Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 16
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eignarhaldsfélagið Hof hf., eigandi IKEA á Íslandi, opnaði nýja 34.500 fermetra IKEA verslun í Riga, höf- uðborg Lettlands, þann 30. ágúst síð- astliðinn. Til samanburðar má geta þess að verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ er 20.500 m². Heildarfjár- festing vegna nýju verslunarinnar er 50 milljónir evra, jafnvirði 6,5 millj- arða íslenskra króna. Félagið á og rekur einnig vinsæla 30.000 m² IKEA verslun í Vilnius í Litháen, sem móð- urfélag IKEA valdi bestu IKEA búð í heimi árið 2017. Mjög góðar viðtökur Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA í Eystra- saltslöndunum, segir í samtali við Morgunblaðið að Lettar hafi tekið versluninni mjög vel í alla staði, og viðskiptavinir hafi streymt í hana frá opnun. „Við hófum byggingu versl- unarinnar fyrir rúmlega einu og hálfu ári,“ segir Jóhannes. Aðspurður segir hann að stærð verslunarinnar sé ákvörðuð í sam- ræmi við ákveðið reiknilíkan, þar sem stuðst er við ýmsar breytur eins og kaupgetu, vænt flæði gesta og vænta tíðni heimsókna. Spurður um samanburð við aðra markaði, segir Jóhannes að fólk í Eystrasaltslöndunum hafi almennt minni tekjur og búi í minna húsnæði en fólk í Evrópu að jafnaði, og versl- unin taki mið af því. „Vöruúrvalið verður þó í grunninn það sama og gengur og gerist í IKEA búðum um allan heim. Við byrjum með á bilinu 8–9.000 vöruliði, en fjölgum þeim svo fljótlega upp í það sama og annars staðar.“ Spurður nánar um viðtökur heima- manna við versluninni, segir Jóhann- es að fólk í Lettlandi þekki IKEA vörumerkið ágætlega eftir að IKEA opnaði í Vilnius fyrir fimm árum. „Fólk hefur átt möguleika á að fara þangað og versla síðastliðin fimm ár. Vörumerkið hefur því fest sig í sessi, og það sama má segja um Eistland. Fjarlægðin milli landanna er ekkert óyfirstíganleg. Það eru t.d. um 300 km. á milli Vilnius og Riga. Við erum einnig mjög sýnileg á netinu. Þá dreifðum við nýja vörulistanum okk- ar inn á rúmlega 400 þúsund heimili í Riga í aðdraganda þessarar opnun- ar.“ Kauphegðun breytist Jóhannes segir að mikil spenna ríki í Riga fyrir nýju versluninni. „Það er ekki á hverjum degi sem al- þjóðlegt vörumerki bætist hér inn á markaðinn. Hér er meira um innlend vörumerki í verslun. HM tískuvöru- verslunin kom til dæmis hingað fyrir nokkrum árum síðan, og fjölgun al- þjóðlegra vörumerkja hefur áhrif á tískuna og kauphegðun fólks.“ Hann segir að fólk í Lettlandi sæki gjarnan mikið í stórar verslanamið- stöðvar, og finnist því gott að koma í IKEA þar sem boðið er upp á „allt undir sama þaki“. Nýja verslunin er að sögn Jóhann- esar í útjaðri Riga. „Samgöngur hér eru með ágætasta móti, og við erum nálægt þéttasta byggðakjarnanum í Riga, sem er ein af meginástæðunum fyrir staðarvalinu. Við vildum að verslunin yrði sýnileg, aðgengi væri gott og nóg af bílastæðum, en við er- um með samtals 1.250 stæði. Við trú- um því að verslunin muni svo laða aðra smásöluaðila inn á svæðið í framtíðinni, eins og gerst hefur í Vil- nius.“ Verslunin í Riga er skipulögð þannig að á efri hæð er 6 þúsund fer- metra húsgagnadeild, og á neðri hæð er jafn stór smávörudeild. Veitinga- staðurinn tekur yfir 500 manns í sæti. Til samanburðar eru verslunarhæð- irnar á Íslandi og í Vilnius, að sögn Jóhannesar, 4.500 fermetrar annars- vegar og 5.500 fermetrar hinsvegar. „Verslunarrýmin í Riga eru eins stór og þau gerast stærst hjá IKEA al- þjóðlega.“ Nú þegar hafa 300 manns verið ráðin til starfa í Riga. „Það hefur gengið mjög vel að ráða fólk. Við bjóðum fjölbreytt störf og þykjum spennandi kostur á vinnumarkaðn- um.“ Jóhannes segir að opnun IKEA hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið hvað atvinnuþróun varðar. „Þessi lönd glíma við fólksflótta, meðal ann- ars til Íslands, þannig að jaðrar við atgervisflótta. Þess er farið að gæta á innviðunum hér. Þessvegna er gott að geta komið og lagt lið við að fá fólk til baka. Við tókum þann pól í hæðina að ráða bara fólk frá löndunum sjálfum, treysta á það og þjálfa það upp. Menntunarstig er hátt í Eystrasalts- löndunum öllum, eitthvert það hæsta í Evrópu, og við höfum verið að fá mjög gott fólk til liðs við okkur.