Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
✝ Sjöfn Halldórs-dóttir fæddist
á Heiðarbæ í Vill-
ingaholtshreppi 17.
janúar 1939. Hún
lést á Ási í Hvera-
gerði 5. september
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Guðbrandsson og
Heiðrún Björns-
dóttir.
Systkini hennar: Hafsteinn,
Hákon, Unnur, Hólmfríður
Guðný, Bergþór og Birna.
Maki Sjafnar er Eyvindur Er-
lendsson leikstjóri, f. 14.2. 1937.
Börn þeirra eru: 1) Ásta Guð-
rún myndlistarmaður, f. 24.5.
1959, d. 16. maí 1998. 2) Heið-
rún Dóra bókasafns- og upplýs-
Sjöfn og Eyvindur hófu bú-
skap í Reykjavík, fluttu þaðan
1969 og bjuggu á Heiðarbæ í
Villingaholtshreppi til ársins
1975 þegar þau fluttu í Hátún í
Ölfusi þar sem þau bjuggu
síðan.
Sjöfn vann sem ráðskona hjá
Skógrækt og Vegagerð til
fjölda ára þar til hún stofnaði
blómabúðina sína Sjafnarblóm á
Selfossi sem hún átti og rak frá
1992 til ársins 2003.
Hún hafði gaman af félags-
málum, var mjög virk í starfi
Kvenfélagsins Bergþóru í Ölf-
usi og var heiðursfélagi þar,
var í Kvenfélagi Villingaholts-
hrepps þar áður. Söng í kirkju-
kórum í Skálholti, Ólafsvöllum
á Skeiðum og á Kotströnd.
Sjöfn tók virkan þátt í stjórn-
málum, sat í sveitarstjórn í Ölf-
usi og var í framboði til Alþing-
is fyrir Bandalag jafnaðar-
manna.
Útförin fer fram frá Kot-
strandarkirkju í dag, 19.
september 2018, klukkan 14.
ingafræðingur, f.
25.5. 1960. 3) Reyn-
ir Þór rafmagns-
verkfræðingur, f.
19.3. 1963. Maki
Rún Halldórsdóttir
læknir. Börn þeirra
Halldór, Pálmi og
Erlendur Rúnar. 4)
Heimir, kennari og
tónlistarmaður, f.
14.4. 1968. Fyrr-
verandi maki Sól-
rún Auður Katarínusardóttir
þroskaþjálfi. Börn: Eyþór, Ólaf-
ur Bjarki og Andrea Sjöfn. 5)
Erlendur, flugmaður og tölv-
unarfræðingur, f. 26.7. 1976.
Maki Júlía Kristjánsdóttir graf-
ískur hönnuður. Börn þeirra
Heiðrún Hekla og Grímur Heið-
ar.
Fallin er frá Sjöfn Halldórs-
dóttir, föðursystir mín og kær
frænka.
Öll æska mín litast af minning-
um um hana. Sjöfn og pabbi voru
náin enda voru þau stóru systk-
inin, ásamt Hafsteini, í stórum
systkinahópi. Annað var að ég
var elsta barn foreldra minna og
elstu dætur Sjafnar og Eyvindar
voru fæddar hvor sínum megin
við mig. Ásta Guðrún var hálfu
ári eldri en ég og Heiðrún Dóra
hálfu ári yngri svo auðvitað auð-
veldaði það ýmislegt hjá foreldr-
unum ungu að spyrða þessa
þrenningu saman.
Bernskuminningarnar eru
margar um Sjöfn ýmist af Hjalla-
veginum, Heiðarbæ eða úr vega-
vinnuskúrum þar sem ég fékk að
fljóta með henni og naut mín vel
við leik við aðra hvora frænkuna
eða báðar. Þetta voru sælutímar
með miklum ævintýrum og alltaf
skein sólin.
Í minningunni var Sjöfn alltaf
eitthvað að starfa, við heimilis-
hald eða að sinna eldra fólkinu í
fjölskyldunni. Afi minn og amma,
Halldór og Heiðrún, bjuggu þá í
Heiðarbæ og um tíma var María
langamma mín þar til heimilis.
Sjöfn var vinnusöm og harðdug-
leg og tók vel á móti gestum með
glaðværð, kaffi og með því, enda
var gestkvæmt í Heiðarbæ.
Sjöfn var mér afskaplega góð.
Hún var hlý og klappaði mér á
kollinn. Hún fagnaði mér alltaf og
mér fannst hún bera virðingu fyr-
ir mér, sem er eðall uppalandans.
Í minningunni var hún alltaf
hress og einhver ferskur blær
sem fylgdi henni. Ég sóttist eftir
heimsóknum til hennar og dvaldi
stundum marga daga hjá henni í
einu.
Þegar ég eltist áttaði ég mig á
að hún var sú sem hélt öllu sam-
an, fjölskyldunni, sinni eigin og
þeirri stóru. Hún bauð í afmæli,
vinafundi, fjölskylduboð, syst-
kinaboð, ættarmót. Það gerði hún
á sinn hátt og alltaf voru allir vel-
komnir og hún gladdist yfir öllum
sem komu. Hún ræktaði garðinn
sinn og þá ekki síst frændgarð-
inn. Hún var leiðtogi með stórt
hjarta sem rúmaði marga. Alla
tíð fagnaði hún mér þegar við
hittumst og þó að á fullorðinsár-
um mínum hafi samskiptin verið
mun strjálli er ég full þakklætis
fyrir þetta allt og svo miklu meira
en það.
Gott uppeldi er lífsins vega-
nesti og Sjöfn var svo sannarlega
hluti af mínu uppeldi. Alla daga
vinnur maður úr því sem lífið hef-
ur boðið manni og þá er gott að
geta sótt í þennan fjársjóð sem
góð frænka er.
Ég þakka Sjöfn samfylgdina
og bið góðan Guð að blessa hana.
Heiðrún Hákonardóttir.
„Já.“ Hún svaraði skýrt og
ákveðið þegar presturinn spurði
hvort hún vildi ganga að eiga
manninn sem hjá henni stóð.
Hvort hún vildi elska hann og
virða, þar til dauðinn aðskildi
þau. Hún játaðist ekki bara hon-
um, heldur líka okkur öllum sem
fylgdum með. Hún sagði já og
stóð við það.
Það var ógleymanleg stund í
Ólafsvallakirkju þennan sól-
bjarta vordag þegar elsku Sjöfn
gekk formlega til liðs við okkur.
Og saman gengu þau Eyvindur
út úr kirkjunni, hnarreist, ham-
ingjusöm og stolt. Út í sólskinið –
út í vorið og sumarið – út í lífið
sem beið þeirra, með allt sem það
gefur og krefst. Þeirra beið
frægð og frami, hamingja og
gleði. En líka erfiðleikar, veikindi
og sorg. Allt í stórum skömmtum.
Eins lengi og Sjöfn gat nokkru
ráðið stóð hún með sínum manni
og allri fjölskyldunni. Hún studdi
hann og okkur öll með ráðum og
dáð þegar móti blés og gladdist
með okkur þegar vel gekk. Ekk-
ert var svo stórt eða svo smátt að
hún léti sig ekki varða hvaðeina
sem fyrir okkur bar.
Það var nístandi sárt að sjá
hana hverfa, hægt og bítandi, inn
í miskunnarlausa óminnisveröld.
Hún, sem alltaf hafði verið gleði-
gjafi og stoð og stytta fjölskyld-
unnar, varð smám saman einskis
megnug og öðrum háð um alla
hluti. Nú þegar vegferð hennar
er endanlega lokið get ég ekki
annað en gert orð Steins Steinars
að mínum:
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt
struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
Örn Erlendsson.
Sjöfn
Halldórsdóttir
✝ Ásgeir fæddistí Reykjavík 27.
mars 1929. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 1.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urðsson, skipstjóri
og útgerðarmaður,
f. 20. júní 1891 í
Reykjavík, og
Ágústa Ólína Jóns-
dóttir húsfrú, f. 19. febrúar 1893
í Brunnholti í Reykjavík. Ásgeir
var yngstur sex systkina. Elst
var Sigríður (Stella), f. 30. apríl
1920, d. 12. febrúar 2001, þá
Þórarinn Ingi, f. 4. apríl 1923, d.
28. ágúst 1999, Jón Gunnar, f.
14. júlí 1924, d. 10. apríl 2010,
Vilborg, f. 21. apríl 1926, d. 22.
nóvember 1974, og Sigurður, f.
27. mars 1929, d. 27. júlí 2008.
Barnsmóðir Magdalena Mar-
grét Eiríksdóttir, f. 9. janúar
1934, d. 17. júní 2006. Dóttir
Unnur, f. 20. september 1951.
Barn: Jenný Arnardóttir, f. 4.
júlí 1978. Barnsfaðir Jóhann
Viðar Jóhannsson, f. 1971; sonur
1959. Börn Tanja Ýr, f. 26. ágúst
1990, sambýlismaður Haukur
Gíslason, f. 18. janúar 1992,
Sigurbergur, f. 27. júní 1992,
sambýliskona Kamilla Vilberg
Antonsdóttir, f. 28. júlí 1990.
Hennar dóttir er Ronja Vilberg
Kamilludóttir, f. 25. mars 2015,
og Arna Birna, f. 20. apríl 1998.
Seinni eiginkona Sveinveig
(Lilla) Guðmundsdóttir, f. 22.
desember 1942. Hún á fjögur
börn af fyrra hjónabandi.
Ásgeir ólst upp í Reykjavík og
var Vesturbæingur í húð og hár.
Hann fór ungur á sjó og stund-
aði sjómennsku til 1972, fyrstu
árin á togurum, síðar á skipum
Eimskipafélagsins. Eftir að
hann kom í land vann hann ýmis
störf fyrir sjómannadagsráð.
Hann sá m.a. um orlofs-
húsasvæði sjómannadagsráðs í
Hraunborgum í Grímsnesi auk
þess að sinna störfum bæði á
Hrafnistu í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Ásgeir og Sveinveig bjuggu
sér notalegt heimili í Nausta-
hlein í Garðabæ en síðustu tvö
árin hefur Ásgeir dvalið á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Ásgeirs fór fram í kyrr-
þey 18. september 2018. Hann er
jarðsettur í Garðakirkjugarði.
Arnar Axel 18. maí
2004.
Eiginkona Sjöfn
Jóhanna Haralds-
dóttir, f. 7. júní
1931. Þau skildu.
Dætur þeirra eru;
1) Hanna Ágústa, f.
2. janúar 1954.
Fyrrverandi eig-
inmaður Guð-
mundur Ingólfsson,
f. 20. nóvember
1948, skilin. Barn Sjöfn, f. 7.
mars 1990. Dóttir Hanna Björg,
barnsfaðir Þormar Elí Ragn-
arsson. f. 1989. 2) Halla, f. 30.
júní 1957. Eiginmaður Már
Kristjánsson, f. 5. júlí 1958. Börn
Anna Hrund, f. 26. febrúar 1981,
gift Rollin Hunt, f. 27. sept-
ember 1984, börn Dagur Leith,
f. 28. ágúst 2016, Haraldur Bus-
ter, f. 26. september 2017; Ás-
geir Þór, f. 15. ágúst 1984,
kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur,
f. 28. júlí 1984; börn Már, 3. febr-
úar 2013, Margrét Halla, f. 3.
ágúst 2015. 3) Hrefna, f. 16.
október 1960. Eiginmaður Theo-
dór Sigurbergsson, f. 6. apríl
Ég hitti Ásgeir tengdaföður
minn fyrst árið 1975. Hann var þá
nýhættur sjómennsku sem hann
hafði stundað frá unga aldri. Hann
hafði ekki gengið hinn hefðbundna
menntaveg. Hans skóli hafði verið
harður. Unglingur á sjó og þorra
ævinnar unnið hörðum höndum
við kröpp kjör að sjá fjölskyldu
sinni farborða. Þetta hlutskipti
mótaði hann. Það var því eftir-
vænting fyrir menntaskólapilt,
sem hafði skotið sér í dóttur þessa
hörkukarls, að hitta hann. Og ekki
víst að menntaskólapilturinn, sem
aldrei hafði migið í saltan sjó eða
kunnað nokkuð til handverks, yrði
tekinn í sátt karlsins. En strax frá
fyrstu tíð tókst með okkur vinátta
og traust sem aldrei bar skugga á
meðan báðir lifðu. Það kom á dag-
inn að undir harðri skel bjó mjúk-
ur maður sem mátti ekkert aumt
sjá, eða vita, án þess að koma til
aðstoðar. Þannig reyndist Ásgeir
okkur hjónum stoð og stytta á
okkar fyrstu búskaparárum.
