Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
✝ Agnar Þóris-son fæddist í
Reykjavík 30. októ-
ber 1984. Hann lést
12. september
2018.
Foreldrar hans
eru Lára G. Vil-
hjálmsdóttir, fædd
29. janúar 1961, og
Þórir Páll Agnars-
son, fæddur 4. júní
1954.
Systkini Agnars eru Linda
Kristín, f. 7. júlí 1977 , Hildur, f.
29. apríl 1983, Ester Rut, f. 17.
mars 1991, og Eva María, f. 23.
mars 1998.
Agnar var ókvæntur og barn-
laus.
Agnar gekk í Breiðagerðis-
skóla og Seyðisfjarðarskóla.
Fluttist hann svo til
Reykjavíkur á 16.
ári og hóf nám í
Borgarholtsskóla.
Útskrifaðist hann
þaðan sem bifvéla-
virki og árið 2013
útskrifaðist Agnar
sem löggiltur bif-
reiðasali.
Síðastliðin ár
hefur hann starfað
sem bílasali hjá
Bílalind, Toppbílum og keypti
svo sína eigin bílasölu, Net-
bifreiðasöluna, í desember árið
2016 og rak hana rak til dagsins
í dag.
Útför Agnars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Minn ástkæri sonur, hversu
heitt ég elska þig get ég ekki út-
skýrt með orðum en hjartað mitt
er yfirfullt af minningum um tæp-
lega 34 ára lífsins göngu þína.
Þú ert þriðja barnið mitt og
miðjudrengur. Guð hvað ég kall-
aði hátt, ég vissi það að son myndi
ég fæða þó að ég hefði ekki vitað
það fyrir fram eins og foreldrar
geta í dag.
Þú varst ætíð ljúfur og íhugull
og svolítið mikill dundari við alls-
konar söfnun á ýmsu smádóti sem
þú gast eytt heilu og hálfu dög-
unum í að skoða.
Þín æska var umvafin tveimur
eldri systrum sem elskuðu þig,
Linda sjö árum eldri og Hildur 18
mánuðum eldri. Við bjuggum
fyrstu fjögur árin í Breiðholti og
svo í Melgerði í Reykjavík. Þaðan
áttu marga góða og sanna vini
sem studdu þig fram til síðasta
dags. Í kringum 1991 fór ég að
taka eftir öðruvísi líkamshreyf-
ingum sem ég taldi stafa af slysi
sem þú lentir í í janúar sama ár.
Ég fór með þig til alls konar þjálf-
ara sem gátu ekki útskýrt hvers
vegna líkami þinn hlýddi þér ekki
alltaf. Í mars sama ár eignast þú
þriðju systurina sem þú heillaðist
strax af, Ester Rut, og elskaðir að
sitja með í fanginu á þér og þefa af
hárlubbanum á henni.
Þú stundaðir af miklum áhuga
íshokkí með frændum þínum
Fannari og Viktori og æfðir fót-
bolta með Víkingi.
Öll sumur til ársins 1994 fórum
við norður á Hjalteyri, einn feg-
ursta stað landsins. Þú elskaðir
lífið á eyrinni og góðu lyktina á
heimili Agnars afa þíns heitins.
Þið voruð alnafnar og ákaflega
nánir.
Nú ertu kominn í fangið á hon-
um á ný og því ber að þakka. Þú
ert laus við þjáningar miskunnar-
lauss sjúkdóms sem stafaði af
genagalla sem greindist 2015 eftir
tveggja ára rannsóknavinnu.
Árið 1997 fluttum við austur á
Seyðisfjörð og heillaði sá fjörður
þig strax. Þar kláraðir þú grunn-
skólagöngu þína. Þú útskrifaðist
sem bifvélavirki úr Borgarholts-
skóla með glæsibrag.
Árið 1998 fæddist fjórða og
yngsta systir þín, Eva María. Þú
sást ekki sólina fyrir henni. Litli
engillinn minn hljómaði oft úr
herbergi þínu þar sem þið sátuð
að skoða allt leynidótið þitt. Þú
fermdist þetta sama vor og varst
ekki of upptekinn af þér eða því
sem framundan var í þínu lífi að
staðfesta skírn þína. Þér fannst
miklu merkilegra að eiga litlu
syss.
