Morgunblaðið - 10.10.2018, Síða 33
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Heimildamyndin Bráðum kemur
bylting segir sögu ’68-kynslóðar-
innar á Íslandi og hverfist einkum
um þann atburð þegar ellefu íslensk-
ir námsmenn réðust inn í íslenska
sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl
1970. Þar veifuðu þeir risastórum
rauðum fána og lýstu því m.a. yfir að
sósíalísk bylting væri lausnin fyrir
Ísland.
„Við sem að myndinni stöndum
erum af þessari kynslóð og vorum öll
þátttakendur í því pólitíska umróti
sem kennt er við árið 1968,“ segir
Hjálmtýr Heiðtal kvikmyndagerðar-
maður, sem ásamt konu sinni Önnu
Kristínu Kristjánsdóttur og Sigurði
Skúlasyni leikara frumsýnir mynd-
ina kl. 20 í kvöld í Bíó Paradís.
Hjálmtýr tekur reyndar fram að hún
hafi verið sýnd á Skjaldborgarhátíð-
inni í maí, en núna í fyrsta skipti í
Reykjavík og fari í almennar sýn-
ingar á morgun.
Enginn galgopaháttur
„Við fjöllum um sendiráðstökuna,
aðdraganda hennar, framkvæmd og
eftirmál. Af þeim sem fóru inn í
sendiráðið eru tveir látnir en við
náðum tali af sjö. Þeir sjá ekki eftir
neinu, einn kvaðst meira að segja
myndu gera þetta aftur ef á þyrfti að
halda. Sendiráðstakan var enginn
galgopaháttur. Hafa verður í huga
að það var kreppa á Íslandi. Síldar-
ævintýrinu var lokið, á einu ári var
gengið fellt í tvígang, samtals um
60%, og öll skilyrði fyrir Íslendinga
til náms í útlöndum breyttust. Ann-
ars staðar á Norðurlöndum fengu
námsmenn styrki, en íslenskir náms-
menn lán á sífellt verri kjörum. Á
þessu voru sendiráðstökumennirnir
aðallega að vekja athygli og mót-
mæla, en líka mörgu öðru eins og
Víetnamstríðinu sem mikið andóf
var gegn hjá háskólanemum bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum. Hags-
munabarátta þeirra varð að baráttu
á öðrum sviðum, gegn kúgun í heim-
inum svo dæmi sé tekið. Menn voru
farnir að efast um ríkjandi þjóð-
félagsgerð og alþjóðamál urðu hluti
af heimsmynd æskunnar.“
Hjálmtýr nefnir í þessu sambandi
að Evrópuríki eins og Portúgal hafi
átt nýlendur í Afríku, fasismi ríkt á
Spáni og herforingjastórn við völd í
Grikklandi. Hann rifjar upp að árið
1970 hafi líka verið mikil ólga og
uppreisn í íslensku samfélagi. Frægt
hafi orðið þegar bændur fyrir norð-
an sprengdu stíflu í Laxá og þá hafi
konur krafist jafnréttis á við karla,
stofnað Rauðsokkahreyfinguna og
látið meira að sér kveða á opinberum
vettvangi en nokkru sinni fyrr. Og
ekki síst unga fólkið; ’68-kynslóðin.
Maóistahreyfingin
Hjálmtýr, Anna Kristín og Sig-
urður þekkjast frá fornu fari eða frá
því þau voru félagar í Maóistahreyf-
ingunni, sem stofnuð var 1972 en dó,
að sögn Hjálmtýs, drottni sínum um
áratug síðar. Hugmyndin að fjalla
um sendiráðstökuna og tíðarandann
á þeim tíma í heimildarkvikmynd
kviknaði fyrir fimm árum.
„Sigurður stakk upp á að við réð-
umst í gerð myndarinnar á meðan
hægt væri að ná í velflesta sem réð-
ust inn í sendiráðið og aðra sem voru
áberandi á þessum tíma fyrir hálfri
öld. ’68-kynslóðin er komin um og yf-
ir sjötugt. Okkur finnst vel við hæfi
að sýna myndina þegar 50 ár eru frá
stúdentauppreisninni í París.“
Hjálmtýr segir þau ekki hafa ver-
ið hippa í þeim skilningi að reykja
hass og búa í kommúnum. „Við
klæddumst kannski útvíðum buxum
og mynstruðum mussum, en töldum
okkur fremur róttæklinga en hippa.
Viðmælendur okkar eru hátt á þriðja
tug manna sem voru virkir í póli-
tísku andófi 1968 til 1970 sem og
ungt fólk sem lýsir skoðunum sínum
á pólitík þá og nú.“
Því miður segir hann að kvikmynd
sem tekin var á litla kvikmyndatöku-
vél af uppreisninni í sendiráðinu í
Stokkhólmi hafi eyðilagst fyrir all-
mörgum árum þegar sjór gekk inn í
kjallara í miðborginni þar sem hún
var geymd. Til allrar hamingju hafi
þó verið úr mörgum ljósmyndum að
moða. „Við leituðum víða fanga, fór-
um m.a. til Frakklands og Svíþjóðar
og fengum mikið af myndefni frá
sænska sjónvarpinu og töluvert frá
RÚV og fleirum. Úr þessu steyptum
við saman rúmlega 70 mínútna heim-
ildarmynd, sem við teljum að fangi
andrúmsloftið hér heima og í heim-
inum öllum á miklum umrótatímum
þegar ’68-kynslóðin var um tvítugt.“
Hjálmtýr og Sigurður leikstýra
verkinu og unnu handritið ásamt
Önnu Kristínu.
Hálfri öld síðar Sigurður Skúlason, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Hjálmtýr Heiðdal voru róttæklingar.
Morgunblaðið/Eggert
Í sænskri lögreglufylgd Sænska lögreglan leiðir Gunnar Ægisson, einn
sendiráðstökumanninn, út úr sendiráðinu í Stokkhólmi veturinn 1970.
’68-kynslóðin og heimsmyndin
Miðpunktur heimildarmyndarinnar Bráðum verður bylting er sendiráðstaka íslenskra náms-
manna í Stokkhólmi 20. apríl árið 1970 Andóf og uppreisn unga fólksins einkenndu tíðarandann
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
ICQC 2018-20
Ljósmyndakeppni
Bílablaðs Morgunblaðsins
Kosning og nánari upplýsingar á
Facebook.com/bilafrettir
Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara:
• Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is
• Frestur til að skila inn myndum í keppni október er til kl. 23:59 laugardaginn 6. okt.
• Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn
• Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu
• Keppnin fer fram í fjórum lotum og verður sú síðasta haldin í nóvember.
• Fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með
Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum
• Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði
• Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember
Fyrsti vinningur er ferð
fyrir tvo á bílasýning-
una í Genf í mars
í boði Toyota á Íslandi.
www.mbl.is/bill
Unnur Valdís Kristjánsdóttir vöru-
hönnuður rekur sögu flothettunnar
frá því að hugmyndin kviknaði sem
verkefni við Listaháskóla Íslands til
dagsins í dag í hádegisfyrirlestri í
Hönnunarsafni Íslands sem hefst
kl. 12.10 í dag.
„Hugmyndafræðin að baki hönn-
uninni byggist á slökun, samveru
og náttúruupplifun í vatni á
áreynslulausan hátt. Frá því að flot-
hetta kom á markað hérlendis árið
2012 hefur hún náð að auðga alda-
gamla baðmenningu Íslendinga. Á
þeim sex árum sem flothetta hefur
verið á markaði hafa forsvarsmenn
jafnframt þróað tengdar afurðir í
formi þjónustu í kringum vöruna,
s.s. kennaranám, viðburði og vatns-
meðferðir,“ segir í tilkynningu.
Fyrirlestur um flothettuna í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vöruhönnuður Unnur Valdís Kristjáns-
dóttir fer yfir sögu flothettunnar í dag.
Fornleifafræðingurinn dr. Stein-
unn Kristjánsdóttir fjallar um rann-
sókn sína á klausturhaldi á Íslandi í
fyrirlestri á Bókasafni Kópavogs í
dag kl. 12.15. Fyrirlesturinn er
hluti af dagskránni Menning á mið-
vikudögum sem Menningarhúsin í
Kópavogi standa fyrir.
Steinunn hlaut í síðustu viku
Menningarverðlaun DV í flokki
fræðirita fyrir bók sína Leitin að
klaustrunum, en áður hafði hún
hlotið viðurkenningu Hagþenkis
2017 fyrir sömu bók. „Klaustur
voru rekin í skemmri eða lengri
tíma á fjórtán stöðum á landinu á
árunum 1030-1554. Rannsóknin
sýndi að klaustrin urðu í sinni tíð að
mikilvægustu menningar- og þjón-
ustustofnunum landsins. Við siða-
skiptin hurfu byggingar þeirra og
saga þeirra gleymdist,“ segir í til-
kynningu. Aðgangur er ókeypis.
Hádegisfyrirlestur um klausturhald
Verðlaunuð Steinunn Kristjánsdóttir er
hún tók við viðurkennningu Hagþenkis.