Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fengum tvö úr starfshópnum til okkar og þau fóru yfir skýrsluna og þau sjónarmið sem starfshópur- inn lagði áherslu á þar. Þetta var gagnlegur fundur og í framhaldi höfum við óskað eftir því að fá fulltrúa sam- göngu og sveitar- stjórnarráðu- neytisins á fund okkar í dag,“ segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin fundaði á þriðjudag og þar var meðal annars til umræðu áfangaskýrsla starfshóps um starf- semi og starfshætti Samgöngu- stofu. Morgunblaðið hefur fjallað ít- arlega um skýrsluna sem skilað var í október árið 2017. Jón Gunnars- son, þáverandi samgönguráðherra, skipaði starfshópinn og í áfanga- skýrslunni kom meðal annars fram alvarleg gagnrýni á innri starfsemi Samgöngustofu og tillögur að úr- bótum. Samskipti Samgöngustofu og Isavia voru gagnrýnd auk þess sem athugasemdir voru gerðar við það hvernig tekið var á erfiðum starfsmannamálum svo dæmi séu tekin. Fjölmiðlum var send um- rædd skýrsla en tilteknir hlutar hennar voru afmáðir og var sú ástæða gefin upp að hún væri vinnuskjal. Frekari vinna væri fyr- irhuguð við málefnið og skýrslan væri ætluð til úrvinnslu í tengslum við þá vinnu. Auk þess var tiltekið að þeir aðilar sem fjallað er um í skýrslunni hefðu ekki fengið tæki- færi til að andmæla því sem þar kemur fram. Ekki verður séð að þessari vinnu hafi verið fram haldið svo nokkur nemi. Starfshóp sagt að hætta vinnu „Það er óhætt að segja að ým- islegt þarfnist frekari útskýringa. Okkur virðist sem að starfshópnum hafi verið uppálagt að vinna ekki frekar að þessu máli í kjölfar þess- arar áfangaskýrslu. Það má vera að eitthvað af ábendingum, almenns eðlis, úr skýrslunni hafi verið tekið til meðferðar nú þegar. Fulltrúi ráðuneytisins mun vonandi upplýsa okkur á hvaða nótum þessi mál hafa unnist og af hverju ekki hafi verið unnið áfram í málum ef ein- hver eru ósnert,“ segir Bergþór Ólason. Umtöluð skýrsla Starfshópur þáverandi samgönguráðherra skilaði áfangaskýrslu um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu í október í fyrra. Tilteknir hlutar skýrslunnar voru afmáðir þegar hún var send fjölmiðlum. Nefndin krefst frekari útskýringa  Fulltrúi ráðuneytis kallaður fyrir umhverfis- og samgöngunefnd vegna málefna Samgöngustofu Bergþór Ólason Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Fé- lagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upp- haflega stefndi Hval hf. Máls- kostnaður féll nið- ur. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október. „Við það að fara í alla þessa veg- ferð og endalaus- ar ávirðingar í fjölmiðlum og draga svo málið til baka þá hlaupa þeir burtu. Formaðurinn er fyrir mér eins og físibelgur sem blæs sig út og svo tæmist loftið úr honum og þá hleypur hann burt með skottið á milli lappanna,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Málið reis í framhaldi af deilum verkalýðsfélagsins við Hval á liðnu sumri. Verkalýðsfélagið stefndi Hval og krafðist þess í fyrsta lagi að viður- kennt yrði að gildandi kjarasamning- ur SGS og SA gilti um kjör starfs- manna við hvalvinnslu 2018. Í öðru lagi var þess krafist að viðurkennt yrði að við störf hjá Hval hefði ekkert stéttarfélag eða félagsmenn annars stéttarfélags forgang til starfa um- fram Verkalýðsfélag Akraness og fé- lagsmenn þess. Einnig var þess kraf- ist að viðurkennt yrði að Hvalur hefði í aðdraganda og við upphaf hvalver- tíðar 2018 brotið gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur með því að starfsmenn ættu aðeins samskipti við Stéttarfélag Vesturlands (SV) og með því að lýsa því yfir að Hvalur myndi einungis greiða stéttarfélagsgjöld til SV og setja það skilyrði að starfs- menn Hvals skyldu ekki vera fé- lagsmenn í verkalýðsfélaginu. Þá var þess krafist að Hvalur yrði sektaður fyrir lögbrot. Einnig að við- urkennd yrði skaðabótaskylda Hvals gagnvart verkalýðsfélaginu vegna af- skipta af stéttarfélagsaðild starfs- manna og að Hval yrði gert að greiða verkalýðsfélaginu málskostnað. Hvalur krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara sýknu af öllum kröfum stefnanda, að frátöldum fyrsta og öðrum tölulið. Þá krafðist Hvalur málskostnaðar úr hendi verkalýðsfélagsins. Í þinghaldi 12. september krafðist svo Verkalýðsfélag Akraness þess að málið yrði fellt niður og að Hvalur greiddi því málskostnað. Af bréfaskiptum málsaðila varð ráðið „að það var ekki fyrr en með framlagningu greinargerðar stefnda í málinu 23. ágúst sl. sem ljóst var að „enginn ágreiningur [væri] gerður um þessi atriði“ og því lýst að af þeim sökum yrði ekki krafist sýknu vegna fyrsta og annars kröfuliðar stefnanda í stefnu. Hins vegar krafðist stefndi sýknu af öðrum kröfuliðum“. Fé- lagsdómur ákvað að fella málið niður. Rétt þótti að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu. Yfirlýsing Hvals hf. Hvalur hf. segir í yfirlýsingu að upphaflegar dómkröfur Verkalýðs- félags Akraness hafi lotið annars veg- ar að því að „enginn sérkjarasamn- ingur væri í gildi á milli Hvals og Stéttarfélags Vesturlands (SV) varð- andi störf í Hvalfirði, þ.á m. forgangs- réttur félagsmanna SV til vinnu, held- ur lytu ráðningarsamböndin almennum kjarasamningi SGS og SA. Hvalur lýsti því yfir í greinargerð sinni fyrir dómi að enginn ágreining- ur væri um þetta atriði að fenginni formlegri afstöðu SV til þess að eng- inn sérkjarasamningur við SV væri í gildi“. Hvalur segir að breytt afstaða sín hafi helgast af afstöðu SV en ekki málatilbúnaði verkalýðsfélagsins. Þá hafi verkalýðsfélagið leitað viður- kenningar á því að Hvalur hefði sett það sem skilyrði við ráðningu að starfsmenn væru ekki í verkalýðs- félaginu og að Hvalur yrði dæmdur til refsingar og skaðabóta vegna þess. Því hafi Hvalur hafnað alfarið. Undir rekstri málsins hafi verka- lýðsfélagið krafist niðurfellingar málsins og þannig heykst á því að fá efnisdóm um kröfur sínar, aðrar en málskostnað. Þá segir Hvalur að í úr- skurði Félagsdóms felist ljóslega eng- in viðurkenning á málatilbúnaði Verkalýðsfélags Akraness varðandi meint afskipti Hvals af stéttarfélags- aðild starfsmanna. Málið gegn Hval fellt niður  Verkalýðsfélag Akraness stefndi Hval hf. fyrir Félagsdóm  Krafðist þess að kjarasamningur SGS og SA gilti og starfsmenn mættu velja verkalýðsfélag Morgunblaðði/Árni Sæberg Hvalveiðar Verkalýðsfélag Akraness stefndi Hval hf. vegna starfsmanna við hvalvinnslu hjá fyrirtækinu en krafðist þess svo að málið yrði fellt niður. Kristján Loftsson „Það er ekki óeðlilegt að biðja um að mál sé fellt niður þegar búið er að ganga að öllum okkar kröfum,“ sagði Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness (VLFA). „Við gátum ekki haldið áfram þegar búið var að uppfylla þrjár helstu kröfur okkar. Starfsmönnum Hvals var heimilað að vera í Verkalýðs- félagi Akraness. Það var viður- kennt að kjarasamningur Starfsgreinasambandsins gilti fyrir þessi störf og Hvalur skil- aði síðan félagsgjöldum af fé- lagsmönnum sem vildu vera í Verkalýðsfélagi Akraness. Þá stóð eftir ein krafa sem var um skaðabætur vegna þess tjóns sem félagið hafði orðið fyrir. Það var ekki hægt að sýna fram á skaða því það var búið að uppfylla allt. Þetta var fulln- aðarsigur í málinu en hafðist ekki fyrr en búið var að vísa málinu til félagsdóms.“ Vilhjálmur sagði að VLFA væri enn í málferlum við Hval hf. og ræki sjö mál fyrir Hér- aðsdómi Vesturlands til stað- festingar á hæstaréttardómi sem féll VLFA í vil á liðnu sumri. Gengið að öllum kröfum VLFA GEGN HVAL HF. Vilhjálmur Birgisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.