Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Vetur nálgast Vífilsfell er eitt þeirra fjalla sem umlykja höfuðborgina og er það stundum talið til Bláfjalla. Nú breiðir snjóþekja úr sér víða um land og er þetta svipmikla fjall nú alhvítt. Kristinn Magnússon Sindri Sigurgeirsson, for- maður Bændasamtakanna, lýsir áhyggjum sínum vegna áforma ráðherra að loka einu skrifstofu ráðuneytisins sem fór með mál- efni landbúnaðar og matvæla. Í forystugrein síðasta Bænda- blaðs rekur Sindri stöðuga hnignun ráðneytisins og stjórn- sýslu þessa málaflokks síðan sjálfstætt landbúnaðarráðuneyti var lagt niður og látið renna inn í svo kallað atvinnuvegaráðu- neyti. Metnaðarleysi og hringlandi Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggj- ur af algjöru metnaðarleysi ráðherra og stjórn- sýslulegum hringlanda innan ráðuneytisins sem bitnar nú hart á atvinnugreininni. Orðrétt segir Sindri Sigurgeirsson, formað- ur Bændasamtakanna, í nýjasta Bændablaði: „Lengi var það þannig að sér- stakt ráðuneyti fór með landbún- aðarmál. Því var svo slegið saman í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti og svo aftur í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti, þó að því sé nú stýrt af tveimur ráð- herrum. Við þetta voru og eru margir ósáttir í landbúnaðinum. Það var þó þannig að einni skrif- stofu í því ráðuneyti var ætlað að sinna málefnum landbúnaðar og matvæla. Nú í lok september bárust fregnir um að þessari einu skrif- stofu ætti að slá saman við aðra. Þetta hafði ekki verið kynnt með neinum hætti og kom upp þegar ráðning nýs „öflugs fyrirliða á sviði matvæla og landbúnaðar“ (eins og ráðuneytið auglýsti sjálft) átti að vera að ljúka. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að kynna bændum rök sín fyrir þessum breytingum. Honum þarf ekki að koma á óvart að þeim þyki þetta lýsa litlum áhuga á að efla íslenskan landbúnað nema að hann sýni fram á annað með afgerandi hætti.“ Ég tek heilshugar undir með formanni Bændasamtakanna að hér er mikil hætta á ferðum – en ég varaði við afleiðingunum að leggja landbúnaðarráðuneytið niður og barðist gegn því meðan ég var ráðherra. Ég sá fyrir að við tæki metnaðarleysi og afturför í allri stjórnsýslu matvælaframleiðslu og landbún- aðar í landinu. Ég kynntist því sem ráðherra hve sterk öfl það eru í samfélaginu sem vilja veikja stöðu þessara greina. Þessi öfl beita öllum brögðum til að lama innlenda framleiðslu og fá tækifæri til að maka krókinn á innflutningi matvæla sem við getum sem best framleitt hér sjálf á hollan og hagkvæman hátt. Setja þarf spelkur á ráðherrann svo hann bogni ekki Mér finnst því dapurt að sjá hné ráðherrans bogna fyrir þessum öflum sem vilja land- búnaðinn feigan. Nýleg grein hans í Morgun- blaðinu vísar til þess að hann ætli að leggjast flatur fyrir kröfum Evrópusambandsins um óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti og veikja þar með öryggi og hollustu innlendrar framleiðslu. Landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra Kristján Þór Júlíusson er vel að manni og getur verið staðfastur fái hann til þess góðan stuðning. Nú þarf að hlaupa til og setja á ráðherrann spelkur og snúa undanhaldi í vörn og sókn fyr- ir íslenskan landbúnað og matvælavinnslu í landinu. Formaður Bændasamtakanna slær tóninn í Bændablaðinu. Eftir Jón Bjarnason »Nú þarf að hlaupa til og setja á ráðherrann spelkur og snúa undanhaldi í vörn og sókn fyrir íslenskan landbúnað og matvælavinnslu í landinu. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Ráðherrann með bogin hné „Við sem höfum skipað okkur undir gunnfána Sjálfstæðis- flokksins, gengum ekki til liðs við flokkinn vegna nafnsins eða vegna þess að einhvern tíma í sögu hans hafi þar verið magn- aðir foringjar við völd. Nei. Við erum frjálshyggjumenn, hægri menn, efasemdamenn um mátt ríkisvaldsins, staðfastir trúmenn þess að hver sé sinnar gæfu smiður, um leið og trú okkar krefst þess að hjálpa samborg- urum okkar. Við erum fólk sem talar um borg- ara í stað þess að ræða um þegna. Við erum sannfærð um að leiðin til hamingjunnar liggur hvorki í gegnum ríkið né auðæfi. Við erum fólk sem telur að mælikvarði á náungakærleika og hjálpsemi verði aldrei mældur í því hvað við greiðum í skatta, heldur hvernig og hvort við komum nágranna okkar til hjálpar, án þess að um það sé sérstaklega getið í fjölmiðlum. Sjálf- stæðismenn eru því bara venjulegir Íslend- ingar og þegar Sjálfstæðisflokkurinn byrjar að tala og framkvæma eins og venjulegir Íslend- ingar, mun flokkurinn – en fyrst og fremst þjóðin – njóta góðs af.“ Þannig komst ég að orði í langri grein sem birtist í Þjóðmálum sumarið 2011 undir yfir- skriftinni: „Manifesto hægri manns“. Þar reyndi ég að færa rök fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti endurheimt stöðu sína sem kjölfesta og leiðandi afl í íslenskum stjórn- málum með því að endurnýja traust og trúnað við launþega og atvinnurekendur. En forsenda þess er að kjörnir fulltrúar flokksins viður- kenni að þeir sofnuðu á verðinum og að ríkið – báknið – hafi þanist út á vakt flokksins. Þeir verði að horfast í augu við þá staðreynd að sem stjórnmálaflokkur gleymdi Sjálfstæðisflokkur- inn úr hvaða jarðvegi stefna hans og hugsjónir eru sprottnar. Almennir flokksmenn hafi ekki rifið upp ræturnar heldur hafi flokkurinn gleymt að rækta fortíð sína og sögu. Þess vegna taldi ég (og tel enn) að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði að leita aftur til fortíðar um leið og sýn til fram- tíðar væri mótuð. Fara aftur til þess tíma þegar flokkurinn var málsvari launamanna, varðmaður millistéttarinnar og sérstakur baráttumaður litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem skapa nýj- ungar og atvinnu: „Sjálfstæðisflokkurinn verður að tryggja að enn á ný verði hann brjóstvörn allra borgaralegra afla landsins – regnhlíf allra þeirra sem vilja takmarka völd ríkisins, tryggja frelsi borgaranna en um leið standa vörð um velferðarríkið, án þess að ríkisvæða náungakærleikann. Sjálfstæðis- flokkurinn á að lýsa því yfir að hann muni, í gegnum þykkt og þunnt, vera gæslumaður menningar og sögu landsins. Sjálfstæðisflokkurinn á að lýsa því yfir að hann sé flokkur atvinnurekenda, flokkur launamanna, flokkur bænda, flokkur þeirra sem þurfa á samhjálp að halda, flokkur unga fólksins og þeirra sem eldri eru. En fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkurinn að lýsa því yfir að hann sé flokkur millistéttarinnar – hins venjulega Íslendings.“ „Praktísk pólitík“ og teknókratar Í Þjóðmálagreininni gagnrýndi ég að að- gerðafræði teknókrata hefði náð að sýkja starf okkar Sjálfstæðismanna. Í anda teknókratism- ans var hugmyndafræði lögð til hliðar en þess í stað litið svo á að öll viðfangsefni samfélagsins ætti að leysa við skrifborðið, í töflureikni og líkönum. Og þótt við höfum á síðustu árum náð að spyrna við fótum gegn kerfishugsuninni eigum við langt í land. Ein stærsta áskorun Sjálfstæðisflokksins er því enn sú sama og fyr- ir rúmum sjö árum: Að segja teknókratism- anum stríð á hendur – segja hingað og ekki lengra. Sú barátta er hluti þess að flokkurinn hugi að rótunum. Gagnrýni mín 2011 var ekki ný af nálinni. Sumarið 2008 skrifaði ég grein í Þjóðmál um flokk í ólgusjó. Þar deildi ég á forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa ári áður gengið til samstarfs við Samfylkinguna, sem þá var í sárum eftir áfall í kosningum. Feigðin ein fylgi slíku bandalagi. Í því kristallist hvern- ig „praktísk pólitík“ taki yfir hugmyndafræði og stefnufestu. Áhyggjur mínar reyndust rétt- mætar eins og síðar kom í ljós. Góður árangur en Óhætt er að halda því fram að árangur okk- ar Íslendinga eftir fall bankanna fyrir tíu árum hafi verið ótrúlegur. Við höfum á örfáum árum náð góðum efnahagslegum styrk. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn árið 2013 hefur staða ríkissjóðs gjörbreyst. Í lok komandi árs verða skuldir ríkissjóðs 670 milljörðum lægri en þegar þær voru hæstar árið 2012. Miðað við fjármála- áætlun til 2023 verða skuldirnar 790 millj- örðum lægri í lok áætlunar en þegar þær voru hæstar. Þetta eru um níu milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þrátt fyrir hrakspá tókst að afnema fjármagnshöftin og tryggja stöðugleikaframlög frá þrotabúum föllnu bankanna. Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið stór- aukin. Miðað við fjárlagafrumvarp verða heil- brigðisútgjöld liðlega 91 milljarði hærri að raunvirði á næsta ári en 2013. Framlög til mál- efna eldri borgara og öryrkja verða 75 millj- örðum hærri. Hækkun um 95% að raunvirði. Á sama tíma hafa almenn vörugjöld verið felld niður og tollar á þúsundum vöruflokka verið aflagðir. Tryggingagjald lækkað og tekju- skattur einstaklinga einfaldaður, þrepum fækkað og lægsta skattþrepið lækkað. Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, at- vinnuleysi lítið og verðlag hefur verið stöðugt. Lífskjör á Íslandi eru með þeim bestu sem þekkjast í heiminum. En þrátt fyrir að í flestu hafi gengið vel hef- ur Sjálfstæðisflokknum ekki tekist að endur- heimta fyrri styrk. Við sem skipum sveit kjör- inna fulltrúa flokksins verðum að viðurkenna að okkur hefur ekki tekist að endurnýja sam- bandið við marga kjósendur. Fyrir því liggja margvíslegar ástæður en í samtölum við gamla samherja hef ég skynjað hversu vonsviknir margir eru vegna þess hve seint gengur að hrinda stefnumálum í framkvæmd. Ríkisút- gjöldin halda áfram að hækka ár eftir ár. Í hugum margra stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins hefur virðing fyrir opinberu fé farið þverrandi. Eftirlitsstofnanirnar lifa góðu lífi og enn er stór hluti efnahagslífsins án sam- keppni. Ríkisfyrirtæki hafa í auknum mæli lagt til atlögu við einkafyrirtæki. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er í vörn. Séreignar- stefnan – einn hornsteinn hugsjóna Sjálf- stæðisflokksins – er líkt og afgangsstærð í dægurþrasi stjórnmálanna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég sá mig knúinn til að skrifa greinarnar tvær í Þjóðmál. Þá taldi ég nauðsynlegt að huga að rótum hugmyndafræðinnar en um leið yrðu kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að öðlast sjálfstraust í málflutningi og baráttu. Almenn- ingur verði að skynja að þeir tali frá hjartanu með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Að ástríða og sannfæring sé að baki orðum og at- höfnum. Af samtölum síðustu misseri við fólk um allt land – bændur, útgerðarmenn, iðnaðarmenn, sjálfstæða atvinnurekendur, kennara og lækna – finn ég að margir sakna þess að við sem höf- um tekið að okkur að berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar á þingi, skulum ekki tala af meiri ástríðu fyrir því sem við teljum mikil- vægast. Eða eins og gamall sjómaður sagði við mig: „Það er allt í lagi að kannast við að vera Sjálf- stæðismaður.“ Eftir Óla Björn Kárason »Ég taldi nauðsynlegt að huga að rótum hugmynda- fræðinnar en um leið yrðu kjörnir fulltrúar flokksins að öðlast sjálfstraust í málflutn- ingi og baráttu. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Að vera Sjálfstæðismaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.