Morgunblaðið - 11.09.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.09.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Setning 149. þings Alþingis verður í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir starfsmenn Alþingis hafa haft mikið að gera að undanförnu við undir- búning þingsetningarinnar. „Við erum vissulega búin að vera önnum kafin að undanförnu. Það er búið að þrífa allt alþingishúsið, dytta að ýmsu og svo er auðvitað alltaf heilmikill undirbúningur við það að búa sig undir þessa athöfn á morgun,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. Helgi segir að starfsmenn hafi í undirbúningnum hist reglulega og yfirfarið langa minnislista sína um hvað þyrfti að gera. „Auk þessa höldum við alltaf fund með öllum þeim sem að þessu koma, þ.e. lög- reglunni, kirkjunni og ráðuneytum. T.d. þarf að undirbúa gesta- móttökuna mjög vel, en hér eru að jafnaði allir sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi gestir við þingsetn- inguna, fulltrúar Hæstaréttar Ís- lands, ráðuneytisstjórar og fyrrver- andi forsetar. Þannig að þetta er heilmikill undirbúningur, auk þess sem við erum samhliða þessu að undirbúa og skipuleggja þinghaldið fyrstu vikurnar,“ sagði Helgi og bætti við: „En nú er allt klárt fyrir morgundaginn.“ Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og al- þingismenn ganga í dag fylktu liði til Dómkirkjunnar úr alþingishús- inu. Séra Kristján Björnsson vígslu- biskup prédikar og séra Sveinn Val- geirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður gengið á ný til þing- hússins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annir Starfsmenn Alþingis lögðu í gær lokahönd á undirbúninginn vegna setningar 149. þings Alþingis í dag. Miklar annir verið á Alþingi undanfarna daga Unnið er þessar vikurnar að gerð hringtorgs á Vesturlandsvegi ofan við Mosfellsbæ. Torg- ið kemur í stað tvennra gatnamóta á þessum slóðum, annars vegar þar sem er vegurinn að iðnaðarhverfinu á Esjumelum og hins vegar þar sem Álfsnesvegur er. Gatnamótin hafa þótt hættuleg enda þarf að þvera Vest- urlandsveg þegar farið er ýmist á eða af þess- um afleggjurum. Meðan á framkvæmdum stendur er umferð á þessum slóðum beint um hjáleið þar sem er 50 km./ klst hámarkshraði. Það eru starfs- menn PK-verks sem hafa þetta verkefni með höndum. „Við tökum þetta með krafti og stefnum á að hleypa umferð á torgið í nóv- ember,“ segir Einar Már Magnússon, verk- efnisstjóri Vegagerðarinnar. Hann bætir við að í raun séu þessar framkvæmdir fyrsti áfanginn í stóru verkefni, sem er heildstæð uppbygging á Vesturlandsvegi frá Mos- fellsbæ um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum. Vegna slysahættu hefur verið mjög þrýst á um úrbætur þar, sem segja má að nú séu hafnar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Öruggari leið með hringtorgi á Esjumelum Þorsteinn Ásgrímsson Sigurður Bogi Sævarsson Faxaflóahafnir hafa lagt inn umsókn hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að breytingum á deiliskipulagi Austur- hafnar. Þar er lagt til að bætt verði við fyrir spenni- og rafdreifistöð auk vaktaðstöðu á Faxagarði, sem er á milli Hörpu og þeirra bygginga sem er verið að reisa á Hafnartorgi. Í breytingartillögu að deiliskipu- lagi sem unnið er af Batteríi arki- tektum er gert ráð fyrir að bygg- ingin verði 250 fermetrar að flatarmáli, þar verði um 150 fermetr- ar undirlagðir spennistöð, auk að- stöðu fyrir hafnargæslu og aðgangs- stýringu – svo og mögulegt afdrep fyrir farþega, til dæmis af skemmti- ferðaskipum. Fram kemur að gerðar verða miklar kröfur um útlit bygg- ingarinnar og efnisval. Borgarráð samþykkti að auglýsa tillöguna um breytingu á deiliskipu- lagi, en áður hafði skipulags- og sam- gönguráð samþykkt þessa breyt- ingu. Vilja spennistöð nærri Hörpunni  Breytingar á skipulagi auglýstar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.