Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 11

Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Björn Leifsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Lauga ehf. sem eiga og reka 14 World Class-líkams- ræktarstöðvar um land allt, seg- ist ekki sáttur við orð blogg- arans Guðjóns Svanssonar hér í Morgunblaðinu í gær þar sem Guðjón sagði m.a.: „Septem- ber og janúar eru þeir mánuðir sem fólk stekkur til og kaupir sér árskort í líkams- rækt. Stóru stöðvarnar eru með góð tilboð í gangi á þessum tíma, sérstaklega á árskortum.“ Og síðar sagði Guðjón: „Stöðv- ar með stór tilboð á þessum tíma árs gera beinlínis ráð fyrir að meirihluti þeirra sem kaupa árs- kort mæti bara fyrstu vikurnar, ef það, og láti svo ekki sjá sig aftur fyrr en eftir ár. Það er ekkert leyndarmál.“ „Við í World Class höfum aldr- ei verið með tilboð á árskortum í byrjun september og þannig stand- ast fullyrðingar Guðjóns ekki,“ sagði Björn í samtali við Morgun- blaðið í gær og bætti við: „Við höf- um ekki hækkað gjöldin hjá World Class í fjögur og hálft ár. Við leggj- um allt upp úr því að selja áskriftir í stöðvar okkar, þar sem áskrifand- inn getur losnað eftir tvo mánuði, og erum ekki með nein sérstök til- boð í gangi,“ sagði Björn. Hann bendir á að World Class reki langstærstu líkamsræktar- stöðvar landsins og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur eins og þær sem hann telur að Guðjón Svansson hafi gerst sekur um hér í Morgun- blaðinu í gær. Áherslan á áskrift- ir ekki tilboð  Gjöld ekki hækkað í fjögur og hálft ár Björn Leifsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rannsókn lögreglu á stófelldum þjófnaði á sígarettum úr Fríhöfn- inni í Leifsstöð er langt kominn. Að undanförnu hafa fjórir karlar setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á málavöxtum, en í tilkynningu Lög- reglunnar á Suðurnesjum er þjófn- aðurinn sagður hafa verið stórfelld- ur og skipulagður. Er talið að alls hafi verið stolið um 900 kartonum af sígarettum. Nokkuð af þeim hef- ur endurheimst, en í tengslum við rannsóknina fór lögreglan á Suð- urnesjum í húsleitir á þremur stöð- um á höfuðborgarsvæðinu, að feng- inni heimild, og fann þýfið, þar á meðal ferðatöskur fullar af sígar- ettum. Mennirnir sem stálu sígarettun- um höfðu þann hátt á að kaupa flugmiða og skrá sig í flug án þess að fara nokkru sinni. Fóru svo í Fríhöfnina og gengu skipulega til verks og settu kartonin í ferðatösk- ur sem þeir voru með. Lögregla fann í fórum eins mannanna pönt- unarlista þar sem væntanlegir kaupendur höfðu pantað sér sígar- ettur eftir tegundum. Við skýrslutökur kom í ljós að a.m.k. einhverjir mannanna höfðu stundað stórfellt smygl á sígarett- um til Íslands. Tveir umræddra manna hafa áður komið við sögu lögreglu. Þrír hinna handteknu hafa viðurkennt aðild sína að málinu. Stórfelldur sígarettustuldur  Fylltu ferðatöskur  Stálu 900 kartonum  Pöntunarlistar Árleg Ástarvika – kærleiksrík menn- ingarvika – er hafin í Bolungarvík. Setningin var á varnargarðinum Verði fyrir ofan Bolungarvík. Þar var kveikt á rauðum blysum og ást- fangin pör fengu ástarlása til að inn- sigla ást sína en hægt er að festa lás- ana við grindverkið á varnargarð- inum. Þá faðmaðist fólk og kysstist af þessu tilefni, að því er fram kemur á vef Bolungarvíkur. Hver ástarviðburðurinn rekur annan í vikunni. Tíu bestu ástarsög- ur allra tíma eru á dagskrá í bóka- safninu alla daga klukkan 14. Á morgun verður ástarvikuganga í surtarbrandsnámuna í Syðridal. Ástarvikunni í Bolungarvík lýkur á laugardag. Þar ramba réttir í Bol- ungarvík inn í dagskrána, samflot verður í sundlauginni og ástarfiskur verður á matseðlinum í Einarshúsi. Ýmislegt annað er á dagskránni sem finna má í heild á vef Bolungar- víkurkaupstaðar, bolungarvik.is. Ástfangnir fengu lása á Ástarviku  Kærleiksrík dagskrá alla vikuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Ástin er við völd í Víkinni alla þessa viku. Tveir karlmenn, annar á þrítugs- aldri og hinn á fertugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir embætti hér- aðssaksóknara fyrir að hafa veist að karlmanni með ofbeldi og hót- unum á bifreiðastæði bak við Næt- ursöluna við Strandgötu á Akur- eyri í október í fyrra. Er annar hinna ákærðu ákærður fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás með því að hafa slegið manninn með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlit og höfuð og sparkaði í fótleggi hans. Þá hótuðu báðir ákærðu mann- inum að drepa hann „og grafa í holu úti í sveit“ auk þess að „búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans“, eins og það er orðað í ákærunni. Maðurinn hlaut rúm- lega eins sentimetra skurð í hár- svörð, mar vinstra megin á utan- verðum hálsi, mar utanvert á vinstri kjálka og hrufl vinstra megin við neðri vör. Að lokum tóku hinir ákærðu úlpu, síma og 4.000 krónur í reiðufé af manninum. Að auki er annar mannanna ákærður fyrir að hafa tekið vega- bréf tveggja einstaklinga og haft þau á brott með sér. Er farið fram á að mennirnir verði báðir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hótuðu að stinga hníf í heila manns Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Bolur Kr. 6.900 Str. M-XXXL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.