Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 25
✝ Gunnar HörðurGarðarsson
fæddist á Sauðár-
króki 24. mars
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 4. sept-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru Garðar Hauk-
ur Hansen, f. á
Sauðárkróki 12.
júní 1911, d. 30.
október 1982, og Sigríður Ingi-
björg Ámundadóttir, f. í Dalkoti
20. september 1907, d. 26. júní
1985.
Eiginkona Gunnars var Ingi-
björg Kristinsdóttir, f. í Reykja-
vík 23.10. 1933, d. 15.6. 2010. Eft-
irlifandi sambýliskona Gunnars
er Elísabet Guðrún Jensdóttir.
Alsystkin Gunnars eru: Stein-
grímur, látinn, Friðrik, látinn,
Elínborg Dröfn, látin, Sveinn, f.
1934, Steinunn Björk, látin. Hálf-
bróðir, samfeðra, Haukur Han-
sen, látinn.
Börn Gunnars Harðar og Ingi-
bjargar eru: Kristinn Sigurður,
f. 1955, d. 2018, maki Sólveig,
þau eiga fjögur börn og 10
barnabörn. Ásta, f. 1957, maki
Emil, þau eiga fjögur börn, sjö
barnabörn og eitt barnabarna-
barn. Sigríður, f.
1958, maki Sveinn
Júlíus, þau eiga
þrjú börn og 10
barnabörn. Gunnar
Ingi, f. 1961, maki
Sigfríður Hafdís,
þau eiga þrjú börn
og fjögur barna-
börn. Garðar Hauk-
ur, f. 1963, maki
Harpa María, þau
eiga tvö börn og eitt
barnabarn. Kristján, f. 1972,
maki Guðrún Jóna, þau eiga
fjögur börn.
Gunnar átti fyrir tvo syni: Jó-
el, f. 1954, maki Inga Steinunn,
þau eiga þrjú börn og þrjú
barnabörn. Guðmund Rafn, f.
1952, maki Guðrún, þau eiga
einn son.
Gunnar ólst upp á Sauðár-
króki. Hann fór til sjós 14 ára
gamall. Hann var mikill veiði-
maður og stundaði skot- og lax-
veiði í frístundum. Hann ferðað-
ist mikið um landið, bæði á hefð-
bundnar og óhefðbundnar slóðir,
allt árið um kring. Gunnar var
sjómaður nánast alla sína starfs-
ævi.
Útför hans fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 11. september
2018, klukkan 13.
Fallinn er frá föðurbróðir
minn Gunnar Hörður Garðarsson
eða Gunnsi eins hann var ávallt
kallaður. Gunnar og pabbi voru
hálfbræður en ólust ekki upp
saman. Þeir kynntust því ekki vel
fyrr en báðir settust að á Suð-
urnesjum. Sem barni fannst mér
þeir fremur líkir. Pabbi var þó
frekar jarðbundinn en Gunnsi
áræðinn og djarfur sem víkingur.
Ef til vill er Gunnsa best lýst sem
náttúrubarni, þ.e. honum leið vel
við veiðiskap af ýmsu tagi í ís-
lenskri náttúru.
Gunnsi stundaði sjómennsku
alla ævi og í minningunni sé ég
hann alltaf fyrir mér í rauða
frambyggða bátnum sínum,
Kristjáni, sem hann gerði út um
langt skeið. Hann var fiskinn og
laginn með haglabyssuna og naut
ég sem barn og fullorðinn maður
oft góðs af því. Þegar ég var að
alast upp kom hann oft með í soð-
ið til foreldra minna og fylgdu oft
sjófuglar með. Þá veiddi hann lax
og skaut gæsir og rjúpu allt fram
undir það síðasta. Stundum seldi
ég fyrir hann umframafurðir og
fékk jafnan rífleg sölulaun; hann
veiddi jú yfirleitt meira en hann
kom fyrir í frystikistunum hjá sér
og sínum.
Í dag geri ég mér ljóst að fyrir
hans atbeina er lax, sjófugl og
gæs eitt það besta sem ég set inn
fyrir mínar varir.
Gunnsi var tvígiftur og kynnt-
ist ég Ingu seinni konu hans vel.
Þau voru samrýnd og skemmti-
leg og ræktuðu samband sitt við
móður mína eftir að faðir minn
féll frá fyrir margt löngu. Þau
eignuðust fimm börn og með
fyrri konu sinni átti hann tvo
syni.
Afkomendurnir eru því orðnir
margir. Ég votta þeim samúð
mína og veit að hans verður sárt
saknað. Einnig votta ég vinkonu
hans, Elísabetu Jensdóttur, sam-
úð mína.
Blessuð sé minning Gunnsa
frænda sem ég mun alltaf minn-
ast sem hins áræðna og djarfa
víkings.
Börkur Hansen.
Gunnar Hörður
Garðarsson
Mig setti hljóðan
er Dummi frændi
hringdi í mig 2.
ágúst og sagði mér af andláti
Einars Kristjáns. Kannski kom
þetta ekki alveg á óvart en samt –
höggið er mikið og á eftir að
vinna úr því.
Þó skyggði fyrr en skyldi,
oss skín í sinni mildi
það ljós um heljar haust.
Að eins þótt árin líði
og eldist menn í stríði,
þín æska varir endalaust.
Að sjá það seint oss gengur,
að sértu elsku drengur,
á förum okkur frá.
En munur finnast má oss;
á meðan þú varst hjá oss
við máttum aldrei af þér sjá.
