Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hittir fólk sem virðist hugsa á
sömu nótum og þú. Gerðu þér glaðan dag,
þú átt það skilið eftir barning síðustu vikna.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú þarf að hefja viðræður og komast
að samkomulagi. Aðeins þannig kemstu
áfram. Þú kennir í brjósti um góðan vin en
láttu ekki á því bera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst aðrir vilja ráðskast um
of með þín málefni. Gerðu eitthvað óvenju-
legt til að hrista upp í heilasellunum og
bjóddu gömlum vinum að taka þátt í því.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Spurðu sjálfan þig af hverju þú
þarft alltaf að vera að afreka eitthvað.
Komdu fram við alla af virðingu og mundu
að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert eyðslukló í eðli þínu og þar
sem eyðslusemin liggur í loftinu þarftu að
fara sérstaklega varlega í dag. Lexía dags-
ins er sú að sýna samúð og skilja sjónarmið
hins aðilans.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Litlu, gætilegu skrefin sem þú tekur
til þess að bæta starfsaðstöðuna leiða til
stórfelldra breytinga. Hafðu ekki áhyggjur
því málin leysast á farsælan hátt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gjafmildi þín gæti farið yfir mörkin í
dag. Einhverra hluta vegna taka aðrir betur
í hugmyndir þínar en áður.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki stinga höfðinu í sandinn
varðandi ástvin. Útivera er allra meina bót.
Ganga, hjólreiðar eða sundsprettur mun
lyfta þér upp.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að ganga úr skugga
um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn.
Þú ert á leið í brúðkaup á næstunni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn í dag er eins og púslu-
spil; óskiljanlegur þar til búið er að raða
nokkrum stykkjum saman. Glaðværð þín
skapar tækifæri til daðurs og ástar-
ævintýra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Oft ryðst fortíðin með óvæntum
hætti inn í nútíðina og truflar það líf sem
við höfum skipulagt. Sýndu öðrum skilning
því fólk sér ekki hlutina með sömu augum
og þú.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástin nær fram bæði því besta og
því versta í þér núna. Farðu vel með þig og
nærðu þig vel. Settu þér það markmið að
öðlast sálarró.
Helgi R. Einarsson sendi mértvær limrur skemmtilegar, –
„Orsök vandans“:
Bjarnfreður bóndi á Seyru
bjóst við af lífinu meiru.
En það vildi’ enginn hann
þennan vandláta mann,
sem var bara kjaftur og eyru.
Sú síðari heitir „Náttúruvá“:
Jónas var konunum kær
og kunni að umgangast þær.
En er barnaði Öllu,
Unni og Köllu.
„Ykkur var, tautaði’ ann, nær.“
Vel er kveðið á Boðnarmiði, –
Guðmundur Arnfinnsson yrkir:
Hann Þengill úr Þingvallahreppi,
sem þrásinnis kvaðst vera jeppi,
var álitinn valla
með öllum mjalla,
hann var yfirlæknir á Kleppi.
Helgi Ingólfsson er með á nót-
unum:
Sem jeppa við þekkjum öll Þengil,
sem þóttist víst ætla á Hengil
og ók upp til fjalla.
Úr ferlegum halla
hann flaug – og nú leikur hann engil.
Hallmundur Kristinsson yrkir
um það sem er efst á baugi:
Í heilbrigðismálunum þörf er á því
að þjóðin missi ekki trúna.
Setja þarf hlutina samhengi í.
Svandís er að því núna:
Flötinn vil ég finna á
að forðast erfðasyndina.
Skal því reynt í skyndi ná
að skoða heildarmyndina.
Halldór Halldórsson er ekki
sannfærður:
Heildarmyndin er guggin og grá
og gætir þar skugga á fleti.
Svandís mun aldrei þar árangri ná,
ef alltaf hún liggur í leti!
Hallmundur Kristinsson yrkir
eins og vera ber á tímum gangna og
rétta:
Orðsins bændur engu gleyma;
upp þeir hefja raust:
Ferskeytlurnar frá þeim streyma
fyrirhafnarlaust.
Og Halldór Guðlaugsson tekur
undir:
Margir þeirra ennþá eiga
undir kodda sínum tár
skapast þar af fagra, fleyga
ferskeytlan í þúsund ár.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Jónasi, Þengli
og Hengli
„NÆST Á DAGSKRÁ: SJÖTTI ÞÁTTURINN
Í ÞRIGGJA-PARTA SERÍUNNI OKKAR UM
SKAMMTAFRÆÐI.“
„ÉG ÞARF EINS HÁA BRUNATRYGGINGU
OG ÉG GET FENGIÐ FYRIR NÆSTA
FÖSTUDAGSKVÖLD.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga frábæra
foreldra sem styðja þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEY, GRETTIR! GETTU HVAÐA
DAGUR ER Í DAG?
KLEINU-
HRINGJA-
DAGURINN!
ÉG HÉLT
HANN VÆRI Á
HVERJUM DEGI
HVAÐ ER VÍKINGA-SUSHI? KRYDDSÍLD!
MOGGINN
MOGGINN
VÍKINGA-
SUSHI
VÍKINGA-
SUSHI
Víkverji getur ekki annað en dáðstað seiglunni í Paul McCartney,
sem um helgina skaust á toppinn á
bandaríska vinsældalistanum með
nýrri plötu sinni, Egypt Station. 36
ár eru liðin frá því að gamli bítillinn
komst fyrst á topp bandaríska
Billboard-listans með sólóplötu.
McCartney lagði sitt af mörkum við
að kynna plötuna, kom fram í banda-
rískum spjall- og skemmtiþáttum og
hélt sérstaka tónleika, sem streymt
var á netinu, í Grand Central Station
í New York. Við gerð listans er
stuðst við seldar plötur, niðurhal og
streymi á netinu. Að þessu sinni réð
sala á plötum úrslitum og mun það
vera mjög fátítt nú orðið.
x x x
McCartney er orðinn 76 ára gam-all, en hann lætur sér fátt um
aldurinn finnast og er í þann veginn
að hefja tónleikaferð um heiminn til
að kynna nýju plötuna. Rýnar hafa í
skrifum um plötuna margir velt því
fyrir sér hvers vegna McCartney
haldi áfram að setja sig í eldlínuna
og gefa út plötur.
x x x
Í viðtali við tímaritið New MusicalExpress er hann spurður hvers
vegna hann sé enn að, hvað hann eigi
eftir ósannað, hvers vegna að setja
sig enn einu sinni í eldlínuna. „Það
er þátturinn sem ég man aldrei eft-
ir,“ svarar McCartney. „Setja sig í
eldlínuna. Ég gleymi alltaf. Þetta er
eins og konur sem eignast börn. Þær
ganga í gegnum þennan hræðilega,
hræðilega sársauka og síðan segja
þær: „Eignumst annað, elskan.“ Það
er eins og þær séu búnar að gleyma.
Þetta er dálítið svipað hjá mér. Ég
hef átt 17 sólóbörn og langar enn í
annað. Mér finnst gaman að gera
það sem ég hef alltaf gert. Ég hef
gaman af vinnunni og gleymi að það
verður til vara í lokin vegna þess að
ég er of ákafur og á kafi í einhverju,
að spila gítarriff, búa til fallegan lít-
inn hljómagang á gítarinn. Ég verð
svo upptekinn af þessu að ég gleymi
að í leiðarlok verður próf.“
x x x
Víkverji heyrir ekki betur en aðrétt einu sinni hafi McCartney
staðist prófið. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um
mig mun frelsast og hann mun ganga
inn og út og finna haga.
(Jóh: 10.9)
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
2097/30
Króm / Brass
verð199.000,-
Svart takmörkuð útgáfa
verð 265.000,-
Hönnuður Gino Sarfatti