Morgunblaðið - 19.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Manduca burðarpokinn er hannaður með
það markmið að leiðarljósi að barn geti
viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is bambus.is
Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sala er hafin á jólavarningi í versl-
unum Bónuss. Verslunarkeðjan er
byrjuð að selja piparkökur og kerti.
Að sögn Guðmundar Marteins-
sonar, framkvæmdastjóra Bónuss,
eru kertin og piparkökurnar farin
að seljast vel, þrátt fyrir að rúmir
þrír mánuðir séu til jóla.
Jólin eru einnig snemma á ferð-
inni hjá verslunarkeðjunni Costco
en verslunin hóf sölu á jólavörum í
lok ágúst.
Jólin byrja ekki eins snemma hjá
Ikea að sögn Stefáns Dagssonar
verslunarstjóra en þar byrja þau
um miðjan október. Þá verður jóla-
geitin sett upp sem áður, ásamt
öðrum skreytingum. „Við erum ekki
komin með neinar jólavörur inn í
verslun enn sem komið er en þær
eru byrjaðar að streyma til lands-
ins. Fljótlega eftir að jólaskraut
hefur verið sett upp kemur jólageit-
in út á plan og jólaskreytingar á
planið.“
Piparkökur komnar í verslanir
Jólin byrja
snemma í Bónus
Jólageitin rís í
október við IKEA
Morgunblaðið/Eggert
Jólalegt Piparkökur eru komnar í sölu í verslun Bónuss í Árbænum.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Það var enginn sem gat mælt
gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samþykkt var
í borgarstjórn
Reykjavíkur í
gærkvöld að vísa
tillögu hans um
staðarvalsgrein-
ingu fyrir aðra
sjúkrahús-
uppbyggingu í
Reykjavík til
borgarráðs til
úrvinnslu. „Það
þarf líka að ná
sátt í þessum málum og ekki vera í
skotgröfum,“ segir Eyþór.
Hann segir ekki seinna vænna að
fara af stað með staðarvalsgrein-
ingu fyrir annað sjúkrahús, nú þeg-
ar sér fyrir endann á fram-
kvæmdum við Hringbraut. „Við
höfum séð það að stór verkefni fara
stundum af stað án nægs undirbún-
ings, sem verður til þess að þau
verða umdeild og fara fram úr
áætlun. Bæði sjúklingar og heil-
brigðisstarfsfólk eiga að geta átt
val um fleiri en einn stað,“ segir
Eyþór, og að borgin sem höfuðborg
eigi að bjóða upp á bestu valkostina
fyrir stofnanir eins og spítala. Það
sé hins vegar ekki staðan í dag.
„Borgin hefur verið að tapa í
samkeppni við Kópavog og önnur
sveitarfélög. Sýslumaðurinn á
höfuðborgarsvæðinu, Íslandsbanki
og fleiri hafa farið þangað vegna
þess að það er enginn staður fyrir
stofnanir af þeirri stærðargráðu í
borginni, hvað þá nýtt sjúkrahús.
Við hyggjum að framtíðinni. Hún
kemur fyrr en okkur grunar.“
Eyþór er að vonum ánægður
með þá sátt sem virðist vera um
málið innan borgarstjórnar. „Nú er
bara að sjá hvort efndir fylgi orð-
um. Við munum fylgja því fast eft-
ir.“
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson
borgarstjóra við vinnslu fréttarinn-
ar í gærkvöld.
Tillaga um sjúkra-
hús til borgarráðs
Eyþór
Arnalds
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi
ánægður með meðferð málsins í gær
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirmæli heilbrigðisráðherra til
Sjúkratrygginga Íslands um að
synja sérfræðilækni um skráningu á
rammasamning
Sjúkratrygginga
og Læknafélags
Reykjavíkur voru
haldin svo mikl-
um annmörkum
að ákvörðun
Sjúkratrygginga
sem á þeim bygg-
ist er dæmd
ógild. Þetta er
niðurstaða Hér-
aðsdóms Reykja-
víkur í máli eins sérfræðilæknis en
hún gildir fyrir sjö aðra lækna sem
höfðuðu samskonar mál á sama tíma
en samkomulag var um að reka eitt
mál til enda og láta niðurstöðuna
gilda um öll hin málin.
Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar
hafa gefið fyrirmæli til Sjúkra-
trygginga um að veita ekki fleiri
sérfræðilæknum aðild að ramma-
samningnum. Rökin voru þau að út-
gjöld við þessa þjónustu hefðu farið
fram yfir fjárheimildir. Nánast eng-
inn læknir hefur fengið aðild að
samningnum síðustu tvö árin, jafn-
vel þótt þörf hafi verið á þjónustu
þeirra. Á þessum tíma hefur um-
sóknum sautján lækna verið hafnað.
Læknafélag Reykjavíkur studdi
málarekstur læknanna sem ákváðu í
fyrra að fara í mál til að fá ákvörðun
Sjúkratrygginga og ráðherra
hnekkt.
Samningurinn verði opnaður
„Ég fagna þessari skýru niður-
stöðu dómsins. Það er mjög vel rök-
stutt að synjunin er lögbrot,“ segir
Þórarinn Guðnason, formaður
Læknafélags Reykjavíkur. Hann
telur niðurstöðu dómsins fordæm-
isgefandi, að minnsta kosti fyrir
aðra lækna sem fengið hafi synjun
Sjúkratrygginga, og tekur Gísli
Guðni Hall, lögmaður læknanna,
undir það.
Ríkið hefur fjórar vikur til að
ákveða hvort dómnum verður áfrýj-
að. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra mun ræða málið við rík-
islögmann í dag, samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu.
„Það væri mjög skynsamlegt hjá
heilbrigðisráðherra að opna samn-
inginn nú og nýta tækifærið til
breytinga. Veita fleiri læknum aðild
að honum og ganga svo til samninga
við sérfræðilækna. Landsmenn
finna að það er mikil þörf á þessari
þjónustu og víða skortur á henni,“
segir Þórarinn. Samningar sér-
fræðilækna og ríkisins renna út um
áramót.
Ekki fullnægjandi mat
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
það álit að ekki fór fram fullnægj-
andi mat á umsókn læknisins um að
fá aðild að rammasamningnum með
tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu
þátta sem skiptu máli við úrlausn
umsóknarinnar. Með því var brotið
gegn lögmætisreglunni og megin-
reglu stjórnsýsluréttar um skyldu-
bundið mat stjórnvalda.
Ráðherra ekki heimilt
að banna samninga
Sérfræðilæknar unnu dómsmál gegn Sjúkratryggingum
Þórarinn
Guðnason
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrir-
tæki, Etix Group, með höfuðstöðvar
í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í
gagnaversfyrirtækinu Borealis Data
Center. Etix Group er að 41% hluta í
eigu japanska bankans SBI Hold-
ings. Fyrir kaupin voru helstu eig-
endur félagsins Brú Venture Part-
ners með 37,52% hlut, Björn
Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, með 16,67% og Gísli Hjálm-
týsson með 13,78%.
Borealis hefur um árabil rekið
gagnaver á Ásbrú á Reykjanesi, en
tvö ný gagnaver fyrirtækisins munu
hefja starfsemi á næstunni, annað
við Blönduós og hitt á Fitjum.
Björn segir í samtali við Morg-
unblaðið að fjárfestingin hlaupi á
hundruðum milljóna króna, og bæði
nýju gagnaverin séu uppseld, ekki
komist fleiri tölvur þar inn. Eftir söl-
una mun fyrirtækið breyta um nafn
og heita Etix Everywhere Borealis.
2.000 hátæknitölvur
Björn segir að í nýja gagnaverinu
á Blönduósi muni verða reknar 2.000
tölvur, en bæði gagnaverin eru svo-
kölluð hátæknigagnaver. „Nýi eig-
andinn er mjög sterkur á þessu
sviði. Borealis er að styrkja sig gríð-
arlega með þessum nýja hluthafa og
þeirri rekstrar- og tækniþekkingu
sem hann býr yfir, en Etix rekur
gagnaver um allan heim,“ segir
Björn.
Hann segir að kaupin muni hafa
mikil og góð áhrif á íslenska gagna-
versgeirann. „Það eru allir að
stækka. Ekki bara við heldur líka
Advania og Verne. Þetta er geiri
sem nýtir okkar náttúruauðlindir.
Allt í einu er rokið og rigningin orðin
auðlind. Við horfum á þetta sem
langtíma samkeppnisforskot, því við
erum með endurnýjanlega orku og
kalt veðurfar. Auðvitað er staðsetn-
ingin nokkuð frá helstu mörkuðum,
en áhættan er minni en víða annars
staðar. Þá eru flugsamgöngur mjög
góðar hingað til lands, sem er hent-
ugt fyrir þá viðskiptavini sem vilja
koma til að sinna tölvunum sínum.
Allt þetta hjálpast að við að gera Ís-
land að frábærri staðsetningu,“ seg-
ir Björn.
Aðspurður segir Björn að í gagna-
verunum þremur muni verða blanda
af hátæknivinnslu og blockchain-raf-
myntagreftri. „Blockchain er ennþá
burðarliðurinn í rekstrinum, en
munurinn á milli rafmyntagraftrar
og hátæknivinnslu er alltaf að verða
óskýrari. Sumt af þeim vélbúnaði
sem er í þessum gagnaverum getur
gert hvort tveggja. Það er bæði
hægt að vinna Hollywood-kvikmynd
og grafa eftir rafmynt á sama vél-
búnaðinum, svo dæmi sé tekið. Við
munum a.m.k. verða með dálítið
breiða flóru af vélbúnaði inni í hús-
unum okkar.“
Björn segir að stækkun gagnaver-
anna sé í undirbúningi, en í lok árs-
ins er stefnt að því að 30.000 tölvur
verði reknar í húsunum þremur.
Meirihluti Borealis úr landi
Alþjóðlega gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere hefur keypt meirihluta í
gagnaversfyrirtækinu Borealis Fyrirtækið er á þremur stöðum á landinu
Gagnaver Etix Group hefur keypt
55% hlut í Borealis Data Center.
Jáeindaskanninn á Landspítalanum
við Hringbraut var tekinn í notkun
í síðustu viku. Pétur H. Hannesson,
yfirlæknir á röntgendeild, segir að
níu sjúklingar hafi þegar gengist
undir rannsókn í tækinu.
Tilkoma jáeindaskannans breytir
miklu fyrir fjölmarga íslenska sjúk-
linga, en í fyrra fóru yfir 200 manns
til Danmerkur til þess að gangast
undir rannsókn í Rigshospitalet.
„Það mun náttúrlega alveg
hætta,“ segir Pétur, en bætir við að
keyrslan á jáeindaskannanum hafi
ekki verið alveg trygg fyrstu dag-
ana og fari því einhverjir utan í
rannsóknir fyrst um sinn.
Morgunblaðið/Eggert
Rannsóknir Byggt var nýtt hús utan um
jáeindaskannann á Landspítalanum.
Níu rannsakaðir í
jáeindaskannanum