Morgunblaðið - 10.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
RAFVÖRUR ehf
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Hita-
kútar
rafvorur.is
Amerísk
gæðaframleiðsla
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árni Páll Árnason, varaframkvæmda-
stjóri uppbyggingarsjóðs EES í
Brussel, segir að verkefni tengd
kennslu í slóvakísku í íslenskum fram-
haldsskólum gætu mögulega verið
styrkhæf hjá sjóðnum.
Tilefnið er samtal við Runólf Odds-
son, ræðismann Slóvakíu, í Morgun-
blaðinu í gær. Var þar haft eftir Run-
ólfi að fulltrúar Comenius-háskóla,
helsta háskóla Slóvakíu, hefðu áhuga á
að styðja við nám í slóvakísku á Ís-
landi. Tilefnið er ásókn íslenskra
námsmanna í skóla ytra.
Árni Páll segir hlutverk uppbygg-
ingarsjóðs EES tvíþætt. Annars vegar
að draga úr félagslegu og efnahags-
legu misvægi í Evrópu. Hins vegar að
styrkja tvíhliða tengsl framlagsríkj-
anna þriggja við viðtökuríkið. Viðtöku-
ríkin séu 15 tekjulægstu aðildarríki
innan ESB.
„Tilteknir fjármunir eru ætlaðir í
samvinnuverkefni á vegum upp-
byggingarsjóðsins, sem aftur er ætlað
að styrkja tvíhliða tengsl framlagsríkj-
anna, Íslands, Noregs eða Liechten-
stein, við viðkomandi ríki. Ef þróa á
þekkingarsamvinnu milli Íslands og
Slóvakíu, eða kennslu í slóvakísku á Ís-
landi, ætti að vera mögulegt að sækja
stuðning í uppbyggingarsjóðinn.
Dæmi er um að samstarfsverkefni
milli norsks framhaldsskóla og Come-
nius-háskólans hafi fengið styrk frá
sjóðnum. Kennsla slóvakísku á Íslandi
er örugglega mjög spennandi frá þess-
um sjónarhóli séð,“ segir Árni Páll.
Spurður hvort þekkingarstarf á
vegum Íslands í Slóvakíu yrði styrk-
hæft segir Árni Páll að til þess þurfi
menn að sjá ávinning beggja vegna.
„Það er vel hægt að sjá fyrir sér að
ræðismenn búi til verkefni í viðtöku-
ríkjunum þar sem reynir á íslenskan
atbeina,“ segir Árni Páll.
Mörg fyrirtæki og stofnanir á Ís-
landi taki þátt í samstarfi uppbygging-
arsjóðsins. T.d. séu Orkustofnun og
Rannís að þróa rannsóknarverkefni og
verkefni á sviði jarðhita. Þá hafi Mann-
réttindaskrifstofan haft milligöngu um
þátttöku íslenskra félagasamtaka í
ýmsum verkefnum.
Slóvakískunám mögulega styrkt
Áþekkt verkefni fékk fé úr EES-sjóði Margir taka þátt
Árni Páll
Árnason
Runólfur
Oddsson
Fara átti fram á gæsluvarðhald yfir
manni sem lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu handtók í gærmorgun
ásamt níu öðrum í tengslum við
rannsókn á vegabréfafölsun. Níu er-
lendir ríkisborgarar og einn Íslend-
ingur voru handteknir samtímis í að-
gerðum í Reykjavík og Kópavogi.
Farið var á skrifstofu starfsmanna-
þjónustunnar Manngildis í Kópavogi
og íbúðarhúsnæði á hennar vegum í
Reykjavík. Þar voru gerðar húsleitir
og lagt hald á gögn hjá Manngildi.
Eigandi og framkvæmdastjóri
Manngildis var handtekinn en sleppt
fljótlega eftir skýrslutöku hjá lög-
reglunni. Hann neitaði sök og kvaðst
aldrei myndu taka þátt í slíku athæfi.
„Þeir eru að leita að fólki sem þeir
telja að hafi komið ólöglega inn í
landið,“ sagði Tryggvi Agnarsson,
lögmaður eiganda Manngildis, um
aðgerðir lögreglunnar í gær. „Þeir
handtaka þar íbúa og handtaka
framkvæmdastjóra félagsins og taka
af honum skýrslu.“
Mennirnir eru grunaðir um að
hafa fengið skráningar á kennitölum
í gegnum Þjóðskrá með sviksamleg-
um hætti. Þeir fengu úthlutaða
kerfiskennitölu á utangarðsskrá á
þessu ári. Þegar þeir sóttu um ný-
skráningu, eða fulla skráningu,
vöknuðu grunsemdir um að vegabréf
sem þeir lögðu fram væru bæði föls-
uð og stolin.
Aðspurður sagði Tryggvi að eig-
andi og framkvæmdastjóri Mann-
gildis hefði sagt lögreglunni að sér
væri ekki kunnugt um neitt slíkt.
Hann hefði enga hagsmuni af því og
myndi ekki taka þátt í slíku. Þá sagði
Tryggvi að skjólstæðingur hans
hefði ekki verið upplýstur um hve-
nær þetta ætti að hafa gerst. Þá
kvaðst hann aðspurður ekki hafa
fengið upplýsingar um það frá lög-
reglunni hvaða starfsmenn það væru
sem lögreglan handtók í gær-
morgun.
„Umbjóðandi minn er yfirheyrður
og hann lýsir þessu, að hann viti ekki
hvað menn eru að tala um og myndi
aldrei taka þátt í neinu svona, enda
hefði hann enga hagsmuni af því.“
Handtökur og húsleitir vegna
gruns um vegabréfafölsun
Íslendingur og níu útlendingar handteknir Krafist gæsluvarðhalds yfir einum
Morgunblaðið/Ómar
Vinnuafl Lögregluembætti rann-
saka vinnumansal og skjalafals.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um fiskeldi (rekstrarleyfi til
bráðabirgða) var samþykkt á Al-
þingi undir miðnætti í gærkvöld með
atkvæðum 45 þingmanna. Frum-
varpið var lagt fram í gær og rætt
langt fram á kvöld. Atvinnuvega-
nefnd fundaði um málið í gærmorg-
un og aftur klukkan 18.00 að lokinni
1. umræðu. Langt hlé var á þing-
fundi í gærkvöld.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
lýsti ánægju sinni með skjóta af-
greiðslu Alþingis á málinu. Ýmsir
þingmenn úr stjórnarandstöðu lýstu
yfir stuðningi við frumvarpið eða til-
kynntu að þeir ætluðu að sitja hjá
við atkvæðagreiðsluna. Sumir þeirra
gerðu athugasemdir við máls-
meðferðina.
Samkvæmt frumvarpinu verður
gerð sú breyting að sé rekstrarleyfi
fellt úr gildi geti ráðherra, að feng-
inni umsögn Matvælastofnunar,
enda mæli ríkar ástæður með því,
gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða
til allt að tíu mánaða, berist umsókn
þess efnis frá handhafa hins niður-
fellda leyfis innan þriggja vikna frá
því að leyfið var fellt niður. Mat-
vælastofnun skal ekki stöðva rekst-
ur fiskeldisstöðvar fyrr en fyrir ligg-
ur hvort sótt verði um rekstrarleyfi
til bráðabirgða. Berist slík umsókn
skal ekki stöðva reksturinn meðan
umsóknin er til meðferðar hjá ráð-
herra. Heimilt verður að endur-
útgefa bráðabirgðaleyfi einu sinni.
Lögin eiga að taka strax gildi og
ná til rekstrarleyfa sem féllu úr gildi
fyrir gildistöku þeirra. »18
45 sam-
þykktu
frumvarpið
Fiskeldisfrum-
varpið orðið lög
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Brást hratt við og sam-
þykkti breytt lög um fiskeldi.
Ólafur Helgi Kjartansson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum,
staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið að þrír hefðu verið
hnepptir í vikulangt gæslu-
varðhald um síðustu helgi að
kröfu lögreglunnar á Suður-
nesjum. Hann sagði að rann-
sókn væri á frumstigum og gat
ekki tjáð sig nánar um málið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins snýr rannsóknin að
grun um vinnumansal.
Grunur um
vinnumansal
SUÐURNES
Fjölmenni naut tónlistar bresku raftónlistarkon-
unnar Imogen Heap í Háskólabíói í gærkvöld.
Hún söng og spilaði á stafræna Mi.Mu tónlistar-
hanska en sveiflaði líka slöngu. Imogen spjallaði
við tónleikagesti á milli laga og þótti þetta hin
besta skemmtun að sögn viðstaddra.
Morgunblaðið/Eggert
Með stafræna hanska og slöngubút
Raftónlistarkonan Imogen Heap hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöld