Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 Lítill fiskur í stórri tjörn - samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í Norðurljósasal Hörpumiðvikudaginn 26. september kl. 08:15 til 10:00. Farið verður yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2017 og samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegummarkaði, en um98%af afla af Íslandsmiðumer seldur þar. 08:15 -Morgunverður 08:30 -Opnunarávarp Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra 08:50 - SjávarútvegsgagnagrunnurDeloitte vegna ársins 2017 Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi, meðeigandi Deloitte 09:10 - Framtíðarhlutverk sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, Háskóla Íslands 09:30 „Skip án stefnu siglir í strand“ Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju 09:50 - Samantekt Heiðrún LindMarteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS Fundarstjóri er Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Arion banka. Skráning á skraning@deloitte.is | Aðgangur 3.500 kr. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reyn- isfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðar- ganga. Einar Freyr Elínarson oddviti kvaðst vona að frekari fundahöld um málið gætu orðið á næstunni. Hann tók fram að málið væri ekki komið á það stig að farið væri að formfesta hugmyndir eða leita fjárfesta. Í yfirliti um innihald samgöngu- áætlunar, sem samþykkt var í ríkis- stjórn í síðustu viku, kom fram að hringvegur um Mýrdal og jarðgöng um Reynisfjall væru sett á 2.-3. tíma- bil áætlunarinnar. Verkefnið er upp á 5,3 milljarða króna. Þar sagði að leit- að yrði leiða til að fjármagna verk- efnið í samstarfi við einkaaðila. „Samgönguráðherra hefur ítrekað nefnt að hann sjái fyrir sér að þetta verkefni geti hentað vel í einkafram- kvæmd. Við sjáum ekkert því að van- búnaði að ráðist verði í þessar fram- kvæmdir á 1. tímabili samgöngu- áætlunar, ef í þetta fást áhugasamir fjárfestar,“ sagði Einar. „Umferðar- aukningin um þjóðveginn í Mýrdal hefur verið ótrúlega mikil. Ég tel að hún hafi verið í mesta lagi hér, miðað við aðra vegi á landinu. Hér fara um- ferðartölur ítrekað fram úr t.d. Grindavíkurvegi og eru jafnvel ívið hærri en við Gullfoss og Geysi. Við er- um á svæði þar sem hótel og gisti- heimili eru fullbókuð út október, mikil nýting yfir veturinn og eru svo aftur orðin fullbókuð í febrúar og mars. Það er frábært að við séum með sam- gönguráðherra sem skilur þörfina fyrir bættar samgöngur hjá okkur. Kerfið verður að vera svo sveigjan- legt að það geti brugðist við þessari miklu umferðaraukningu.“ Myndi spara mikinn akstur Láglendisvegur meðfram Dyrhóla- ósi og göng í gegnum Reynisfjall myndu stytta leiðina til Víkur um þrjá kílómetra. Um þriðjungur bíla ekur nú að Reynisfjöru og aftur upp á hringveg. Þeir tíu kílómetrar myndu einnig sparast með breyttu vegstæði. Reiknað hefur verið út að aksturs- sparnaður vegna breytts vegstæðis næmi um einum milljarði á ári. Einn- ig yrði rutt úr vegi einni helstu hindr- uninni á Suðurlandsvegi frá Hellis- heiði og austur á firði; Gatnabrún undir Reynisfjalli. Einar sagði að ítrekað hefði þurft að loka veginum þar á veturna. Þar hefðu líka oft orðið slys og Gatnabrún væri talin ein af fimm hættulegustu beygjum á hring- veginum. Einar sagði að fara þyrfti í fram- kvæmdirnar sem allra fyrst. „Við munum beita okkur fyrir því að þessi framkvæmd verði að veruleika. Við teljum að hægt sé að fara í hana á skömmum tíma sé vel haldið á spöð- unum.“ Einhugur meðal heimamanna Einhugur ríkir í sveitarstjórn Mýr- dalshrepps um gerð láglendisvegar- ins og jarðganga í gegnum Reynisfjall til að bæta vegtengingu Víkur í Mýr- dal til vesturs, að sögn Einars. Hann sagði að göng í gegnum Reynisfjall hefði verið stærsta málið í sveitar- stjórnarkosningunum 2010. Þá hefði það hlotið víðtækan stuðning kjós- enda. Vinir vegfarandans í Mýrdals- hreppi er félagsskapur áhugamanna um bættar samgöngur og umferðar- öryggi í hreppnum. Samtökin eru með síðu á Facebook. Þau benda meðal annars á nauðsyn þess að tvö- falda brúna yfir Jökulsá á Sólheima- sandi. Þá þrýsta þau á um að lagður verði láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall, eins og gert er ráð fyrir í aðal- og deiliskipulagi Mýr- dalshrepps. Mýrdælingar vilja fá jarðgöng  Rætt um jarðgangagerð í gegnum Reynisfjall  Oddviti vill að framkvæmdinni verði flýtt  Gríðar- mikil aukning umferðar um Mýrdal  Göng og nýr vegur myndu spara mikinn akstur á hverju ári Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Reynisfjall Láglendisvegur á að liggja með Dyrhólaósi til vinstri og svo komi göng í gegnum fjallið til Víkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.