Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
✝ Valdís Guð-mundsdóttir
fæddist að Þor-
grímsstöðum
Vatnsnesi 2. júní
1945. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ási, Hvera-
gerði, 21. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörg
Valdimarsdóttir, f.
13.7. 1916, d. 25.6. 1985, og
Guðmundur B. Jóhannesson, f.
30.5. 1895, d. 10.9. 1983.
Valdís giftist Jóni Guð-
mundssyni 1978 og
keyptu þau fljót-
lega íbúð í Spóa-
hólum 4, Reykja-
vík. Árið 1988
fluttu þau sig svo
til Hveragerðis og
bjuggu þar til ævi-
loka.
Þau eignuðust
tvo drengi, Guð-
mund, f. 4.12. 1979,
og Guðna Óskar, f.
23.7. 1981, og lifa þeir foreldra
sína.
Útför Valdísar hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Allt er á reki – allt er örlög-
um háð.
Þessi orð Snorra Hjartarson-
ar eiga vel við um lífshlaup Val-
dísar systur minnar.
Hún var heilbrigt og fallegt
barn, elsk að foreldrum sínum,
systkinum og bernskuheimili á
Þorgrímsstöðum og hún varð
strax afar dugleg við öll störf
sem vinna þarf á stóru sveita-
heimili. En þegar Valdís var
um tvítugt fór hún að fá alvar-
leg höfuðveikiköst. Læknum
tókst hvorki að greina ástæður
þessara kasta né ráða bót á
þeim. Þarna var kominn sá ör-
lagaskuggi sem fylgdi henni
ævilangt og skerti öll hennar
lífsgæði.
Á æskuárum vann Valdís að
búi foreldra okkar og var þeim
styrk stoð. Síðar lauk hún
sjúkraliðaprófi, þrátt fyrir veik-
indi sín, og starfaði bæði á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
og á Landspítalanum, alltaf vel
látin af sínu samstarfsfólki. Í
Reykjavík kynntist hún manni
sínum, Jóni Guðmundssyni, og
saman eignuðust þau tvo
drengi, Guðmund og Guðna
Óskar. Eftir það leyfði heilsa
hennar ekki vinnu utan heim-
ilis, en strákunum sínum sinnti
hún af fremsta megni. Þegar
drengirnir voru á barnsaldri
fluttust þau Jón í gott hús í
Hveragerði. Með þeim í heimili
var mágur hennar, Guðni Þor-
valdur.
Hann var alltaf einn af fjöl-
skyldunni, góður vinur Valdísar
og þeim öllum mikil hjálpar-
hella. Jón var henni og strák-
unum traustur bakhjarl og í
sameiningu tókst þeim að halda
heimili þar sem hlýja og glettni
voru í fyrirrúmi. Sérstaklega er
mér minnisstætt hve Gummi og
Guðni sýndu móður sinni ávallt
mikla ást og kærleika. Síðustu
árin hefur Valdís dvalið á
hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði.
Valdís bar sérstakan per-
sónuleika. Hún var minnug
með afbrigðum, kunni ógrynni
af vísum og hún var trölltrygg.
Ef hún hafði myndað sér skoð-
un á mönnum og málefnum
varð því ekki hnikað. Flestum
lagði hún gott til, þótt und-
antekningar kæmu fyrir, og
ekki hvarflar að mér að hún
hafi nokkru sinni kosið annan
flokk en Sjálfstæðisflokkinn.
Sem barni var henni umhugað
um allt sem lífsanda dró. Það
gat verið óþægilegt í sveit ef
hvorki mátti slátra lambi eða
kálfi, né neitt sjást sem minnti
á þá athöfn. Foreldrar okkar
sýndu þessu skilning svo sem
framast mátti. Hún sóttist
mjög eftir að fylgja föður okkar
úti við og þurfti að gæta þess
að hún stryki ekki á eftir hon-
um.
Ég á í huga mér minningu af
lítilli, ljóshærðri stelpuhnátu
sem hljóp mjög hratt á eftir
manni sem gekk löngum, jöfn-
um skrefum. Hún náði honum
frammi á Litla-Bala. Ekki efa
ég að pabbi hafi tekið vel á
móti Völu sinni og leitt hana
heim með sinni styrku hönd. Á
milli þeirra tveggja var alltaf
sterkur þráður. Þegar Valdís
varð fullorðin fékk hún þetta
sama göngulag. Gekk löngum,
jöfnum skrefum.
Allt er á reki – allt er örlög-
um háð. – Lífsgöngu Valdísar
systur minnar er lokið. Hjart-
anlega þakka ég henni alla okk-
ar samleið og við Hólmgeir
sendum Gumma og Guðna Ósk-
ari innilegar samúðarkveðjur.
Jónína Guðmundsdóttir.
Fallin er frá ástkær systir
mín, Valdís Guðmundsdóttir frá
Þorgrímsstöðum, Vatnsnesi.
Hún fæddist þriðja í röð okkar
sex systkina, sem komumst til
vits og ára. Ég var svo láns-
samur að eiga nána samleið
með henni fyrri hluta okkar
ævi.
Var það fyrst á búi foreldra
okkar á Vatnsnesinu allt fram
til ársins 1970. Lá þá leiðin
suður til höfuðborgarinnar til
frekara náms og vinnu. Deild-
um við oft húsnæði og leigðum
saman íbúðir meðan bæði voru
einhleyp. Um svipað leyti eign-
uðumst við svo okkar eigin fjöl-
skyldur og skildu þá leiðir. Þó
var áfram alltaf gott samband
okkar á milli og drengirnir
hennar tveir og dætur mínar
tvær urðu afar náin enda á líku
reki.
Til vinnu var Valdís alger
hamhleypa meðan heilsan var í
lagi. Kom það strax fram við
hin erfiðu og krefjandi sveita-
störf og seinna er hún starfaði í
sínu fagi sem sjúkraliði hjá
Landsspítalanum. Heiðarlegri,
duglegri, samviskusamari og
þrautseigari manneskju hef ég
varla hitt á minni ævi. Það,
ásamt takmarkalausri trú-
mennsku og tryggð í garð sinna
nánustu ættingja og vina, gerði
hana að mikilli mannkosta-
manneskju í mínum huga. Yf-
irleitt lét hún annarra þarfir
ganga fyrir, en hennar eigin
máttu sitja á hakanum.
Um eða upp úr tvítugu fór að
bera á þeim hörmulega sjúk-
dómi sem fylgdi henni meira og
minna alla hennar ævi. Voru
það illvíg flogaköst sem aldrei
náðist að lækna og var þó ým-
islegt reynt í þeim efnum. Má
segja að þó oft hafi sæmilega
til tekist og hún átt sín góðu
tímabil á milli, virtist fyrr eða
síðar sækja í sama farið. Mátti
hún því búa við þennan vágest
allt til æviloka. Öllu þessu tók
hún með sönnu jafnaðargeði og
ekki var barlómi né kvörtunum
fyrir að fara.
Valdís hafði alla tíð yndi af
lögum og ljóðum. Á yngri árum
kunni hún gríðarmikið af vísum
og söngtextum ásamt lögum við
þá. Hafði hún einstaklega gam-
an af því að taka gítarinn og
syngja nokkur vinsæl lög með
Dísu systur og eða öðrum vin-
konum. En allt var þetta til
heimabrúks og ekki borið á
torg, frekar en annað í hennar
lífi.
Árið 1988 flutti fjölskyldan
til Hveragerðis og átti Valdís
sitt heimili þar til æviloka.
Meðan heilsan leyfði bjó fjöl-
skyldan að Kambahrauni 21 en
seinustu æviárin átti hún skjól
á Ási Hveragerði. Virtist hún í
lokin vera sátt við sitt hlut-
skipti og vil ég færa öllu starfs-
fólki þar þakklæti fyrir góða
umönnun. Að lokum viljum við
Sirrí votta kærum frændum
mínum, þeim Gumma og Guðna
Óskari, okkar dýpstu samúð.
Gengin er góð manneskja.
Elsku Valdís. Takk fyrir allt.
Guðmundur.
Mig langar að minnast henn-
ar systur minnar í fáum orðum.
Valdís Guðmundsdóttir var
fædd og ólst upp á Þorgríms-
stöðum í Vestur Húnavatns-
sýslu, þriðja elst af 6 systk-
inum. Þar er fallegt um að
litast grösugur dalur, snarbrött
fjöll og hamrabelti í kring.
Þar getur náttúran líka orðið
manninum óblíð og erfið við-
ureignar. Eins og gefur að
skilja var sveitavinnan ekki létt
á þeim árum og ekki til þau
tæki og tól sem sjálfsögð þykja
í dag til slíkra verka. Þar var
ekki einu sinni rafmagn til
staðar.
Valdís var alveg sérstök
dugnaðarmanneskja og ham-
hleypa til allra starfa. Vel gef-
in, handlagin og las mikið.
Glaðlynd og hafði mikið yndi af
söng og tónlist og samdi sjálf
lög. Eins átti hún létt með að
setja saman vísur og ljóð. Hún
var traustur vinur vina sinna,
en seintekin og ekki allra. Gat
verið þrjósk alveg með ein-
dæmum og stóð jafnan fast á
sínum skoðunum.
Sjaldnast var gefist upp við
að leysa úr verkefnum sem fyr-
ir lágu án þess að biðja um
hjálp. Ég held að ég hafi aldrei
kynnst eins óeigingjarnri
manneskju og henni. Alltaf var
henni efst í huga að hjálpa og
liðsinna öðrum. Því skyldi eng-
an undra að hún valdi að fara í
sjúkraliðanám til að hjúkra og
sinna öðrum. Við það starfaði
hún eins lengi og heilsan leyfði.
Ævi hennar var enginn dans
á rósum. Hún greindist með
flogaveiki ung að árum og átti
alla sína ævi við þann sjúkdóm
að stríða. Hún giftist góðum
manni, Jóni Guðmundssyni, bif-
reiðarstjóra og sölumanni, sem
var ættaður úr Biskupstungum.
Hann reyndist henni alltaf
vel og áttu þau sitt heimili að
Kambahrauni 21 í Hveragerði
til fjölda ára, en Jón lést fyrir 4
árum. Saman eignuðust þau 2
syni þá Guðmund og Guðna
Óskar Jónssyni, sem öll hennar
hugsun snerist um.
Þeir hafa líka reynst mömmu
sinni með eindæmum vel, með
umhyggjusemi og natni í henn-
ar veikindum. Síðustu árin var
hún vistmaður á Hjúkrunar-
heimilinu Ási í Hveragerði og
þar lést hún aðfaranótt þriðju-
dagsins 21. ágúst s.l. Hinu góða
fólki sem starfar á Ási ber að
þakka fyrir hjúkrun og alla að-
stoð sem henni var veitt.
Elsku Gummi og Guðni Það
er alltaf sárt að missa sína nán-
ustu, en kannski er það smá
huggun harmi gegn að ég held
að hún mamma ykkar hafi verið
orðin södd lífdaga og hvíldinni
fegin.
Við Kalli sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði elsku Valdís. Þín
systir Dísa.
Vigdís Auður
Guðmundsdóttir
Elskuleg föðursystir okkar
er fallin frá. Hugsað til baka
erum við systur svo þakklátar
fyrir elju foreldra okkar að
halda svona nánu sambandi við
Valdísi og Nonna, sérstaklega
eftir að þau fluttu með strák-
ana sína í Kambahraunið í
Hveragerði.
Í minningunni munum við
nefnilega ekki eftir mótbárum
eða afsökunum um tímaleysi
sem hindraði okkur í að renna
austur fyrir fjall og hitta
frændur okkar. Þvert á móti
munum við eftir miklum sam-
göngum og tíðum heimsóknum
til fjölskyldunnar sem var stór
hluti af okkar æsku og gerði
það að verkum að mikil nánd
og kærleikur ríkti á milli fjöl-
skyldnanna beggja. Eins og
tíðkaðist á þessum tíma gerð-
um við sjaldnast boð á undan
komu okkar í Kambahraunið.
Við birtumst bara þegar okkur
datt í hug að renna yfir heiðina
í heimsókn. Aldrei munum við
þó eftir að hafa hitt illa á eða á
óhentugum tíma. Við vorum
varla komin inn fyrir forstofu-
dyr þegar Valdís var komin á
bak við eldhúsbekkinn til þess
að smyrja brauð. Það er okkur
systrum minnisstætt að hún
skar alltaf brauðið á þverveg-
inn, oftast voru tvær til þrjár
tegundir af áleggi og síðan rað-
aði hún þeim fallega á disk
ásamt bakarísbakkelsi sem
rann ljúft niður.
Er við systur höfðum aldur
til fórum við stundum sjálfar
með rútunni í Hveragerði til
þess að vera hjá frændum okk-
ar og það var sama dekrið þá
og áður; ekki skyldi okkur
skorta næringu né umhyggju.
