Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir fáeinumdögum ósk-aði prófess-
or við Georgetown
University í opin-
beru bloggi sínu
þeim sem varið hefðu skipun
Brett Kavanaugh dómara
„ömurlegs dauða“.
Öldungadeild Bandaríkja-
þings samþykkti með 50 at-
kvæðum gegn 48 að staðfesta
tilnefningu dómarans. Prófess-
orinn lét ekki þar við sitja en
bætti því við að „sjálfsupp-
hafnir hvítir karlar hefðu rétt-
lætt gjörðir fjöldanauðgara“.
Og þegar að slíkir horfðu á
móti sínum „ömurlega dauð-
daga mundu feministar horfa
hlæjandi á þá í dauðateygj-
unum“. Prófessorinn lauk þess-
ari óskamynd sinni með því að
leggja til að „lík þeirra yrðu
gelt og því næst yrði þessi af-
gangur settur í svínafóður“.
Háskólinn var spurður um
þetta framtak „fræðimannsins“
og svaraði því hnarreistur til
að blogg utan vébanda skólans
væri algjörlega á ábyrgð pró-
fessorsins og því engar ástæð-
ur til aðgerða af háskólans
hálfu.
Þeir bera sig öðru vísi að
handhafar rétttrúnaðarins uppi
á Íslandi. Þegar Snorri Óskars-
son kennari bloggaði sem ein-
staklingur um það sem hann
taldi sjónarmið Biblíunnar um
samkynhneigð þá mættu tveir
starfsmenn inn í skólatíma til
hans og vísuðu honum úr
kennslu fyrir framan börnin!
Hann var því næst rekinn úr
starfi.
Innanríkisráðuneytið setti
ofan í við skólayfirvöld á Akur-
eyri fyrir þessa fráleitu fram-
göngu og það gerðu Héraðs-
dómur og Hæstiréttur Íslands
jafnframt þegar skólayfir-
völdin klöguðu í þá. En skóla-
yfirvöldin hafa enn ekki sýnt að
þau kunni að skammast sín.
Háskólinn í
Reykjavík var á
sömu buxum og
rak háskóla-
kennara sam-
stundis úr starfi
fyrir að blogga á lokuðu bloggi
þar sem sumt var sjálfsagt að
mati einhverra mælt af nokkru
kæruleysi og í gamaldags karl-
rembustíl. Viðbrögð HR voru
ekki í neinu samhengi við til-
efnið. Og þá ekki síst þegar
horft er til þess sem kennarar í
helstu háskólum landsins segja
iðulega opinberlega á bloggi
sínu. Ekki kæmi á óvart þótt
flokka mætti sumt af þeim sví-
virðingum um einstaklinga og
ósönnuðum ávirðingum og níði
og jafnvel ásökunum um glæp-
samlega hegðun sem þúsund-
falt alvarlegra en blogg há-
skólakennarans. En enginn
verður var við nokkur viðbrögð
háskólayfirvalda við þeim
ósköpum öllum. Þá eru þeir
sjálfsagt að verja málfrelsið
eins og þeir í Georgetown-
skóla.
Það getur vissulega farið vel
á því, sérstaklega þegar há-
skólar eiga í hlut, einkum ef
það væri meginregla en ekki
litað af ósvífinni pólitískri rétt-
hugsun. En því miður er svo
komið í háskólaumhverfi
margra ríkja að einungis þeir
sem eru að fullu og öllu al-
gjörlega sammála þeim sem
fylgja skoðunum sínum eftir
með hrópum og hótunum sem
riddarar hins pólitíska rétt-
lætis teljast verðugir til að
njóta málfrelsis.
Skætingur, níð og rangar
sakargiftir gagnvart þeim sem
lúta ekki skoðanastjórnun er
sjálfkrafa og án minnstu athug-
unar fært undir göfuga mál-
frelsisvernd óskeikullar aka-
demíu. Þetta er einkar dapur-
leg þróun og dapurlegast alls
hvað margir láta þetta yfir sig
ganga.
Háskóli fellur á
prófi og hann er
ekki einn á ferð}
Rétttrúnaður
ríður á slig
Í sumar var um-ræða um að
Ríkisútvarpið hefði
brotið lög um þjóð-
sönginn, en hann
má ekki nota í aug-
lýsingaskyni.
Ríkisútvarpið neitaði þessu
með ýmsum röksemdum, til
dæmis þeirri að hann hefði
ekki verið notaður í auglýsingu
heldur í kynningu. Þeir sem
utan stofnunarinnar standa
áttu erfitt með að sjá muninn.
Forsætisráðherra, sem al-
mennt ætti að fjalla um málið,
taldi sig tengjast því og að bet-
ur færi á að fjármálaráðherra
tæki afstöðu til meints brots.
Síðan er langur
tími liðinn, en eins
og Morgunblaðið
hefur greint frá
hefur fjármála-
ráðherra ekki enn
getað tekið af-
stöðu til þess. Ástæðan er sú
að Ríkisútvarpið hefur ekki af-
hent þau gögn sem nauðsynleg
eru.
Ríkisútvarpið sýnir reglu-
lega að það telur sig standa
utan og ofan við lög og rétt.
Það kemur þess vegna ekkert
á óvart að það taki sér tíma og
svari eftir hentugleikum er-
indum frá ráðherra um meint
lögbrot.
Ríkisútvarpið telur
sig geta gert það
sem því sýnist – og
kemst upp með það}
Ríki í ríkinu Í
gær kom saman í fyrsta sinn þver-
pólitísk þingmannanefnd í málefnum
barna. Er nefndinni ætlað það hlutverk
að endurskoða þjónustu við börn á
landsvísu. Er þetta fagnaðarefni enda
börnin okkar nútíminn og framtíðin. Það hvern-
ig við komum fram við þau í dag skiptir öllu máli
varðandi hagsæld þjóðar til framtíðar. En er
þetta þá bara leyst? Getur breyting á regluverki
leyst alla þætti?
Við getum talað okkur hás á þinginu, skipað
nefndir, lagt fram frumvörp og þingsályktunar-
tillögur að vild en ef stjórnvöld koma sér ekki
saman um að fjármagna þær skyldur sem þau
setja á stjórnsýsluna svo hún geti sinnt lög-
bundnu hlutverki sínu þá er í raun betur heima
setið en af stað farið. Uppgerðaröryggi er í raun
verra en ekkert öryggi.
Sem dæmi um stjórnvald sem ekki tekst að sinna skyld-
um sínum gagnvart börnum eru sýslumannsembættin.
Sifjadeildir sýslumannsembætta um landið eru flestar ef
ekki allar svo vanfjármagnaðar að lögbundin skylda um
málsmeðferðarhraða er þverbrotin. Sifjadeildir annast alla
þætti er varðar fjölskyldumál svo sem hjónavígslur og
skilnaðarmál, forsjármál, lögheimilismál og mál er varða
umgengni barna við foreldra. Sifjadeildir annast einnig
skipti á dánarbúum og ættleiðingar. Sem dæmi um álag á
sifjadeild sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þá hafði í
byrjun mánaðar engu nýju máli vegna ágreinings foreldra
um umgengni verið úthlutað til lögfræðinga sviðsins frá því
í apríl sl. eða í fimm mánuði. Starfsmenn sviðs-
ins eru allt of störfum hlaðnir til að geta komist
yfir sínar lögbundnu skyldur, hvað þá að hlíta
meginreglum stjórnsýslulaga um málshraða.
Þetta bitnar harkalega á börnum landsins.
Tökum dæmi af deilum foreldra vegna um-
gengni hvar barnið býr hjá öðru foreldri og á
umgengnisrétt hjá hinu. Foreldrar hafa ekki
komið sér saman um hvernig sá réttur á að vera
og því tekur annað foreldið ákvörðun um að
fella umgengni alfarið niður á meðan beðið er
úrskurðar. Leitað er til sýslumanns í von um
niðurstöðu en þaðan berast engin viðbrögð
mánuðum saman og missir barnið af dýr-
mætum tíma með foreldri sínu. Eftir að málinu
hefur loksins verið úthlutað er þrautagöngu alls
ekki lokið því þá tekur við hin endalausa bið
eftir sáttameðferð og lokaákvörðun fulltrúa.
Mál, líkt þessu getur þannig tekið einhver ár í meðferð
sýslumanns þegar svo ber undir. Það sjá það allir að grunn-
tengslamyndun barns skaðast varanlega á þessum langa
tíma og þar bera stjórnvöld ábyrgð.
Lagasetning breytir engu ef fjármagn fylgir ekki skyld-
um. Því miður ber lítið á viðleitni ríkisstjórnar til að lagfæra
þetta og því veltir maður fyrir sér hverju þingmannanefnd á
að áorka á meðan svo illa er staðið að þeim stofnunum sem
framkvæma eiga regluverkið.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Til bjargar börnum?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
segir Sigurður og bætir því við að
fyrirtækið muni áfram fylgjast með
þróuninni. Þegar og ef eitthvað komi
fram sem á verði byggjandi muni
ekki standa á því að taka upp nýjar
aðferðir.
Sigurður segir að það sé brot á
meðalhófsreglu þegar úrskurðar-
nefnd á stjórnsýslustigi sviptir at-
vinnurekanda starfsleyfi sem hann
hafi fengið eftir að hafa farið í gegn-
um þröngt nálarauga opinberra eftir-
litsstofnana. Segist hann þakklátur
ríkisstjórn, þingmönnum kjördæm-
isins og öðrum sem gripu inn í at-
burðarásina og geri fyrirtækinu
kleift að starfa áfram.
