Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Lífið kemur þér á óvart þessa dag-
ana og þér finnst þú hafa litla stjórn á at-
burðarásinni. Þú ert með mörg járn í eld-
inum.
20. apríl - 20. maí
Naut Afstaða þín getur gert útslagið í
ákveðnu máli. Nú er rétti tíminn til að
huga að húsnæðismálum. Þú færð
draumaíbúðina upp í hendurnar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það borgar sig alltaf að líta á
björtu hliðar tilverunnar, líka þegar útlitið
virðist ákaflega grátt og dapurlegt. Bara
það að koma hlutunum á blað losar um
innri spennu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Enginn er fullkominn. Leyfðu
breytingum að hafa sinn gang. Félagslífið
stendur í miklum blóma og mörg nám-
skeið sem í boði eru heilla þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu varlega í öllum fjárfestingum
og gættu þess sérstaklega að taka enga
áhættu. Ræddu við ástvin undir fjögur
augu um framtíðina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þörf fyrir að ræða áhyggj-
ur þínar við einhvern. Barnauppeldið getur
tekið á en mikilvægt er að telja upp að
10.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til að huga að eign-
um sem þú átt í félagi við aðra. Ekki segja
neitt sem getur ruggað bátnum of mikið.
Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú skiptir það sköpum að
fara gætilega í fjármálum. Ef þú hefur
sterkar tilfinningar og skoðanir á ein-
hverju, getur þú ekki snúið þér undan.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert kannski ekki að leita að
nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi.
Þú færð grænt ljós á framkvæmdir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert í keppnisskapi og það
kemur sér vel að velja verðugan andstæð-
ing. Sjálfboðaliðastörf hafa lengi heillað
þig og þú ert ákveðin/n í að finna eitthvað
við þitt hæfi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sýndu þolinmæði, þér munu
berast skilaboð sem taka af öll tvímæli.
Sumir eru byrjaðir að kaupa jólagjafirnar,
hvað með þig?
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt ýmsar áhyggjur sæki að þér
skaltu ekki láta þær draga úr þér kjarkinn.
Reyndu að skipuleggja þig betur og gefðu
tómstundirnar ekki upp á bátinn.
Helgi R. Einarsson skrapp meðkonunni í berjamó, leiðin var
löng en uppskeran góð:
Fyrst við föturnar opnum
og finnst við ná sjálfum toppnum
er á flatirnar herjum
fullar af berjum
í firðinum þekktum af vopnum.
Síðan datt Helga í hug annar at-
burður og heldur sorglegri, –
„Köngulóarblús“:
Könguló datt oní dós
um daginn norður í Kjós.
Við bæjarlæk getin
af bónda svo étin,
er berjunum upp í sig jós.
Á Boðnarmiði segir Guðmundur
B. Guðmundsson frá því að „fyrir
meira en heilli öld hittust Borgfirð-
ingur og Austfirðingur einhvers
staðar á ferð. Sá að austan spurði
hinn hvar hann ætti heima. Hann
svaraði:
Þú mátt hafa vit í vösum
vel ef skilur orð mín sljó.
Bær minn frýsar feitum nösum
ferðmikill en latur þó.
Þetta gat Austanmaður ekki ráð-
ið og þá sagði Borgfirðingurinn:
Svarið bresta mig ei má
mér fer verst að þegja.
Ég á Hesti heima á
hreint er best að segja.
Síðan ákváðu þeir að kveðast á.
Sá borgfirski byrjaði:
Ef eg ætti að yrkja níð um austanmann-
inn,
best væri þá að byrja þannin:
bölvaður farðu skjátuglanninn.
Austfirðingur svaraði:
Bölvaðu ekki brags í stauti Borgfirð-
ingur.
Mér heyrist á því sem þú syngur,
að sóma- muntu og æruringur.
Og kann ég ekki þessa sögu
lengri.“
Nú á dögunum var mér kennt er-
indi eftir Þorvald Ólafsson bónda á
Öxnlæk og síðar iðnverkamann í
Reykjavík:
Lækur reiður rýfur moldarbakka
rauðri belju haldið var í gær;
bækluð rolla beit í hlíðarslakka.
Í bæli sínu hvílir holdug mær.
Einar Benediktsson lítur yfir far-
inn veg:
Í æsku eg hugði á hærra stig.
Það heldur fyrir mér vöku
að ekkert liggur eftir mig
utan nokkrar stökur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af berjamó, könguló
og hesti
„ÞETTA ER SNJALLSJÓNVARP. ÞAÐ
VISSI AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ KASTA
EINHVERJU Í ÞAÐ.“
„HAFÐU AUGUN Á ÞESSUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skoða tölvupóstinn
þinn kl. 2 að nóttu ef
ske kynni að það sé eitt
frá honum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞEIR SEGJA AÐ ÁSTIN
LÁTI HEIMINN SNÚAST
EKKI EYÐA TÍMA Í
AÐ ÚTSKÝRA HLUTI
FYRIR HONUM
SVO ÁN HENNAR MYNDI
HEIMURINN STÖÐVAST OG VIÐ
FJÚKA ÚT Í BUSKANN
EKKI BÓK-
STAFLEGA
FJÚFF!
HELGA SEGIR AÐ ÞAÐ VANTI SAMHLJÓM Í
HJÓNABANDIÐ OKKAR… HÚN VILL AÐ VIÐ
FÖRUM TIL HJÓNABANDSRÁÐGJAFA!
VÆRI EKKI GÁFULEGRA AÐ FARA
TIL SÖNGKENNARA?
Víkverji rakst á nokkra belgískalandsliðsmenn á förnum vegi í
gær og viðurkennir að hann fylltist
við það nokkrum ótta. Úr því miðl-
ungslið eins og Sviss getur hund-
þeytt okkar mönnum, 6:0, hvað gera
þá Belgarnir, sem komust á verð-
launapall á HM í Rússlandi? Erum
við að tala um tveggja stafa tölu?
x x x
Þegar Belgarnir voru komnir úraugsýn rifjaðist þó upp fyrir
Víkverja að knattspyrna er stór-
undarleg íþrótt, þar sem samhengi
milli úrslita er oft og tíðum lítið.
Þess utan erum við á heimavelli,
sjálfum Laugardalsvellinum, þar
sem við höfum ekki lotið í gras í
fimm ár, misminni Víkverja ekki. Í
það minnsta í keppnisleik. Vonandi
verður þetta því bara allt í lagi.
x x x
En Belgarnir eru með Hazard.Einn besta knattspyrnumann í
heimi, pund fyrir pund. Hvernig
ætlum við að fara að því að stöðva
hann? Hazard hreyfir mjaðmirnar
hraðar en Elvis. Og svo er hann far-
inn. Þeir eru líka með Lukaku og
væri hann nautabani myndu nautin
leggja á flótta. Áður en hann hlypi
þau niður.
x x x
Hvaða raus er þetta? Við erummeð Tólfuna; bestu stuðnings-
menn í heimi. Skeggjaða andlitsmál-
aða Víkinga sem skyrpa stáli. Þeir
koma pottþétt til með að feykja
Belgunum af velli þegar þeir henda
í víkingaklappið. Breyta þeim í
Loft-Belga. Og forsetinn verður
þarna til að senda strákunum okkar
góða strauma. Verður Filippus
Belgíukonungur þarna? Nei.
x x x
En Belgar eru þjálfaðir af einumbesta knattspyrnumanni allra
tíma, Thierry Henry. Hann er að
vísu bara aðstoðarþjálfari en það er
sama. Hann er með þeim. Og gott ef
Víkverji sá hann ekki líka í gær.
Alla vega mann með derhúfu sem
líktist honum verulega mikið. En
þorði ekki að spyrja. Eins og Vík-
verji segir, það var beygur í honum.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn,
af öllu hjarta og tigna nafn þitt að
eilífu.
(Sálmarnir 86.12)
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kíktu á verðið
Tilboðsverð
4.997
ð áður 9.995
stærðir 25-35
Rennilás að framanverðu
Loðfóðraður
Vatnsheldur
Stamur gúmmísóli
Lytos Zurs Kid
kuldaskór