Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 12

Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Kynfæri kvenna eru marg-slunginn ævintýra-heimur og því er gottfyrir konur að geta feng- ið svör við sem flestum spurningum sem koma upp í tengslum við þau, sérstaklega fyrir þær ungu stúlkur sem eru nýlega komnar á kyn- þroskaaldurinn. Norsku lækna- nemarnir Nina Brochmann og Ellen Stokken Dahl hafa lagt sig fram um að veita svörin, en þær sendu í fyrra frá sér bókina Gleðin að neðan, um pík- una, legið og allt hitt. Nú hefur bókin verið þýdd á íslensku og ljóst má vera að þær stöllur eru hugsjónakonur, þær hafa bæði haldið úti bloggi og ferðast með kynfræðslufyrirlestra. Þær segja í formála bókarinnar að þær langi til að „fá stelpur og konur til að fyllast aðdáun og stolti yfir stórkostlegum líkömum sínum. Markmið okkar var að veita áreiðanlegar og lækn- isfræðilegar upplýsingar byggðar á rannsóknum og setja þær fram á aðgengilegan og fyndinn hátt. Eng- ar predikanir og engin skömm – bara ósviknar og traustar upplýs- ingar. Við trúum því staðfastlega að kynheilbrigði sé mikilvægt. Við skrifuðum þessa bók með konur í huga – sérstaklega þær sem eru óöruggar um hvort þær virki eins og þær eigi að virka, líti út eins og þær eigi að líta út og líði eins og þeim eigi að líða. Við skrifuðum bókina líka fyrir þær ykkar sem nú þegar eruð ánægðar og stoltar, en viljið vita meira um þetta ótrúlega líffæri á milli fótleggjanna á ykkur. Kynfærin eru spennandi og við telj- um að lykillinn að góðri heilsu (kynheilsu og annars konar heilsu) sé að miklu leyti fólginn í að vita hvernig líkaminn virkar.“ Ferðalag um kynfæri kvenna Nina og Ellen koma einnig inn á það að þegar konur taka ákvarð- anir um líkama sinn og kynlíf þá sé það alltaf hluti af stærra samhengi. „Menningarleg, trúarleg og pólitísk öfl leitast við að hafa áhrif á þessar ákvarðanir, hvort sem þær snúast um notkun getnaðarvarna, meðgöngurof, kynvitund eða kynlíf. Síðustu áratugi höfum við séð að unglingamenning hefur orðið sífellt kynlífsvæddari og stelpur hafa sér- staklega orðið fyrir barðinu á því. Margar þeirra ungu kvenna sem alast upp í slíku umhverfi ganga endurtekið í gegnum óþægilega kynlífsreynslu sem oft skilur eftir sig sár sem þær rogast með út í líf- ið. Svona á þetta ekki að vera. Við viljum að konur geti tekið sjálf- stæðar ákvarðanir með allar stað- reyndir við höndina og að ákvarð- anirnar byggist á læknisfræðilegri þekkingu, en ekki á slúðri, mis- skilningi og ótta. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auð- veldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti. Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem um- lykur kynhegðun og við þurfum að taka líkama okkar eignarhaldi. Við vonum að þú hlakkir til að koma með okkur í ferðalag um kynfæri kvenna, allt frá píku til eggja- stokka. Helsta ósk okkar er að þú getir varpað öndinni léttar eftir að hafa lesið bókina. Líkami er bara líkami. Við erum öll með einn slík- an og hann færir okkur bæði gleði og áskoranir. Vertu stolt af því hverju líkami þinn getur áorkað og sýndu þolinmæði þegar hann á í erfiðleikum.“ Allir þurfa að þekkja sín sköp „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem um- lykur kynhegðun. Stað- góð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveld- ar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höf- undar bókarinnar Gleðin að neðan. Getty Images/iStockphoto Konur Þær eru með heimskort á milli fóta. Nauðsynlegt er að kanna svæðið. Hvaða máli skiptir náttúran í hvers- dagslífi barna? Eflir útivera seiglu barna? Getur verið að tæknivæðingin komi í veg fyrir hreyfingu og reynslu af náttúrunni? Á fyrsta heimspeki- kaffi þessa vetrar sem verður í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 í Gerðubergi í Breiðholti, mun Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur spyrja þessara spurninga og ræða svörin. Hann mun fá til sín íþrótta- og heilsu- fræðinginn Sabínu Steinunni Hall- dórsdóttur og munu þau tala um hvernig útivera og náttúruást hafa áhrif á börn. Þau ætla að fjalla um grunngildi fyrir börn, gildi útiveru á skynþroska þeirra og lífsgæði til frambúðar. Hið áhugaverða hugtak náttúruónæmi ber einnig á góma. Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffi í Gerðubergi í vet- ur og mun þar spjalla um gildin í lífinu og gestir taka virkan þátt í spjallinu. Gunnar Hersveinn hefur m.a. skrif- að bókina Gæfuspor – gildin í lífinu. Sabína Steinunn Halldórsdóttir hefur skrifað bækurnar Færni til framtíðar og Leikgleði – 50 leikir. Heimspekikaffi: Náttúruást og áhrif útiveru á börn Gildi útiveru á skynþroska barna og lífsgæði til frambúðar Gaman Sabína og Gunnar Hersveinn ætla að spjalla við gesti í kvöld. Í þúsundir ára hefur fólk í ólíkum menningarheimum, líka hér á Íslandi, verið einstaklega upptekið af meydómnum. Athyglin hefur beinst að skírlífi kvenna, ekki karla. Karl er ekki annaðhvort hóra eða meyja, hreinn eða óhreinn, en konan er það og „sem betur fer“ á blæðing úr leggöngum á brúðkaupsnóttina að skera úr um hvers konar kona hún er. „Pop her cherry“ er algengt orðatiltæki á ensku. Eins og að kona sem hefur ekki stundað leggangakynlíf sé eins og kampavínsflaska sem er opnuð með viðhöfn. Eins og að munurinn á kynfærum hennar fyrir og eftir fyrstu samfarirnar sé eins og munurinn á Moët & Chandon-flösku með eða án korktappans. Eins og þú hefur kannski áttað þig á, af tón- inum, er það ekki al- veg svoleiðis. Hugmyndir um meydóminn end- urspeglast í myndlík- ingunum sem eru not- aðar til að lýsa því þegar kona hefur sam- farir í fyrsta sinn. Á ís- lensku er gjarnan tal- að um að strákur „taki meydóm“ stelpu, eins og að meydómurinn sé eitthvað áþreif- anlegt sem hægt sé að svipta stelpur í eitt skipti fyrir öll. Hugmyndin um konu sem saklaust blóm endurspeglast í myndmáli margra tungumála, til dæmis í enska orðinu sem notað er um afmeyjun, defloration. Svona orðnotkun er alveg hreint ótrúlega gam- aldags. Það væri auðvelt að draga þá ályktun að karlar úr ólíkum menn- ingarheimum og á ólíkum tímabilum í sögunni hafi stungið saman nefj- um um hvernig þeir gætu stjórnað kynverund kvenna og takmarkað möguleika þeirra til að stjórna eigin líkama. Það gefur augaleið að við þurfum að tala um meyjarhaftið, þetta goð- sagnakennda fyrirbæri við leggangaopið sem enn þann dag í dag kostar konur víða um heim æruna og jafnvel lífið vegna fornfálegra hefða og rangra upplýsinga. Það er ótrúlegt að það séu ennþá uppi mismunandi viðmið fyrir kynhegðun karla annars vegar og kvenna hins vegar. Að eitt- hvað eins gott og jákvætt og kynlíf geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir konur á sama tíma og það hefur engar afleiðingar fyrir karla. Þegar við tökum með í reikninginn að hugmyndir um meyjarhaftið og meðfylgjandi blæðingu eru byggðar á mýtum verður þetta allt saman svo yfirmáta heimskulegt. Mýtan um meyjarhaftið er svona: Ef blæðing á sér stað við samfarir má gefa sér að þú hafir ekki stundað kynlíf áður. Ef ekki blæðir, hefur þú stundað kynlíf áður. En mýtan er bull rétt eins og flestar mýtur. Blæðingin þarf að missa merkingu sína og meydómspróf þurfa að heyra sögunni til, en fyrst og fremst þurfum við að losa okkur við þá hugmynd að meydómur sé mikilvægur í sjálfum sér. (Brot úr kafla bókarinnar). SUMUM KONUM BLÆÐIR Í FYRSTA SINN, EN ÖÐRUM EKKI Kattarstellingin Góð fyrir fullnægingu kvenna. Mýtan um meyjarhaftið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.