekkert leyndarmál. Við vitum þetta
öll. Það er ekkert að því að kaupa
árskort ef maður veit að maður
mun nýta það vel. En ef maður er
óviss er betra að fá að prófa fyrst.
Festa sig í styttri tíma.
Prófa nýja íþrótt
Annað sem ég virkilega mæli
með fyrir þá sem eru með árskort í
ræktina er að prófa eitthvað nýtt.
Prófa nýja hreyfingu, nýja íþrótt,
nýja leið til þess að koma reglu-
legri hreyfingu inn í lífið. Það er
ótrúlega margt í boði á Íslandi,
bæði rótgróið og nýtt, og það er
aldrei of seint að byrja að stunda
nýja hreyfingu. Ég hef sjálfur
reynslu af því að byrja á nýrri
íþrótt á fertugsaldri og tengjast
henni sterkum böndum. Hvað sem
þú gerir, kæri lesandi, hugsaðu
málið vel og taktu ákvörðun út frá
því hvað mun henta þér best og
gefa þér mest.
Njótum ferðalagsins!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kraftur Í september flykkist fólk á líkamsræktarstöðvarnar og byrjar æfingar, þar sem kappi skal fylgja forsjá.
Ástand sem kallar á aðgerðir
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson
gudjon@njottuferdalagsins.is
Njóttu ferðalagsins
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mér finnst óendanlegagaman að fylgjast meðlistflugi. Þetta er líkastþví að sjá ballett og
aðrir jafna þessu við að sjá haferni.
Eftirlætið mitt í þessu öllu eru svo
rússnesku list-
flugvélarnar eins
og við sáum á
laugardaginn.
Slátturinn í
stjörnuhreyfli
þeirra er eins og
fallegasta tón-
list,“ segir Sigríð-
ur Elva Vil-
hjálmsdóttir,
útvarpskona á
K100, sem var
kynnir á flusýningunni í Reykjavík-
urflugvelli síðastliðinn laugardag.
Beðið eftir flugmönnum
Tugir flugvéla, þotur, þyrlur,
listflugvélar, einkavélar og fleiri
flygildi voru á sýningunni sem á
bilinu 7-10 þúsund manns sóttu.
Listflugmenn léku listir sínar og
tóku lykkjur og kollhnísa uppi í him-
inblámanum. Þá var sýnd Boeing
757 frá Icelandair, vélin Eldfell sem
tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll
eins og fleiri vélar gerðu, til dæmis
heimasmíðað fis, en mikil gróska er
um þessar mundir í þeim kima einka-
flugsins.
„Einkaflugið hefur sjaldan verið
öflugra en núna, sem helst í hendur
við mikil umsvif flugfélaganna. Áður
fyrr þurfti fólk sem komið var með
réttindi atvinnuflugmanns að bíða í
mörg ár eftir að fá vinnu, en núna er
bókstaflega beðið eftir því,“ segir
Sigríður Elva sem hefur verið viðloð-
andi flugið lengi og stefnir nú á
einkaflugmannsprófið.
Ítalskt var bannað
Til stóð að tvær ítalskar herflug-
vélar sem eru hér á landi í loftrým-
isgæslu á vegum Atlantshafs-
bandalagsins tækju flug yfir
Reykjavíkurflugvöll á sýningunni.
Málið var nánast í höfn þegar borg-
arstjórinn í Reykjavík, Dagur B.
Eggertsson, tók fyrir þátttöku Ítal-
anna. Viðbáran þar var samningur
ríkisins og Reykjavíkurborgar frá
2013 um að öllu herflugi um Reykja-
víkurflugvöll skyldi hætt nema ör-
yggisatriði krefðust þess.
„Við sjáum þetta bara sem
fjandsamlegt flugi,“ sagði Matthías
Sveinbjörnsson, formaður Flugmála-
félags Íslands, við mbl.is. Hann segir
þetta bann Reykjavíkurborgar vinna
gegn flugi og áhuga nýrrar kynslóðar
á því. Þá hafi samkomulaginu ekki
verið fylgt fast eftir hingað til.
Herflug komst þó að þótt engir
væru Ítalirnir. Meðal þeirra sem
tóku yfirflug á vellinum var Sig-
urður Ásgeirsson, þyrluflugstjóri
hjá Landhelgisgæslunni, að þessu
sinni á vél af gerðinni Cessna O-1E
Bird Dog. Vél þessi, sem ber skrán-
ingarstafina TF NEI, var lengi í
eigu ítalska hersins, smíðuð árið
1962. Vélar þessarar gerðar hafa
reynst bæði sterkar og góðar og
reyndust Bandaríkjaher vel í stríðs-
rekstri þeirra í Kóreu og Víetnam.
Hingað til lands var vélin keypt fyrir
tveimur árum og er í eigu Sigurðar
Ásgeirssonar, Tryggva Baldurs-
sonar, Guðjóns Jóhannessonar og
Sigurðar M. Jónssonar.
Ballett á himni
Sláttur hreyfla flugvélanna er sem fallegasta tónlist.
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir útvarpskona var kynn-
ir á sýningu á Reykjavíkurflugvelli um helgina þar
sem mátti sjá Boeing, Cessnur og fleira fallegt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugdagur Þúsundir mættu á svæðið. Eldfell Icelandair og öldungurinn Páll Sveinsson voru stærstu vélarnar.
Flugfeðgar Sigurður Ásgeirsson og Pétur Þór
Sigurðsson við stássgripinn Cessna O-1E Bird Dog.
Sigríður Elva
Vilhjálmsdóttir
Börn Flugið hefur alltaf yfir sér blæ spennu og
ævintýra sem höfðar ekki síst til krakkanna.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon