Morgunblaðið - 26.09.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.09.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Fjölbreyttir tímar frá morgni til kvölds Það mun vera einkenni smá-þjóða að vera dálítið upp- teknar af því sem er sagt um þær utan landsteina, til hróss eða háðs.    Einn af fyrrileiðtogum þjóðarinnar var næmur á þennan veika punkt. Hann hafði einnig þann hátt á að svara spurningum með tilvitnun í ein- hvern sem hann hafði hitt á förn- um vegi eða í heita pottinum.    Og stundum sameinaði hannhvort tveggja, förumanninn og snobbið fyrir útlöndum:    En þetta sagði mér maður ímorgun, og hann var meira að segja útlendingur.    Ekkert er að því að vitna tileinhverra sem standa utan við íslenska hópamyndun. Þetta gerði Páll Vilhjálmsson í gær:    Krónan skilaði almenningiefnahagsbata í uppsveiflunni eftir 2013. Þegar hagkerfið var við það að ofhitna kom sterk króna í veg fyrir ósjálfbært inn- flæði farþega og erlends fjár- magns. Þegar hættan var liðin hjá lækkaði gengi krónunnar enda þurftu útflutningsatvinnu- vegir á því að halda.    Krónan þjónar sem sagt hag-kerfinu og þjóðinni. Hvorki dollar né evra gætu gert það. Enda heyrist mest lítið í þeim sem vilja skipta úr jafnaðarmanni Íslands, krónunni. Staðfesting Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins liggur fyrir. Krónan er ómissandi.“ Páll Vilhjálmsson AGS: Krónan Íslandi ómissandi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Í fyrra gengu 11 hreindýr af, tveir tarfar og níu kýr, af 1.275 dýra kvóta. Árið áður, 2016, náðist ekki að veiða 29 hreindýr. Met var sett í núverandi kerfi árið 2015 þegar ekki náðist að veiða 103 hreindýr af þeim 1.274 dýrum sem veiða átti til 20. september það ár. Hreindýraveiðum lauk nú að venju 20. september og þá voru óveidd 61 hreinkýr og þrír hreintarfar, að því er fram kemur á síðu Umhverfisstofnunar (hreindyr.is). Á svæði 1 voru tíu kýr óveiddar þegar veiðitímanum lauk, á svæði 2 níu kýr, á svæði 3 þrjár kýr, á svæði 4 sex kýr og einn tarfur, á svæði 7 fjórar kýr, á svæði 8 sjö kýr og tveir tarfar. Langmest stóð eftir á syðsta svæðinu, svæði 9, 22 kýr. Fram kemur á síðunni að ekki hafi tekist að úthluta fleiri leyfum á svæðinu. Aðalumsóknir voru fá- ar og varaumsóknir. Tveir veiðimenn þar þáðu að fá aukadýr. Töluvert mörgum veiðileyfum var skilað síðustu dag- ana og tókst ekki að úthluta þeim til veiðimanna á biðlista vegna slæms veðurs og veðurútlits. Auk þess náðu sumir veiðimenn ekki sínum dýrum. gudni@mbl.is Ekki náðist að fella 64 hreindýr  Alls voru felld 1.346 hreindýr á veiðitímabilinu sem lauk 20. september Hreindýr Kvótinn náðist ekki. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), læt- ur af því starfi 1. nóvember nk. en þá tekur við starfi forstjóra SÍ María Heim- isdóttir, sem ráð- in var forstjóri SÍ í sumar. „Ég er að hefja störf á fjárlaga- skrifstofu fjármálaráðuneytisins nú næsta mánudag, 1. október,“ sagði Steingrímur Ari í samtali við Morg- unblaðið í gær, þegar hann var spurður hvað tæki við hjá honum þegar hann léti af starfi forstjóra SÍ. „Ég óskaði eftir tilflutningi í starfi í framhaldi af því að ég ákvað að sækja ekki um endurráðningu sem forstjóri Sjúkratrygginga Ís- lands. Það er komið inn nýtt laga- ákvæði í lögin um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna sem gaf mér kost á því að óska eftir tilflutn- ingi og því gerði ég það,“ sagði Steingrímur Ari. Hann segir staðgengil sinn munu gegna starfi forstjóra SÍ til 1. nóv- ember, að nýr forstjóri tekur við. agnes@mbl.is Óskaði eftir til- flutningi í starfi  Flyst í fjármálaráðuneytið Steingrímur Ari Arason Hæsturéttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upp- tökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Í tilkynningu frá Hæstarétti kemur fram að þegar dómur verði kveðinn upp í þessu máli verði hann fyrstur í röðinni og svo verði gert 5 mínútna hlé þar til aðrir dómar verða kveðnir upp. Almennt eru dómsuppkvaðningar á fimmtudögum og birtist málalisti yf- ir þau mál sem dómur er kveðinn upp í fyrr um morguninn. Ekki er tiltekið í tilkynningu réttarins hvort dómur verði kveðinn upp í þessu tiltekna máli nú á fimmtudaginn eða hvort það verði á næstu vikum. Málflutningur var 13. og 14. september og verða því á morgun tvær vikur frá því að málið var tekið fyrir. Hæstiréttur hefur fjórar vikur til að úrskurða í málum. Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.