Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Sóknargjöld eru eitt helsta hagsmuna- mál þjóðkirkjunnar. Þau voru skert eftir hrun og samkvæmt útreikningum þjóð- kirkjunnar fengi hún um milljarði meira á ári ef engin skerðing hefði orðið. Meginstoðin í bar- áttu þjóðkirkjunnar fyrir þessum fjár- munum er hugmyndin að sóknar- gjöld séu félagsgjöld sem ríkið inn- heimtir fyrir kirkjuna. Ýmsir hafa bent á að þessi mál- flutningur standist ekki, sóknar- gjöld séu alls ekki félagsgjöld. Slíkt er eflaust hægt að afskrifa sem andkirkjulegan áróður. Að vísu hafa fjármálaráðherra, ríkis- lögmaður og umboðsmaður Alþing- is líka haldið því fram að sóknar- gjöld séu ekki innheimt félagsgjöld. Þann málflutning má afskrifa með því að þar sé ríkisvaldið að verja hagsmuni sína. Það væri kannski erfiðara að afskrifa einstakling sem er vígður prestur, kirkju- þingsfulltrúi, prófessor við guðfræðideild HÍ og velunnari þjóðkirkj- unnar. Hjalti Hugason er einmitt svona ein- staklingur og fyrir rúmu ári birtist rit- rýnda fræðigreinin „Félagsgjöld eða ríkisframlag? Eðli og þróun sóknargjalda“ eftir hann í Ritröð guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í greininni útskýrir Hjalti ítar- lega og skýrlega að sóknargjöld eru ekki félagsgjöld; gjaldskyldan miðast ekki við aðild, ekki er um beint persónulegt gjald að ræða og gjaldtakinn ákveður ekki upphæð- ina svo eitthvað sé upp talið. Það er varla hægt að afskrifa Hjalta Hugason sem óvin þjóð- kirkjunnar eða talsmann ríkisvalds- ins og í ljósi þess að milljarður á ári er í húfi mætti halda að það yrðu einhver viðbrögð við þessum skrifum. Í staðinn ríkir vandræðaleg þögn. Þegar sannleikurinn kostar þúsund milljónir á ári finnst sum- um kannski óþarfi að vekja athygli á því að andmælendur þjóðkirkj- unnar og talsmenn stjórnvalda höfðu einfaldlega rétt fyrir sér um eðli sóknargjalda. Þögnin um eðli sóknargjalda Eftir Hjalta Rúnar Ómarsson Hjalti Rúnar Ómarsson » Þjóðkirkjan vill hærri sóknargjöld á þeirri forsendu að þau séu félagsgjöld. Í fyrra var sú forsenda hrakin af guðfræðiprófessor. Nú ríkir bara þögn. Höfundur er í stjórn Vantrúar. Sighvatur Björg- vinsson, fv. heil- brigðisráðherra, skrifaði grein í Moggann 5. október sl. Grein hans er beint gegn mér fyrir að hafa gagnrýnt Birgi Jakobsson, fv. forstjóra Karolinska sjúkrahússins, fv. landlækni og núver- andi aðstoðarmann heilbrigðisráðherra, fyrir nei- kvæða afstöðu hans gagnvart starfsemi sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna. Sighvati er svo mikið niðri fyrir að hann getur ekki einu sinni haft rétt eftir mér. Hann segir mig hafa kallað Birgi „of- stopafullan“ og í framhaldinu vís- ar hann í ýmsa aðila, sem mér þætti hugsanlega vera ofstopa- fullir líka – einhvern McKinsey ríkisendurskoðanda og einhvern WH! En nú vill svo til að ég kallaði Birgi ekki ofstopafullan og ég kannast lítið við hina aðilana og get því ekki vitað hvort þeir fari fram með ofstopa. Birgi kannast ég vel við og þótt mér líki ekki of- stækisfullar skoðanir hans í þess- um málum, þá veit ég að hann er ágætismaður. Eini hugsanlegi of- stopamaðurinn væri kannski Sig- hvatur sjálfur, sem afhjúpast þá helst í skrifum hans og afstöðu gagnvart okkur sérfræðilæknum. Sú afstaða hans er ekki ný. Sem heilbrigðisráðherra árið 1995 (sbr. Morgunblaðið 5. apríl sama ár) beitti hann sér ákaft fyrir því að sett yrði upp tilvísanakerfi á sér- fræðilækna. Hann ólmaðist og hamaðist og sagði lækna hafa beitt hótunum um að líf fólks lægi við ef hann héldi baráttu sinni áfram. Þessu var auðvitað ekki trúað og hann beið mikinn pólitískan ósigur þegar hann tapaði því máli. En áfram skröltir hann þó … Síðan þá hefur Sighvatur ekki borið sitt barr og hefur hann ham- ast gegn okkur læknunum hvenær sem færi gefst. Hann sparkar og sparkar til okkar, en lætur eins og því sé öfugt farið með titli greinar sinnar „… og svo kemur sparkið“. Birgir Jakobsson er alveg mað- ur til að svara greininni sjálfur og þarf ekki á Sighvati að halda til þess. En saman hafa þeir félagar algerlega rangt fyrir sér í þessu máli. Þjónusta okkar sérfræði- lækna er bæði ódýr og vinsæl (sbr. skoðanakannanir) og heilbrigðiskerfið í heild miklu betra og ódýrara en í Svíþjóð, sem þeir félagar vitna svo mjög til. Ég nenni ekki að leiðrétta né að elta ól- ar við gamlar og út- jaskaðar tuggur Sig- hvats úr fyrri grein hans í Mogganum 29. september sl. um kostnað og gæði heil- brigðisþjónustu á Ís- landi samanborið við Svíþjóð og læt það eftir forystumönnum Læknafélagsins, sem um það hafa ritað góðar greinar á undan- förnum mánuðum; greinar sem Sighvatur og Birgir virðast hvor- ugur hafa lesið heldur eru þeir báðir við sama gamla heygarðs- hornið – með eða án ofstopa. Við þetta má bæta að grein mín í Moggann um daginn var skrifuð með hagsmuni skjólstæðinga minna og annarra sérfræðilækna að leiðarljósi eins og titill greinar- innar bar glöggt vitni um. En kjarni málsins er þessi. Helstu veitendur heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi eru þessir: Land- spítalinn og aðrir spítalar, heilsu- gæslan, þjónusta við aldraða og þjónusta sjálfstæðra sérfræði- lækna á stofum. Flestir vita af vandræðum þriggja fyrst nefndu aðilanna, sem fá ónógt fjármagn eða mannafla (nema hvort tveggja sé) og er mikið kvartað undan starfsemi þeirra; – löngum bið- listum og lítilli samfellu í læknis- þjónustu. Sérfræðilæknaþjón- ustan hefur ekki verið mikið gagnrýnd af almenningi. Biðlistar eru þar almennt frekar stuttir, þjónustan persónuleg og sveigjan- leg og fjárhagslega hagkvæm mið- að við sambærilega þjónustu ann- arra aðila. Ef það er einlæg ósk þeirra að bæta heilbrigðiskerfi Ís- lendinga, af hverju í ósköpunum beina þau Svandís, Birgir og Sig- hvatur þá ekki orku sinni og spjót- um í að bæta þá þjónustu sem sannarlega stendur höllum fæti, í stað þess að andskotast út í starf- semi sérfræðilækna, sem hefur virkað vel og fer fram eins og sam- ið hefur verið um milli aðila? Hvatvís ofstopamaður Eftir Árna Tómas Ragnarsson Árni Tómas Ragnarsson » Af hverju beina þau Svandís, Birgir og Sighvatur ekki orku sinni og spjótum í að bæta þá þjónustu sem sannarlega stendur höll- um fæti, í stað þess að andskotast út í starf- semi sérfræðilækna? Höfundur er læknir. Á næstu dögum munu Crohn’s og Col- itis Ulcerosasamtökin (CCU), sem eru samtök fólks með bólgu- sjúkdóma í meltingar- vegi, kynna kort sem ætti að gera þeim sem það hafa undir höndum kleift að fá aðgang að salernum hvar og hve- nær sem er. Ástæðan fyrir því að þessi kort eru nauðsynleg þessum hópi er sú að sjúkdómar sem þessir eru í meltingarvegi, þeir eru lang- vinnir og oft mjög erfiðir viðureignar. Um er að ræða sáraristilbólgur og svæðisgarnabólgur en á meðal ein- kenna eru tíðar og óvæntar salern- isferðir. En þá er oft spurning um sekúndur en ekki mínútur, sem er ekki mikill tími til þess að finna salerni eða út- skýra hversvegna það er svo nauðsynlegt. Það er engin lækning til við þessum sjúkdóm- um en oft er hægt að halda þeim niðri með góðri meðhöndlun lækna, hjúkrunarfólks og lyfja. Ekki er heldur til nein ein lyfjameðferð sem virkar á alla og verður því að með- höndla hvern ein- stakling fyrir sig. Lífsgæði fólks sem er með þessa sjúkdóma minnka og erfitt er oft á tíðum að ferðast eða vera innan um fólk án þess að vera alveg örugg(ur) um að komast á salerni. Því vill það oft verða til þess að fólk heldur sig frekar heima en að fara út og ein- angrast þar af leiðandi. Sem betur fer er aðgengi að salernum yfirleitt Takk Eftir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur » Á meðal einkenna eru tíðar og óvæntar salernisferðir. En þá er oft spurning um sek- úndur en ekki mínútur, sem er ekki mikill tími til þess að finna salerni. Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir Höfundur er leikskólakennari. nokkuð gott hér á landi en það er þó ekki algilt og því miður getur oft ver- ið nokkuð langt í næsta salerni eða það ekki opið almenningi, til að mynda starfsmannasalerni í versl- unum. Nýlegt dæmi er frá 14. júní síðastliðnum þegar einstaklingur með sáraristilbólgur fékk ekki að nota sal- ernið í verslun hér á landi og kúkaði á sig, eins og hann sagði sjálfur frá í Fréttablaðinu þann dag. Kortið er útbúið að erlendri fyrir- mynd með það í huga að fólk með þessa sjúkdóma hafi tól til þess að út- skýra þörf sína fyrir salerni án þess að fara út í langar útskýringar. Að það geti komist á salerni eins fljótt og auðið er. En til þess að það geti þjón- að tilgangi sínu er nauðsynlegt að all- ir og þá kannski sérstaklega starfs- fólk í verslun og þjónustu þekki þessi kort. Fyrir hönd CCU-samtakanna vona ég að þeim verði vel tekið. Fasteignir – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.