Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 32

Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 „Danski bókabransinn er í vexti og reikna má með að sá vöxtur haldist næstu árin. Danski bókabransinn er meðal þeirra markaða í Vestur- Evrópu þar sem vöxturinn er mestur,“ segir Leif Ulbæk Jensen, fjölmiðla- sérfræðingur hjá PwC, í samtali við Politiken. Tilefnið er nýbirt árleg út- tekt PwC á fjölmiðlum og afþreyingu, þar á meðal bókabransanum. Úttektin nær til 53 landa, en Ísland er ekki þar á meðal. Samkvæmt úttektinni mun velta danska bókabransans aukast um 1,9% árlega á tímabilinu 2018-2022, sem er umtalsvert meira en í Noregi og Sví- þjóð þar sem spáð er árlegum sam- drætti upp á annars vegar 0,3% og hins vegar 1,3%. PwC spáir því að velta danska bókabransans fari úr 2,3 milljörðum danskra króna árið 2017 í 2,6 millj. dkr. 2022. Skýrsluhöfundar deila bókum í þrjá hópa, þ.e. bækur til einkanota, kennslubækur og fagbækur á borð við lagasöfn. Þeir reikna með að sala kennslubóka aukist um 5,9% á ári, en ólíkt Íslandi eru kennslubækur í Danmörku ekki gefnar út af ríkinu. Sala prentaðra bóka til einkanota mun minnka um 1,3% á ári fram til ársins 2022, en á sama tíma er reiknað með að sala rafbóka aukist um 11% á ári. Þó er aðeins reiknað með að fimmta hver bók verði seld sem rafbók árið 2022. Þetta skýrist fyrst og fremst af því hversu lítill verðmunur er á prent- uðum bókum og rafbókum. Aðeins eru örfáar vikur síðan fréttir bárust af því að 45 milljón dkr. tap yrði á fyrri helmingi ársins hjá danska út- gefandanum Gyldendal og ljóst að fækka þyrfti titlum, en í ár gefur Gyld- endal alls út 450 titla. Christine Bødtc- her-Hansen, forstjóri Danske Forlag, varar við því að fólk treysti um of á spár PwC, enda hafi fyrri spár fyr- irtækisins ekki gengið eftir. „Fyrir 10 ára spáðu þeir því að prentaða bókin yrði útdauð í dag. Þannig að það er erfitt að spá um framtíðina,“ segir Bødtcher-Hansen. Hún hefur mestar áhyggjur af minnkandi bóklestri barna og ungmenna, en nýleg rann- sókn leiddi í ljós að 2017 lásu aðeins 56% barna oftar en einu sinni í viku samanborið við 61% árið 2010. Danski bókabransinn í sókn Morgunblaðið/Styrmir Kári Vöxtur Sala kennslubóka eykst. Gagnrýnandi The New York Times skrifar um hið mikla verk Sjóns, Co- Dex 1962, að það sé „norræn Þúsund og ein nótt“ en bókin kom nýverið út á ensku í þýðingu Victoriu Cribb. Rýnirinn bætir við að hver hluti bók- arinnar sé eins og vaxkaka í bý- flugnabúi, þar sem sögur felast í sögum og þegar þær opnast megi finna í þeim orðróm sem dæmisögur, prósaljóð eða vísi að goðsögum. Rýnirinn, Parul Sehgal, segir þetta sagnamagn ekki vera marklausa sýningu á stílhæfileikum höfundar heldur með rætur í trú Sjóns á mætti gamaldags sagnahefðar og skyldum við hana. CoDex 1962 er í þremur hlutum, og kom á sínum tíma út á íslensku sem þrjár skáldsögur sem höfund- urin felldi í þennan bálk í þremur hlutum við útkomu lokahlutans. Sagan hefst þegar gyðingur nær að flýja útrýmingarbúðir með leir- klump með barnsmynd – gó- lem – sem er vak- inn upp á Íslandi árið 1962, á sama tíma og Sjón sjálfur fæddist. Rýnirinn segir hlutana þrjá vera ástarsögu, saka- málasögu og vís- indaskáldskap en höfundurinn leiki sér með öll möguleg bókmennta- form. Sehgal hrífst af verkinu en finnur þó að lengd þess og segir höf- undinn stundum tapa lesandanum þegar hann upphefur frásagnir vegna þess eins að þær eru til, án þess að lífi sé blásið í þær. Hann seg- ir talað um bókina sem meistarverk Sjóns en honum finnst söguna vanta „samþjöppunina, snerpuna og ag- ann“ í fyrri skáldsögum Sjóns, og til- tekur Mánastein sem sitt eftirlæti. Sögu Sjóns líkt við Þúsund og eina nótt Sjón Nýja akademían í Svíþjóð hefur birt stuttlista sinn fyrir nýju bókmennta- verðlaunin. Verðlaunin verða aðeins veitt í þetta eina sinn og var komið á eftir að ljóst var að Sænska akademí- an myndi ekki veita Nóbelsverðlaun ársins 2018 fyrr en á næsta ári. Á stuttlistann rata kanadíski höf- undurinn Kim Thúy; franski rithöf- undurinn Maryse Condé; japanski höfundurinn Haruki Murakami og breski höfundurinn Neil Gaiman. Nýja akademían var stofnuð vegna krísunnar sem ríkir innan Sænsku akademíunnar. Hana skipa 117 ein- staklingar úr sænsku menningarlífi. Bókaverðir tilnefndu 47 höfunda á langa lista verð- launanna og var Jón Kalman Stef- ánsson einn þeirra höfunda sem rötuðu inn á listann. Í fram- haldinu gafst al- menningi kostur á að kjósa um vinn- ingshafa og sam- kvæmt frétt SVT bárust atkvæði frá 31 þúsund manns. Tilkynnt verður um vinningshafa 12. október og verð- launin afhent 9. desember. Sigurveg- arinn hlýtur eina milljón sænskra króna. Fjórir á stuttlista nýrra verðlauna Haruki Murakami Meint „viðgerð“ konu í þorpinu El Ranadoiro í Asturias-héraði á Spáni á þremur tréstyttum frá fimmtándu öld hefur vakið athygli. Stærsta stytt- an sem sýnir Maríu með Jesúbarnið, með heilaga Önnu, dýrling þorpsins, sér við hlið, hefur um aldir staðið í þorpskirkjunni, brún og ómáluð, eins og hinar tvær minni af helgum mönn- um. Verslunareiganda í þorpinu, Maríu Luisu Menéndez, þótti stytt- urnar hræðilegar og kveðst í samtali við dagblaðið El Comercio hafa feng- ið leyfi prestanna til að laga þær. „Ég er ekki atvinnumálari en hef alltaf haft gaman af því að mála og stytturnar þurftu á því að halda,“ segir hún. „Ég vandaði mig eins og ég gat, valdi liti sem mér sýndust réttir og nágrannar mínir eru ánægðir.“ Afraksturinn er nú ljós, María er komin í bleik klæði og stytt- urnar þykja, að mati blaðamanna sem séð hafa, helst líkjast Playmobil- fígúrum. Málaði helgimyndir frá fimmtándu öld AFP Lagaðar Styttan af Maríu, Jesú og heil- agri Önnu fyrir og eftir málun. Nýjar hendur - Innan seilingar Bíó Paradís 18.00 Kvíðakast Bíó Paradís 22.00 Söngur Kanemu Bíó Paradís 18.00 Whitney Bíó Paradís 17.40, 17.45, 20.00 Utøya 22. júlí Bíó Paradís 20.00, 22.00 The Last Reform- ation: The Beginning Bíó Paradís 20.00 The Nun 16 Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rann- saka dularfullan dauðdaga nunnu. Metacritic 55/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.40, 19.30, 20.00, 21.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 19.40, 21.50 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00, 22.20 Lof mér að falla 16 Þegar 15 ára Magnea kynn- ist 18 ára Stellu breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.40 Smárabíó 15.50, 16.20, 19.00, 19.30, 22.00, 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00, 21.20 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.40 KIN 12 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Akureyri 17.15 Alpha 12 Metacritic 63/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.20, 20.00, 22.20 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 22.00 Crazy Rich Asians Þegar Rachel Chu fer með kærastanum til Singapore til að vera viðsödd brúðkaup kemst hún að því að hann á fáránlega ríka fjölskyldu með myrka sögu. Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Slender Man 16 Smárabíó 22.30 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 22.15, 22.20 Mile 22 16 Laugarásbíó 22.15 Smárabíó 22.20 The Spy Who Dumped Me 16 Metacritic 51/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Háskólabíó 18.30 Össi Össi er mjög heppinn hund- ur. Hann býr hjá góðri fjöl- skyldu sem elskar hann af- skaplega mikið og lífið er gott. En einn góðan veð- urdag fer fjölskyldan í ferða- lag og skilur Össa eftir í pössun. Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 15.10, 17.40 Christopher Robin Christopher Robin hittir skyndilega gamlan vin sinn Bangsimon, og snýr með honum aftur í ævintýraheim bernskunnar. Metacritic 59/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 19.40 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Metacritic 54/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 15.20 Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í neðansjávarrannsóknarstöð. Metacritic 46/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 22.30 The Meg 12 Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lærir um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk sjálf. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 17.30, 19.50 Smárabíó 17.00, 19.50 Háskólabíó 18.20, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30 Mission Impossible -Fallout 16 Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn eiga í kappi við tímann eftir að verkefni misheppnast. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30 Sambíóin Egilshöll 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.