Morgunblaðið - 18.10.2018, Side 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Hin ástkæra tunga
okkar er í stórhættu,
eins og flestum okkar
mun vera ljóst. Eflaust
er allt of seint að reyna
að klóra eitthvað í
bakkann og koma með
ábendingar um eitt-
hvað sem við gætum
varast eða reynt að
leiðrétta. Ég á reyndar
von á að ýmsum muni
finnast sumt sem hér verður talið upp
smámunasemi og jafnvel taut. Það
verður þá að una því.
Sögnin að elska er okkur flestum
mjög kær, svo kær að við erum farin
að nota hana í tíma og ótíma. Fjög-
urra ára sonardóttir mín sat til borðs
á heimili mínu með okkur eldri kyn-
slóðinni einn daginn, eins og reyndar
oft áður, og kvað þá skyndilega upp
úr (vonandi af því að hún fann gott
bragð): „Maður elskar ekki mat,
manni finnst hann góður!“ Með mik-
illi áherslu sagt. Við nánari eftir-
grennslan komst ég að því að þennan
fróðleik hafði hún að heiman. Og
gladdist mjög, því að ég
hef heyrt bæði börn og
fullorðna kalla upp eða
segja í hjartans ein-
lægni: Ég elska ferða-
lög, ég elska bækur, ég
elska úlpuna mína, ég
elska sundlaugina, ég
elska … og í hvert sinn
fæ ég óþægindahroll!
Maður elskar ekki hvað
sem er. Við elskum
hvert annað (vonandi)
en ekki dauða hluti eða
hugmyndir, jafnvel ekki
heldur sólarstrendur, þó að þar sé
notalegt að vera. Okkur líkar við –
finnst skemmtilegt – langar að nota –
aðhyllumst – sækjum í – finnst þægi-
legt að nota – lesum skemmtilegar og
fróðlegar bækur. Nægilegt úrval af
orðum til ennþá. Að elska er svo
virðulegt orð, notum það sparlega.
Jafnvel þótt enskumælandi fólk noti I
love it í tíma og ótíma þurfum við ekki
að apa það eftir. Og gætum þess að
týna ekki öllum skemmtilegu hugtök-
unum okkar í íslenskunni sem hefðu
þau áhrif að einfalda málið okkar.
Í klausu sem ég heyrði í umræðu
nýlega var sagt: „Einungis lítið brot af
fólki getur nýtt sér þjónustu fyrir fatl-
aða.“ Það er auðvitað bagalegt, en
hvernig brot „af fólki“ er þetta – part-
ur – partar? Hluti af manneskjum?
Þarna hefði verið betra að segja: „Ein-
ungis fátt fólk“ – eða „fáir fatlaðir geta
nýtt sér …“ Oft heyrist líka talað um
að „mikið af fólki“ sé statt einhvers
staðar eða taki þátt í einhverju. Eig-
um við ekki heldur að tala um margt
fólk? Ekki einhverja hluta af fólki.
Einhvern veginn truflar mig líka þeg-
ar talað er um mikið af ritverkum eða
tónverkum sem einhver hefur skilað
af sér. Mér finnst eðlilegra og fallegra
að segja: Mörg ritverk, mörg tónverk
eða fjölmörg eða ógrynni ef orðið
mörg er ekki nógu sterkt.
Orðið yfir er margsinnis notað ef
talað er um rúman tíma: Einhver
sagði frá því að hann hefði farið yfir
50 sinnum á þjóðhátíð. Og annar hafði
haldið yfir 100 tónleika. Heyrið þið
ekki hvað þetta er lélegt þegar þið
lesið þetta upphátt? Yfir er skemmti-
legur leikur sem mikið var iðkaður í
minni bernsku og æsku. Yfir þýðir
auðvitað fyrir ofan eitthvað, en þegar
um tölur er að ræða er maður ekki yf-
ir 60 ára eða yfir 90 ára og fer ekki á
yfir einhvern fjölda leikja eða hátíðir.
Einhver fer rúmlega 50 sinnum á
þjóðhátíð. Og annar heldur rúmlega
eða ríflega 100 tónleika. Karlinn er
orðinn rúmlega sextugur eða konan
vel sextug. Eða losar sextugt. Líka er
hægt að námunda og segja um 50
sinnum eða um sextugt. Við eigum
góð hugtök til að nota.
Ef talað er við tvo í viðtali sjón-
varps eða útvarps er iðulega sagt:
Verið velkomin bæði tvö. Er það ekki
bein þýðing úr dönskunni: begge to?
Þetta er a.m.k. ekki íslenska. Nóg að
segja: Verið bæði velkomin – eða
bara: Velkomin – einkum ef það er í
sjónvarpsviðtölum þar sem vel sést
að þarna eru tveir viðmælendur.
Þá orðasambandið í burtu: Maður
sagði frá að hann hefði verið „mikið í
burtu“ meðan hann var í námi erlend-
is. Hljómar eins og hann hafi verið úti
í buskanum. Fallega íslenska orðið er
fjarverandi – lengi fjarverandi hefði
hér átt vel við eða einfaldlega var
lengi að heiman.
Og líklega enn ein dönskuslettan,
eða hvað? Eitthvað smellpassar – eða
smekkpassar. Ég hef heyrt hvort
tveggja. Líkar hvorugt. Eitthvað fell-
ur vel að, passar við (varla íslenska
heldur), fer vel við. Vöndum okkur.
Samhliða þessu síðastnefnda mætti
nefna nýlegt undarlegt orðalag: Það
tikkar í öll boxin – ég hef líka heyrt
pikkar í mörg box! Hvaða box? Við
eigum eitthvað íslenskara til að nota:
Til staðfestingar – öll atriði falla sam-
an – á við umrætt efni – styður við
málstaðinn – undirstrikar málið –
klingir öllum bjöllum (ef endilega þarf
að vera hljóð með). Skoðum þetta.
Líklega ætti ég ekki að hætta mér
út í íþróttamálið. Verð þó að nefna
skrítið orðalag eins og að tapa stórt –
og að tapa flatt! Hins vegar fannst
mér fyndið orðalag sem notað var þeg-
ar íslenska liðið svínlá fyrir Belgum!
Hin litla klausa Morgunblaðsins
Málið er mjög góð og skemmtileg, og
ástæða til að hvetja alla til að lesa
hana gaumgæfilega daglega.
Gamall kennari um mælt mál
Eftir Rúnu
Gísladóttur
Rúna Gísladóttir
» Sögnin að elska er
okkur flestum mjög
kær, svo kær að við er-
um farin að nota hana í
tíma og ótíma.
Höfundur er myndlistarmaður og
fyrrverandi kennari.
Árið 2011 lagði ÖBÍ
mál sem varðar sérstakar
húsaleigubætur fyrir
borgarráð. Á þessum sjö
árum hefur dómur gengið
í vil leigjendum sem eiga
rétt á bótum en borgin
tregðast við að greiða.
Á meðan eyða þeir fé í
fáránleg verkefni, s.s.
hamfarir við Hofs-
vallagötu þar sem sett
voru upp blómaker með nílarsefi og
fuglahúsum í nóvember. Vissi enginn
hjá borginni að jurtin er frá Egypta-
landi og þurfti heitt og rakt loftslag?
Enda dóu vesalings plönturnar í
nöprum gjóstinum frá Skerjafirði. Veit
enginn í ráðinu að fuglar verpa ekki í
nóvember á Íslandi? Kostnaður að því
er okkur er tjáð – við borgum brúsann
– að núvirði um 70 milljónir! Hverf-
isgatan máluð; ein akrein fyrir hjólreið-
ar – hreinsað eftir að bent var á hræði-
lega slysahættu þar sem hjólabrautin
endaði á fjölförnum gatnamótum
Hverfisgötu og Snorrabrautar. Kostn-
aður 30 milljónir.
Nýlegt dæmi er bragginn í Naut-
hólsvík sem kostaði guð veit hvað en er
kaffihús, eitt af því fáa sem skortir í
Reykjavík.
Fyrrverandi yfirmaður velferðar-
ráðs skrapp í helgarferð með liðið,
kostnaður 18 milljónir. Nefni einungis
örfá dæmi af mýmörgum!
Af hverju er alltaf til nóg fé þegar
bruðl og óráðsía borg-
arráðs fer með him-
inskautum? Af hverju
sýna kjörnir fulltrúar
borgarinnar, tæplega
fimm hundruð manns,
það skeytingarleysi að
hlíta ekki dómi? Vita þeir
ekki að vinastjórn, hags-
munagæsla og sporslu-
stjórnun gengur ekki
lengur?
Við horfðum agndofa á
fréttaþátt um meðferð Ís-
lendinga á útlendingum. Maður
skammast sín fyrir að tilheyra þjóð
sem níðist á fólki vegna ókunnugleika.
Er að breyttu breytanda stigs-
munur en ekki eðlis á því sem borgin
gerir öryrkjum? Útlendingarnir geta
ekki varið sig vegna kunnuáttuleysis
og mitt fólk getur ekki borið hönd fyr-
ir höfuð sér vegna langvinnra sjúk-
dóma.
Rekið slyðruorðið af ykkur, kæru
borgarfulltrúar: hlítið dóminum um
sérstakar húsleigubætur strax. Þið vor-
uð eldsnögg að hækka launin hjá ykk-
ur, verið jafnsnögg að vinda ofan af
aumum fáránleikanum. Fjárfestið í
dýrmæta fólkinu okkar en ekki fífla-
legum framkvæmdum.
Röng forgangsröðun
Eftir Ernu
Arngrímsdóttur
Erna Arngrímsdóttir
» Borgin er með ranga
forgangsröðun varð-
andi fé almennings.
Höfundur er sagnfræðingur.
W W W. S I G N . I S
Fo r n u b ú ð u m 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0