Morgunblaðið - 19.09.2018, Page 18

Morgunblaðið - 19.09.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mörgumblöskrarsem von er framganga heil- brigðisráðherra gagnvart einka- rekstri í heilbrigð- iskerfinu. Í Morgunblaðinu á laugardag var rætt við Krist- ján Guðmundsson, formann samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, sem bendir á að sú stefna heilbrigðisráðherra að færa alla heilbrigðisþjón- ustu undir ríkið geti haft þær afleiðingar að það stefni í tvö- falt heilbrigðiskerfi á Íslandi. Annað verði fyrir þá sem sækja sér almenna þjónustu og hitt fyrir þá sem borga fyrir þjón- ustuna. Þetta er grafalvarlegt mál og það er líka alvarlegt að ráð- herra sinnir því ekki að svara sérfræðilæknum. Kristján lýs- ir því að þeir hafi bent á það í byrjun júlí að ekki mætti drag- ast að hefja viðræður um fram- haldið, en að engin svör hafi borist þó að samningur renni út um áramót. „Hún verður þá að minnsta kosti að segja að hún ætli ekki að semja við okk- ur. Þetta er auðvitað dóna- skapur og setur lækna í ómögulega stöðu. Sjúklingar vita ekki hvað þeir eiga að borga á næsta ári og læknar eiga örðugt með að skipuleggja aðgerðir, eftirlit og starfsem- ina almennt,“ segir Kristján. Við þetta bætist að mörg dæmi eru um að heilbrigðis- yfirvöld neiti að semja við sér- fræðilækna sem starfandi eru í landinu og hafa jafnvel tekið þann kost að leita frekar marg- falt dýrari leiða með því að senda sjúklinga úr landi til að leita sér þjónustu sem hægt er að fá hér á landi. Þetta er óvið- unandi ástand fyrir sjúklinga, auk þess að vera sóun á fé skattgreið- enda. Þó að ráðherra úr röðum vinstri-grænna fari með heil- brigðismálin er sá flokkur ekki einn í ríkisstjórn og í stefnulýs- ingu ríkisstjórnarinnar er ekki að finna áform um að útrýma einkarekstri úr heilbrigðis- kerfinu, enda hefði slíkt án efa aldrei náð í gegn. Þess vegna hefur komið á óvart hve langt heilbrigðisráðherra hefur get- að gengið, en grein þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, þeirra Jóns Gunnarssonar, Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur og Brynjars Níelssonar, hér í blaðinu um helgina, gefur vonir um að nú verði spyrnt við fótum. Þremenningarnir gagnrýna stefnu ráðherra sem þeim virð- ist vera „að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu og á sama tíma draga úr fram- lagi sjálfstætt starfandi sér- fræðinga og heilbrigðisstofn- ana“. Heilbrigðiskerfið þarf að vera fyrir sjúklinga og mark- miðið á að vera að veita sem besta þjónustu fyrir það fjár- magn sem varið er til mála- flokksins. Besta leiðin til að ná þessu markmiði er að nýta kosti einkaframtaksins til að bæta þjónustu og vinna á bið- listum, en ekki að auka umsvif ríkisins til að þjóna kreddum og fordómum. Fordómar gegn einkarekstri eiga ekki að ráða stefnu stjórnvalda} Tvöfalt heilbrigðiskerfi Reykjavíkur-borg hefur ekki sýnt því mik- inn áhuga að sjálf- stætt starfandi skólar, þ.e. skólar sem aðrir en hið opinbera reka, bjóði þjónustu sína í borginni. Sum sveitarfélög gera slíkum skólum jafn hátt undir höfði með fjárframlögum eins og opinberu skólunum, en Reykjavíkurborg greiðir sjálf- stæðum skólum aðeins 75% af kostnaði við nemanda í opin- berum skólum, auk þess sem borgin er treg til að taka þátt í kostnaði við frístundastarf. Dæmi um þetta síðarnefnda má sjá í bréfi sem skólastjóri Landakotsskóla sendi foreldr- um í gær þar sem fram kemur að skólinn hafi staðið í „miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku þeirra í frístund en bæði Garðabær og Hafnarfjörður hafa gert samn- inga við sjálfstætt starfandi skóla í sínum sveitar- félögum þar sem greitt er jafnt fyrir frístund í bæjar- reknum skólum og sjálfstætt reknum“. Í tillögu sem Hildur Björns- dóttir borgarfulltrúi lagði fram í borgarstjórn í gær kem- ur fram að innan við 5% barna í Reykjavík séu í sjálfstæðum skólum en í Kaupmannahöfn sé fjórðungur í slíkum skólum. Í Hollandi, sem sé meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, sé hlutfallið 70%. Tregða borgaryfirvalda til að styðja við skóla annarra en borgarinnar dregur úr fjöl- breytni, skerðir val og hættan er sú að menntunin verði á heildina litið lakari fyrir vikið. Borgaryfirvöld þvælast fyrir fjöl- breytni í skólum} Staðið í stappi við borgina L æknum sem eru aðilar að ramma- samningi Sjúkratrygginga Ís- lands og sérgreinalækna fjölgaði úr 343 árið 2014 í 357 árið 2016. Árið 2017 fjölgaði þeim enn frek- ar, í 368 lækna og í dag eru 347 læknar aðilar að rammasamningnum. Læknum sem eru að- ilar að samningnum hefur því í heild fækkað um 21. Læknar sem eru aðilar að rammasamn- ingum skiptast þannig eftir sérgreinum: Augnlæknar eru 33, barnalæknar 38, bækl- unarlæknar 26, geðlæknar 34, háls- nef-, og eyrnalæknar 23, húðlæknar 18, kven- sjúkdómalæknar 29, gigtarlæknar 9, hjarta- læknar 28, meltingarlæknar 17, skurðlæknar 19, svæfingalæknar 25, taugalæknar 6, þvag- færalæknar 11 og lýtalæknar 6. Aðrar sér- greinar hafa færri lækna. Þessar tölur eru frá 2016 en hafa ekki breyst að ráði. Nú er unnið að undirbúningi nýs samkomulags við sérfræðilækna í velferðarráðuneytinu. Miðað er við að það samkomulag uppfylli ákveðin skilyrði, sem eru í samræmi við ráðleggingar og tilmæli Ríkisendurskoð- unar og ábendingar sem fram komu í skýrslu McKinsey. Fundur með sérgreinalæknum er ráðgerður í næstu viku. Einnig er unnið að mótun heilbrigðisstefnu í ráðuneyt- inu. Það verður gert í samráði við alla aðila málsins auk þess sem opnað verður fyrir samtal við þjóðina, stofn- anir, félagasamtök, og fleiri. Starfið hingað til hefur falist í að taka saman allan efnivið sem unnið hefur verið með í ráðuneytinu síðastlið- inn áratug. Í undirbúningi eru tveir vinnu- dagar með framkvæmdastjórnum allra heil- brigðisstofnana og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Þeir fundir verða 3. og 4. október. Heilbrigðisþing verður haldið 2. nóvember, en það verður opið al- menningi og haghöfum. Því næst verða drög að heilbrigðisstefnu sett í samráðsgátt og síð- an verður unnið að gerð þingsályktun- artillögu sem vonandi verður lögð fyrir Al- þingi á vorþingi. Þá koma að málinu allir flokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi. Þótt efnahagur þjóðarinnar fari nú batn- andi erum við enn að vinna úr hruninu á margan hátt. Með því að setja fram vandaða heilbrigðisstefnu, tryggja öfluga þjónustu opinberra sjúkrahúsa, efla göngudeildir og treysta heilsugæsluna um allt land, en líka með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu sem ekki verður veitt af opinberum aðilum, þar sem markmið samninganna, gæðakröfur og ætlaður árangur af þeim liggja ljós fyrir, nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla. Kjölfestan verður að vera traust og öflugt heilbrigð- iskerfi okkar allra, sem við eigum sjálf og þjóðin hefur kallað eftir. Svandís Svavarsdóttir Pistill Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfshópur um breytingar áregluverki í sjávarútvegileggur til að núverandireglum um fiskibotnvörpu verði breytt í þá veru að fellt verði út ákvæði um lágmarksmöskva, sem í dag er 135 millimetrar. Einnig að fellt verði út ákvæði um smáfiskaskilju sem og margvíslegar reglur um styrktarbúnað á poka. Samhliða verði bætt við viður- lagaheimild í lög þar sem kveðið verði á um heimild til að áminna og síðan svipta skip veiðileyfi þegar um er að ræða ítrekuð tilvik um skaðlegar veiðar (smáfiskaveiðar). Verði ráðist í þessar breytingar þurfi samhliða að huga að breytingum á regluverki og framkvæmd veiðieftirlits í samvinnu við Fiskistofu og Landhelgisgæslu. Mikil fækkun reglugerða Haustið 2015 skipaði sjávarút- vegs- landbúnaðarráðherra starfs- hópinn til að gera faglega heildarend- urskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæða og verndunarsvæða á Íslandsmiðum. Hópurinn hefur nú skilað loka- skýrslu, en áður hafði hann nokkrum sinnum skilað tillögum til ráðherra. Samkvæmt tillögum hópsins hafa reglugerðir sem hafði verið breytt oftar en tvisvar verið endurútgefnar, reglugerðir sem fjölluðu nánast um sama efni verið sameinaðar og reglu- gerðir sem ekki var beitt lengur felld- ar úr gildi. Nú þegar er búið að ein- falda regluverkið með því að fækka 34 reglugerðum niður í átta. Skýrslan er viðamikið plagg og telur hátt í 200 blaðsíður með til- lögum hópsins og umsögnum opin- berra aðila, stofnana, félaga og ein- staklinga vítt og breitt um landið. Tekið er undir tillögu Hafrann- sóknastofnunar um viðmiðunarmörk vegna lokana veiðisvæða. Þannig verði mörk fyrir þorsk, ýsu og ufsa við 50% af fjölda, í stað 25% í þorski og 30% í ýsu og ufsa, en lengdarmörk verði óbreytt, 55 cm í þorski og ufsa og 45 cm í ýsu. Í tillögum í maí 2017 var það mat starfshópsins að almennt gætu of miklar stærðartakmarkanir á veiði- skipum hamlað framþróun s.s. til bættrar aflameðferðar, aðbúnaðar áhafnar og öryggismála. Ákvæði um stærðarmörk byggist hvorki á fiski- fræðilegum né vistfræðilegum for- sendum. „Í ljósi umfangsmikilla breytinga á fiskiskipastólnum og í gerð og búnaði veiðarfæra telur starfshópurinn mikilvægt að ákvæði um stærðarmörk veiðiskipa séu end- urskoðuð með reglubundnum hætti,“ segir í tillögunum. Svæðum verði lokað Starfshópurinn leggur til að 13 veiðisvæðum á grunnslóð verði lokað, en m.a. var byggt á gögnum um skyndilokanir á grunnslóð vegna línu- og handfæraveiða á undanförnum ár- um. Með þessum aðgerðum ætti skyndilokunum að fækka töluvert. Fram kemur í skýrslunni að sum svæði til friðunar á ungfiski hafi verið lokuð í meira en áratug án þess að hafa verið könnuð. Lagt er til að þau verði könnuð og að ákvarðanir um framhald verði teknar á grundvelli niðurstaðna slíkra kannana. Löngu tímabært verkefni Á heimasíðu ráðuneytisins er eftirfarandi haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra: „Heildarendurskoðun á regluverki um notkun veiðafæra, veiðisvæða og verndunarsvæða á Íslandsmiðum var löngu tímabær og því fagna ég að þessi skýrsla sé komin fram. Ég hef þegar sett af stað vinnu til að vinna áfram með tillögur hópsins með það að markmiði að stuðla að einfaldara og skýrara regluverki og tryggja góða umgengni um sjávar- auðlindina.“ Tiltekt í regluverki um veiðar og verndun Áfangi Guðmundur Jóhannesson og Þorsteinn Sigurðsson, Hafrannsókna- stofnun, og Erna Jónsdóttir og Annas Sigmundsson, sjávarútvegsráðuneyti, afhenda Kristjáni Þór Júlíussyni skýrsluna. Starfshópurinn telur mikilvægt að einfalda regluverkið varð- andi lokanir svæða fyrir veiðum með tiltekin veiðarfæri eða til veiða á tilteknum tegundum. „Sameining allra reglugerða er varða bann við veiðum með fiskibotnvörpu í eina reglugerð yrði til mikillar einföldunar. Það sama á einnig við um reglugerð- ir er varða bann við veiðum með línu. Slíkar breytingar yrðu til hagsbóta fyrir alla aðila þ.e. bæði útgerðar- og sjómenn en einnig þá sem sinna eftirliti með viðkomandi veiðum. Ein- földun með sameiningu reglu- gerða á einnig við um aðrar reglugerðir sem banna veiðar með tilteknu veiðarfæri þó fjöldi þeirra sé ekki sambæri- legur og um veiðar með fiski- botnvörpu eða línu, “ segir í skýrslunni. Starfshópurinn fékk mjög víða ábendingar um að reglu- verkið væri flókið og óaðgengi- legt. Erfitt sé að fá heildar- yfirsýn yfir hvaða reglur séu í gildi á hverjum tíma. Frekari einföldun NÆSTU SKREF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.