Hluti af jólahefðinni hjá okk-
ur systrum var að heimsækja
Kambahraunsfjölskylduna á að-
fangadagsmorgnun, við með
pabba austur fyrir fjall þar sem
við sátum og spjölluðum, borð-
uðum konfekt og pældum í
innihaldi jólagjafanna. Á sumr-
in ferðuðumst við fjölskyldurn-
ar saman um landið, þá sér-
staklega í Þjórsárdalinn sem
ávallt var skemmtilegur tími.
Við frændsystkinin að leika
okkur í náttúrunni, heimsækja
Björn bónda og spila fótbolta.
Vel var hugsað um okkur í hjól-
hýsinu hjá Valdísi og Nonna –
ýmist við að spila, spjalla eða
borða.
Valdís frænka var einkar
hlédræg og umhyggjusöm
kona. Hún var áhugasöm um
heilsu og líf annarra í stórfjöl-
skyldunni og vildi fylgjast vel
með gengi allra. Tónlist var
alltaf stór hluti af lífi systk-
inanna á Vatnsnesinu í þeirra
æsku og spilaði Valdís gjarnan
á gítar í gamla daga.
Það var því sérstaklega
ánægjulegt þegar þrjú af systk-
inunum sex gáfu út geisladisk
með frumsömdum lögum árið
2002 en á þeim diski á Valdís
þrjú frumsamin lög. Valdís
frænka glímdi við veikindi sem
höfðu mismikil áhrif á hennar
líf.
Alltaf var hún þó söm við sig
og naut líðandi stundar með
það sem hún hafði hverju sinni.
Henni leið afskaplega vel í
Kambahrauninu og virtist alltaf
ánægð með sitt. Eins leið henni
ofboðslega vel í sveitinni og er
það eflaust hluti af því að henni
leið vel í náttúrunni í Þjórs-
árdalnum á sumrin.
Valdísi þótti auðsjáanlega
vænt um fjölskylduna sína.
Fjölskyldan var náin og vænt-
umþykjan mikil enda strák-
arnir hennar einkar umhyggju-
samir við mömmu sína og
sinntu henni af alúð allt fram á
lokastundu.
Elsku Gummi og Guðni,
missir ykkar er mikill og við
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Megi allt gott í veröldinni um-
vefja ykkur, elsku frændur.
Góðum mönnum gefin var,
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(Jóhanna Kristjánsdóttir
frá Kirkjubóli)
Sofðu vel elsku frænka. Takk
fyrir allt og allt.
Eyrún Unnur og Guðrún
Björg Guðmundsdætur.
Valdís
Guðmundsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN SNORRASON
hæstaréttarlögmaður,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 3.
september. Útför hans verður gerð frá
Neskirkju miðvikudaginn 12. september klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Ellen Snorrason
Helga Sveinsdóttir Sebah Alain Sebah
Regína Sveinsdóttir Jóhann Friðbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HÓLMFRÍÐUR GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
lést aðfaranótt laugardagsins 8. september
á líknardeild Landspítalans eftir stutt en
erfið veikindi.
Útför verður frá Langholtskirkju föstudaginn 14. september
klukkan 13.
Írena Dögg Einarsd. McCabe Charles Edward McCabe
Ingibjörg Ósk Einarsdóttir Kjartan Örn Júlíusson
Karl Óttar Einarsson Halldóra M. Gunnarsdóttir
Jón Karl Einarsson Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR,
Sunnubraut 2, Þorlákshöfn,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
5. september. Útför hennar fer fram frá
Þorlákshafnarkirkju föstudaginn 14. september klukkan 14.
Sigurður Z. Skúlason
Skúli Sigurðsson Hjördís Svavarsdóttir
Svanhildur Sigurðardóttir Sævar Sigursteinsson
Halldór Sigurðsson Hugrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðursystir okkar,
KRISTÍN HULDA ÞÓR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
fimmtudaginn 6. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Þór Gunnarsson
Gróa Gunnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Jóhanna Gunnarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR,
Víðilundi 24, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
7. september.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Heiða Björk Jónsdóttir Hafþór Jónasson
Óttar Strand Jónsson Þorbjörg Björnsdóttir
Óðinn Jónsson Gerður Róbertsdóttir
Pétur Örn Jónsson Guðrún Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn