Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@ mbl.is
Öll löndin á Norðurlöndum búa við
skipulagslega veikleika þegar kemur
að því að taka á flóknum samfélags-
legum áskorunum, sem krefjast sam-
ræmdra aðgerða ólíkra fagsviða,
hvort sem í hlut eiga heilbrigð-
ismálin, vinnumarkaðurinn, mennta-
kerfið eða húsnæðismálin, segir Árni
Páll Árnason, fyrrverandi félags- og
tryggingamálaráðherra, sem hefur
unnið skýrslu um norræna velferð
fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Margar af erfiðustu félagslegu
áskorununum sem við stöndum nú
frammi fyrir stafa af margþættum
orsökum. Við sjáum félagslega ein-
angrun og einmanaleika í stór-
auknum mæli í samfélaginu öllu – frá
barnæsku til efri ára. Við sjáum
dæmi þess að félagslegt misrétti og
félagsleg einangrun erfist milli kyn-
slóða, segir í skýrslunni.
Skortur á samstillingu
Að sögn Árna Páls skortir samstill-
ingu og fókus þegar kemur að flókn-
um úrlausnarmálum. Norrænu vel-
ferðarkerfin geri mjög vel í einfaldari
málum, það er ef vandamálið sem
þarf að leysa er einangrað. Annað er
uppi á teningnum ef um samsettan
vanda er að ræða. Þegar finna þarf
lausnir sem henta hverjum og einum
og fyrirfram gefnar lausnir eru ekki
til staðar.
„Mér finnst það sláandi hvernig við
höfum sætt okkur við að einhverjir
hlutir séu félagslegt vandamál og að
það sé á ábyrgð velferðarkerfisins að
leysa þau, segir Árni Páll.
Ef heilbrigðis-, mennta-, húsnæðis-
og vinnumarkaðskerfi okkar virkuðu
eins og þau ættu að gera þá væri við
færri áskoranir í félagsmálum að
etja. Stofnanir á þessum sviðum hafa
oft ekki nægan fjárhagslegan hvata
til að bjóða sérhannaðan stuðning.
„Ef við tökum skólakerfið sem
dæmi þá kostar það skólann ekkert ef
einstaklingur, sem þarf á mikilli að-
stoð og stuðningi að halda, dettur út
úr skólakerfinu. Heldur sparar skól-
inn fjármagn. En kostnaðurinn
hverfur ekki. Alveg eins og þegar at-
vinnulaus maður telst ekki lengur
vinnufær og færist af atvinnuleys-
isbótum á örorkubætur, sparar það
atvinnuleysistryggingakerfinu bóta-
greiðslur en kostnaðurinn hverfur
heldur ekki hér.
Þetta er eitthvað sem þarf að bæta
og þróa í samstarfi við fjármálaráðu-
neyti ríkjanna. Til að mynda ætti það
að vera hlutverk framhaldsskólans að
koma að vinnu við að finna lausnir
fyrir nemendur sem falla úr námi. Að
finna lausnir fyrir nemanda sem þarf
á aðstoð að halda í stað þess að
félagskerfið sitji eftir með vanda-
málið og önnur kerfi taki bara þátt í
að leysa vandann ef áhugi er fyrir
hendi.
Þetta er almennur vandi á öllum
löndum á Norðurlöndunum og margt
sem ríkið getur gert. Stóru áskor-
anirnar á sviði félagsmála í dag eru
óhamingjusöm börn, ungt fólk sem
finnur ekki fótfestu í námi, jaðarsett
fólk á miðjum aldri, gjarnar karlar
sem búa við skort á félagslegum sam-
böndum og aldrað fólk sem býr við fé-
lagslega einangrun. Í fáum orðum
sagt: Einsemd og skortur á félags-
legu tengslaneti, segir Árni Páll.
Hann segir að ríkið geti gert margt
á sviði velferðarmála en mikilvægt sé
að nýta sveigjanleika frjálsra félaga-
samtaka því margar af erfiðustu fé-
lagslegu áskorununum sem við
stöndum nú frammi fyrir stafa af
margþættum orsökum. Stjórnvöld
eru ekki rétti aðilinn til þess að leysa
vandamál tengd félagslegri ein-
angrun og einmanaleika. Mikilvægt
sé að þróa og efla ólík félagsleg
tengslanet.
