Morgunblaðið - 18.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem
hefur dagskrá klukkan sex að
morgni og munu Jón Axel Ólafsson,
Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif
Björgvinsdóttir stýra þættinum Ís-
land vaknar. Segja þau í samtali við
blaðamann að þátturinn sé fyrir þá
sem vilja vakna brosandi.
Dægurútvarp á morgnana hefur
lengi verið í föstu formi á Íslandi að
sögn Jóns Axels. „Það er mikið
fjallað um pólitík, hnjáliðaaðgerðir
og svona mál. Við ákváðum fyrst og
fremst að hafa þetta bara skemmti-
legt,“ segir Jón Axel. „Við erum
með þátt fyrir þá sem vilja vakna
brosandi,“ bætir Ásgeir Páll við.
„Vilja ekki allir vakna brosandi?“
spyr Kristín Sif. Jón Axel svarar
því neitandi: „Sjáðu bara Gassa
bróður til dæmis. Hann vaknar
aldrei brosandi.“ Ásgeir Páll full-
yrðir hinsvegar: „Gassi bróðir þinn
brosir aldrei þegar hann heyrir í
þér,“ og uppsker mikinn hlátur.
Vita hvernig jörðin snýst
Spurð hvers vegna þau ætli að
byrja daginn svona svakalega
snemma svara þau að það hafi verið
augljós þörf. „Við skoðuðum þetta
og komumst að því að margt fólk er
komið á fætur klukkan sex. Líkams-
ræktarstöðvarnar eru fullar af fólki
og það vantar að vita hvernig jörðin
snýst,“ segir Ásgeir Páll.
„Við ætlum að hafa þetta bara
skemmtilegt og Kristín heldur okk-
ur við efnið,“ segir Jón Axel. „Hún
tekur dálítið kótelettukarlafílinginn
út úr sögunni,“ skýtur Ásgeir Páll
inn í og hlær. „Það þarf nú að ýta
þeim aðeins út fyrir rammann,“
segir Kristín. Ágeir Páll lýsir hins-
vegar áhyggjum af því að Kristín
eigi það til að ganga langt í þeim
efnum og vísar til þess að í gær-
morgun hafi hún látið þá smakka
orma.
„Þegar ég frétti fyrst að ég ætti
að vera með ykkur og þekkti ykkur
ekki neitt hugsaði ég bara að þetta
yrði eitthvað skrýtið,“ segir Kristín
Sif og skellir upp úr. „En svo þegar
við byrjuðum þá bara féll þetta eins
og flís við rass,“ bætir hún við.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fyrir þá sem vilja
vakna brosandi
Ísland vaknar kl. 6:00 með Jóni Axel og félögum
Ísland vaknar Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif boða líflegan morgunþátt sem er byrjaður þegar aðrir sofa.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, telur miklar líkur
á að fjárfestingar erlendra aðila í
ferðaþjónustu muni aukast á næstu
árum, þar sem áhugi fjárfesta á
ferðaþjónustu hafi aukist verulega
og líklegt sé að sá áhugi muni ná í
auknum mæli til erlendra aðila.
Að hennar mati mun þurfa að
huga að því að hvaða marki sé rétt að
láta fyrirtæki sem stundi starfsemi
sína á landi í almannaeigu greiða fyr-
ir afnotarétt sinn, sérstaklega ef í
honum felst að viðkomandi hafi feng-
ið úthlutuð takmörkuð gæði sem
ekki standa öllum til boða, en í skoð-
un er hvernig haga eigi reglum um
kaup erlendra aðila á landi.
Þetta kom fram í sérstakri um-
ræðu um erlendar fjárfestingar í
ferðaþjónustu, sem tekin var fyrir að
beiðni Ara Trausta Guðmundssonar,
þingmanns Vinstri grænna.
Benti Ari Trausti á í upphafsræðu
sinni að erlendar fjárfestingar í
ferðaþjónustu hefðu ekki verið mikið
ræddar og að fyrirspurn sín vekti því
athygli á að enn skorti opinbera
grunnstefnu í ferðamálum. Vildi Ari
Trausti vita hvort ráðherra teldi að
erlendar fjárfestingar í ferðaþjón-
ustu myndu aukast og vakti athygli á
því að harðar skorður væru settar
við fjárfestingu erlendra aðila í fisk-
veiðum, útgerð og fiskvinnslu. Því
væri eðlilegt að spyrja hvernig því
yrði háttað í ferðaþjónustu, hinni
stóru atvinnugreininni, jafnvel þó að
greinarnar væru ólíkar í eðli sínu.
Þá spurði Ari Trausti um það
hvort rétt væri að setja erlendum
fjárfestingum skorður, hvort slíkt
væri kleift vegna alþjóðasamninga,
til dæmis við Evrópuþjóðir, og hvers
konar skorður, ef einhverjar, ætti að
setja. Að lokum spurði Ari Trausti
um hver stefna stjórnvalda væri
varðandi kaup erlendra aðila á jarð-
næði og þeim hlunnindum sem með
fylgdu, sem og hvaða reglur og kröf-
ur bæri að setja erlendum aðilum í
þessum efnum. „Það er mikilvægt að
bregðast við þessu öllu saman með
opnum og lýðræðislegum hætti,
virða alþjóðasamninga en hafa um
leið smæð okkar og sérstöðu lands-
ins fyrir augum,“ sagði Ari Trausti
að lokum.
Erlend fjárfesting æskileg
Þórdís Kolbrún hóf mál sitt á að
þakka Ara Trausta fyrir að vekja
máls á efninu og benti á að almennt
séð væri erlend fjárfesting í atvinnu-
lífi talin æskileg. Íslendingar kapp-
kostuðu líkt og aðrar þjóðir við að
laða slíka fjárfestingu að.
Benti ráðherrann á að löngum
hefði verið stefnt að því að auka er-
lenda fjárfestingu, og vísaði Þórdís
Kolbrún þar til þingsályktunartil-
lagna frá árunum 2012 og 2016 í því
samhengi. Tók hún fram að ferða-
þjónusta væri þar ekki undanskilin,
enda væri þar hægt að byggja á
styrkleikum Íslands og sérstöðu.
Þórdís benti á varðandi spurn-
inguna um eignarhald erlendra aðila
í ferðaþjónustu að íslensk flugfélög
mættu ekki vera í meirihlutaeigu að-
ila utan EES-svæðisins, sem sumum
hefði raunar þótt orka tvímælis, en
tók fram að hún teldi ekki sérstaka
þörf umfram það til að setja sérstak-
ar hindranir varðandi eignarhald á
fyrirtækjum í ferðaþjónustu að
sinni. Hins vegar væri ólíku saman
að jafna þegar rætt væri um fjárfest-
ingar í hótelum eða fasteignum eða
nýtingu á þeim takmörkuðu auðlind-
um sem landið byggi yfir.
„Í þessu samhengi þá segi ég að
við munum þurfa að huga að því að
hvaða marki sé rétt að fyrirtæki sem
stunda atvinnustarfsemi á landi í al-
mannaeigu greiði fyrir þann afnota-
rétt, sérstaklega ef í því felst að þau
hafi fengið úthlutuð takmörkuð gæði
sem ekki öllum standa til boða,“
sagði Þórdís Kolbrún.
Sagðist ráðherra telja að ef rétt
væri búið um hnútana hvað þetta
varðaði myndi vonandi ekki skipta
öllu máli hvort eignarhald fyrirtækj-
anna væri innlent eða erlent þar sem
almenningi, eiganda landsins, hefði
þá verið tryggt ákveðið endurgjald,
auk þess sem eignarhald á auðlind-
inni yrði alltaf í íslenskri eigu.
Benti hún að lokum á að stjórn-
arsáttmálinn kallaði á athugun á
þeim reglum sem giltu um kaup er-
lendra aðila á landi. Sagði hún að
mögulegt væri að sú endurskoðun
myndi þrengja þau skilyrði sem nú
væru til staðar og að slíkt myndi þá
hafa áhrif á ferðaþjónustuna þó að
slík úttekt væri ekki bundin við
hana.
Þarf að huga að auðlindagjaldi
Ráðherra telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila muni aukast á næstunni Sérstök
umræða á Alþingi um fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu og hvaða skorður beri að setja
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
Ari Trausti
Guðmundsson
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjó-
mannafélagið Jötunn í Vestmanna-
eyjum hafa dregið sig út úr við-
ræðum um sameiningu við þrjú
önnur félög sjómanna. Ástæðan er
ásakanir sem fram hafa komið á
forystu Sjómannafélags Íslands.
Eftirfarandi yfirlýsing var í gær
birt á heimasíðum félaganna:
tveggja:
„Í fréttum undanfarna daga hafa
komið fram mjög alvarlegar ásak-
anir á hendur stjórnendum Sjó-
mannafélags Íslands um óheiðar-
lega framkomu og falsanir á
fundargerðarbók sjómannafélags-
ins. Ásakanir þessar hafa komið
fram í tengslum við fyrirhugað
mótframboð til stjórnar félagsins í
tengslum við aðalfund þess sem
fram fer á milli jóla og nýárs.
Þessar ásakanir telja stjórnendur
ofangreindra félaga svo alvarlegar
að við því verði að bregðast.
Þar sem ofangreind félög hafa
verið í sameiningarviðræðum við
Sjómannafélag Íslands, Sjómanna-
og vélstjórafélag Grindavíkur og
Sjómannafélag Hafnarfjarðar er
það mat stjórnenda þessara félaga
að ekki verði lengra farið og draga
sig því út úr þessum sameining-
arviðræðum.“
Samþykktar á aðalfundi
Sjómannafélag Íslands sendi
einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem segir að lagabreytingar sem
bornar hafi verið upp á aðalfundi
28. desember í fyrra hafi verið
samþykktar með öllum greiddum
atkvæðum, þar á meðal um að
kjörgengir væru þeir félagar sem
greitt hefðu í félagið sl. þrjú ár.
Í yfirlýsingunni segir að félagið
hafi legið undir ámæli frá Heið-
veigu Maríu Einarsdóttur sjó-
manni sem hefur lýst áhuga á því
að bjóða sig fram til formanns.
Hún hafi sakað forystu Sjómanna-
félagins um að falsa lagabreytingu
um kjörgengi til stjórnar til þess
að koma í veg fyrir framboð sitt.
Stjórn Sjómannafélags Íslands
harmar þessar ásakanir í garð fé-
lagsins.
Draga sig út úr við-
ræðum um sameiningu
Sjómannafélag Íslands harmar ásakanir