“ Eistland næst á dagskrá Spurður um næstu verkefni, segir Jóhannes að opnun IKEA-verslunar í Eistlandi sé næst á dagskrá. Að auki segir hann að bæst hafi við tvö svokölluð „Pickup-Point“ útibú, þar sem menn geta sótt vörur, í hin- um tveimur stóru borgunum í Lithá- en, Kaunas og Klaipeda. „Þetta eru 2.500 fermetra útibú, sem skiptast í þúsund fermetra verslanir og 1.500 fermetra vöruafhendingarsvæði. Þá stækkuðum við verslunina í Vilnius árið 2017.“ Næst á dagskrá í Litháen er svo netverslun, sem verður opnuð í næsta mánuði, að sögn Jóhannesar. Eigendur IKEA á Íslandi opna risaverslun í Riga Mikil aðsókn Raðir mynduðust þegar nýja IKEA-verslunin var opnuð í Riga í Lettlandi nú á dögunum.  Verslunin er 70% stærri en IKEA í Kauptúni í Garðabæ  Kostar 6,5 milljarða Stór verslun » 300 starfsmenn » Verslunin kostaði 6,5 millj- arða króna » 1.250 bílastæði » 500 manna veitingastaður » Ný netverslun í Vilnius » Stefna næst á opnun IKEA- verslunar í Eistlandi 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Það voru aðeins HB Grandi og Ice- landair Group sem hækkuðu í við- skiptum í Kauphöll Íslands í gær. Þann- ig hækkuðu bréf HB Granda um 2,25% í 17,8 milljóna króna viðskiptum. Bréf Icelandair hækkuðu um tæp 1,5% í 35,5 milljóna viðskiptum. Mest lækkuðu hins vegar bréf Haga eða um 2,39% í 83,9 milljóna króna viðskiptum. Fast á hæla þess komu svo bréf N1 og lækkuðu þau um 2,38%. Önnur félög sem lækkuðu um meira en 2% voru VÍS en þar á bæ nam lækk- unin 2,22%, Reginn, sem lækkaði um 2,11%, og Eik fasteignafélag, sem lækk- aði um 2,04%. Aðeins tvö félög hækk- uðu í Kauphöll Íslands 11. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.04 111.58 111.31 Sterlingspund 144.11 144.81 144.46 Kanadadalur 84.57 85.07 84.82 Dönsk króna 17.315 17.417 17.366 Norsk króna 13.19 13.268 13.229 Sænsk króna 12.221 12.293 12.257 Svissn. franki 115.03 115.67 115.35 Japanskt jen 1.002 1.0078 1.0049 SDR 155.38 156.3 155.84 Evra 129.14 129.86 129.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.4368 Hrávöruverð Gull 1200.75 ($/únsa) Ál 2028.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.69 ($/fatið) Brent ● Kanadíska orkufyrirtækið Energy Co- Invest hefur keypt Green Energy Ice- land, ásamt tækni- og hugverkarétt- indum móðurfélags þess, Green Energy Group. Síðastnefnda félagið hefur þró- að og selt jarðvarmastöðvar sem byggðar eru á forhönnuðum einingum. Það hefur nú þegar afhent fimmtán svokallaðar holutoppsstöðvar í Kenía. Það byggir nú jarðvarmastöð í Bjarnar- flagi fyrir Landsvirkjun. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum í fyrra, samanborið við 61,1 milljónar hagnað árið 2016. Rekstrar- tekjur þess árið 2017 námu 460 millj- ónum króna, samanborið við 720 millj- ónir 2016. Kanadískt félag kaupir Green Energy Iceland STUTT Icelandair bætir við nýjum brottfarartímum frá Kefla- víkurflugvelli frá og með maímánuði 2019. Þannig verður boðið upp á flug til borga í Evrópu kl. 10:30 á morgnana og til borga í Norður-Ameríku klukkan 20:00 á kvöldin. Verða þessir flugtímar hrein viðbót við tengitíma sem nú þegar er boðið upp á snemma morguns og síðdegis. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, er hið aukna framboð hluti af áætlunum um fram- tíðarvöxt félagsins. Þá muni það auka þægindi og sveigj- anleika viðskiptavina þegar kemur að því að velja brott- farartíma frá landinu. Þá er breytingin einnig sögð tengjast endurnýjun á flugflota Icelandair en félagið tek- ur þessi misserin í notkun nýjar Boeing 737 MAX-vélar. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort félagið muni bæta við nýjum áfangastöðum en mat á þeim möguleika stendur nú yfir. Í nýju tengibönkunum, en það eru brottfarartímarnir nefndir, verður framboð ekki eins mikið og á fyrri tengi- bönkum. Fyrst í stað verður boðið upp á nýjungina í flugi til Frankfurt, München, Amsterdam, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Óslóar, Parísar, Brussel, Berlínar, Ham- borgar og Zürich. Þá verður flogið til borganna Boston, New York, Washington, Chicago, Minneapolis og To- ronto vestanhafs kl. 20:00 á kvöldin. Icelandair eykur framboðið  Hefja flug frá Íslandi á nýjum tíma dagsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir flugtímar Icelandair hyggst nú auka við þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.