Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  220. tölublað  106. árgangur  ARNÓR ÓGNAR METI KOLBEINS Í MEISTARADEILD SAGAN AF DÁTANUM AFMÆLISHÁTÍÐ HRÓKSINS Á GRÆNLANDI KAMMERSVEITIN 20 SKÁK 10ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Vinsælustu útsýnisferðir þyrlufélagsins Norðurflugs eru nefndar Ís og eldur. Er þá lent á Þórisjökli ofan Borgar- fjarðar og við hveri á Nesjavöllum, nema farþegarnir hafi aðrar óskir. Meðal gesta í flugi í gær var fólk frá Sádi-Arabíu. Það var himinlifandi að geta notið tæra loftsins á Þórisjökli enda vanara öðru og mollulegra veðri á sínum heimaslóðum. Norðurflug hefur tekið í notkun nýja þyrlu sem er sérhönnuð til útsýnisflugs. Flugrýmið er opnara en á öðrum þyrlum og geta farþegarnir því séð betur frá sér. Vegna þessara eigin- leika er þyrlan, sem er frá þyrluverksmiðju Airbus, vinsæl- asta þyrla heims um þessar mundir, að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Hann segir að sitt fyrirtæki verði vart við samdrátt, eins og önnur fyr- irtæki í ferðaþjónustu. Fyrirtækið sé háð gengisþróun og hvaða augum ferðafólk líti á verðlag hér á landi. Njóta tæra loftsins á Þórisjökli Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælustu þyrluferðirnar eru á jökul og að hverasvæði Helgi Bjarnason Skúli Halldórsson FISK-Seafood ehf., dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðár- króki, hefur keypt eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna- eyjum. „Mér líst vel á þetta. Við höf- um verið í róstusamri sambúð [við eigendur Brims] og vonað að henni færi að ljúka. Allt bendir til þess að við séum að fá góða menn inn,“ segir Haraldur Gíslason, stjórnarformað- ur Seilar ehf., sem er stærsti hlut- hafinn í Vinnslustöðinni með um 40% eignarhlut. Tilkynnt var í gær að gengið hefði verið frá samningi um kaupin. Brim hf. átti tæpan þriðjung hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er 9,4 milljarðar króna. FISK er með höf- uðstöðvar á Sauðárkróki en einnig með starfsemi í Grundarfirði, á Hólmavík og á Skagaströnd. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK-Seafood, segir að fyrirtækið sjái tækifæri í fjárfest- ingunni. „FISK hefur lengi haft áhuga á að tengjast […] fyrirtæki sem er í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiski,“ segir Jón. Hann telur einnig að möguleikar felist í sam- vinnu fyrirtækjanna. Ánægja í Eyjum Opinberar deilur og málaferli hafa verið á milli eigenda Brims og hlut- hafanna í Eyjum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að þar í bæ ríki mikil ánægja með kaup FISK-Seafood. Hann býst við betri samskiptum við nýja hluthafann en þann sem er að selja. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Ég hef enga trú á að aðrir fari jafn langt niður og hluthafinn hefur farið. Eftir allar þessar ásakanir og allt sem á undan er gengið,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Ég hélt að það væri til- gangur allra sem vilja vera hluthafar í fyrirtækjum að stuðla að velferð þeirra en það hefur stundum verið misbrestur á því,“ segir Haraldur Gíslason og vonast til að breytingin verði til góðs. Ekki náðist í Guðmund Kristjáns- son, aðaleiganda Brims, í gær. Brim selur í VSV fyrir 9,4 milljarða  Aðrir hluthafar vonast eftir betri samvinnu við FISK Vinnslustöðin » Vinnslustöðin er rúmlega 70 ára gamalt fyrirtæki í Vest- mannaeyjum. Það var stofnað af 105 útgerðarmönnum í lok árs 1946 og hóf síðar sjálft út- gerð. » Það er með fjölþætta fisk- vinnslu og gerir út sjö fiski- skip, auk sölu- og markaðs- starfs víða um heim. Það nýjasta er ísfisktogarinn Breki sem kom til landsins fyrr á árinu. Framfarir Nýtt skip Vinnslustöðv- arinnar, Breki VE, við bryggju. MKaupa allan hlut »4 WOW air mun fljúga fyrsta áætl- unarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félags- ins um að hefja Asíuflug eru óbreytt, skv. upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði í kjölfar þess að WOW air tryggði sér 6,4 milljarða í skuldabréfaútboði sem unnið hefur verið að á síðustu vikum. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu verða fjár- munirnir sem aflað var með útboð- inu nýttir til rekstrarins og frekari uppbyggingar. Þá verður hluta fjár- hæðarinnar varið til að gera upp við birgja félagsins. Þá hyggur félagið á skráningu í Kauphöll innan eins til eins og hálfs árs. Verðmat á fyrirtækinu liggur ekki fyrir en Arion banki og Arctica Finance munu verða flugfélaginu til ráðgjafar í skráningarferlinu. »16 Áform um Indlandsflug óbreytt Morgunblaðið/Golli Útboð WOW hefur nú tryggt sér fjármagn með skuldabréfaútgáfu.  Fjármagn m.a. nýtt til greiðslu skulda Erlendur ferðamaður hrapaði í klett- um í Kirkjufelli við Grundarfjörð í gærmorgun og lést. Erlendur ferða- maður lést einnig við fall í Kirkjufelli í júlí á síðasta ári og á undanförnum árum hafa björgunarmenn einnig þurft að aðstoða ferðafólk sem lent hefur í ógöngum í fjallinu. Ferðamenn komu auga á manninn þar sem hann lá í klettum um klukk- an 10 í gærmorgun, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Vestur- landi, og létu Neyðarlínuna vita. Lögreglan telur að maðurinn hafi orðið viðskila við ferðafélaga sinn. Talið er að hann hafi fallið úr tölu- verðri hæð. Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru kallaðar út og þyrla Landhelg- isgæslunnar flaug með fimm sér- hæfða fjallabjörgunarmenn úr Reykjavík. Maðurinn var látinn þeg- ar að var komið. Þyrlan gat ekki lent nálægt slysstaðnum vegna svipti- vinda. Björgunarsveitarmenn báru hinn látna niður af fjallinu. Þeir þurftu mjög að gæta eigin öryggis við nið- urgönguna og tók hún um þrjár klukkustundir, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Alls komu um 40 björgunarsveitarmenn að verkefn- inu. helgi@mbl.is Lést í Kirkjufelli  Annað banaslysið þar á rúmu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.