Morgunblaðið - 26.09.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rússneskalyfjaeft-irlitið
rækti hlutverk sitt
um árabil með
mjög sérstökum
hætti. Eftirlit
þess snerist um að
fylgjast með því
með fulltingi rússneskra
stjórnvalda að rússneskir
íþróttamenn tækju örugglega
lyf til þess að bæta frammi-
stöðu sína og passa upp á að
það gætu þeir gert óáreittir af
þeim sem eru þeirrar hyggju
að lyfjaeftirlit snúist um að
koma í veg fyrir að íþrótta-
menn neyti slíkra lyfja til
þess að fá forskot á keppi-
nauta sína. Á endanum var
hin óhefðbundna eftirlits-
starfsemi afhjúpuð.
Árið 2015 setti Alþjóða-
lyfjaeftirlitsstofnunin
(WADA) rússneska lyfjaeftir-
litið í bann og setti margvís-
leg skilyrði fyrir því að það
hlyti náð fyrir augum þess á
ný.
Í maí var slegið af kröf-
unum og í liðinni viku komst
WADA að þeirri niðurstöðu
að Rússar væru orðnir trausts
verðir á ný og ákvað að aflétta
banninu. Þessu fögnuðu
Rússar og sögðust hafa lagt
gríðarmikið á sig til að bæta
ráð sitt. Aðrir voru ekki jafn
hrifnir. Meira að segja vara-
forseta WADA, Norðmann-
inum Lindu Helleland, var
nóg boðið og sagði að svörtum
skugga hefði verið varpað yfir
trúverðugleika lyfjaeftirlits.
Fyrrverandi framkvæmda-
stjóri WADA,
David Howman,
lýsti einnig yfir
vonbrigðum.
Ákveðið hefði ver-
ið að víkja frá
skilyrðum, sem
hefðu verið ákveð-
in að rækilega
yfirlögðu ráði.
Birgir Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Lyfjaeftirlits
Íslands, brást einnig við. Í
svari við fyrirspurn mbl.is á
mánudag sagði hann að
WADA hefði gefið eftir í mál-
inu og sýnt „slæmt fordæmi“.
Svindlið í Rússlandi hefði ver-
ið á „það sturluðum mæli-
kvarða“ að stundum áttaði
fólk sig ekki á hve „súrreal-
ískt það var“. Birgir benti á
að margt hreint íþróttafólk,
sem hefði lagt allt undir á sín-
um ferli hefði misst af sínum
augnablikum vegna þess að
aðrir einstaklingar hefðu
svindlað á því.
„Vinnan okkar snýst meðal
annars um að reyna að koma í
veg fyrir að slíkt komi fyrir,
og þá í rauntíma, en þegar
lyfjamisferli er ríkisstyrkt og
kemur í ljós löngu síðar eins
og líkur eru því miður á, þá er
tjónið óbætanlegt og lág-
markskrafan er sú að aðilar
uppfylli skilyrðin sem þeir
gengust undir eftir að upp um
það komst,“ sagði Birgir.
Þetta eru orð að sönnu.
Rússneska lyfjaeftirlitið olli
markvisst gríðarlegu tjóni og
það er ótækt að það fái af-
sláttarmiða til að geta hafið
störf á ný.
Rússneska lyfjaeft-
irlitið stundaði stór-
fellt svindl um árabil
og fær nú starfsleyfi
á ný eftir að slegið
var af kröfum}
Hæpin ákvörðun
Umræður umlosun
gróðurhúsaloft-
tegunda, sem
flestir eru sam-
mála um að æski-
legt sé að draga úr, eru oft á
villigötum. Misskilningur
ræður þar án efa mestu þó að
ekki sé loku fyrir það skotið
að einhverjir viti betur.
Eitt af því sem stundum
heyrist er að bílar, jafnvel
bara einkabíllinn, standi fyrir
helmingi af þeirri losun sem
frá Íslandi stafar. Þetta er
fjarstæðukennt. Á vef Um-
hverfisstofnunar má til dæm-
is sjá að allar vegasam-
göngur, þar með taldar rútur
og flutningabílar, losa helm-
ing þess sem flokkað er sem
orka, eða orkugeiri. Sá geiri
er hins vegar aðeins lítill hluti
af losuninni. Sé losun frá
landnotkun sleppt, sem er
vitaskuld vafasamt að gera
enda segir það að-
eins lítinn hluta
sögunnar, þá er
orkugeirinn með
40% af þeirri
heild. Samkvæmt
þessu mætti segja að vega-
samgöngur væru með 20%
heildarlosunarinnar.
En þegar horft er til þess
að landnotkunin er með tæp
70% af heildarlosuninni, og er
þá til dæmis horft til fram-
ræsts lands, er augljóst að
vegasamgöngur eru aðeins
með um 6% af heildarlosun-
inni á Íslandi.
Einkabíllinn er svo vita-
skuld aðeins með hluta af
þeirri losun.
Það er mikilvægt þegar
rætt er um þessi mál, ekki
síst þegar umræður eru uppi
um verulega íþyngjandi að-
gerðir til að sporna við losun,
að réttar staðreyndir séu
lagðar til grundvallar.
Staðreyndir skipta
máli, líka þegar rætt
er um loftslagsmál}
Losaralegt tal um losun
Þ
að er frábært að heimsækja ís-
lenska framhaldsskóla. Á ferð-
um mínum undanfarna mánuði
hef ég komið inn í ófáa slíka og
hitt þar metnaðarfullt skólafólk
og öfluga nemendur. Þar er unnið geysilega
fjölbreytt og mikilvægt uppbyggingarstarf
alla daga. Framhaldsskólastigið er brúin
milli bernskunnar og fullorðinsáranna bæði
hvað varðar nám og þroska.
Á fjárlögum þessa árs kom inn umtalsverð
hækkun framlaga til framhaldsskólanna, alls
um 1,2 milljarðar kr., og í nýju frumvarpi til
fjárlaga ársins 2019 sést að sú fjárveiting til
skólanna mun halda sér á næsta ári. Heildar-
útgjöld til framhaldsskólastigsins eru áætluð
tæpir 33 milljarðar kr. á næsta ári en þar
undir er rekstur á yfir 30 skólum úti um allt
land. Í þessum skólum eru um 18.000 nemendur. Auknir
fjármunir sem runnið hafa til skólanna að undanförnu
gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frekar, meðal
annars með því að bæta námsframboð, styrkja stoðþjón-
ustu og endurnýja búnað og kennslutæki.
Forgangsröðun í verki
Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess merki að ríkis-
stjórnin forgangsraðar í þágu verk-, iðn- og starfsnáms.
Við viljum að nemendur í öllum landshlutum hafi aðgengi
að fjölbreyttu starfsnámi, ekki síður en bóknámi, sem upp-
fyllir kröfur næsta skólastigs og atvinnulífsins. Í fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir 224 milljóna kr.
hækkun til reksturs framhaldsskóla og er lögð
sérstök áhersla á að hækka verð reikniflokka
starfs- og verknáms. Einnig eru framlög tryggð
til að efla kennsluinnviði fyrir verk- og starfs-
nám, t.d. bætta verknámsaðstöðu í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og Borgarholtsskóla. Enn
fremur er unnið að þróun rafrænna ferilbóka
fyrir nemendur í starfsnámi og einföldun í
skipulagi námsins.
Það er mikilvægt að hver og einn nemandi
geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki
aðeins ánægju nemenda heldur dregur einnig úr
líkum á brotthvarfi. Umfangsmikil verkefni sem
við vinnum að á framhaldsskólastiginu eru með-
al annars að sporna gegn brotthvarfi, stuðla að
bættri líðan nemenda og styðja betur við nem-
endur sem hafa annað móðurmál en íslensku.
Á réttri leið
Á undanförnum mánuðum höfum við séð jákvæð teikn á
lofti í menntamálum. Nemendum sem innritast á
ákveðnar verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla
fjölgaði umtalsvert í haust, eða hlutfallslega um 33% á
milli ára. Við viljum halda áfram á þessari vegferð og
sækja fram fyrir allt menntakerfið okkar. Það mun skila
sér í ánægðari nemendum og samkeppnishæfara hag-
kerfi.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Efling iðnnáms á Íslandi
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lagt er til að sameinaprestaköll á sjö stöðum álandinu á næsta ári sam-kvæmt tillögum sem yfir-
stjórn kirkjunnar hefur sent til
umsagnar sóknarnefnda og fleiri.
Málið verður tekið til umfjöllunar á
kirkjuþingi í nóvember næstkom-
andi en framvindan ræðst talsvert
af því hver sjónarmið og undir-
tektir í héraði verða. Raunar eru
tillögurnar nú hluti af stærra máli;
hugmyndum biskupafundar um
breytta skipan prestakalla á land-
inu öllu. Samkvæmt þeim er gert
ráð fyrir að svonefnd einmennings-
brauð leggist flest af í fyllingu tím-
ans. Meginreglan verður sú að í
hverju kalli verði þrír þjónandi
prestar; þar með talinn sóknar-
prestur, sem hefur eins konar
verkstjórn og leiðtogahlutverk með
höndum auk annarra starfa. Prest-
ur er hins vegar sá sem sinnir al-
mennri þjónustu.
Sérhæfing meiri
og starfsálag jafnara
Að sameina prestaköll fylgja
ýmsir kostir, segir í greinargerð
biskupafundar. Slíkt feli meðal
annars í sér að fólk á hverjum stað
fái aðgang að fleiri prestum, sem
svo geti sérhæft sig í störfum.
Hverju prestakalli geta svo tilheyrt
nokkrar sóknir og skipan þeirra
verður óbreytt samkvæmt þeirri
stefnumótun sem fyrir liggur. Þá
er nefnt að þjónustubyrði og álag í
starfi presta verði jafnari með
þessu fyrirkomulagi.
Tillögurnar sem fyrirhugað er
að leggja fram á kirkjuþingi eru
eftirfarandi: Eyrarbakka-, Hvera-
gerðis-, Selfoss- og Þorlákshafnar-
prestaköll sameinist í Árborgar- og
Ölfusprestakall með fimm prestum;
Bústaða- og Grensásprestaköll í
Reykjavík sameinist í eitt Foss-
vogsprestakall með þremur prest-
um; Borgar-, Hvanneyrar-, Reyk-
holts- og Stafholtsprestaköll í
Borgarfirði sameinist í eitt Borgar-
fjarðarprestakall. Þar yrðu prest-
arnir fjórir; Reykhóla- og Hólma-
víkurprestakall verði Breiða-
fjarðar- og Strandaprestakall með
tveimur prestum. Akureyrar- og
Laugalandsprestakall í Eyja-
fjarðarsveit sameinist í Eyja-
fjarðarprestakall. Þar yrðu þrír
prestar. Skinnastaðarprestakall í
Öxarfirði og Langa-nesprestakall
með sitjandi presti á Þórshöfn
sameinist í eitt prestakall með
tveimur þjónandi prestum. Þá er
lagt til að Djúpavogs-, Eski-
fjarðar-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-
og Norðfjarðarprestakall í Fjarða-
byggð sameinist í eitt Austfjarða-
prestakall með fimm prestum.
Sameining á Suðurnesjum
Á framangreindum stöðum
liggur landið stundum þannig að
sitjandi prestar verða sjötugir á
næsta ári ellegar að fimm ára skip-
unartíma er að ljúka, og verða því
að láta af störfum, og slíkt skapar
svigrúm til breytinga. Annars stað-
ar, þar sem lengra kann að vera í
starfslok presta, kæmi sameining
prestakalla til framkvæmda síðar.
Þar má nefna Hruna- og Skálholts-
prestaköll í uppsveitum Árnes-
sýslu, í framtíðinni yrðu þau sam-
einuð og þá munu tveir prestar
sinna fjórtán sóknum. Á Suður-
nesjum yrðu svo fjögur prestaköll
sameinuð í eitt; Grindavík, Njarð-
vík, Keflavík og Útskálar í Garði.
Einnig eru hugmyndir um að sam-
eina þrjú prestaköll í Hafnarfirði í
eitt.
„Með stækkun prestakalla
hyggst þjóðkirkjan ná enn frekar
því meginmarkmiði sínu að efla
boðun fagnaðarerindisins í orði og
verki,“ segir í greinargerð biskupa-
fundar. Er þar minnt á þá megin-
reglu að 5.000 manns séu á bak við
hvert embætti prests sem þiggur
laun sín frá ríkinu, en breytt skip-
an prestakalla tæki mið af því.
Víðtæk sameining
prestakalla í skoðun
Morgunblaðið/Ómar
Akureyrarkirkja Til greina kemur að sameina Akureyrar- og Lauga-
landsprestakall, en það síðarnefnda spannar sveitirnar sunnan Akureyrar.
„Ég er
hlynnt sam-
einingu
prestakalla
að því
gefnu að
slíkt bæti
þjónustu
við sókna-
börn og sé
kristnihaldi
til fram-
dráttar,“
segir sr. Ninna Sif Svavars-
dóttir, formaður Prestafélags
Íslands. Hún segir tillögurnar
um sameiningu prestakalla
ekki hafa verið ræddar form-
lega á vettvangi félagsins en
almennt eigi þær þó að geta
bætt starfsskilyrði presta. Sjálf
er sr. Ninna Sif prestur í Sel-
fossprestakalli en býr í Hvera-
gerði, á svæði þar sem hug-
myndir eru um að sameina
fjögur prestaköll í eitt. „Fólk
sem býr á þessu svæði er vant
því að sækja þjónustu milli
staða; skóla, verslanir og ann-
að. Varðandi sameiningu
prestakalla er þá að sjálfsögðu
gert ráð fyrir því að áfram
verði boðið upp á helgihald og
safnaðarstarf í öllum sóknum á
svæðinu,“ segir formaður PÍ.
Bætir starfs-
skilyrðin
FORMAÐUR PÍ JÁKVÆÐ
Ninna Sif
Svavarsdóttir