Það kom fljótt í ljós hve sjálf-
stæður þú varst og hugrakkur því
þú ákvaðst að fara að heiman og
flytja til Reykjavíkur. Hugsuðu
margir hvers vegna, en sjálfstæði
þitt fór með þig alla leið til Lindu
elstu systur þinnar og mágs þíns
sem var ekki bara maðurinn
hennar Lindu, hann gekk þér má
segja í föðurstað sem og var einn
þinn besti vinur. Þú elskaðir allt
sem viðkom bílum alla tíð og pass-
aðir upp á bílamál allrar fjölskyld-
unnar. Þú áttir nokkra tugi bíla og
„Aggaðir“ þá alla upp og gerðir þá
að þínum. Þú fórst að vinna á bíla-
sölu sem þú starfaðir við til þíns
síðasta dags. Seint á árinu 2016
keyptir þú þína eigin bílasölu með
þvílíkum dugnaði þrátt fyrir erfið
veikindi og gerðir að einni glæsi-
legustu og virtustu bílasölu lands-
ins.
Sjúkdómurinn þinn var svo
miskunnarlaus að engin orð eru
nógu sterk til að lýsa honum. Nú
ertu frjáls, elsku hjartans dem-
anturinn minn.
Takk fyrir að fá að vera móðir
þín og fá að fylgja þér í gegnum
lífið, takk fyrir vináttu þína og
trúnóspjöllin sem við áttum, takk
fyrir að treysta mér fyrir að hlúa
að þér síðustu þrjú árin, takk fyrir
hugrekkið og styrkinn sem þú
efldir mig af.
Hvíl í friði, elsku hjartans
sonur minn.
Þín
mamma.
Elsku Agnar, elsku besti bróðir
minn, vinur, lífskennari og svona
gæti ég endalaust talið upp. Þú
kenndir mér svo margt og hefur
þannig greitt mér leið á lífsins
göngu sem er mér ómetanlegt.
Ég hringdi í þig á ólíklegustu
tímum til að fá ráð og reddingar
við hinu og þessu. Ég var varla
búin að kveðja þig í símanum þeg-
ar þú hringdir til baka búinn að
redda málunum, aldrei klikkað-
irðu. Við lifðum bæði hratt og tím-
inn flaug hraðar en við oft áttuð-
um okkur á, en ég er þakklát fyrir
allar þær gæðastundir sem við
gáfum okkur til að eiga saman.
Borða góðan mat, spjalla um dag-
inn og veginn, horfa á bíómyndir,
þú sýndir mér bíla og nýju úrin
sem voru að bætast í safnið.
Okkur leiddist heldur ekki að
skála í eins og einum köldum með-
an við biðum eftir að pítsan eða
pastarétturinn yrði klár.
Brosinu þínu og hlátrinum mun
ég heldur aldrei gleyma, enginn
sem brosir jafn breitt með öllu
andlitinu og þú, sem smitaði mann
á augabragði. Enda var aldrei
dauð stund með þér, minni kæri,
endalausar sögur sem flestar end-
uðu á hlátursköstum.
Þú varst og ert sá hjartahlýj-
asti og traustasti einstaklingur
sem ég hef kynnst og drifkraftur-
inn sem þú bjóst yfir var svo mikill
og hvetjandi fyrir okkur hin sem
fylgdumst með þér.
Minning þín mun alltaf eiga
risastóran stað í hjarta mínu, hetj-
an mín.
Ég elska þig.
Þín systir,
Ester.
Elsku gullið mitt.
Það er svo erfitt að skrifa til þín
þegar orðabankinn er hálftómur.
Ég elskaði að skrifa til þín, enda
einstaklega „góður penni“ eins og
þú sagðir alltaf. Mér þótti svo
gaman að heyra hve vænt þér
þótti um bréfin mín. Þú varst
sjálfur góður penni og voru af-
mælis- og jólakortin frá þér dýr-
mætari en nokkuð annað sem
maður fékk, skrifuð beint frá
hjartanu. Allar stundir með þér
voru ómetanlegar. Þótt þú hafir
nú stundum verið að siða mann til,
þá var það gert af eintómri ást frá
stóra bróður til litlu systur. Engin
orð voru jafn marktæk og þín. Svo
klár á lífið, vissir alltaf lausnina á
öllu og kenndir mér svo ótal
margt.
Mann hefði helst langað í sím-
tal hvern dag, dinner öll kvöld og
góðan ísrúnt á eftir þar sem við
blöstuðum vel valinni tónlist. En
með vinamarga meistara eins og
þig er það erfitt. Maður þurfti víst
að deila gleðipinnanum með öðr-
um. Þetta er eins og að slást um
Íslandsmolann í Nóa-konfektinu,
bara eitt stykki, einstakur og
öðruvísi en allir hinir, og svo lang
lang bestur. Alveg nákvæmlega
eins og þú, gullmolinn okkar. Vá,
hvað þú ert elskaður Agnar. Það
er svo auðvelt að elska þig og ég
held að ég tali fyrir hönd allra sem
kynntust þér.
Öll stærstu orðin í orðabókinni
duga hreinlega ekki til þess að
lýsa jafn mögnuðum manni og
þér.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér og Stormi Nóel. Góða ferð í
fallega draumalandið.
Ég elska þig til tunglsins og til
baka, og svo miklu meira en það.
Að eilífu og alltaf.
Þín yngsta systir,
Eva María.
Elsku Aggi okkar, við getum
ekki þakkað nóg fyrir þau forrétt-
indi sem við nutum að hafa haft
þig í lífi okkar. Fallegri og sterk-
ari bróður, vin og frænda er ekki
hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf
til staðar á þinn einstaka hátt fyrir
mig og strákana og kenndir okkur
svo ótrúlega margt með styrk-
leika þínum þrátt fyrir þann átak-
anlega sjúkdóm sem þú fékkst í
hendurnar og þurftir að glíma við
alla daga síðastliðin ár og sérstak-
lega síðustu vikurnar.
Öðrum eins styrk höfum við
aldrei kynnst. Faðmaðu frelsið,
elsku Aggi. Takk fyrir allar gæða-
stundirnar, matarstundirnar,
samveruna, takk fyrir allt og allt.
Þín verður svo sárt saknað, elsku
hjartagullið okkar. Endalaus ást,
kærleikur og virðing.
Þín gullnu spor
um ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
og bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð.
(Hjartalag)
Linda, Kjartan, Alexander
og Patrekur.
Fljúgðu frjáls, elsku vinur. Eft-
ir margra ára þrautagöngu ertu
floginn á vit ævintýranna með afa,
sem ég veit að beið með opinn
faðminn eftir þér. Hvað ég mun
sakna þín, elsku bróðir. Lífið er
svo hverfult og óskiljanlegt. Það
eina sem huggar þessa stundina
er fullvissan um að þú þjáist ekki
lengur og ert laus úr líkama sem
var hættur að gagnast þér. Það
var svo margt sem var búið að
taka af þér, samt tókst þér alltaf
að finna leiðir til að njóta lífsins
með hjálp traustra vina. Hvað þú
barðist hart og fórst þangað sem
þú ætlaðir þér.
Elsku hjartað mitt. Minning-
arnar eru svo margar og skarðið
sem þú skilur eftir svo stórt. Því-
líka teymið sem við vorum sem
börn, nánast eins og tvíburar.
Bæði uppátækjasöm og hrekkj-
ótt, sem bitnaði stundum óþarf-
lega á þér. Ævintýrin voru ófá og
þá sérstaklega á uppáhaldsstað
okkar beggja, Hjalteyri. Þar átt-
um við okkar allra bestu æsku-
minningar sem við yljuðum okkur
við í seinni tíð. Þvílíkt ævintýra-
land sem eyrin og brekkurnar á
Hjalteyri buðu upp á. Og elsku afi
sem var okkur svo góður. Ég veit
að nú mun hann gæta þín vel. Ég
er svo óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að passa upp á þig síð-
ustu dagana. Tengingin og vænt-
umþykjan á milli okkar var svo
sterk. Kvöldið áður en hjarta þitt
sló í hinsta sinn baðstu mig um að
segja þér sögur og við rifjuðum
upp prakkarastrikin og uppátæk-
in í frelsinu á Hjalteyri. Hvað við
gátum hlegið saman. Ég er svo
stolt af þér, æðruleysinu, styrkn-
um og viljanum til að gera sitt
allra besta á hverjum einasta
degi.
Þú lifðir í hugrekki og ég er svo
þakklát fyrir að hafa getað sagt
þér það. Þú rakst fyrirtæki þitt af
vandvirkni og metnaði og mættir
fárveikur í vinnuna nánast fram á
síðasta dag. Ég veit að þú ert í
góðum höndum hjá afa núna og
hleypur frjáls um laus við hlekki
sjúkdómsins.
Takk fyrir allt sem þú gafst
okkur. Elska þig að eilífu, bróðir
minn. Við sameinumst aftur þegar
minn tími kemur.
Þín systir,
Hildur.
Agnar frændi var engum
manni líkur nema jú sjálfum sér.
Ekkert vandamál var of stórt fyr-
ir hann og aldrei skortur á úrræð-
um.
Fólk úr öllum áttum og stéttum
löðuðust að þessari einstöku per-
sónu, enda ávallt léttur í lund og
kímnigáfan í toppstandi.
Agnar bjó yfir þeim einstaka
hæfileika að gera alla daga æðis-
lega, þó að maður væri ekki endi-
lega við hliðina á honum. Eitt
snapp frá honum var yfirleitt nóg
til að gera daginn betri enda inni-
haldinu ekki ábótavant.
Hann var fastur á sínum skoð-
unum og kærði sig kollóttan um
hvað öðrum fannst og hafði ein-
staka sýn á hluti sem aðrir sáu
ekkert endilega fyrir sér í fyrstu.
Eins og liturinn á bílasölunni hans
sem hann unni.
Kærleikur hans til næsta
náunga var smitandi, viskan svo
mikil í þessum unga manni og ein-
lægur, meira en hjá flestum.
Hann kenndi manni að njóta
lífsins, grípa öll tækifæri, fagna
öllum viðburðum, stórum sem
smáum; hann gerði það alltaf og
heldur því áfram.
Þín verður sárt saknað, elsku
frændi, vinur, bróðir.
Fannar Eyjólfsson, Birna
Ásgeirsdóttir og börn.
Sæti og ljúfi systursonur minn
og vinur sona minna, Fannars og
Viktors, hefur nú kvatt þennan
heim, langt fyrir aldur fram. Þeir
voru miklir og góðir frændur og
vinir alla tíð og gullmolar í augum
Agnars og það var gagnkvæmt.
Það eru þung spor hverri móður
að jarða son sinn og ég bið góðan
Guð að vernda og styrkja elsku
Láru systur á þessari erfiðu
göngu, sem og systur hans og fjöl-
skyldur þeirra, syni mína, systkin
mín, vini hans og okkur öll sem
syrgjum hann, elskuðum hann og
söknum.
Lífskraftur, gott skap, já-
kvæðni og dugnaður elsku sæta
frænda míns var einstakur og
kraftur hans undir það síðasta var
ótrúlegur. Hann kvaddi þennan
heim á meðan við maðurinn minn
vorum á siglingu í Lyon í góðra
vina hópi og mun sú borg og það
fagra paradísarumhverfi sem þar
er ávallt minna mig á þig. Þegar
ég spurði þig hvort þú hefðir gert
allt sem þig langaði til var svar
þitt já en þú bættir svo við að fall-
hlífarstökk ættir þú eftir. Við
komumst að því að það væri nokk-
uð sem við bæði værum logandi
smeyk við en skildum hvorugt
hvers vegna okkur langaði svo
mikið til að prófa.
Ég er viss um að þú prófar það
núna og alveg óhræddur í nýjum
fögrum heimkynnum og ég skelli
mér með þér þegar ég kem þang-
að sjálf síðar og veit að þú munt
hjálpa elsku Hjöddu frænku.
Það er svo margt sem við öll
getum lært af þér og þess á meðal
er að nýta vel hvert augnablik og
vera alltaf jákvæður og kærleiks-
ríkur.
Þú skilur eftir þig djúpa minn-
ingarslóð og stórt skarð. Lífið er
svo stutt, og svo allt of stutt hjá
þér.
Blessuð sé minning þín, elsku
sæti frændi minn, og Anton minn
biður að heilsa. Góða ferð og ég
kveð þig að sinni með þessum orð-
um Einars Ben.
Orka þér entist
aldur tveggja manna
að vinna stórt og vinna rétt.
Vitur og vinsæll
varstu til heiðurs
í þinni byggð og þinni stétt.
Höfðingi héraðs,
hátt þín minning standi,
ávaxtist hjá oss þitt ævistarf.
Þjóðrækni, manndáð,
þol og tryggð í raunum
þitt dæmi gefi oss í arf.
(Einar Benediktsson)
Þín frænka
Hjördís Vilhjálmsdóttir.
Það er erfitt að sætta sig við
þegar góður vinur deyr langt fyrir
aldur fram, í dag kveðjum við
Agga í hinsta sinn.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr,
æddi síðan inn um glugga og dyr,
hreif burt vonir, reif upp rætur.
Einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér – menn spá og spyrja.
Spurningar flæða, hvar á að byrja?
Fólkið á þig kallar, Kristur,
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir.
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
(Bubbi Morthens)
Elsku Lára, Linda, Hildur,
Ester Ósk, Eva María og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Minningin um dásamlegan
ungan mann mun lifa.
Arnfreyr, Steinunn, Eygló,
Arney og Rebekka.
Nú ertu farinn, nú ertu farinn
frá mér, elsku besti vinur minn til
margra ára, samstarfsfélagi, yfir-
maður og mentor.
Við erum búnir að bralla svo
margt saman í gegnum árin að
það myndi fylla heila bókahillu.
Þú tókst mig undir þinn verndar-
væng, studdir mig til dáða í gegn-
um löggildinguna til bílasala og
eftir situr reynsla og þekking frá
þér sem hefur mótað mig og gert
mig að þeim manni sem ég er í
dag.
Ég hef aldrei kynnst eins ynd-
islegum og áreiðanlegum vini, þú
varst gull af manni sem varst allt-
af tilbúinn að aðstoða fólkið þitt
eftir bestu getu og sýndir öllum í
kringum þig svo mikinn kærleik.
Elsku Aggi minn, hjartans vin-
ur minn, ég sakna þín meira en
orð fá lýst, það vantar svo hinn
helminginn af mér alla daga og
hér er tómlegt án þín en ég veit að
þú munt vaka yfir mér í framtíð-
inni á meðan ég held draumi okk-
ar beggja gangandi.
Elsku Lára og fjölskylda, ykk-
ur sendi ég alla mína ást, samúð
og styrk á þessum erfiða tíma.
Haraldur Fossan.
Elsku vinur okkar hann Agnar
er nú fallinn frá allt of snemma
eftir erfið veikindi og kominn í
draumalandið.
Aggi var algerlega einstakur
maður. Hann var með eindæmum
hjartahlýr og einlægur, með út-
geislun á við sólina og með sérlega
góða nærveru. En fyrst og fremst
var hann góður og sannur vinur.
Hann skilur eftir sig stórt skarð í
vinahópnum en minning um ein-
stakan dreng mun lifa í hjörtum
okkar.
Efst í huga okkar á þessum erf-
iðu tímum er þakklæti. Takk fyrir
allt, takk fyrir allar veiðiferðirnar,
bústaðaferðirnar, utanlandsferð-
irnar og minningarnar sem við
höfum búið til á öllum þessum ár-
um. Takk fyrir að vera góður vin-
ur.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna,
en vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina
Gull á ég ekki að gefa þér
Og gimsteina ekki neina
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina
(Hjálmar Freysteinsson)
Ein ást.
Ari og Soffía.
Agnar
Þórisson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og
bróðir,
SIGURÐUR BERGÞÓRSSON,
lést fimmtudaginn 13. september.
Jarðarför auglýst síðar.
Herdís Stephensen
Ingvar Sigurðsson
Unnur Sigurðardóttir Steindór Ögmundsson
Bergþór Atlason
Friðrik Þór Steindórsson Hafdís Snorradóttir
Yngvi Steindórsson Hafrún Sigurðardóttir