Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 í Örfirisey hefur of afgerandi þýð- ingu fyrir eldsneytisdreifingu lands- manna til að hægt sé nema að litlu leyti að draga úr starfsemi þar fyrr en ný stöð er komin í gagnið.“ Gísli vakti jafnframt athygli á þeirri atvinnustarfsemi sem er í Ör- firisey, hafnarbakka við Eyjargarð og starfsemi útgerða og fiskvinnslu í Vesturhöfninni. „Hugmyndir um breytta landnotkun þarf væntan- lega að skoða í ljósi þeirrar starf- semi,“ segir Gísli m.a. Áðurnefnd verkefnastjórn, undir forystu Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra, skilaði skýrslu sinni árið 2007. Hún fjallaði m.a. um mögulegt staðarval nýrrar olíu- birgðastöðvar. Áhætta og kostnaður af land- flutningum frá Örfirisey var borin saman við 14 aðra staðarvalkosti á strandlengjunni frá Reykjanesi og upp á Grundartanga, umhverfisvá- kort var rýnt fyrir allar staðsetn- ingarnar og stofnkostnaður sam- bærilegrar stöðvar áætlaður. Eftir túlkun nefndra greininga komst verkefnisstjórnin að eftirfar- andi niðurstöðu um röðun stað- arvalkosta: 1. Örfirisey, 2. Brimnes, 3. Keilisnes, 4. Álfsnes, 5. Straums- vík, 6. Hafnarfjarðarhöfn, 7. Helgu- vík og 8. Engey. Síðri kostir voru taldir Kópavogshöfn, Sundahöfn, Geldinganes, Hvalfjarðarnes, Hvítanes, Olíustöðin í Hvalfirði og Grundartangi. Árið 2016 fékk Reykjavíkurborg VSO ráðgjöf til að rýna fyrri grein- ingar á staðarvali olíubirgðastöðvar. Var niðurstaðan sú að þegar litið væri til nýrra gagna sem snúa að spá um eldsneytisnotkun á höfuð- borgarsvæðinu, markmið um orku- skipti, nýlegar framkvæmdir við hafnargarð, stefnu aðalskipulags um byggðaþróun á Örfirisey og uppfærslur á olíubirgðastöð sé ólík- legt að niðurstaðan um staðarval komi til með að breytast á næst- unni. Þegar nær dragi að lokum gildis- tímans(2030) sé mikilvægt að taka upp staðarvalið og fara yfir for- sendur, matsþætti, vægismat og samanburð. Niðurstaðan þurfi að liggja fyrir í tíma, þannig að aðilar hafi nægjanlegan tíma til að bregð- ast við niðurstöðum. Við þarfagrein- ingu þurfi að líta til nýrra áætlana og spár t.d. Eldsneytisspá Orku- spárnefndar 2016-2050. Samkvæmt spánni dregur verulega úr notkun jarðefnaeldis á næstu árum og er gert ráð fyrir að notkunin verði um 50% af notkuninni sem var árið 2007. Í skýrslunni frá 2007 fylgdi ný- virðismat VGK Hönnunar á bygg- ingum og búnaði olíustöðvarinnar í Örfirisey. Var það talið 6,4 millj- arðar króna á verðlagi í september 2007 (m. vsk.). Uppreiknað til verð- lags í dag eru þetta um 12 millj- arðar. Þetta var gróft mat byggt á einingaverði úr gömlum verkum. Lóðaverð var ekki tekið með og ekki heldur kostnaður við bryggjur. Olíugeymarnir voru langstærsti ein- staki þátturinn í þessum kostnaði. Hafnarmannvirki við olíubirgða- stöðina voru metin á 1.915 milljónir króna, tæpa fjóra milljarða í dag. Olíubirgðastöðin ekki á förum  Ekki er raunhæft að íbúðabyggð geti risið í Örfirisey fyrr en eftir 15-20 ár  Olíubirgðastöðin hef- ur leyfi til loka október 2030  Ekki hefur fundist heppilegri staðsetning fyrir nýja olíubirgðastöð Faxaflóahafnir/Emil Þór Sigurðsson Örfirisey Það var niðurstaða skýrslu starfshóps árið 2007 að þetta væri heppilegasta staðsetning olíubirgðastöðvar fyrir suðvesturhorn landsins. Morgunblaðið/Eggert Tankarnir Á þessu ári hefur verið unnið að lagfæringum og viðhaldi. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Af og til koma fram hugmyndir og áform um íbúðabyggð í Örfirisey. En þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar má draga þá ályktun að slík byggð geti fyrst risið eftir 15-20 ár að því gefnu að búið verði að finna nýjan stað fyrir olíubirgðastöð sem þjónaði suð-vesturhorni lands- ins. Fyrstu olíutankarnir voru reistir í Örfirisey árið 1950. Síðan hafa ver- ið reistir fjölmargir tankar og nú eru þeir 25 talsins, misstórir. Um helmingi af öllu eldsneyti, sem til landsins kemur, að flugvélaelds- neyti frátöldu, er landað í Örfirisey og olían geymd þar. Flugvélaelds- neyti er landað í Helguvík í Kefla- vík. Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir staðsetningu olíubirgða- stöðvar í Örfirisey á skipulags- tímabilinu, sem er til ársins 2030. Á grundvelli aðalskipulagsins hafa Faxaflóahafnir sf. endurnýjað lóða- leigusamninga við Olíudreifingu ehf. og Skeljung hf. og gilda þeir til 31. október 2030, eða næstu 12 árin. Það er fyrsta mögulega dagsetn- ingin fyrir brotthvarfi olíu- stöðvarinnar í Örfirisey. Af öryggis- ástæðum (möguleg sprenging og eldsvoði) verður íbúðabyggð ekki heimiluð í Örfirsey nema í öruggri fjarlægð frá olíubirgðastöðinni með- an hún er þar. Verður margra ára ferli Segjum svo að fundin hafi verið nýr staður fyrir olíubirgðastöð, árið 2030 verður næsta verkefni að rífa niður tankana, flytja þá á brott og hreinsa svæðið. Síðan þarf að fram- kvæma umhverfismat og skipu- leggja svæðið með tilheyrandi at- hugasemdafresti. Fáist öll tilskilin leyfi þarf að ráðast í nýjar landfyll- ingar og fergja þær áður en upp- bygging íbúðabyggðar getur hafist. Allt þetta ferli tekur mörg ár. Árið 2015 fluttu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn til- lögu um að reynt yrði að finna olíu- tönkum í Örfirisey nýjan stað. Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, veitti umsögn um tillöguna og vitn- aði m.a. í skýrslu verkefnisstjórnar um niðurstöður áhættumats og aðra staðarvalkosti: „Ef ákveðið verður að flytja starfsemi olíubirgðastöðv- arinnar frá Örfirisey þýðir það í raun byggingu nýrrar stöðvar á nýja staðnum og svo niðurrif stöðv- arinnar í Örfirisey. Olíubirgðastöðin Sumarið 2007 kynntu Reykja- víkurborg og Faxaflóahafnir sf. hugmyndir um uppbyggingu í Örfirisey. Róttækasta tillagan gerði ráð fyrir allt að 156 hekt- ara landfyllingu. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi borgar- fulltrúi, sagði ljóst að fram- kvæmt yrði fyrir tugi milljarða í Örfirisey, ef af yrði, og koma mætti fyrir 10-15.000 manna íbúðarbyggð á svæðinu, auk margs konar atvinnustarfsemi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagðist binda von- ir við að fasteignir á svæðinu yrðu komnar í sölu fyrir árslok 2017. Á svæðinu gæfist ein- stakt tækifæri í skipulags- málum og markmiðið væri að tryggja fjölbreytta íbúðar- byggð. Enn standa olíu- tankarnir á sínum stað í Örfirisey. Kynntu stór- tæk áform BJARTSÝNISÁRIÐ 2007 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Fjölmiðlakonan Inga Lind Karls- dóttir er í for- síðuviðtali í nýj- asta tölublaði Sportveiðiblaðs- ins, sem Gunnar Bender ritstýrir. Eggert Skúlason ræðir við Ingu Lind en hún hefur stundað stang- veiði frá unga aldri. Hún segir sí- fellt fleiri konur stunda veiðar, enda séu þær fyrir alla, konur sem karla. Nú séu t.d. komnar vöðlur í verslanir með kvensniði og konur „hlunkist“ ekki lengur um í karla- vöðlum. „Allar fyrirmyndir mínar í veiði eru karlar. Til dæmis eru í blaði eins og því sem þú ert að skrifa í nánast eingöngu myndir af körlum, tölublað eftir tölublað,“ segir Inga Lind í viðtalinu og slær á létta strengi. „Hlunkast ekki lengur um í karlavöðlum“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.