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins og formaður umhverfis- og
samgöngunefndar, telur að frumvarp
sjávarútvegsráðherra sé ágætis
björgun. Frumvarpið sé einfalt og
erfitt fyrir menn að setja sig upp á
móti því, hvort sem þeir séu almennt
hlynntir fiskeldi eða ekki. Hann segir
það fáránlega hugmynd að stjórnvöld
geti ekki stigið inn í mál sem upp
komi. Nefnir í því sambandi að þegar
Hæstiréttur dæmdi það ólöglega
leigu veiðifélaga á veiðihúsum utan
veiðitímans hafi Landssamband
veiðifélaga óskað eftir lagabreytingu.
Við því hafi verið orðið, eins og eðli-
legt hafi verið.
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, bendir á að
eigendur veiðiréttar séu almennt íbúar í dreifbýli. „Við höfum samkennd
með fólki sem býr í dreifðum byggðum og viljum ekki valda því tjóni. En
eldi á frjóum laxi getur valdið óafturkræfu tjóni á hlunninum sem allt að
1.700 lögbýli njóta. Við veltum því fyrir okkur að þegar úrskurður fellur
umhverfinu í hag sé lögum bara breytt svo hin mengandi starfsemi geti
haldið ótrufluð áfram,“ segir Jón Helgi. Hann telur að margt fólk til
sveita velti því fyrir sér hver tali fyrir þeirra hagmunum. Hagsmir fyr-
irtækjanna virðist alltaf hafa vinninginn yfir náttúrunni.
Jón Helgi leggur áherslu á að úrskurður úrskurðarnefndarinnar snúist
ekki aðeins um form heldur einnig efni málsins. Laxeldisfyrirtækin hafi
aldrei dregið fram aðra kosti en eldi á laxi af norskum uppruna í opnum
sjókvíum. Markmið þeirra sé að fá leyfi fyrir ódýrustu aðferðinni. Þeir
sem standi vörð um umhverfið þurfi að skoða hvað sé besta aðferðin fyr-
ir náttúruna. Veltir hann fyrir sér áhrifum af afskiptum stjórnmála-
manna, hvort úrskurðarnefndin muni þora að taka á umdeildum málum í
framtíðinni eða hvort leikreglunum verði alltaf breytt ef pressan er næg.
Velja alltaf ódýrustu leiðina
FORMAÐUR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA
Enn óljóst hvernig búið
er að mjólkurkúnni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun Laxeldi er orðið mikilvægasta atvinnugreinin á sunnanverðum
Vestfjörðum. Starfsfólk var óöruggt þegar kippa átti leyfunum til baka.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Talsmenn laxeldisfyrirtækjaog sveitarfélaga á sunnan-verðum Vestfjörðum eruþokkalega ánægðir með
fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnar-
innar til að tryggja starfsemi laxeldis
í Patreksfirði og Tálknafirði þrátt
fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á
rekstrar- og starfsleyfum. Formaður
Landssambands veiðifélaga er ekki
hrifinn af því að lögum sé breytt til að
draga úr áhrifum úrskurða en segist
þó hafa meiri áhyggjur af því hvernig
ramminn um fiskeldið verði til fram-
tíðar litið. Hvort hagsmunir náttúr-
unnar verði hafðir að leiðarljósi.
„Okkur líst vel á þessar tillögur, ef
verið er að tryggja að störfin okkar
heima glatist ekki og ef þetta verður
til þess að það myndast svigrúm til að
bregðast við annmörkum á um-
hverfismati,“ segir Rebekka
Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vestur-
byggðar. Hún vonast til þess að tím-
inn sem gefst verði nýttur vel til að
laga það sem kann að vera að.
Hún tekur það fram að aldrei sé
gott að nota plástra til að laga vanda-
mál í lögum og reglum. Í þessari
stöðu hafi lagasetning þó verið skásta
leiðin.
Forystumenn sveitarfélaganna á
sunnanverðum Vestfjörðum fóru á
fund forystumanna ríkisstjórnar-
flokkanna um helgina og hittu einnig
marga þingmenn stjórnar og stjórn-
arandstöðu. „Ég er ánægð með að
formenn flokkanna voru tilbúnir að
setjast niður með okkur og hlusta á
hvað staðan var alvarleg fyrir byggð-
irnar. Frumvarpið er ekki komið í
gegn en við bindum vonir við að þetta
gangi upp,“ segir Rebekka.
Mikilvægt að geta haldið áfram
„Staðan er óljós og við bíðum
átekta. Það er ljóst að við þurfum
mjólk en enn er óljóst hvernig ríkið
vill búa að þessari mjólkurkú,“ segir
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður
Arnarlax.
Sigurður Pétursson, framkvæmda-
stjóri hjá Arctic Fish, segir að það
skipti fyrirtækið miklu máli að geta
haldið áfram starfsemi. „Það dregur
þó ekki úr því að við munum að sjálf-
sögðu skoða okkar rétt og útskýra
betur af hverju við kusum á þessum
tíma að meta ekki aðra valkosti,“