Hann aðstoðaði við fyrstu íbúð
okkar á Þórsgötu og síðar. Þrátt
fyrir fötlun sem hann bjó við eftir
endurtekin vinnuslys (stífan fót,
hálfan vísifingur hægri handar og
stíf-fingur) vann hann að endur-
gerð eldhúss, málaði, sentist og
hvaðeina, á við fullfrískan mann, til
að gera íbúð okkar sem best úr
garði.
Hann var handlaginn og list-
rænn í öllu sem hann gerði.
Og þegar Halla vann myrkr-
anna á milli fyrir fyrstu íbúð okkar
og ég í háskóla lánaði hann okkur
bifreið sína, glæsikerruna Monte
Carlo, svo að ég gæti komið frum-
burði okkar í dagvist áður en fyr-
irlestrar hæfust í háskólanum.
Hann vílaði ekki fyrir sér að hjálpa
ef hann gat með nokkru móti.
Þegar ég lauk læknisnámi og
framhaldsnámi í Bandaríkjunum,
sem hann var afar stoltur af, gat
ég liðsinnt honum og eiginkonu
hans með ýmislegt tengt heilsu
þeirra í staðinn. Þannig gátum við
stutt hvor annan í gegnum tíðina
hvor á sinn hátt. Þrátt fyrir erfið
veikindi, einkum hin síðari ár, hélt
Ásgeir sínum skap-
gerðareinkennum. Glettinn og
hýr, frásagnargóður og höfðingi
heim að sækja. Fastur fyrir í skoð-
unum, stappaði nærri þver-
móðsku á stundum. Reiddist hann
einhverra hluta vegna var ávallt
fljótt úr honum. Hann gat líka ver-
ið langrækinn.
Ásgeir var fæddur Vesturbæ-
ingur, studdi ávallt KR og kaus
ávallt Sjálfstæðisflokkinn. Þetta
ræddum við oft, kosti þess og
galla.
Það var honum mikið gleðiefni
þegar við Halla festum okkur hús
við Túngötu í Vesturbæ Reykja-
víkur aðeins steinsnar frá æsku-
heimili hans á Túngötu 45. Hann
gat sagt okkur frá bernsku-
brekum sínum á svæðinu, mörg
hver sem ekki er unnt að hafa eft-
ir. Það var ljóst að hann átti marg-
ar góðar minningar sem hann
deildi með okkur af gleði og inn-
lifun.
Ég er afar þakklátur fyrir að
hafa kynnst Ásgeiri tengdaföður
mínum. Hann var traustur maður
sem var fólki sínu góð fyrirmynd
þrátt fyrir margvíslega erfiðleika
sem að honum steðjuðu á ævi-
skeiðinu. Nú hefur hann öðlast
hvíld eftir veikindi sem hindruðu
hann í að geta verið að fullu sjálf-
stæður. Hann hefur öðlast sitt
sjálfstæði í Vesturbæ himnaríkis,
þar sem KR er íþróttafélagið og
Sjálfstæðisflokkurinn við stjórn-
völinn.
Már Kristjánsson.
Ásgeir Sigurðsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRA LILJA BJARNADÓTTIR
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans
fimmtudaginn 13. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir
Eygló Valdimarsdóttir Guðjón Þorvaldsson
Halldóra Valdimarsdóttir Valur Svavarsson
og ömmubörnin
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Naustahlein 14, Garðabæ,
lést að Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn
1. september.
Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sveinveig Guðmundsdóttir
Unnur Ásgeirsdóttir
Hanna Ágústa Ásgeirsdóttir
Halla Ásgeirsdóttir Már Kristjánsson
Hrefna Ásgeirsdóttir Theodór S. Sigurbergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HAUKUR OTTERSTEDT,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
lést sunnudaginn 16. september.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 21. september klukkan 13.
Hanna Margrét Otterstedt
Guðrún Kolbrún Otterstedt
Lena Kristín Otterstedt
Steinunn Erna Otterstedt
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNAR MÁR JÓHANNSSON,
Vindakór 1
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 14. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Helga Jónína Steindórsdóttir
Sigríður Jóna Gunnarsdóttir
Óskar Ingi Gunnarsson
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar