Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
10%
afsláttur
af öllum
trúlofunar- og
giftingarhringapörum
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
skæra tilviljun. Væri það svo var það
okkur mótmælendum í hag.“
Mótmælin í máli Ramses fóru fram
við innanríkisráðuneytið í Skugga-
sundi fimmtudaginn 3. júlí 2008.
Leitaði ráða hjá Birgittu
„Skyndilega voru mótmælin yfir-
staðin og fólk að tínast burtu. Þetta
fannst mér fremur snautlegur endir.
Ég gekk til Birgittu Jónsdóttur sem
hafði haldið ræðu og spurði hvort
framhald yrði á mótmælunum. Hún
sagði að svo yrði ekki. Ég spurði hana
hvort þau hefðu eitthvað á móti því að
ég héldi þeim áfram. Hún leit undr-
andi á mig og svaraði einfaldlega: nei
(26),“ skrifar Hörður. Með því var
tónninn gefinn fyrir framhaldið.
Hörður stóð fyrir mótmælum en lagði
þau niður þegar Ramses fékk að
koma aftur til landsins. Áleit Hörður
það vera mikinn sigur.
Þegar bankakerfið hrundi fann
Hörður sig aftur knúinn til aðgerða.
Hann mætti til mótmæla á Austur-
velli 10. október sem Hrafnkell Orri
Egilsson skipulagði eftir ábendingu
sem sett var fram „á netinu af vin-
konu hans í París“.
„Reiði manna beindist eingöngu að
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra.
Mér fannst fulllangt gengið að sækja
aðeins að einum manni. Ég vildi líka
kalla Alþingi, forseta, alla ráðherra
og ekki síst forystufólk stjórnmála-
flokka og alþingismenn til ábyrgðar
(36),“ skrifar Hörður en þess má geta
að Davíð er nú ritstjóri Morgunblaðs-
ins.
Raddir fólksins verða til
Hörður greip tækifærið og boðaði
til fundar daginn eftir, laugardaginn
11. október. Sendi síðan netskeyti til
fjölda fólks og kallaði eftir því að
ráðamenn stigju til hliðar og stjórn
Seðlabankans færi frá. Var það upp-
haf samtakanna Raddir fólksins sem
Hörður var í forsvari fyrir (þau voru
formlega stofnuð 18.11). Daginn eftir,
mánudaginn 12. október, gekk Geir
H. Haarde, þáverandi forsætisráð-
herra, framhjá Herði og öðrum mót-
mælendum á Austurvelli. „Það sem
okkur þótti mjög svo athugunarvert
þarna var að sjá forsætisráðherra
með lífvörð. Það benti til þess að Geir
væri ekki öruggur með sig. Ég
styrktist með hverri mínútu í þeirri
vissu minni að ég yrði að koma á fót
stórum útifundi og stefndi að næsta
laugardegi (45),“ skrifar Hörður.
Valdabarátta mótmælenda
Lýsingar Harðar á valdabaráttu
hans og samtakanna Nýrra tíma
vekja athygli. „Ég fann strax að þeim
þótti ég óæskilegur og mér kæmi
ekkert við hvað þau væru að gera
(48),“ skrifar Hörður sem taldi þenn-
an hóp beina um of spjótum sínum að
Davíð Oddssyni. Skoða þyrfti málin í
stærra samhengi.
Laugardaginn 25. október fylktu
mótmælendur á vegum Nýrra tíma
liði að Ráðherrabústaðnum en sama
dag mótmælti Hörður við þingið.
Næstu daga taldi Hörður Nýja
tíma „undirbúa aðra aðför að Austur-
vallarfundunum“ (61). Leitaði hann
þá ráða um fjáröflun hjá Ögmundi
Jónassyni, þingmanni VG, á heimili
þess síðarnefnda, að liðsmönnum VG
viðstöddum (62).
Laugardaginn 1. nóvember var síð-
asta skiptið sem Nýjum tímum og
Herði og félögum lenti saman. Dag-
inn eftir mættu Hörður og Kolfinna
Baldvinsdóttir, forsvarsmaður Nýrra
tíma, í sjónvarpsþátt. Eftir þáttinn
lognuðust Nýir tímar út af. Hörður
taldi Ástþór Magnússon þá hafa
reynt að blanda sér í málefni Nýrra
tíma með dagblaðaauglýsingu í að-
draganda Hlemmgöngu.
Taldi síma sinn hleraðan
Hörður upplýsir jafnframt að hug-
myndin að því að „æra þingheim“ hafi
orðið til 13. desember þegar hann
heyrði þingvörð lýsa því hvað hljóð-
einangrunin í alþingishúsinu væri lé-
leg. Pottar og pönnur skyldu sótt.
Þá um haustið hafði Hörður grun-
semdir um að fylgst væri með sér og
síminn væri hleraður. Til hans hafði
komið óttasleginn maður úr stjórn-
sýslunni og varað hann við.
Hörður kveðst ekki hafa viljað
höfða skaðabótamál gegn þeim ein-
staklingum sem höfðu uppi meiðandi
ummæli um hans persónu.
„Á slíku hef ég enga trú. Ég vil ekki
þurfa að lifa í slíku samfélagi. Mönn-
um getur hitnað í hamsi en menn geta
líka séð að sér. Öllum verður ein-
hvern tímann á (143),“ skrifar Hörður
sem fyrirgaf slíkt.
Hörður myndi ávarpa Alþingi
Þá upplýsir Hörður að félagi hans,
Hilmar Þór Hafsteinsson, hafi reynt
að fá leyfi til þess að Hörður ávarpaði
Alþingi en ekki fengið.
Næstu vikur hitti Hörður ýmsa
valdamenn og krafði þá afsagnar.
Meðal annars hitti hann Geir H.
Haarde 14. janúar 2009, tólf dögum
áður en stjórnin féll.
„Geir bar með sér það yfirlæti og
fjarska sem einkennir margt fólk sem
er vant að hafa völd og peninga í
kringum sig og sendir því fólki sem
það álítur sér lægra sett smáskilaboð
í líkamsmáli með því að koma sér
þægilega fyrir í stól og spjalla kæru-
leysislega en vera sífellt að dusta af
sér ímyndað ryk og laumast til að líta
á úrið sitt í tíma og ótíma (122),“ skrif-
ar Hörður en bætir við að undir niðri
hafi glitt í „glaðværan strák“.
Frásögnin nær á vissan hátt há-
punkti þegar Hörður hittir Jóhönnu
Sigurðardóttur, nýjan forsætisráð-
herra, í stjórnarráðinu 13. febrúar.
„Jóhanna fullvissaði okkur um að að-
eins væri tímaspursmál hvenær
stjórn Seðlabankans viki (151),“ skrif-
ar Hörður en þau ræddu líka hug-
myndir að nýrri stjórnarskrá.
Leituðu Davíðs á sjúkrahúsi
Með falli stjórnarinnar færðust
mótmælin til Seðlabankans.
„Einn morguninn sáum við Hilmar
Þór hvar Davíð Oddsson stóð með
kaffikrús sína fyrir utan inngöngu-
dyrnar frá bílastæðinu. Við vorum
ekki lengi að taka til fótanna og
stefndum að Davíð sem sá okkur og
skutlaði sér inn fyrir (150),“ skrifar
Hörður sem gagnrýnir að mótmæl-
endur skyldu hafa elt Davíð um borg-
ina „þegar hann var að leita sér lækn-
inga“ (148). Slíkt væri fyrir „neðan
allar hellur“. Var Davíð þá í krabba-
meinsmeðferð. Þá gagnrýnir Hörður
mótmæli við heimili fólks.
Davíð staðfestir aðspurður að mót-
mælendur hafi komið á sjúkrahúsið.
Beitt hafi verið ýmsum ráðum til að
hann kæmist óséður frá sjúkrahús-
inu. Meðal annars hafi Seðlabankinn
notað aðra bíla en vanalega.
Ýmsir pennar skrifa hugrenningar
í bókina. Guðmundur Andri Thors-
son, nú þingmaður Samfylkingar,
segir „góða fólkið“ hafa mótmælt.
Hallgrímur Helgason skáld kveðst
hafa lent í því að berja bílrúðu Geirs
H. Haarde. Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir skrifar í ritgerð að margt bendi
til að „tími [Jóhönnu] sem leiðtogi
meiri háttar breytinga hafi verið lið-
inn vorið 2009“.
Hörður Torfason og búsáhaldabyltingin
2008 3. júlí
2009 1. jan.
11. október 25. október 8. nóvember 22. nóvember 29. nóvember 11. desember 13. desember 18. desember18. nóv.
Hörður Torfason (HT) mætir í mótmæli fyrir
utan skrifstofu innanríkisráðuneytisins í
Skuggasundi. Mótmælt er meðferð á Paul
Ramses. Að loknum mótmælunum spyr HT
Birgittu Jónsdóttur hvort hún hafi á móti því
að hann haldi þeim áfram. Hún svarar nei og
hann tekur yfir skipulagningu mótmælanna.
HT hafnar því í
viðtali við Stöð 2
að fordæma at-
burðina við Hótel
Borg, við upptöku
á Kryddsíldar-
þætti, þegar
tækjabúnaður
var skemmdur.
2. jan.
HT og HÞ
fara á fund
Árna M.
Mathiesen
og fara
fram á
tafarlausa
afsögn
hans.
8. jan.
Ástþór
Magnús-
son yfir-
tekur fund
í Iðnó með
mótmæl-
endum
sem báru
grímu.
10. jan.
HÞ færir
HT þau
skilaboð
að hann
fái ekki
leyfi til að
ávarpa
Alþingi úr
ræðustól.
14. janúar
HT segir á
fundi með
Geir H.
Haarde að
ekki sé víst
að hann ráði
við ástandið.
Fólk væri
mjög reitt.
20. janúar
Garðar Sverrisson
stingur upp á að fá
mótmælendur til að
mæta fyrir utan fund
Samfylkingarinnar í
Þjóðleikhúskjallaranum,
þá muni Samfylkingin
fara á taugum og því
muni fylgja stjórnarslit.
26. jan.
Geir H.
Haarde
forsætis-
ráðherra
biðst
lausnar
fyrir sig og
ráðuneyti
sitt.
30. janúar
HT og HÞ funda með herra
Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands. Rætt er
um hugmyndir um nýja
stjórnskipan og utan-
þingsstjórn og að skipaðir
yrðu óháðir sérfræðingar
í stöður viðskipta- og
dómsmálaráðherra.
1. febrúar
Minni-
hlutastjórn
Samfylk-
ingar og
VG tekur
við með
stuðningi
Framsóknar-
flokks.
Byrjun feb.
Að mati
HT var
aðeins ein
krafa úti-
standandi,
afsögn
stjórnar
Seðla-
bankans.
13. febrúar
HT og HÞ funda með Jó-
hönnu Sigurðardóttur
og aðstoðarmanni
hennar, Hrannari B.
Arnarssyni. „Jóhanna
fullvissaði okkur um að
það væri aðeins tíma-
spursmál hvenær stjórn
Seðlabankans viki.“
21. febrúar
HT fundar með
Rögnu Árnadóttur,
dóms- og kirkju-
málaráðherra.
Tilefnið var að kynna
kröfur frá Austurvelli,
um frystingu eigna
„útrásarvíkinganna“,
fyrir ráðherra.
Fyrstu
laugardags-
mótmælin á
Austurvelli
eftir efna-
hagshrunið.
HT afþakkar
þátttöku í baráttu
InDefence-hópsins,
fær ráð frá Ög-
mundi Jónassyni,
þingmanni VG, um
hvernig beri að
safna fé á fundum.
HT hefur mótað
þann kröfulista
að ríkisstjórnin,
stjórn Seðla -
bankans og
stjórn Fjár-
málaeftirlitsins
víki.
HT er beðinn að mæta
til Fjölskylduhjálpar
Íslands við Miklatorg.
Hann snýst gegn
þeirri aðferð að gefa
mat, hún sé niðurlægj-
andi. Mætir ekki aftur
þangað.
Hilmar Þór
Hafsteinsson
(HÞ) fær þá
hugmynd
að HT fái að
ávarpa Alþingi
úr ræðustól
þess.
HT og HÞ funda með
Valtý Sigurðssyni
og Sigríði J. Frið-
jónsdóttur, hjá
ríkissaksóknara, um
þá kröfu að tafarlaus
rannsókn verði gerð
á falli Glitnis.
HT fær þá hug-
mynd að „æra
þingheim“, eftir
að honum var
tjáð af þingverði
aðAlþingishúsið
væri illa hljóð-
einangrað.
HT og HÞ hitta
Björgvin G. Sig-
urðsson viðskipta-
ráðherra með kröfu
um tafarlausan
brottrekstur æðstu
stjórnenda nýju
bankanna.
HT
stofnar
ásamt
öðrum
Raddir
fólks-
ins.
Íhuguðu af alvöru allsherjar byltingu
Hörður Torfason söngvaskáld segir mótmælendur hafa íhugað að gera allsherjarbyltingu á Íslandi
Gerir upp búsáhaldabyltinguna í nýrri bók Mótmælendur leituðu Davíðs Oddssonar á sjúkrahúsi
Morgunblaðið/RAX
Mótmæli við Seðlabankann Hörður Torfason var í fylkingarbrjósti mót-
mælenda sem tóku sér stöðu við útganga Seðlabankans 9. febrúar.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hörður Torfason, söngvaskáld og
einn forsprakka búsáhaldabyltingar-
innar, skrifar í nýrri bók sinni, Bylt-
ing, að mótmælendur hafi íhugað að
gera allsherjar byltingu á Íslandi
eftir efnahagshrunið 2008.
„Voru aðrir möguleikar í stöðunni?
Jú, til dæmis að gera alvörubyltingu
og taka yfir Bessastaði, útvarp, sjón-
varp, stjórnarráð, lögreglustöðina og
nokkra aðra veigamikla staði. Það
yrði ekki stórmál miðað við allt sem
ég hafði séð. Slík pæling var auðvitað
bara hugarleikfimi en þó með alvar-
legum undirtón (bls. 98),“ skrifar
Hörður sem tekur fram að hann hafi
sem lýðræðissinni talið slíkar aðgerð-
ir óréttlætanlegar.
Hörður færði hugrenningarnar til
dagbókar í desember 2008. Margt
kemur honum þá til hugar, meðal
annars telur hann „athyglisvert að
ráðamenn skoðuðu ekki aðferðir
[hans] frá því fyrr um sumarið í Paul
Ramses-málinu (97)“. „Hefðu ráða-
menn verið vakandi þá hefðu þeir get-
að dregið verulegan lærdóm af því.
Kannski litu þeir á þá aðferð sem ein-