Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Gatnaframkvæmdum í miðborg
Reykjavíkur miðar áfram, hægt en
örugglega.
Nýlega lauk endurbótum á vestari
hluta Lækjargötu/Kalkofnsvegar,
næst nýju húsunum á Hafnartorgi.
Umferð var hleypt á þennan kafla. Í
framhaldinu hófust endurbætur á
eystri kaflanum, næst Arnarhóli.
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg er áætlað að þeim
framkvæmdum verði lokið fyrir
miðjan október. Þegar þeim áfanga
er náð lýkur endurbótum á götunni
að fullu.
Þá hefur eystri hluti Tryggvagötu
verið lokaður vegna endurbóta í
sumar. Vonast er til að hægt verði að
hleypa umferð á þennan kafla fyrri
hluta október. Eins og fram hefur
komið í fréttum er efsti hluti hinnar
sögufrægu Steinbryggju undir göt-
unni, en hún fór undir landfyllingu
árið 1940. Ákveðið hefur verið að
neðri hluti bryggjunnar verði sýni-
legur í framtíðinni. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Við Hafnartorgið Stefnt er að því að ljúka endurbótum í næsta mánuði.
Lokakafli gatna-
gerðar er hafinn
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Aðalmeðferð í Aurum Holding mál-
inu svokallaða hófst í gær fyrir
Landsrétti og mun þinghald standa
áfram í dag og á morgun. Málið hef-
ur verið tekið fyrir á öllum dómstig-
um og er þetta í fjórða skiptið sem
það kemur til úrlausnar dómstóla.
Tekist er á um meint umboðssvik og
hlutdeild í þeim í tengslum við 6
milljarða lánveitingu Glitnis til fé-
lagsins FS38 ehf vegna viðskipta
með Aurum Holding skartgripa-
félagið.
Þeir Lárus Welding, fyrrverandi
bankastjóri Glitnis, og Magnús Arn-
ar Arngrímsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bank-
ans, eru ákærðir fyrir umboðssvik
vegna lánveitingarinnar. Þá er Jón
Ásgeir Jóhannesson, sem var einn
aðaleigandi bankans á þessum tíma,
ákærður fyrir hlutdeild í umboðs-
svikum þeirra Lárusar og Magnúsar
og til vara fyrir hylmingu og til
þrautavara fyrir peningaþvætti, með
því að hafa í krafti áhrifa sinna í
Glitni beitt Lárus og Bjarna Jóhann-
esson, fyrrverandi viðskiptastjóra
hjá bankanum, sem áður hafði verið
sýknaður í málinu, fortölum og
þrýstingi og hvatt til þess, persónu-
lega og með liðsinni Jóns Sigurðs-
sonar, varaformanns stjórnar Glitnis
Banka hf., og Gunnars Sigurðssonar,
forstjóra Baugs Group, að veita um-
rætt lán. Er lánið sagt hafa verið
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félag-
inu Fons til hagsbóta.
Allir ákærðu í dómsal
Allir ákærðu voru mættir í dómsal
í Landsrétti í gær við upphaf aðal-
meðferðarinnar. Fyrsti klukkutím-
inn fór í skýrslutöku saksóknara yfir
Jóni Ásgeiri, en ljóst var frá upphafi
að grunnt var á því góða á milli
þeirra, enda hefur nú verið tekist á
fjórum sinnum í dómsal í málinu og
þar hefur Jón gefið skýrslu í þrí-
gang.
Saksóknari spurði hann ítrekað út
í afskipti hans af lánveitingum Glitn-
is til félaga sem sum tengdust hon-
um og hvort hann teldi rétt að hafa
haft slík afskipti sem stjórnarmaður
og stór hluthafi í Glitni.
Ólafur Hauksson héraðssaksókn-
ari varpaði upp á skjá fjölda afrita af
tölvupóstsamskiptum á milli Jóns
Ásgeirs og stjórnenda í Glitni á ár-
unum 2006 -’08. M.a. var spurt út í
bréf sem fóru á milli Jóns Ásgeirs og
Lárusar vegna þeirra viðskipta sem
ákært er út af og þar virtist Jón vera
með hugmyndir um hvernig haga
ætti málum félagsins Fons, sem var í
eigu Pálma Haraldssonar, sem einn-
ig átti hlut í Aurum á móti Baugi, fé-
lagi Jóns Ásgeirs. Hvorugur þeirra
taldi þessi viðskipti eða samskipti
vera óeðlileg á nokkurn hátt.
Gert er ráð fyrir að málflutningur
verjenda þeirra Lárusar, Magnúsar
og Jóns Ásgeirs fari fram í dag.
Fjórða at-
renna hafin
Aurum-málið enn og aftur fyrir dómi
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Aurum-málið Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn af aðaleig-
endum bankans, ásamt verjendum, á leið í dómsal í gær. Þinghald í málinu heldur áfram í dag og á morgun.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
SUZUKI SWIFT GL
nýskr. 06/2015, ekinn 95 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 1.490.000 kr.
Raðnúmer 258433
MAZDA 3 VISION H/B
nýskr. 02/2017, ekinn 11 Þ.km, bensín,
6 gíra. Verð 2.790.000 kr.
Raðnúmer 258394
ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
SUZUKI SWIFT GL 4X4
nýskr. 05/2015, ekinn 100 Þ.km, bensín,
5 gíra. Verð 1.490.000 kr.
Raðnúmer 380132
SUBARU FORESTER PREMIUM
nýskr. 01/2015, ekinn aðeins 35 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 3.690.000 kr.
Raðnúmer 258475
LAND ROVER RANGE ROVER VOGUE
nýskr. 06/2016, ekinn 41 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, Black edition, hlaðinn búnaði!
Verð 17.700.000 kr. Raðnúmer 258012
Bílafjármögnun Landsbankans
Loftpressur - stórar sem smáar