Morgunblaðið - 10.10.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
✝ Hansína Magn-úsdóttir fædd-
ist á Suðureyri í
Súgandafirði 10.
júlí 1926. Hún lést
á Landspítalanum
27. september
2018.
Hún var næst-
yngst 10 barna
Magnúsar Árna-
sonar, f. 1885, d.
1957, og Guð-
mundínu Sigríðar Sigurðar-
dóttur, f. 1889, d. 1967.
Systkini Hansínu eru Magn-
ús Vilhjálmur Magnússon, f.
1910, d. 1977, Sóley Sesselja
Magnúsdóttir, f. 1911, d. 1998,
Kristján Bjarni Magnússon, f.
1913, d. 1978, Rannveig
Magnúsdóttir, f. 1915, d. 2009,
12. júlí 1952, börn hans Anna
Kristín, móðir hennar Anna
Friðbjörnsdóttir, látin, og Egg-
ert Bjarni, móðir Salóme Egg-
ertsdóttir. 3) Guðmundur, f. 12.
júlí 1952, maki Helga Lára
Árnadóttir, börn þeirra Magn-
ús Gunnar, Sandra Valdís og
Árni Emil. 4) Örn, f. 7. ágúst
1954, maki Bergljót Bragadótt-
ir, börn þeirra Róbert og
Gunnar Örn. 5) Gunnar Þór, f.
26. september 1963, sambýlis-
kona Halla Sigurgeirsdóttir,
börn hans og Margrétar
Bjarnadóttur eru Bjarni Garð-
ar og Hansína Rut.
Hansína flutti til Reykjavík-
ur þegar hún var 18 ára gömul
og hitti fljótlega Magnús
Gunnar. Hansína var lengi vel
húsmóðir en í seinni tíð starf-
aði hún hjá lögreglunni,
Búnaðarbankanum og Rauða
krossinum.
Útför Hansínu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 10. októ-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Halldór Georg
Magnússon, f.
1918, d. 1941, Árni
Magnús Magnús-
son, f. 1921, d.
1921, Drengur
Magnússon, f.
1923, d. 1923, Guð-
mundur Jón
Magnússon, f.
1924, d. 1989, Lilja
Magnúsdóttir, f.
1928.
Maður Hansínu var Magnús
Gunnar Guðmundsson, f. í Koti
í Vatnsdal 12. nóvember 1917,
d. 18. júlí 2008. Börn þeirra
eru: 1) Halldór Georg, f. 30.
desember 1947, d. 14. október
2016, maki Karítas Ísaksdóttir,
börn þeirra Ísak, Hanna Dóra
og Sigríður Ólöf. 2) Magnús, f.
Elsku amma.
Síðast þegar við frænkurnar
settumst niður til að skrifa um
ömmu okkar þá var það við
skemmtilegra tilefni eða þegar
hún varð 90 ára 2016. Þá lék hún
á als oddi og var hress og kát
eins og alltaf.
Amma varð 92 ára gömul en
leit sko ekki út fyrir það og henni
leið ekki þannig.
Minningarnar um hana eru
endalausar og hægt væri að
skrifa heila bók um þessa glæsi-
legu konu sem elskaði lífið og
lifði því til fullnustu alla tíð.
Í Unufellinu þar sem hún og
Gunnar afi bjuggu okkar barn-
æsku voru bakaðar pönnukökur
og vöfflur, spáð í bolla og haldin
skemmtilegustu jólaboðin með
tilheyrandi fjöri og látum.
Amma sagði okkur endalaust
af sögum bæði sem hún spann á
staðnum og ekki þreyttist hún á
að segja okkur sögur af sonunum
fimm þegar þeir voru litlir og öll-
um þeirra mörgu strákapörum,
einnig fannst henni gaman að
rifja upp sögur af okkur barna-
börnunum og segja okkur hversu
stolt hún var af okkur öllum.
Hún átti einnig mjög gott
samband við tengdadætur sínar
og var þeim vel til vina.
Til ömmu var hægt að leita
með allt og ræða við hana eins og
sína bestu vinkonu og það gerð-
um við frænkurnar oft.
Amma elskaði að dansa og
fara á böll, glæsilegri og flottari
konu var vart hægt að finna, allt-
af vel tilhöfð.
Við frænkurnar heyrðum oft:
vá, amma þín er á háum hælum
og í leggings! Er hún ekki á tí-
ræðisaldri? En aldurinn stoppaði
hana ekki í að hafa gaman af líf-
inu.
Árið 1999 fluttu hún og afi í
Hátún og leið ömmu mjög vel að
vera svona nálægt miðbænum.
Gunnar afi átti dóttur af fyrra
sambandi, hana Emily, sem býr í
Ameríku, og fór amma að heim-
sækja hana og þær áttu frábært
samband sem einkenndist af
gagnkvæmri virðingu og vináttu.
Gunnar afi lést árið 2008 sem
var mjög erfitt fyrir ömmu og
okkar fjölskyldu,
En amma eignaðist yndisleg-
an vin, hann Garðar Jóhannes-
son, sem átti eftir að vera henni
ómetanlegur félagsskapur næstu
árin, þau fóru saman til Spánar, í
bústað, út að dansa og margt
fleira.
Hún sagði oft við okkur að
hún væri svo þakklát fyrir hann
Garðar sinn og hversu góður
hann væri við hana. Alger herra-
maður og kæmi fram við hana
eins og drottningu. Fyrir það
verður fjölskyldan endalaust
þakklát.
Árið október 2016 féll elsti
sonur ömmu, Halldór Georg, frá
óvænt og tókum við vel eftir
hversu amma átti erfitt og sagði
hún svo eftirminnilega að það
skiptir engu máli hversu gamalt
barnið manns er þegar það fellur
frá, það er ólýsanlega erfitt fyrir
foreldra að lifa barnið sitt.
Amma gat engan veginn sætt
sig við að hann væri farinn og
bara trúði því ekki, mikill munur
varð á heilsu hennar eftir það.
Magnús, Guðmundur, Össi og
Gussi synir hennar sem hún
elskaði og dáði sitja nú eftir með
söknuð í hjarta.
Við frænkurnar söknum
ömmu endalaust og tilhugsunin
um að geta ekki hringt í hana eða
heimsótt til að spjalla er þung-
bær.
Tilhugsunin um að hún sé ekki
með þegar fjölskyldan hittist er
óbærileg því amma kom alltaf í
öll afmæli, veislur og brúðkaup.
Við huggum okkur við að það
er fullt af fólki sem tekur vel á
móti henni, fremstir í flokki afi
og Halldór.
Amma, við elskum þig, takk
fyrir allt.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hanna Dóra Halldórsdóttir,
Anna Kristín Magnúsdóttir,
Sandra Valdís Guðmunds-
dóttir, Sigríður Ólöf Hall-
dórsdóttir og fjölskyldur.
Það er af mörgu að taka þegar
reynt er að finna réttu orðin um
hana Hansínu okkar. Hún var
nýorðin 92 ára gömul, hafði
ávallt verið heilsuhraust, var
hörkudugleg, jákvæð og glæsileg
kona. Það var okkur ástvinum
hennar því mjög erfitt og sárt að
horfa upp á hana veikjast alvar-
lega fyrr á þessu ári.
Hansína og Gunnar eignuðust
fimm syni. Elsti sonurinn, Hall-
dór (Dóri) lést fyrir tveimur ár-
um og gekk sá missir mjög nærri
henni. Hansína skilur eftir sig
stóra og samheldna fjölskyldu,
sem nú sér á eftir einstakri og
góðri konu. Ekki má gleyma
hennar kæra vini, sálufélaga og
dansfélaga, honum Garðari sem
ávallt vakti yfir hennar velferð.
Hafðu þökk fyrir, elsku Garðar.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Hvíl í friði, elsku Hansína, og
hafðu þökk fyrir allt.
Þinn
Guðmundur, Helga Lára og
fjölskylda.
Hansína
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú er amma mín farin og
komin á góðan stað, trúi ég.
Ég man alltaf eftir matar-
boðunum á jóladag, öll fjöl-
skyldan samankomin að
borða góðan mat. Ég man
sérstaklega eftir því hvað
heimatilbúni ísinn hennar
ömmu var góður. Mér
fannst líka svo flott við
hana ömmu hvað hún hugs-
aði alltaf vel um sig.
Guð veri með þér, elsku
amma.
Gunnar Örn.
✝ Anna GuðrúnGeorgsdóttir
fæddist í Skjálg í
Kolbeinsstaða-
hreppi 21. mars
1929. Hún lést á
heimili sínu í
Borgarnesi 2. októ-
ber 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Stein-
unnar Ingibjargar
Pétursdóttur ljós-
móður og Georgs Sigurðssonar
bónda. Systkini hennar voru
Ingibjörg, Pétur Björgvin og
Ragnar Valdimar.
Anna Guðrún var gift Ragnari
Lúðvík Jónssyni, f. 20.12. 1920, d.
28.6. 2013. Börn þeirra eru: 1)
Rúnar, maki Dóra Axelsdóttir,
3) Þóra, maki Gísli Kristófersson.
Börn þeirra eru: a) Georg, maki
Júlía Egilsdóttir og eiga þau þrjú
börn, b) Ólína Jóhanna, maki Jó-
hannes Ásbjörnsson og eiga þau
þrjú börn, c) Rúrik. 4) Jón Georg,
maki Maríanna Garðarsdóttir.
Synir hans eru: a) Ragnar Lúð-
vík, maki Edda Jónsdóttir, b)
Arnar Helgi, maki Ásta Ólafs-
dóttir. 5) Ragnheiður Elín, maki
Björn Yngvi Sigurðsson. Synir
þeirra eru: a) Björn Ólafur, b)
Benedikt Árni, c) Ragnar Friðrik.
Anna Guðrún átti heima í
Skjálg þar til hún flutti í Borgar-
nes árið 1950 og átti heima þar
alla sína ævi. Hún fékk far-
kennslu í æsku en gekk síðar í
Húsmæðraskólann á Varmalandi
árin 1948-1949. Hún starfaði sem
húsmóðir, vann ýmis störf utan
heimilis en lengst af í Íþróttahúsi
Borgarness. Hún var félagi í
Kvenfélagi Borgarness.
Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 10. októ-
ber 2018, klukkan 14.
þau eiga synina; a)
Ragnar Lúðvík,
maki Ólöf Jóna Sig-
urjónsdóttir og eiga
þau fjögur börn, b)
Axel, maki Hulda
Guðrún Karlsdóttir
og eiga þau þrjú
börn. 2) Steinar,
börn hans eru: a)
Bylgja Dögg, maki
Finnbogi Jörgens-
son, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn, b) Þor-
valdur Már, maki Ragnhildur
Ingunn Jónsdóttir og eiga þau
þrjú börn, c) Sigfús, maki Marga
Genova, c) Elín Anna, maki Ró-
bert Ödlund og eiga þau þrjú
börn, d) Guðrún Selma, maki Örn
Ómarsson og eiga þau tvö börn.
Nú hefur amma Gunna mín
fengið hvíldina sína, 89 ára gömul.
Þegar ég var yngri þótti mér fátt
meira spennandi en að fara í
Borgarnes til ömmu og afa. Amma
vann í Íþróttahúsi Borgarness í
mörg ár og voru sundferðirnar
mínar ófáar. Ég var alltaf svo stolt
af því að amma ynni þar og reyndi
þannig að aðrir heyrðu til að kalla
hátt og skýrt „amma“ þannig að
allir vissu að hún væri amma mín.
Amma Gunna fylgdist vel með
og hafði áhuga á nýjungum.
Amma og afi voru með parket á
gólfinu, áttu tjaldvagn, vídeótæki
sem við barnabörnin nutum góðs
af, áttu myndbandsupptökuvél og
voru með Stöð 2 sem var alls ekki
sjálfsagt á þessum tíma. Á meðan
við horfðum steikti amma ástar-
punga, bakaði pönnukökur eða
hveitibrauðið góða.
Amma vildi alltaf hafa fyrir öðr-
um en maður mátti aldrei hafa
fyrir henni. Það var allt óþarfi. En
henni þótti gaman að vera fín og
alltaf fannst mér amma vera
smart. Hún ók um á Benz og hafði
mikla bíladellu.
Ég minnist þess þegar ég var
yngri að þá spyr ég ömmu hvar
hún myndi vilja að afkomendur
hennar byggju, í þeirri von um að
hún svaraði að við ættum öll
heima í Borgarnesi hjá sér. Hún
svaraði þá fljótt og vel, Egilsstöð-
um, Seyðisfirði, Ísafirði o.s.frv.
Þetta var ekki beint svarið sem ég
óskaði mér en þegar við rifjuðum
þetta upp í seinni tíð þá kom skýr-
ingin. Amma elskaði að ferðast um
landið sitt og með þessu hefði hún
svo sannarlega getað það með því
að heimsækja afkomendur sína.
Ömmu þótti fátt skemmtilegra
en að fara í berjamó og voru blá-
berjasulturnar hennar þær bestu.
Ég er þakklát fyrir hvað við Jó-
hannes og börnin mín fengum að
njóta ömmu lengi. Hún fylgdist
vel með afkomendum sínum og
var með allt á hreinu til síðasta
dags. Ég er þakklát ömmu fyrir
allar góðu minningarnar. Hún
kvaddi mig alltaf með því að segja
Guð blessi þig og þannig kveð ég
hana nú.
Elsku amma, blessuð sé minn-
ing þín.
Þín
Ólína Jóhanna Gísladóttir.
Það var alltaf gott að koma til
langömmu Gunnu. Hún tók vel á
móti okkur þegar við komum í
heimsókn og okkur leið vel hjá
henni. Hún gerði líka bestu pönnu-
kökur í heimi. Hún var afar dugleg
og sjálfstæð kona og mundi alltaf
allt. Við gátum notið þess að skoða
albúm eða lesið bækur í ró og
næði. Okkur þótti mjög vænt um
hana. Vonandi líður henni vel á
nýjum stað og hjá langafa Ragga.
Blessuð sé minning hennar.
Kolfinna, Sóley, Gísli, Elín
Þóra, María og Ásbjörn Gísli.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú gerðir og gafst af þér.
Takk fyrir að vera lífvörðurinn
sem þú varst. Ekki bara lífvörður í
íþróttamiðstöðinni þar sem þú
hafðir auga með öllum sem sóttu
afþreyingu á hverjum degi, þú
varst lífvörður minn í barnæsku.
Alltaf öryggi að finna hjá þér og
afa, hægt að koma til ykkar og fá
skjól, fræðslu, afþreyingu eða
hvað sem er. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur barnabörnin
sem stunduðum íþróttir alla daga
fram á kvöld. Þú passaðir að við
værum ekki svöng og hefðum
næga orku. Þú átt svo mikið í
mörgum sem eiga þér mikið að
þakka, ég er einn af þeim.
Ég er virkilega þakklátur fyrir
að hafa átt þig sem ömmu og mun
búa að því alla ævi að þú hafir mót-
að og undirbúið mig undir lífið.
Það er ómetanlegt að búa að góð-
um grunni, takk elsku amma.
Mér verður oft hugsað til
þeirra tíma sem ég, Georg og Ax-
el áttum með ykkur afa, hvað sá
tími mótaði mig í uppvextinum,
ég vildi að ég gæti farið til baka
og upplifað allt aftur. Öll ferða-
lögin, vinnuna, hestana, matar-
tímana, viskuna, ráðleggingarn-
ar, kennsluna, gistingar heima
hjá ykkur afa eða þegar við feng-
um ástarpunga. Alveg sama hvort
það var smátt eða mikið, auðvelt
eða erfitt, það var alltaf gaman
með ykkur og alltaf gafst þú okk-
ur tíma. Þú gerðir allt að leik,
hvattir okkur áfram í öllu og gafst
okkur ofurtrú á að við gætum
gert allt sem við vildum. Í oft svo
barnslegri hegðun okkar frænda
þá gast þú samt komið fram við
okkur sem jafningja, útskýrðir
fyrir okkur og kenndir hvernig
hægt væri að gera betur þegar
við fórum yfir strikið, án þess að
dæma okkur fyrir fíflalæti og
barnaskap sem við áttum það til
að hafa. Þú hafðir alltaf skilning á
öllu, ofar öllum.
Íþróttir hafa verið stór partur
af stórfjölskyldunni og þess vegna
ættu flestir að geta tengt ykkur
afa við framherjapar í knatt-
spyrnu. Þið voruð það sem kallast;
hið fullkomna framherjapar og
spilandi þjálfarar. Öðru eins sam-
spili tveggja aðila er leitun að í öll-
um heiminum í allri mannkyns-
sögunni. Skoruðuð mark í hverri
snertingu og allir sóknar- og varn-
arleikir leystir af einstakri prýði.
Aldrei voru vandamál eða meiðsli
sem stoppuðu ykkur. Þið gerðuð
hvort annað og aðra að sterkari
liðsmönnum og voruð í stöðugri
sókn. Þú stýrðir leiknum með
óþrjótandi dugnaði og af einstakri
sanngirni, að lokum stóðstu uppi
sem sannur sigurvegari og meist-
ari. Þvílík forréttindi að hafa verið
í þínu liði, með þig sem fyrirliða.
Þú sagðir oft: „Eftir höfðinu
dansa limirnir“ og þú varst höfuð-
ið í fjölskyldunni. Ég mun halda
áfram að dansa eftir því sem þú
kenndir, elsku amma, eins og ég
best get.
Ég gæti skrifað endalaust en
það væri ekki til nægur pappír í
heiminum til þess að prenta það á.
Það sem upp á vantar mun lifa
sem minning um fallega mann-
eskju sem gerði heiminn að betri
stað. Ég segi stoltur frá því hversu
góð amma þú varst. Þá er ég alveg
viss um að hann afa hafi verið farið
að lengja eftir þér á góðum stað.
Þið munuð um ókomna tíð gera
þann góða stað enn betri. Við
sjáumst seinna, hvíldu í friði, elsku
amma. Ég kveð þig með söknuði.
Sigfús.
Elsku amma Gunna er dáin.
Það var svo gott að koma til henn-
ar og hún tók alltaf vel á móti okk-
ur og var okkur góð. Hún átti alltaf
eitthvað að borða, t.d. nýbakaðar
pönnsur og ástarpunga. Hún átti
líka alltaf ís eða frostpinna. Við
skemmtum okkur vel með henni
og hún leyfði okkur allt.
Ömmu fannst gaman að ferðast
um landið og vissi margt. Við fór-
um með henni í bíltúra, t.d. fórum
við í bíltúr um Snæfellsnes og eins
og alltaf sagði amma okkur allt um
landið og hvað fjöll og bæir hétu.
Við stoppuðum á Arnarstapa og
borðuðum fisk og franskar úti –
amma lét ekkert stoppa sig.
Við munum eftir mörgum ferð-
um í berjamó með ömmu og alltaf
var hún með gott nesti handa
okkur.
Hvíl í friði, elsku amma okkar –
við elskum þig.
Þínir ömmustrákar,
Björn Ólafur, Benedikt Árni
og Ragnar Friðrik.
Það var alltaf gott að koma til
langömmu Gunnu. Hún tók vel á
móti okkur þegar við komum í
heimsókn og okkur leið vel hjá
henni. Hún gerði líka bestu pönnu-
kökur í heimi. Hún var afar dugleg
og sjálfstæð kona og mundi alltaf
allt. Við gátum notið þess að skoða
albúm eða lesið bækur í ró og
næði. Okkur þótti mjög vænt um
hana. Vonandi líður henni vel á
nýjum stað og hjá langafa Ragga.
Blessuð sé minning hennar.
Kolfinna, Sóley, Gísli, Elín
Þóra, María og Ásbjörn Gísli.
Tilhlökkun verður aldrei jafn-
sterk á lífsleiðinni eins og sú sem
maður upplifir í bernsku. Tilfinn-
ingin er svo ótrúlega sterk og sönn.
Eitt af því sem ég hlakkaði til
mest af öllu sem barn voru heim-
sóknirnar í Borgarnes þar sem
Gunna í Borgarnesi, föðursystir
mín, bjó með fjölskyldu sinni.
Fyrst í „gula húsinu“ með hesthús-
inu í bakgarðinum sem er sveipað
miklum ævintýraljóma í minning-
unni og síðar við Böðvarsgötuna.
Þessar heimsóknir allt frá
frumbernsku eru allar litaðar góð-
um minningum sem alltaf munu
verma. Gunna tók á móti okkur
með sinni vingjarnlegu reisn og
gestrisni sem lýsti sér m.a. í
heimsins besta meðlæti, allt bakað
á staðnum að sjálfsögðu. Stundirn-
ar við eldhúsborðið að spila og
njóta samverunnar eru dýrmætar.
Gunna var einstaklega hlý og hafði
Anna Guðrún
Georgsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
bróður,
KRISTINS HALLDÓRS
JÓHANNSSONAR,
Víðimýri 11, Akureyri.
Einstakar þakkir færum við starfsmönnum
Heimahlynningar á Akureyri og á almennri lyfjadeild SAk.
Margrét Alfreðsdóttir
Alfa Björk Kristinsdóttir Magnús Björnsson
Signý Þöll Kristinsdóttir Viktor Pálsson
Jóhanna Kristinsdóttir Hulda Þórhallsdóttir
barnabörn og systkini Kidda Dóra
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar