Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
í Örfirisey hefur of afgerandi þýð-
ingu fyrir eldsneytisdreifingu lands-
manna til að hægt sé nema að litlu
leyti að draga úr starfsemi þar fyrr
en ný stöð er komin í gagnið.“
Gísli vakti jafnframt athygli á
þeirri atvinnustarfsemi sem er í Ör-
firisey, hafnarbakka við Eyjargarð
og starfsemi útgerða og fiskvinnslu
í Vesturhöfninni. „Hugmyndir um
breytta landnotkun þarf væntan-
lega að skoða í ljósi þeirrar starf-
semi,“ segir Gísli m.a.
Áðurnefnd verkefnastjórn, undir
forystu Jóns Viðars Matthíassonar
slökkviliðsstjóra, skilaði skýrslu
sinni árið 2007. Hún fjallaði m.a. um
mögulegt staðarval nýrrar olíu-
birgðastöðvar.
Áhætta og kostnaður af land-
flutningum frá Örfirisey var borin
saman við 14 aðra staðarvalkosti á
strandlengjunni frá Reykjanesi og
upp á Grundartanga, umhverfisvá-
kort var rýnt fyrir allar staðsetn-
ingarnar og stofnkostnaður sam-
bærilegrar stöðvar áætlaður.
Eftir túlkun nefndra greininga
komst verkefnisstjórnin að eftirfar-
andi niðurstöðu um röðun stað-
arvalkosta: 1. Örfirisey, 2. Brimnes,
3. Keilisnes, 4. Álfsnes, 5. Straums-
vík, 6. Hafnarfjarðarhöfn, 7. Helgu-
vík og 8. Engey. Síðri kostir voru
taldir Kópavogshöfn, Sundahöfn,
Geldinganes, Hvalfjarðarnes,
Hvítanes, Olíustöðin í Hvalfirði og
Grundartangi.
Árið 2016 fékk Reykjavíkurborg
VSO ráðgjöf til að rýna fyrri grein-
ingar á staðarvali olíubirgðastöðvar.
Var niðurstaðan sú að þegar litið
væri til nýrra gagna sem snúa að
spá um eldsneytisnotkun á höfuð-
borgarsvæðinu, markmið um orku-
skipti, nýlegar framkvæmdir við
hafnargarð, stefnu aðalskipulags
um byggðaþróun á Örfirisey og
uppfærslur á olíubirgðastöð sé ólík-
legt að niðurstaðan um staðarval
komi til með að breytast á næst-
unni.
Þegar nær dragi að lokum gildis-
tímans(2030) sé mikilvægt að taka
upp staðarvalið og fara yfir for-
sendur, matsþætti, vægismat og
samanburð. Niðurstaðan þurfi að
liggja fyrir í tíma, þannig að aðilar
hafi nægjanlegan tíma til að bregð-
ast við niðurstöðum. Við þarfagrein-
ingu þurfi að líta til nýrra áætlana
og spár t.d. Eldsneytisspá Orku-
spárnefndar 2016-2050. Samkvæmt
spánni dregur verulega úr notkun
jarðefnaeldis á næstu árum og er
gert ráð fyrir að notkunin verði um
50% af notkuninni sem var árið
2007.
Í skýrslunni frá 2007 fylgdi ný-
virðismat VGK Hönnunar á bygg-
ingum og búnaði olíustöðvarinnar í
Örfirisey. Var það talið 6,4 millj-
arðar króna á verðlagi í september
2007 (m. vsk.). Uppreiknað til verð-
lags í dag eru þetta um 12 millj-
arðar. Þetta var gróft mat byggt á
einingaverði úr gömlum verkum.
Lóðaverð var ekki tekið með og
ekki heldur kostnaður við bryggjur.
Olíugeymarnir voru langstærsti ein-
staki þátturinn í þessum kostnaði.
Hafnarmannvirki við olíubirgða-
stöðina voru metin á 1.915 milljónir
króna, tæpa fjóra milljarða í dag.
Olíubirgðastöðin ekki á förum
Ekki er raunhæft að íbúðabyggð geti risið í Örfirisey fyrr en eftir 15-20 ár Olíubirgðastöðin hef-
ur leyfi til loka október 2030 Ekki hefur fundist heppilegri staðsetning fyrir nýja olíubirgðastöð
Faxaflóahafnir/Emil Þór Sigurðsson
Örfirisey Það var niðurstaða skýrslu starfshóps árið 2007 að þetta væri heppilegasta staðsetning olíubirgðastöðvar fyrir suðvesturhorn landsins.
Morgunblaðið/Eggert
Tankarnir Á þessu ári hefur verið
unnið að lagfæringum og viðhaldi.
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Af og til koma fram hugmyndir og
áform um íbúðabyggð í Örfirisey.
En þegar staðreyndir málsins eru
skoðaðar má draga þá ályktun að
slík byggð geti fyrst risið eftir 15-20
ár að því gefnu að búið verði að
finna nýjan stað fyrir olíubirgðastöð
sem þjónaði suð-vesturhorni lands-
ins.
Fyrstu olíutankarnir voru reistir
í Örfirisey árið 1950. Síðan hafa ver-
ið reistir fjölmargir tankar og nú
eru þeir 25 talsins, misstórir. Um
helmingi af öllu eldsneyti, sem til
landsins kemur, að flugvélaelds-
neyti frátöldu, er landað í Örfirisey
og olían geymd þar. Flugvélaelds-
neyti er landað í Helguvík í Kefla-
vík.
Aðalskipulag Reykjavíkur gerir
ráð fyrir staðsetningu olíubirgða-
stöðvar í Örfirisey á skipulags-
tímabilinu, sem er til ársins 2030. Á
grundvelli aðalskipulagsins hafa
Faxaflóahafnir sf. endurnýjað lóða-
leigusamninga við Olíudreifingu
ehf. og Skeljung hf. og gilda þeir til
31. október 2030, eða næstu 12 árin.
Það er fyrsta mögulega dagsetn-
ingin fyrir brotthvarfi olíu-
stöðvarinnar í Örfirisey. Af öryggis-
ástæðum (möguleg sprenging og
eldsvoði) verður íbúðabyggð ekki
heimiluð í Örfirsey nema í öruggri
fjarlægð frá olíubirgðastöðinni með-
an hún er þar.
Verður margra ára ferli
Segjum svo að fundin hafi verið
nýr staður fyrir olíubirgðastöð, árið
2030 verður næsta verkefni að rífa
niður tankana, flytja þá á brott og
hreinsa svæðið. Síðan þarf að fram-
kvæma umhverfismat og skipu-
leggja svæðið með tilheyrandi at-
hugasemdafresti. Fáist öll tilskilin
leyfi þarf að ráðast í nýjar landfyll-
ingar og fergja þær áður en upp-
bygging íbúðabyggðar getur hafist.
Allt þetta ferli tekur mörg ár.
Árið 2015 fluttu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn til-
lögu um að reynt yrði að finna olíu-
tönkum í Örfirisey nýjan stað. Gísli
Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna,
veitti umsögn um tillöguna og vitn-
aði m.a. í skýrslu verkefnisstjórnar
um niðurstöður áhættumats og aðra
staðarvalkosti: „Ef ákveðið verður
að flytja starfsemi olíubirgðastöðv-
arinnar frá Örfirisey þýðir það í
raun byggingu nýrrar stöðvar á
nýja staðnum og svo niðurrif stöðv-
arinnar í Örfirisey. Olíubirgðastöðin
Sumarið 2007 kynntu Reykja-
víkurborg og Faxaflóahafnir sf.
hugmyndir um uppbyggingu í
Örfirisey. Róttækasta tillagan
gerði ráð fyrir allt að 156 hekt-
ara landfyllingu. Björn Ingi
Hrafnsson, þáverandi borgar-
fulltrúi, sagði ljóst að fram-
kvæmt yrði fyrir tugi milljarða
í Örfirisey, ef af yrði, og koma
mætti fyrir 10-15.000 manna
íbúðarbyggð á svæðinu, auk
margs konar atvinnustarfsemi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
formaður skipulagsráðs
Reykjavíkur, sagðist binda von-
ir við að fasteignir á svæðinu
yrðu komnar í sölu fyrir árslok
2017. Á svæðinu gæfist ein-
stakt tækifæri í skipulags-
málum og markmiðið væri að
tryggja fjölbreytta íbúðar-
byggð. Enn standa olíu-
tankarnir á sínum stað í
Örfirisey.
Kynntu stór-
tæk áform
BJARTSÝNISÁRIÐ 2007
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AIR OPTIX® COLORS
Linsur í lit
Fjölmiðlakonan
Inga Lind Karls-
dóttir er í for-
síðuviðtali í nýj-
asta tölublaði
Sportveiðiblaðs-
ins, sem Gunnar
Bender ritstýrir.
Eggert Skúlason
ræðir við Ingu
Lind en hún hefur stundað stang-
veiði frá unga aldri. Hún segir sí-
fellt fleiri konur stunda veiðar,
enda séu þær fyrir alla, konur sem
karla. Nú séu t.d. komnar vöðlur í
verslanir með kvensniði og konur
„hlunkist“ ekki lengur um í karla-
vöðlum.
„Allar fyrirmyndir mínar í veiði
eru karlar. Til dæmis eru í blaði
eins og því sem þú ert að skrifa í
nánast eingöngu myndir af körlum,
tölublað eftir tölublað,“ segir Inga
Lind í viðtalinu og slær á létta
strengi.
„Hlunkast ekki lengur
um í karlavöðlum“