Morgunblaðið - 10.10.2018, Page 27

Morgunblaðið - 10.10.2018, Page 27
kjörtímabil og var oddviti og sýslu- nefndarmaður, auk annarra trún- aðarstarfa þar. Hann var aðstoðar- landlæknir í ein 17 ár með hléum vegna náms- og fræðastarfa og tveggja ára sérfræðistarfa við lýð- heilsudeild Evrópuráðsins í Lúxem- borg, var landlæknir í ein þrjú ár og starfaði síðan á geðsviði, fyrst sem námslæknir en síðan sérfræðingur. Matthías sat í stjórn læknanema- félagsins, var í stúdentapólitík á námsárum og hefur setið í fjölmörg- um nefndum heilbrigðisyfirvalda. Hann hefur ritað fjölda fræði- greina í vísindarit, einkum um sam- band heilbrigðis barna eftir þjóð- félagsstöðu foreldra og greinar um lyfjamál, ekki síst tengt ofvirkni og athyglisbresti. Matthías er nú hættur störfum að mestu: „Nú fæ ég notið ríkjandi eiginleika í fari mínu; annars vegar meðfæddrar leti og hins vegar þess að ég er fáskiptinn að eðlisfari. Ég býst við að þessir eiginleikar hafi valdið því að ég fór í læknisfræði á sínum tíma og varð svolítið ofvirkur í félagsmálum og tókst með því að bæla niður þessa eiginleika. Reyndar segir mér kollega minn, Óttar Guð- mundsson, sem nýlega var kosinn formaður geðlæknafélagsins, að leti sé mjög vanmetinn eiginleiki. Ég kýs að trúa því. Ég er lestrarhestur og er oft í láréttri stöðu með bók í hendi. Á eftir að ljúka mörgum bókum og sé ekki fram á verkefnaskort næstu árin. Ég hef fína aðstöðu hjá dóttur minni og tengdasyni í Stykkishólmi, en barnabörnin þar eru meðal þeirra fáu sem hlæja enn að bröndurunum mínum. Svo er stórfjölskylda konunnar minnar að endurnýja hús í Frakk- landi sem var að hruni komið. Það er ekki síður gaman að dveljast í sumar- bústaðnum okkar á Brúarhlöðum. Við ferðumst líka í öðrum löndum, en á afmælisdaginn verðum við í Víet- nam.“ Fjölskylda Eiginkona Matthíasar er Theódóra Gísladóttir, f. 1.7. 1950, lífeindafræð- ingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Foreldrar hennar voru Theodóra Thoroddsen, f. 27.10. 1927, d. 10.2. 2015, bankaútibússtjóri, og Gísli Halldórsson, f. 2.2. 1927, d. 27.7. 1998, leikari og leikstjóri. Dóttir Matthíasar og Theódóru er Theódóra, f. 21.8. 1979, BS í jarðfræði og ferðamálafræði, búsett í Stykkis- hólmi og starfar m.a. hjá Breiða- fjarðarnefnd. Maður hennar er Atli Rúnar Sigurþórsson, vélfræðingur og framkvæmdastjóri Dekk og smur í Stykkishólmi, og börn þeirra Arney Lilja, fimm ára, og Matthías Ari, tveggja ára. Systkini Matthíasar eru: Þórunn, f. 22.4. 1947, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ, gift Ólafi Z. Ólafssyni svæf- ingalækni; Haraldur, f. 30.3. 1950, doktor í lífefnafræði við Landspítala, kvæntur Maríu Vigdísi Kristjáns- dóttur þýðingafræðingi, og Ari, f. 19.1. 1957, heimspekingur og fram- haldsskólakennari og kennari í inn- hverfri íhugun, kvæntur Kristveigu Halldórsdóttur, myndlistarkonu og framhaldsskólakennara. Foreldrar Matthíasar voru Halldór Matthíasson, f. í Grímsey 7.10. 1915, d. 23.8. 1975, skrifstofustjóri á Vita- og hafnamálastofnun, búsettur í Reykjavík, og Lilja Þórarinsdóttir, f. 4.8. 1915, d. 14.9. 2013, ritari og hús- móðir. Úr frændgarði Matthíasar Halldórssonar Matthías Halldórsson Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja og ritari í Rvík Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Villingaholtshreppi Markús Björnsson b. á Gafli í Villingaholtshreppi Helga Markúsdóttir vinnukona í Sölkutótt á Eyrarbakka og víðar Björn Markússon b. á Gafli Guðný Guðmundsdóttir fv. konsertmeistari Rannveig Guðmundsdóttir félagsráðgjafi Guðmundur Eggert Matthíasson organisti og kennari við KHÍ Hallgrímur Matthías- son stöðvarstjóri Loftskeyta- stöðvarinnar í Rvík Aðalsteinn Hallgrímsson yfirverkfræðingur og framkvæmdastjóri í Rvík Emilía Matthías- óttir saumakona Grímsey, Hrísey og í Rvík d í Matthías Frímannsson kennari, guðfræðingur og leiðsögumaður í Kópavogi Agnes Matthíasdóttir húsfreyja í Rvík Kristín Ásgeirs- dóttir Johansen húsfreyja í Rvík Agnes Johansen kvikmynda- fram- leiðandi Þuríður Oddsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Jón Árnason sjávarb. í Vestmannaeyjum Þórarinn Jónsson verslunarmaður hjá Ziemsen í Rvík Rósa Þórarinsdóttir fósturamma afmælisbarnsins Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Svertingsstöðum Guðmundur Guðmundsson b. á Svertingsstöðum í Öngulsstaðahreppi Guðný Guðmundsdóttir prestsfrú, yfirsetukona og 16 barna móðir í Grímsey KristjanaAnna Eggertsdóttir húsfreyja í Laugarási Sigurður Sigurmundsson fræðimaður og b. í Hvítárholti Matthías Eggertsson prestur í Grímsey Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Ísafirði og í Hnífsdal Eggert Jochumsson kennari og skólastjóri á Ísafirði og í Hnífsdal Matthías Jochumsson þjóðskáld Halldór Matthíasson skrifstofustjóri í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Kristjana Jóhanna Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík10.10. 1891. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Kristjánsson, skipstjóri í Reykjavík, og k.h., Ingi- björg Guðrúna Jónsdóttir húsfreyja. Guðmundur var sonur Kristjáns Guðmundssonar, útvegsbónda á Borg í Arnarfirði, og Guðbjargar Markúsdóttur húsfreyju, en Ingi- björg Guðrún var dóttir Jóns Þórð- arsonar, starfsmanns Eimskips hf. í Reykjavík, og Sigurbjargar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Kristjana stundaði einkanám í tungumálum, nám við Verzlunar- skóla Íslands og lauk hjúkrunar- námi við Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn 1921. Kristjana starfaði víða í Evrópu á millistríðsárunum, m.a. við sjúkra- hús í Deventer í Hollandi 1922-23, var deildarhjúkrunarkona við Vífils- staðaspítala 1923-26, yfirhjúkrunar- kona við Sjúkrahus Vestmannaeyja 1926-27, hjúkrunarkona við Klínik Rauða krossins í Brussel 1927-32, deildarhjúkrunarkona við Klepps- spítala 1932-33, aftur við Klínik Rauða krossins í Brussel 1933-35, sinnti heimilishjúkrun á vegum Dansk Sygeplejeråds Bureau í París 1935-39 og var síðan heilsuverndar- og skólahjúkrunarkona í Vest- mannaeyjum 1940-53. Kristjana var vel menntuð, hæfi- leikarík og lipur tungumálakona með mikla útþrá eins og svo margir af gömlu aldamótakynslóðinni. Í Morgunblaðinu 9.3. 1937 er frétt um Kristjönu þar sem kemur fram að hún hafi verið fengin til að hjúkra Amalíu, þá fyrrverandi drottningu Portúgals, sem hafði veikst skyndi- lega, stödd í Versölum. Var Krist- jana þá valin úr hópi hjúkrunar- kvenna til að hjúkra hinni sjúku. Amalía varð yfir sig hrifinn af nærgætni og hæfileikum Kristjönu og bauð henni með sér í þriggja mánaða ferð til Sviss og Ítalíu. Þetta þótti umtalsverður fréttamatur hér á landi árið 1937. Kristjana lést 2.12. 1953. Merkir Íslendingar Kristjana J. Guðmunds- dóttir 90 ára Elín Jónsdóttir María Erla Eðvaldsdóttir Reynir Jónasson 85 ára Guðrún E. Thorarensen Högni Marsellíusson 80 ára Rósa Jónsdóttir 75 ára Árni Hrafn Árnason Dís Guðbjörg Óskarsdóttir Helga Þórisdóttir Málfríður Eggertsdóttir Sigríður Kr Þorsteinsdóttir Sæmundur Pétursson 70 ára Guðbrandur K. Haraldsson Guðni Eiríksson Guðrún Sigurðardóttir Hilmar Grétar Sverrisson Marín Henný Matthíasdóttir Ragnheiður A. Narfadóttir Sigríður A. Jóhannsdóttir Sigrún Guðna Gunnlaugsdóttir Sigurður Ingi Jónsson Unnur Hjaltadóttir Þorbjörg Guðnadóttir Þorgils Jónasson 60 ára Arndís Pálsdóttir Auðunn Pálsson Áki Jóhannsson Benedikt Björnsson Bjarni Svanur Kristjánsson Gréta Mjöll Bjarnadóttir Guðjón Unnar Vilhjálmsson Guðmundur Magnússon Kristinn Hjartarson Málfríður V. Magnúsdóttir Sigurður I. Sigurgeirsson Þórarinn G. Guðmundsson 50 ára Guðbjörg Grímsdóttir Gunnhildur Halldórsdóttir Harpa Dís Harðardóttir Hólmgeir Eyfjörð Jón Örn Kristinsson Krista Maria Glan Þorsteinn M. Kristinsson 40 ára Aina Björk Másdóttir Brynjar Bergþórsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðlaug D. Þórhallsdóttir Guðlaugur Sigurgeirsson Hildur Ágústsdóttir Hrönn Eiríksdóttir Huseina Abdulhusein Jóhannes Ingi Sigurðsson Jökull Viðar Harðarson Lárus Jóhannesson Malcolm James Paul Todd Milica Jansdóttir Sigríður H. Guðbjörnsdóttir Svanur Aron Svansson Sævar Örn Arason Þóra Ágústsdóttir Þuríður B. Kristjánsdóttir 30 ára Anja Eichler Einar Guðnason Erla Rún Ingólfsdóttir Ester Ósk Árnadóttir Guðmundur H. Sigurðsson Gunnar Eiríksson Gunnhildur Harðardóttir Ingunn Róbertsdóttir Izabela Marta Witwicka Neimantas Bilevicius Rachid Khayali Sigurður Stefánsson Valgerður Anna Jónsdóttir Ögri Kristinsson Til hamingju með daginn 30 ára Sindri lauk prófi í húsasmíði og stundar húsasmíðar. Maki: Sandra Lind Brynjarsdóttir, f. 1987, nemi og starfar hjá Kópavogsbæ. Börn: Bríanna Lind, f. 2011, og Baltasar Björn, f. 2013. Foreldrar: Björn Grétar Sigurðsson, f. 1962, og Nína Hrönn Guðmunds- dóttir, f. 1968. Fósturfaðir: Tjörvi Dýrfjörð, f. 1967. Sindri Björn Björnsson 30 ára Sigurður ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk prófum í vélvirkjun og starfar hjá Löðri ehf. Systir: Birna Rut Björns- dóttir, f. 1981, starfs- maður Hafnarfjarðar- bæjar. Foreldrar: Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 1961, fv. bankastarfsmaður, búsett í Hafnarfirði, og Björn Bragi Sigurðsson, f. 1962, d. 2011, vélstjóri á bátum frá Hafnarfirði. Sigurður Freyr Björnsson 30 ára Katrín býr í Reykjavík, lauk MSc-prófi í stjórnun og stefnumót- un frá HÍ og er verkefna- stjóri hjá Íslandspósti. Maki: Kjartan Andri Bald- vinsson, f. 1988, rafvirki. Dóttir: Helena Dís Kjart- ansdóttir, f. 2012. Foreldrar: Kristín Sigur- þórsdóttir, f. 1953, mann- auðsstjóri, og Pétur Ein- arsson, f. 1952, forstöðu- maður hjá Íslandspósti. Katrín Pétursdóttir Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Ný námskeið að hefjast Innritun stendur yfir! STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN Tíminn er núna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.