Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Ekki er víst að óhætt sé að endur-birta pistil Halldórs Jónssonar:
Þegar ég hugsa tilbaka hvernig
maður hegðaði sér á
dansæfingum í MR.
Búinn að tendra sig
upp á brennivíni og
Camelsmók bauð
maður stelpunum
upp og reyndi allt til að vanga þær
og trukka og helst að komast í sleik.
Þessi hegðun myndi koma í vegfyrir að ég yrði samþykktur í
embætti ef Trump myndi vilja hygla
mér eins og Kawanough eða hvern-
ig það er stafað.
Sá kall hegðaði sér eitthvað svonaá menntaskólaböllum fyrir ein-
um þrjátíu árum. Nú ætla demókrat-
arnir að nota það til að hindra að
þessi dóni komist í Hæstarétt
Bandaríkjanna.
Ef bara hefðu verið dömufrí í MRí gamla daga hefði mér líklega
sjaldnar verið boðið upp en þeim
myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég
líklega minna á samviskunni varð-
andi mögulegt embættisgengi og
færri stelpur hefðu talið sig geta
hankað mig á einhverju, þó svo að
ég hafi ekki orðið var við mikla mót-
spyrnu þeirra á þeim tíma. En
kannski hef ég bara fattað þetta vit-
laust eins og þeir í Orkuveitunni.
Ef bara konur mættu hafa kyn-ferðislegt frumkvæði í formi
almenns dömufrís en ekki þessir
ólaungröðu kallar sem vaða all-
staðar uppi, bæði prelátar, parag-
raffistar og pólitíkusar, þá yrðu
kannski færri vandræði en nú ríða
allstaðar húsum.“
Frábært hve flokkur þeirraKennedys og Clintons er orð-
inn heilagur.
Halldór Jónsson
Samfélag heilagra
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Meira til skiptanna
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt
vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum.
Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn
sjónarvotta. Lögreglan segir að um sé að ræða
veiðar í óleyfi innan landamerkja jarðar.
Jónas Hallgrímur Ottósson, rannsóknarlög-
reglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi, stað-
festir við Morgunblaðið að rannsókn sé í gangi en
getur ekki sagt til um fjölda þeirra fugla sem voru
drepnir né heldur hvort einhverjir þeirra voru
friðaðir. „Við vitum ekki hvaða fuglar þetta eru,
en við erum að rannsaka veiðar innan landa-
merkja jarðar í óleyfi og brot á vopnalögum og
veiðilöggjöf. Við getum ekki staðfest ennþá hvort
fuglarnir voru friðaðir,“ segir Jónas.
Í stórhættu nálægt skothríðinni
Inga Lóa Guðjónsdóttir var í um 120 metra
fjarlægð þegar veiðimennirnir hleyptu af skot-
vopnum sínum.
„Ég var náttúrlega rétt hjá og heyrði skothríð-
ina,“ segir Inga í samtali við Morgunblaðið og
bætir við að hún viti til þess að þarna hafi æð-
arfugl verið í sárum. „Það á eftir að sanna það
hvort þetta var æðarfugl sem þeir voru með um
borð eða ekki. Þetta voru aðilar sem voru þarna á
veiðum og við vissum að það var þarna æðarfugl í
sárum, en ég ætla ekki að fullyrða hvort þetta var
æðarfugl sem þeir voru að skjóta. Það verður bara
að koma í ljós,“ segir Inga, en hún býr í nálægð
við svæðið sem er æðarvarp á vorin. „Maður var
bara í stórhættu, við vorum 120 metra frá,“ bætir
Inga við.
Þá segir hún að veiðimennirnir hafi hirt þá
fugla sem þeir skutu en ekki sé útilokað að ein-
hverjir þeirra hafi farið út með hafstraumnum.
Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi
Veiðimenn á báti grunaðir um að skjóta tugi fugla í óleyfi
Staðan í starfsmannamálum í leik-
skólum, grunnskólum og frístunda-
starfi í Reykjavík er betri í ár en í
fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta yf-
irliti um stöðu ráðningarmála á vef
Reykjavíkurborgar en starfsmanna-
mál í skólum voru til umræðu í borg-
arstjórn í gær.
Í yfirlitinu segir að um það bil 62
starfsmenn vanti enn til starfa í leik-
skóla borgarinnar, m.a. fimm aðstoð-
arleikskólastjóra, fimm deildarstjóra
og 34 leikskólakennara.
Á sama tíma í fyrra var staðan í
ráðningarmálum leikskólanna tals-
vert verri en þá átti eftir að ráða í um
120 stöðugildi.
Nær fullráðið í grunnskólana
Í 36 grunnskólum borgarinnar er
búið að ráða í rösklega 98% allra
stöðugilda, en enn vantar u.þ.b. 33
starfsmenn. Þar af vantar m.a. 11
kennara, 10 stuðningsfulltrúa, sjö til
átta skólaliða, tvo þroskaþjálfa og tvo
starfsmenn í mötuneyti og á bóka-
safni. Á sama tíma í fyrra vantaði
u.þ.b. 60 starfsmenn í grunnskólana.
Enn er óráðið í rösklega 100 stöðu-
gildi hjá 39 frístundaheimilum og sér-
tækum félagsmiðstöðvum, sem jafn-
gildir 211 starfsmönnum í hálfu starfi.
Búið er að ráða í 71,1% stöðugilda. Á
sama tíma í fyrra vantaði 226 starfs-
menn í hálft starf. Hinn 20. ágúst var
búið að sækja um fyrir 4.125 börn á
frístundaheimili og sértækar fé-
lagsmiðstöðvar en einungis 2.766
börn eru komin í vist þar af 574 í
hlutavist. mhj@mbl.is
Borgin ráðið í
fjölda stöðugilda
Starfsmannamál í skólum fara batnandi
Morgunblaðið/Frikki
Skólamál Borgin hefur ráðið fjölda
starfsmanna í leik- og grunnskóla.