Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kringlan leiðandi í stafrænni verslun
Stígur inn í stafræna heiminn Hægt verður að finna og bera saman vörur í Kringlunni á netinu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Kringlan ætlar að verða leiðandi í
stafrænni verslun. Næstu tólf mán-
uði munum við kynna til sögunnar
þætti sem lúta að stafrænni þjón-
ustu hér í húsinu og eins á netinu,“
sagði Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar. „Tak-
markið er að fólk geti verið með
Kringluna á netinu og skoðað vöru-
úrvalið sem boðið er upp á í hús-
inu.“
Stefnumótun um stafræna stefnu
Kringlunnar var kynnt rekstrar-
aðilum í fyrradag. Undirbúningur
hefur staðið lungann úr árinu. Auk
Kringlunnar og Reita komu að
honum rekstraraðilar og markaðs-
ráð Kringlunnar undir handleiðslu
Eddu Blumenstein ráðgjafa.
„Við stefnum að því að geta
þjónað viðskiptavinum okkar með
heildstæðri nálgun þar sem net-
heimar og raunheimar renna sam-
an í eitt,“ sagði Sigurjón. Svipað og
fólk getur gengið inn í Kringluna á
það að geta vafrað um hana á net-
inu og kynnt sér vöruúrvalið.
Verslanir Kringlunnar eru komnar
mislangt í stafrænni þróun og mun
uppbygging stafrænnar Kringlu
taka mið af því. Sigurjón segir að
þeir sem eru skemmra komnir
muni njóta aðstoðar og reynslu
þeirra sem lengra eru komnir. „Við
höfum sett okkur það markmið að
þetta eigi að nást innan árs. Hvort
allir verða þá komnir í gang er
óvíst en við stefnum að því,“ sagði
Sigurjón.
Auðveldar vöruleit
„Stór hluti viðskiptavina byrjar
vöruleit á netinu. Hægt verður að
leita undir einum hatti Kringlunnar
(kringlan.is) að tiltekinni vöru. Þú
þarft ekki að heimsækja hverja og
eina verslun til að leita t.d. að
svörtum skóm. Það verður nóg að
fara inn á kringlan.is og leita að
vörunni. Þá birtast allar slíkar
vörur sem til eru í verslunum
Kringlunnar. Þetta mun auðvelda
viðskiptavinunum að finna það sem
þá vantar og bera saman verð.
Fólk mun eftir sem áður koma í
Kringluna til að handfjatla vöruna
og máta. Kaupferlið klárast svo
innan viðkomandi verslunar á vefn-
um eða í raunheimum,“ sagði Sig-
urjón. Boðið verður upp á að við-
skiptavinir geti sótt vörurnar á
einn stað í Kringlunni. Til greina
kemur að Kringlan verði einnig
með heimsendingarþjónustu.
„Við lítum ekki á netverslun sem
ógn heldur sjáum við stafræna
verslun sem tækifæri og viðbót við
það sem fyrir er. Saman hjálpar
þetta viðskiptavinunum að ljúka
kaupunum á auðveldan og hag-
kvæman hátt,“ sagði Sigurjón.
„Kringlan ætlar ekki bara að mæta
væntingum viðskiptavina, heldur
fara fram úr þeim. Stafræn stefna
Kringlunnar er því í takt við nýja
framtíðarsýn hennar sem skemmti-
legur og frumlegur miðbæjarkjarni
í raunheimum sem og netheimum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kringlan.is Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri og Sigurjón Örn Þórs-
son framkvæmdastjóri Kringlunnar hafa tekið þátt í undirbúningnum.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins á Íslandi kynnti í gær árlega út-
tekt sína á íslenskum efnahagsmál-
um. Var nefndin að mestu leyti
ánægð með þær breytingar sem
hefðu orðið í íslensku efnahagslífi frá
síðustu úttekt sem gerð var í apríl í
fyrra. Engu að síður nefndi hún
aukna samkeppni í flugsamgöngum
og hátt olíuverð meðal nýrra áskor-
ana sem flugþjónusta á Íslandi stæði
frammi fyrir.
Ashok Bhatia, aðstoðaryfirmaður
efnahagsþróunar hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum og formaður sendi-
nefndar AGS hér á landi, sagði við
mbl.is í gær að hægt hefði á hagvexti
á Íslandi eftir vöxt síðustu ára, en að
sá vöxtur hefði að mestu verið ósjálf-
bær. Líkurnar á því að hagkerfið á
Íslandi ofhitnaði færu því minnk-
andi.
Hann undirstrikaði enn fremur að
þrátt fyrir að þróunin í efnahagsmál-
um væri almennt jákvæð væri einnig
mikilvægt að veita nýjum áhættu-
þáttum athygli og nefndi þar sér-
staklega aukna samkeppni í flug-
samgöngum. „Við metum flug-
rekstur sem áhættuþátt en það á
eftir að koma í ljós hversu stór hann
verður,“ sagði Bhatia.
Þá þyrfti einnig að mati nefndar-
innar að taka mið af aukinni spennu í
alþjóðaviðskiptum, sem gæti haft
neikvæð áhrif á útflutningsverð á áli
og öðrum varningi. Þá yki óvissan
um niðurstöðu samninga Breta og
Evrópusambandsins um útgöngu
þeirra fyrrnefndu líkurnar á veikari
útflutningseftirspurn frá einum af
stærstu mörkuðum Íslands og gæti
flækt frekar fiskveiðisamvinnu á
Norður-Atlantshafi.
Nefndin tiltók nokkur atriði sem
hún taldi rétt að setja í forgang og
lagði hún meðal annars til að sam-
eina allt eftirlit með fjármálageiran-
um, þrautavaralánveitingar og verk-
efni skilavalds í Seðlabanka Íslands.
Ætti því að mati nefndarinnar að
færa fjármálaeftirlit inn í Seðlabank-
ann og sagði Bhatia að nefndin hefði
einnig lagt þetta til í fyrra.
Telja minni líkur á ofhitnun
Aukin samkeppni í flugrekstri meðal áhættuþátta að mati AGS
Morgunblaðið/Hari
AGS Sendinefnd Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins kynnir úttektina í gær.
Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjóla-
stígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyr-
ar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spott-
ann er hjólafólk farið að nota stíginn.
Göngu- og hjólastígurinn var annað af tveimur
stóru málunum hjá sveitarstjórninni sem lauk störf-
um í vor, að sögn Stefáns Árnasonar, skrifstofu-
stjóra Eyjafjarðarsveitar. Hitt var lagning ljósleið-
ara heim á hvert heimili í Eyjafjarðarsveit.
Hrafnagilshverfið er að verða 300 manna byggð
og fólk sækir mikið vinnu til Akureyrar. Umferð
hefur aukist mjög. Tilgangur stígsins er ekki síst að
auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með
því að færa það af akbrautinni.
Lagning stígsins var boðin út á síðasta ári og lauk
þeim hluta verksins í vor. Þá var malbikun hans
boðin út. Starfsmenn Malbikunar Akureyrar hófu í
gær malbikun síðasta spalarins fram í Hrafnagil.
Stefán reiknar með að verkinu ljúki í vikunni.
Stígurinn er 2,5 metrar á breidd. Hann endar við
sveitarfélagamörk Akureyrar en þar tekur við
stígakerfi bæjarins. Akureyrarbær lagði þann
spotta sem eftir var til að hægt yrði að tengja Eyja-
fjarðarstíginn og Vegagerðin er að gera þrengingu
á Eyjafjarðarbraut þar sem stígurinn fer yfir veg-
inn til að draga úr hraða. Áætlað er að heildarkostn-
aður við verkið verði um 200 milljónir króna. Það er
unnið í samvinnu við Vegagerðina, sem greiðir hluta
kostnaðar.
Þegar má sjá töluverða hjólaumferð á þeim hluta
stígsins sem er tilbúinn. Stefán kannast við það.
„Fólk bíður spennt. Mikið er spurt hvenær þetta
verði tilbúið.“ helgi@mbl.is
Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Malbikun Starfsmenn Malbikunar Akureyrar voru við Kristnes um helgina við malbikun Eyjafjarðarstígsins. Þeir eru að leggja síðasta spölinn.
Aukið öryggi gangandi
og hjólandi vegfarenda