Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Í s l e n s k i r o s t a d a g a r 15.–31. okt. Í Ostóber fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta. Af því tilefni hafa veitingastaðir um allt land brugðið á leik og galdrað fram fjölbreytt tilbrigði við ost. Fagnaðumeð okkur og smakkaðu bragðgóða íslenska osta í ýmsum útfærslum hjá listakokkum landsins. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Eins og mislitar perlur á bandi rann kindahópurinn eftir túninu við Brekknafjall og stefndi heim að fjár- húsum. Ærnar voru ekki allar jafn- fúsar að halda heim í stilltu og björtu haustveðrinu en bóndinn gaf ekki eftir enda lægðir og leiðinda- veður í kortunum næstu daga. Þarna var á ferðinni fé Syðri- Brekkna 2 en feðgarnir Úlfar og Þórður Úlfarsson voru þar að ljúka haustverkunum. Aðspurðir segja þeir heimtur vera góðar af fjalli og smölun gekk al- mennt vel í haust. Féð er þó ívið létt- ara en í fyrrahaust og á Syðri- Brekkum 2 er meðalþyngdin um einu kílói minni en í fyrra, líkt og annars staðar á svæðinu. „Veðráttan á þar stærsta þáttinn, fyrri hluti sumars var mjög þurr og hlýr og þá nýtist beitin illa en við slíkar aðstæður sækir féð í að liggja meira fyrir, gjarnan í skjóli við börð en er ekki á beit. Síðsumars og í haust gekk svo á með mikilli bleytu- tíð þannig að lítið varð úr beit í rign- ingarsvaðinu,“ sögðu þeir Úlfar og Þórður. Axla ábyrgð og stuðla að minnkun kjötfjallsins í landinu Slátrun er nú lokið og sagði Þórð- ur bóndi að um 500 hausar hefðu far- ið frá þeim í sláturhús Fjallalambs. „Við tókum meðvitaða ákvörðun um að fækka fénu um 10% í haust í ljósi aðstæðna í landbúnaði almennt og leggja okkar af mörkum í að minnka kjötbirgðir í landinu. Ef fleiri hugs- uðu þannig væru líklega minni vand- ræði í þessari atvinnugrein,“ sagði Þórður Úlfarsson sem verður með rúmlega 300 fjár á húsi í vetur. „Ég söðla svo um að loknum haustverkum og fer aftur í siglingar, bæði til að nota skipstjórnarréttind- in mín og fá um leið auknar tekjur, ég hef undanfarin ár aðallega verið að sigla hjá Eimskip en einnig hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Þórður Úlfarsson bóndi og stýrimaður, jafn- vígur bæði á landi og sjó. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Svartur Innan um laglegar og lagðprúðar ærnar leynist svartur sauður. Meðalþyngd fjár af fjalli minni en í fyrra  Fé á Brekkum 2 fækkað um 10% Bændur Kristín Kristjánsdóttir, Úlfar Þórðarson og Þórður Úlfarsson. Samningur var undirritaður í vikunni á milli Samtaka fjármálafyrirtækja og Landspítala um að vátrygginga- félögin Sjóvá, TM, VÍS og Vörður styrki hjartadeild spítalans um 18 milljónir króna á næstu þremur ár- um. Styrknum verður varið til að stórefla fræðslu og forvarnastarf á vegum hjartadeildar. Í tilkynningu segir að verkefnið sé ærið þar sem hjarta- og æðasjúkdómar séu helsta dánarorsök Íslendinga. Í fyrstu verður megináherslan á að styrkja svokallaðar annars stigs for- varnir, þ.e. forvarnir hjá þeim sem hafa þegar greinst með kransæða- sjúkdóm. Það felur meðal annars í sér reykleysismeðferð, meðferð við há- þrýstingi, sykursýki og hækkuðu kól- esteróli. Samningurinn felur einnig í sér þróun vefsíðu með gagnvirku fræðsluefni um kransæðasjúkdóma. Þá verður styrkurinn m.a. nýttur til umbóta á aðstöðu sjúklinga og að- standenda þeirra sem liggja á hjarta- deild. Sömuleiðis á að efla starfsþró- un hjá starfsfólki deildarinnar. Styrkja hjartadeild um 18 milljónir Forvarnir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, Katrín Júlíusdóttir, framkæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, og Bylgja Kær- nested, deildarstjóri á hjartadeild, skrifa undir samstarfssamninginn. Að baki þeim eru fulltrúar frá tryggingarfélögunum Sjóvá, VÍS, TM og Verði. Spænsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir hádegisfyrirlestri nk. mánudag. Þar mun Juan Lama Arenales hagfræðingur flytja erindi um spænska fasteignamark- aðinn, en þar hafa fjölmargir Ís- lendingar fjárfest að undanförnu. Mun Arenales fjalla um það sem gæti gerst á þessum markaði á Spáni á næstu árum. Að fyrirlestri loknum mun hann kynna styrk sem Háskólinn í Sala- manca hefur ákveðið að veita tveimur Íslendingum til MBA-náms í skólanum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og haldinn á Eiðistorgi, í sal Innovation House. Gengið er upp andspænis bókasafninu. Rætt um spænska fasteignamarkaðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.