Mörg félagasamtök brúa bilið á
milli hins opinbera og notandans og í
raun eðlilegra, að sögn Árna Páls, að
þau búi til sérhæfðar lausnir fyrir
hvern og einn fremur en ríkið. Enda
getur verið snúið að réttlæta það, á
sama tíma og stjórnsýslulög gilda og
reglur um jafna meðferð allra, að
einn fái meiri þjónustu en annar á
vegum þess opinbera.
„Það eru margir kostir við félags-
lega þjónustu af hálfu hins opinbera
en hún dugar ekki til að skapa félags-
leg tengslanet og persónuleg sam-
bönd. Því þarf að vinna á kerfisbund-
inn hátt að því að efla öll félagsleg
tengslanet í samfélagi okkar segir í
skýrslunni sem Árni Páll mun kynna
í Norræna húsinu klukkan 12 í dag.
Blindur blettur í stjórnsýslunni
Eitt af því sem mjög hefur verið til
umræðu á Íslandi og víðar á Norður-
löndunum er hækkandi húsnæðis-
verð og erfiðleika ungs fólks við að
eignast þak yfir höfuðið.
Árni Páll segir að það hafi verið
mikið áfall að sjá að það væri ekkert
samtal í reynd í gangi milli Norður-
landanna varðandi húsnæðismál.
Hann hafi það á tilfinningunni að al-
mennt hafi verið talið að ekki þyrfti
atbeina félagslega kerfisins eftir að
búið væri að byggja ákveðið mikið af
húsnæði fyrir þá sem þurfa á félags-
legu húsnæði að halda. Að því loknu
tæki markaðurinn við.
„En það er alveg ljóst að það er
ekki að gerast. Spurning um hvort
húsnæðismálin hafi orðið að blindum
bletti í stjórnsýslunni því það er að-
eins á Íslandi og í Færeyjum sem
sami ráðherrann fer með félags- og
húsnæðismál. Félagsmálaráðherr-
arnir annars staðar á Norðurlönd-
unum hafa enga aðkomu að húsnæð-
ismálunum og stefnumörkum í
málaflokknum.
Ég fann því fyrir miklum áhuga
þeirra á að þetta yrði tekið upp í
skýrslunni því sama staðan er alls
staðar uppi. Húsnæði er mikilvægur
þáttur í umgjörð um líf fólks og hent-
ugt húsnæði hefur mikið að segja um
velferð einstaklingsins og möguleika
á þátttöku í samfélaginu. Þetta á við
um alla, en samt sérstaklega um fólk
sem þarf stuðning, þar sem til dæmis
aldraðir, fólk með fötlun og jaðar-
settir hópar hafa oft sérstakar hús-
næðisþarfir.“
Í höfuðborgum allra norrænu
ríkjanna og í fleiri borgum hafa verið
gerðar endurbætur á eldri hverfum
þar sem áður bjó fólk með lágar
tekjur eða meðaltekjur. Þetta hefur
haft í för með sér að fólk í þessum
tekjuhópum hefur ekki lengur efni á
að búa þar.
Árni Páll nefnir sem dæmi að fólk
með meðaltekjur, svo sem kennarar,
heilbrigðisstarfsmenn, slökkviliðs-
menn og lögreglumenn, hafi ekki
lengur ráð á að búa í Helsinki og ná-
grenni.„Hér erum við að tala um fólk
sem við reiðum okkur á til að reka
samfélagið. Þetta fólk er ekki lengur
orðið hluti af samfélaginu og það er
samfélaginu óbærilegt. Við verðum
að finna lausnir á þessu og ég legg til
að komið verði á samstarfi milli nor-
rænu ráðherrana um að setja af stað
húsnæðisverkefni sem miða að því að
bæta úr þessu, segir Árni Páll og seg-
ir að hér sé mikill samhljómur meðal
norrænu félagsmálaráðherranna
sama hvar í flokki þeir standa.
Einangrun og einmanaleiki
Fólk með meðaltekjur hefur ekki lengur ráð á að búa í eldri hverfum höfuðborga Norðurlandanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilvægt Árni Páll segir mikilvægt að miðla þekkingu og reynslu varðandi velferðarmál innan Norðurlandanna.
Velferðarmál
» Mikilvægt er að nýta ný-
sköpunartækifæri sem frjáls
félagasamtök geta lagt til á
velferðarsviðinu.
» Auka þarf norrænt samstarf
um málefni barna og ung-
menna og jaðarsetts fólks.
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma