Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, segir að vilji sé fyrir hendi á
Alþingi til að halda áfram því starfi
sem hófst í upphafi ársins, þar sem
kannað verði hvernig þingheimur
getur viðhaldið því átaki sem hófst í
kjölfar umræðna um #metoo-bylt-
inguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi.
Hann nefnir sem dæmi að hægt
væri að endurtaka með einum eða
öðrum hætti Rakarastofuráðstefnu
Alþingis, eins og þá sem haldin var í
fyrsta skipti hér á landi á Alþingi
hinn 9. febrúar sl. Sú ráðstefna þótti
vel heppnuð en hún var haldin í sam-
starfi við UN Women á Íslandi og ut-
anríkisráðuneytið vegna #metoo-
byltingarinnar.
„Eins og kunnugt er héldum við
Rakarstofuráðstefnu Alþingis í febr-
úarmánuði sl. og
við samþykktum í
kjölfar þeirrar
ráðstefnu breyt-
ingar á siða-
reglum alþingis-
manna fyrir
vorið, þar sem
mjög afdráttar-
laus ákvæði komu
inn í siðaregl-
urnar um þetta.
Væntanlega er það fyrsta þingið sem
ákveður að taka upp mjög skýr
ákvæði sem taka á hvers kyns áreitni
og ofbeldi. Það snýr að þingmönnum,
starfsmönnum okkar og gestum. Það
snýr að þinginu bæði út á við og inn á
við og leggur skyldur á herðar þing-
mönnum hvar sem þeir eru sem op-
inberar persónur, á ferðum á vegum
þingsins, eða hvar sem er,“ sagði
Steingrímur.
Vinnum áfram innan þingsins
„Það var reynt að ná gjörsamlega
utan um þetta í þeirri vinnu sem fór
fram seinnihluta vetrar og síðasta
vor,“ sagði Steingrímur. Hann segir
að mikil og góð vinna hafi verið lögð í
breytingarnar á siðareglum þing-
manna.
Loks sagði Steingrímur: „Þessi
mál eiga tvímælalaust að vera áfram
á dagskrá hjá Alþingi, með einum
eða öðrum hætti. Mér finnst koma
fullkomlega til greina að við vinnum
áfram með þessi mál innan þingsins.
Við gætum til dæmis verið aftur með
svona dag eins og Rakarastofuráð-
stefnu Alþingis síðasta vetur, en þá
kannski með heldur víðtækari hætti,
þar sem við tækjum siðareglurnar og
hagsmunaskráninguna og fjölluðum
almennt um þau mál, til þess að um-
ræðan um þessi mál haldist lifandi.“
#metoo áfram á
dagskrá hjá Alþingi
Segir vilja á þingi til þess að halda umræðu um #metoo vakandi
Steingrímur J.
Sigfússon
Viðar Már Friðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri og stjórnarmaður Veit-
ingahússins Læks ehf. sem rak
kampavínsklúbbinn Strawberries, var
í gær sakfelldur í Landsrétti fyrir
meiriháttar brot á skattalögum og al-
mennum hegningarlögum.
Þótti sannað að Viðar Már hefði
bæði staðið skil á efnislega röngum
virðisaukaskattsskýrslum og vantalið
innheimtan virðisaukaskatt sem bar
að standa ríkissjóði skil á og að hins
vegar hefði hann staðið skil á efnis-
lega röngum skattframtölum og kom-
ist með því móti hjá því að greiða
tekjuskatt og útsvar.
Hæfileg refsing Viðars Más er sögð
fangelsi í 18 mánuði en dómurinn er
skilorðsbundinn í tvö ár. Að auki er
honum gert að greiða 242.000.000 kr.
sekt í ríkissjóð, og ber honum að af-
plána 12 mánaða fangelsi ef sektin er
ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá
var Veitingahúsið Lækur ehf. dæmt
til að greiða 158.000.000 kr. sekt
óskipt með Viðari til ríkissjóðs.
Á að greiða
242 millj-
ónir í sekt
18 mánaða skilorð
í Strawberries-máli
Landsréttur mildaði í síðustu viku
dóm héraðsdóms yfir 28 ára karl-
manni, Kristófer John Unnsteins-
syni, sem dæmdur hafði verið í
þriggja ára fangelsi fyrir að
nauðga stúlku eftir starfsmanna-
fögnuð á vinnustað þeirra árið
2015. Var stúlkan þá 17 ára og mað-
urinn 24 ára. Segir í dómi Lands-
réttar að 22 mánuðir hafi liðið frá
nauðguninni og þar til ákæra var
gefin út, er sú töf metin til refsi-
lækkunar og dómurinn lækkaður í
tvö og hálft ár.
Framburður beggja var stöðugur
fyrir dómi en þau greindi á um
hvort samþykki hefði legið fyrir.
Læknir og hjúkrunarfræðingar á
neyðarmóttöku greindu einnig frá
því að stúlkan hefði sagt þar að hún
hefði margsagt Kristófer að hún
vildi þetta ekki. Féllst héraðsdómur
sem og Landsréttur á í ljósi þessa
og atvika málsins að framburður
hennar væri trúverðugur. Þá stað-
festi Landsréttur dóm um einka-
réttarkröfu stúlkunnar og var
Kristófer gert að greiða henni tvær
milljónir króna í bætur.
Landsréttur mildaði
nauðgunardóm
Útgefandi:Eik fasteignafélag hf., kennitala
590902-3730, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu, dagsetta
25. september 2018. Lýsingin samanstendur af
tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og
verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn
útgefanda um að ný skuldabréf í flokknumEIK
161047 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði
Nasdaq Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest
af Fjármálaeftirlitinu.
Lýsingin er gefin út rafrænt á íslensku. Hún
er birt á vef Eikar fasteignafélags hf. á slóðinni
http://www.eik.is/fjarfestar og verður aðgengileg
þar í tólf mánuði frá staðfestingu hennar.
Útprentuð eintökmá panta án kostnaðar
í gegnumnetfangið gardar@eik.is.
Taka til viðskipta á Aðalmarkaði
Nasdaq Iceland hf.
Sótt hefur verið um aðNasdaq Iceland hf. taki
skuldabréfin til viðskipta á Aðalmarkaði ogmun
verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins
viðskiptadags fyrirvara.
Nafnverð útgáfu
Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnvirði kr.
20.000.000.000 sem er jafnhátt heimilaðri
hámarksstærð flokksins. Öll útgefin skuldabréf
í flokknumhafa verið seld. Skuldabréfin eru
gefin út rafrænt hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð
hf. í kr. 20.000.000 einingum. Auðkenni
skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi Nasdaq
Iceland hf. er EIK 161047. ISIN númer bréfanna
er IS0000029320.
Reykjavík, 26. september 2018
Stjórn Eikar fasteignafélags hf.
Stækkun
skuldabréfaflokksins
EIK 161047
Birting lýsingar
Vorum að fá í sölu eitt af virðulegustu einbýlishúsunum
í Vesturbænum. Húsið sem er um 430 fm skiptist m.a.
í 3 glæsilegar samliggjandi stofur, 7-8 herbergi, tvö
baðherbergi og fl. Sér íbúð í kjallara. Bílskúr. Falleg lóð.
Frábær staðsetning.
Einbýlishús
í Vesturbænum
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Sverrir Kristinsson
löggiltur fasteignasali
sverrir@eignamidlun.is
fs. 861 8514
Kjartan Hallgeirsson
löggiltur fasteignasali
kjartan@eignamidlun.is
fs. 824 9093
Nánari upplýsingar veita: