Morgunblaðið - 11.09.2018, Qupperneq 36
Andrés Þór/Miro Herak kvartett
leikur á djasskvöldi á Kex hosteli í
kvöld kl. 20.30. Andrés Þór Gunn-
laugsson leikur á gítar, Miro Herak
á víbrafón, Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur. Á efnisskránni verður
blanda af frumsömdu efni og lög úr
smiðju samtímadjasstónskálda.
Aðgangur er ókeypis.
Andrés Þór/Miro
Herak kvartett á Kex
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
KA vann Akureyri handboltafélag
með eins marks mun, 28:27, í fyrsta
leik Akureyrarliðanna í efstu deild í
handknattleik í KA-heimilinu í gær-
kvöldi. Lokakafli leiksins var spenn-
andi eftir að Akureyri vann upp sex
marka forskot KA og náði að kom-
ast marki yfir þegar skammt var til
leiksloka. Þeim varð ekki kápan úr
því klæðinu og KA vann. »3
KA hafði betur í upp-
gjörinu á Akureyri
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég vil að leikmenn geti horft í
spegilinn eftir næsta leik og verið
stoltir og ánægðir með frammi-
stöðu sína. Að þeir sjái í augum
hver annars að þeir hafi lagt sig
100% fram og unnið saman til að
gera sitt besta,“ sagði Erik Hamr-
én, landsliðsþjálfari Íslands í knatt-
spyrnu karla, á blaðamannafundi í
gær, spurður um viðureignina við
Belga, bronslið
heimsmeist-
aramótsins í
Rússlandi. Belgar
mæta á Laugar-
dalsvöll í kvöld og
mæta íslenska
liðinu í
Þjóðadeild
UEFA. »1
Vil að menn geti orðið
stoltir og ánægðir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Galdramaðurinn Einar Mikael
Sverrisson hefur opnað Galdraskól-
ann sinn að nýju eftir þriggja ára
hlé. Skólinn var afar vel sóttur á
sínum tíma og hefur Einar kennt yf-
ir 12.000 börnum ýmis töfrabrögð á
síðustu árum. Sjálfur byrjaði Einar
ekki að galdra fyrr en hann var 22
ára gamall en hann segir það mjög
gefandi að leyfa yngri kynslóðinni
að fá innsýn í heim töfranna.
„Ég átti mér tvo drauma þegar
ég var yngri: að verða smiður eins
og pabbi og kaupa mér íbúð. Ég
ákvað þetta þegar ég var 11 ára og
náði þessum markmiðum þegar ég
var 21 árs. Síðan kom einhver mað-
ur í sjónvarpinu og sagði „Guð
blessi Ísland“ og þá hrundi allt. Það
var enga smíðavinnu að fá og þá
uppgötvaði ég þennan stórkostlega
hlut. Ég fékk töfra inn í líf mitt og
hef verið að vinna við þetta síðast-
liðin níu ár; að töfravæða Ísland,
gleðja fólk og koma því á óvart,“
segir Einar.
Undraheimur fyrir börnin
„Ég byrjaði að kenna svona 20 til
30 börnum og fannst það virkilega
gaman. Ég fann að tilgangur minn í
lífinu væri að vinna meira með
krökkum, mér fannst svo gaman að
kenna töfrabrögð. Þetta er nýr
heimur sem þau kynnast og þau al-
veg elska þetta. Að geta gert eitt-
hvað sem töframenn og Harry Pott-
er gera! Þetta er undraheimur fyrir
þeim.“
Hann segir gaman að sjá undr-
unarsvipinn á börnunum þegar
töfrabrögðin ganga upp enda upp-
lifun og undrun barnanna einlæg.
„Það hættir í raun ekki þegar
maður er orðinn eldri. Okkur finnst
öllum gaman að láta koma okkur á
óvart og sjá eitthvað sem er ótrú-
legt.“
Vill auka aðgengi að töfrum
Einar segist vilja koma Galdra-
skólanum á netið og gefa börnum
þannig ótakmarkað aðgengi að töfr-
um. „Það er ekki nægjanlega gott
aðgengi fyrir yngri kynslóðina til
þess að læra og draumur minn er að
gera mitt besta til að töfravæða Ís-
land og bæta aðgengi barna að
göldrum.“
Námskeiðið er ætlað börnum á
aldrinum sex til tólf ára og læra þau
ýmsar sjónhverfingar og galdra-
brögð en með þessu fylgir þó annar
lærdómur líka. „Þau fá í fyrsta lagi
aukið sjálfstraust. Læra að standa
fyrir framan fólk og verða betri í
mannlegum samskiptum. Það er því
ákveðin sjálfstyrking fólgin í þessu
líka. “
Töfraheimur Einar Mikael segir það mjög gefandi að sjá einlæga undrun barnanna þegar þau sjá töfrabrögð.
Dreymir um að
töfravæða Ísland
Galdramaðurinn Einar Mikael opnar Galdraskólann á ný
DUCA Model 2959
L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,-
L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,-
TRATTO Model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
SAVOY Model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 395.000,-
ETOILE Model 2623
L 200 cm Leður ct. 25 Verð 429.000,-
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 465.000,-