Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Bókin „Small States and Shelter Theory: Ice-
land’s External Affairs“ kynnir eina yfirgrips-
mestu rannsókn sem gerð hefur verið á póli-
tískum, efnahagslegum og félagslegum
samskiptum Íslands við nágrannaríki og al-
þjóðastofnanir, að sögn aðstandenda bókar-
innar. Rannsóknin var unnin undir forystu
Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, og rannsókna-
teymis við Rannsóknasetur um smáríki. Í
henni er staða Íslands í samfélagi þjóðanna
greind út frá kenningunni um skjól.
Baldur segir í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins að Ísland, eins og önnur lítil ríki,
búi við ákveðna innbyggða veikleika sem
fylgja smæðinni. Jafnframt geta verið styrk-
leikar sem fylgja litlum samfélögum.
Innbyggðir veikleikar
Að sögn Baldurs er einn þeirra innbyggðu
veikleika smáríkja að þau búa við lítinn heima-
markað sem er líklegri til þess að verða fyrir
meiri áhrifum alþjóðlegra hagsveiflna. „Þau
eru líka oft þau fyrstu til að vinna sig út úr
þeim,“ staðhæfir hann.
Annar veikleiki er vanmáttugar varnir. Lítil
ríki eiga erfitt með að verjast utanaðkomandi
árásum hvort sem um ræðir hernaðarárás,
hryðjuverk eða netárásir, að sögn Baldurs. Þá
segir hann einnig veikleika að smærri ríki hafa
takmörkun hvað mannauð varðar, til að mynda
í sambandi við framboð sérhæfðrar menntunar
í tæknivæddu samfélagi.
Í skjóli stærri ríkja
Að sögn prófessorsins er ekki nóg að gera
aðeins ráðstafanir innanlands til þess að mæta
þeim vandamálum sem veikleikar smæðar-
innar skapa. „Við verðum líka að skoða þetta í
alþjóðlegu samhengi, þá komum við að kenn-
ingunni um skjól. Kenningin gengur út á að
það sé mikilvægt að hafa pólitískt, efnahags-
legt og félagslegt skjól stærri ríkja og alþjóða-
stofnana,“ segir Baldur og bætir við að slíkt
skjól sé liður í fyrirbyggjandi aðgerðum til
þess að komast hjá áföllum.
Hann segir pólitísk skjól vera hernaðarlega
og diplómatíska aðstoð þegar á reynir, ásamt
vernd sem felst í alþjóðalögum. Þá getur efna-
hagslegt skjól meðal annars falið í sér aðild að
stærri markaði eða að tryggja hagstæðari við-
skiptakjör, jafnvel að stærra ríki eða alþjóða-
stofnun sé fjárhagslegur bakhjarl. Félagslegt
skjól nær hinsvegar til þeirra þátta er snúa að
því að smærri ríkin ná til sín nýjustu straum-
um og stefnum. „Það sem við höfum gert er að
taka þessar þrjár tegundir skjóls og skoðum
við ítarlega samskipti Íslands frá 1940 til dags-
ins í dag við Bandaríkin, hin löndin á Norður-
löndum og þátttöku Íslands í Evrópusamvinn-
unni. Þá er það EFTA-aðildin, aðildin að
Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schen-
gen,“ útskýrir Baldur.
Bandaríkin mikilvæg
Íslendingar nutu umtalsverðs pólitísks og
efnahagslegs skjóls Bandaríkjanna öll kalda-
stríðsárin og er aðildin að NATO og varnar-
samningurinn mikilvægur þáttur í því, að sögn
Baldurs. Þó segir hann það hafi á sjöunda ára-
tug síðustu aldar farið að draga úr efnahags-
legu skjóli sem Bandaríkin veittu. „Það hefur
verið ljóst í nokkurn tíma að Bandaríkin hafa
ekki verið tilbúin að veita okkur efnahagslegt
skjól. Höfnun beiðni íslenskra stjórnvalda um
aðstoð í hruninu sýnir það einna best,“ segir
hann.
Þá segir hann Bandaríkin veita skjól í formi
varnarsamningsins og að það skjól sé styrkt
með aðildinni að NATO. Einnig hafa banda-
rísk stjórnvöld, undir forystu Donalds
Trumps, sýnt að þau eru viljug til þess að
vinna náið með Norðurlöndunum að vörnum.
Eftir að Bandaríkin draga úr efnahagslegu
skjóli sínu fyrir Ísland fer Evrópa að skipta
landið meira máli að sögn Baldurs. „Við leit-
uðum fyrst í skjól með aðildinni að EFTA [Frí-
verslunarsamtökum Evrópu] árið 1970. Hún
leiddi til nútímavæðingar iðnaðarins, aukins
hagvaxtar og mjög góðs markaðsaðgangs
gegnum fríverslunarsamning EFTA og Evr-
ópusambandsins (ESB) sem kom til fram-
kvæmda 1976,“ segir hann.
Fram kemur í máli Baldurs að aðildin að
EES hafi skipt verulegu máli þar sem mark-
aðsaðgengi jókst. „Það er allt í einu ekki leng-
ur bara litli íslenski heimamarkaðurinn, held-
ur er það allur markaður ESB[…] sem verður
grundvöllur fyrir útflutningsgreinarnar og
ferðaþjónustuna,“ segir Baldur. Hann bætir
við að frjálst flæði fólks inn og út úr landinu
hafi skipt sköpum til þess að mæta þörfum
hagkerfisins á hverjum tíma, til að mynda þeg-
ar fólk fór úr landi þegar hrunið skall á og þeg-
ar fleiri koma til landsins þegar skortur er á
vinnuafli.
Vinir á tyllidögum
Baldur segir samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) hafa fært Íslendingum
félagslegt skjól. Þar má nefna aðgengi að
menntastofnunum og samstarf á sviði vísinda,
þættir sem taldir eru hafa aukið samkeppnis-
hæfni landsins.
Þrátt fyrir að Evrópa hafi í auknum mæli
tryggt Íslandi efnahagslegt og félagslegt skjól,
segir Baldur að „allt frá 1945 hafa Norður-
löndin verið sá aðili sem hefur veitt okkur fé-
lagslegt skjól og það er ennþá í fullu gildi. Það
er skjólið sem er í dag stöðugt, en hefur verið
lítið fjallað um bæði í fræðunum og meðal al-
mennings.“
„Við leitum fyrirmyndar í löggjöf þeirra á
öllum sviðum þjóðlífsins og við flytjum inn
skandinavíska velferðarmódelið og klæðum
það í íslenskan búning. Öll þessi löggjöf sem
varðar kvenréttindi, réttindi samkynhneigðra
og mikið af félagslegri löggjöf kemur í gegnum
Norðurlöndin.“
Hann bætir við að þrátt fyrir að ESB hafi
aukið vægi sitt í sambandi við fyrirmynd að
löggjöf í gegnum EES sé það enn svo að Ís-
lendingar leiti líka til annarra landa á Norður-
löndum sérstaklega á ofangreindum sviðum.
Hinsvegar er hið pólitíska og efnahagslega
skjól sem Norðurlöndin veita Íslandi takmark-
að. „Dæmin sanna að þegar þeirra hagsmunir
stangast á við okkar og þegar stóru ríkin
þrýsta á þessi ríki, láta þau sína hagsmuni
njóta forgangs og slást frekar í lið með stóru
ríkjunum í Evrópu frekar en yngsta fjöl-
skyldumeðlimnum Íslandi,“ segir Baldur.
Spurður hvort hugtakið vinaþjóð sé aðeins
eitthvað sem á að nota á tyllidögum, svarar
hann því játandi. „Vegna þess að einhverjar
yfirlýsingar um stuðning eða boð um hjálp
hafa bara ekkert að segja. Það er grundvall-
aratriði, sérstaklega fyrir lítil ríki, að hafa
skriflega samninga um hvenær og hvernig á að
koma til aðstoðar þegar á bjátar. Þetta þarf að
vera á öllum sviðum, því pólitíska, efnahags-
lega og félagslega. Annars er svo auðvelt fyrir
stórt ríki að bakka út úr stuðningi sínum við
lítið ríki,“ staðhæfir Baldur.
Leita að skjóli
Staðan nú er að Ísland er í stöðugri leit að
efnahagslegu skjóli að mati Baldurs. „Við rekj-
um það í bókinni hvernig íslenskir ráðamenn
hafa allt frá hruni verið að leita um allan heim
að hugsanlegum skjólsveitenda,“ segir hann
og bendir á að reynt hefur verið að styrkja
tengslin við Bandaríkin, að skoðuð voru lán frá
Rússum, að sótt var um aðild að ESB, að Ís-
land hafi verið fyrsta ríkið í Evrópu sem gerði
fríverslunarsamning við Kína og nú síðast sé
aukin áhersla lögð á að fylgja Bretum eftir.
Hann segir íslenska stjórnmálamenn ekki
reiðubúna til þess að viðurkenna að þeir hafi
verið að leita að efnahagslegu skjóli fyrir Ís-
land. „Þetta er ennþá feimnismál í íslenskum
stjórnmálum. Orðræða okkar og íslensk
stjórnmálahefð leyfir ekki að við segjum það.“
Ísland í leit að skjóli stærri ríkja
Hafa rannsakað samskipti Íslands frá 1940 Leitin að skjóli feimnismál í íslenskum stjórnmálum
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Utanríkismál Baldur Þórhallsson prófessor hefur leitt ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur
verið á samskiptum Íslands við nágrannaríki sín og alþjóðastofnanir.
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
SPANGARLAUS
BÓMULLAR
HALDARI
Nýr
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S:587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
VERNDUM
VIÐKVÆM AUGU
BLUE
STOP
Bluestop er vörn gegn skaðlegum blágeislum sem er
að finna í símum, spjaldtölvum, flúorljósum og víðar.
Bluestop hjálpar okkur að vernda augun fyrir geislum
sem þessi tæki gefa frá sér, vinnur gegn augnþreytu
og virkar sem forvörn gegn hrörnum í augnbotnum
og skýi á augasteini.