Einar Kristján
Guðmundsson
✝ Einar KristjánGuðmundsson
fæddist 16. sept-
ember 1991. Hann
lést 2. ágúst 2018.
Útför Einars
Kristjáns fór fram
16. ágúst 2018.
Af hvarmi hníga tárin
og hjörtun blæða sár-
in
það sverfur svo að
þeim,
að sjá þig burtu bor-
inn
ó barn, oss þyngir
sporin
að fara án þín heim.
Við hjartans kveðjur
kvökum,
en kvíðum næturvökum,
því autt er um oss nú.
Og vonir sannar sagðar
í sálum kistulagðar
með þér, en sonur, sæll ert þú.
Og farðu í friði, góði
við fylgjum þér í ljóði
og söng, í sólarátt.
Oss tindrar tíbrá yfir;
við trúum að þú lifir
og heyrir okkar hjartaslátt.
(Guttormur J. Guttormsson)
Samúðarkveðjur til allra í fjöl-
skyldunni. Þinn frændi,
Gylfi (Gilli).
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Námskeið
Masters (50+) námskeið í bogfimi
- með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og
miðvikudögum kl. 18:30-20:00.
Haust önn: Júlí til desember, 40.000
kr, hægt að koma inn á annir sem eru
byrjaðar. Frekari upplýsingar á
bogfimisetrid.is eða að kíkja í heim-
sókn í Bogfimisetrið, Dugguvogi 2,
Reykjavík og prófa. S. 5719330.
Sjáumst þar :)
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Opið
hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. MSfræðslu- og
félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Fuglatálgun kl. 12.30.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga kl. 9-9.50, allir velkomnir. Opin
handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-
11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Blöðrudýra-nám-
skeið kl. 13-13.40. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Bústaðakirkja Félagsstarfið hefst miðvikudaginn 12. september
með haustferð. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hólmfríði
djákna í sima 553 8500. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðastund kl. 12, súpa og brauð eftir stund-
ina á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara kl. 13, við höldum áfram
að huga að heilsu og hreyfingu. Inga Björk Sveinsdóttir fræðir okkur
um qigong. Spilin, spjallið og hannyrðir á sinum stað. Kaffi kl. 15 og
við endum á fyrirbænastund. Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Landið skoðað með nútímatækni
kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi frá kl. 9-10 í setustofu,
bútasaumshópur kl. 9-12, hópþjálfun / stólaleikfimi fellur niður í dag,
félagsvist í sal kl. 13.30-16, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Opin
handavinnustofa frá kl. 13-16. Opið kaffihús frá kl. 14.30-15.30. Verið
velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411 9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Vatnsleikfimi
Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12.
Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónus-
rúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30.
Félagsvist í Jónshúsi kl. 20.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl. 9-12.
Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30
Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Línudans kl. 13-14
(speglasal). Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.30 silfursmíði (kennsla fer fram að
Smiðshöfða 14, Reykjavík), kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl.
13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30.
Í upphafi er helgistund í kirkjunni með prestum safnaðarins og söng-
stund með Hilmari Erni Agnarssyni. Þá er í boði handavinna, spil og
spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfursmiði (kennsla
fer fram að Smiðshöfða 14, Reykjavík) kl. 13. Kanasta/tréskurður kl 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr.
mánuðurinn, allir velkomnir. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegis-
matur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, velkomin.
Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, frjáls spila-
mennska kl. 13, fyrsta helgistund vetrarins kl. 14 og eftirmiðdagskaffi
kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Thai chi með Guðnýju kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Mar-
gréti Zophoníasd. kl. 9-12, leikfimi með Guðnýju kl. 10-10.45, hádegis-
matur kl. 11.30, panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs, Spekingar og spaug-
arar kl. 10.45-11.45, listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30, Kríurnar kl.
13, brids kl. 13-16, enska 13-15. Kaffi 14.30.
Korpúlfar Botsía kl. 10 og 16 í dag í Borgum, helgistund kl. 10.30 í
Borgum, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 og heimanáms-
kennsla kl. 16.30 í dag í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, listasmiðja kl. 9-
16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leið-
beinanda kl. 13-16, botsía, spil og leikir kl. 16, tölvu-og snjalltækja-
kennsla kl. 17. Uppl. í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10,30. Pútt í Risinu, Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfi-
landi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Helgistund á Skólabraut
kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Vegna sameig-
inlegrar ferðar félagsstarfsins og kirkjunnar þriðjudaginn 18. septem-
berþá liggja skráningarblöð frammi á Skólabraut, í kirkjunni og í
Eiðismýri.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur
kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13. Allir velkomnir.
Fundir/Mannfagnaðir
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Sjálfstæðisflokkurinn
Vikulegir viðtalstímar þing
manna og borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
alþingismaður og ritari Sjálf-
stæðisflokksins, og Eyþór L.
Arnalds, oddviti borgarstjórn-
arhópsins, bjóða upp á viðtals-
tíma á föstudaginn, 14. sept-
ember, á milli 12:00 og 13:00.
Hver viðtalstími er að hámarki
15 mínútur að lengd.
Þingmenn og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins verða, frá
og með föstudeginum 14. september
næstkomandi, með opna viðtalstíma á skrif-
stofu flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Viðtalstímarnir munu fara fram á föstudög-
um frá kl. 12:00 – 13:00. Upplýsingar um
hvaða fulltrúar verða til viðtals hverju sinni,
verða auglýstar nánar á heimasíðu og
samfélagssíðum flokksins.
Bóka verður tíma fyrirfram í s. 515-1700 eða
með tölvupósti á skuli@xd.is.