Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 46

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Rafvirkjar athugið! HA PPATALA • D AGSINS ER •46 TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Eitt af því sem gleð- ur mannsins hjarta er tónlistin og allt sem henni tengist, enda hefur tónlist verið mótandi þáttur í veg- ferð mannsins í gegn- um tíðina. Sem betur fer hafa fjölmargir þá náðargáfu að geta ekki eingöngu notið tónlistarinnar með hlustun, heldur tekið sjálfir þátt í söng eða hljóðfæraleik með þeim mannbætandi og þroskandi áhrifum sem það hefur á einstaklinginn. Allir foreldrar vilja auðvitað gera allt fyrir börn sín, m.a með því að hvetja þau til tónlistarnáms, en því miður er ekki öllum gefin þessi náð- argáfa, sem rifjaðist upp fyrir mér, þegar dóttursonur minn átta ára var kominn með básúnu og byrj- aður í spilatíma. Sjálfur hafði ég nokkrum árum eldri verið settur til náms til að læra að spila á trompet. Ekki gekk það fyrst alltaf sem skyldi og mér m.a. bent á það að ég væri ekki að spila upp og niður tón- skalann svokallaðan, heldur væri ég yfirleitt að blása sama tóninn, sem kallaðar er á tón- listarmáli C. Eitthvað lagaðist tóneyrað og annað í þeim dúr með tíð og tíma og var nú svo komið sögu, að ég átti að spila einleikslag fyrir trompet, sem var japanskt og hét „Kveðjusöngur sjálfs- morðsflugmannsins“. Erfitt lag að spila á trompetinn, sérstaklega kaflinn, þar sem flugmaðurinn steypir vélinni niður að bandaríska flugvélamóð- urskipinu. Kennarinn, sem hafði hlustað alvörugefinn á mig meðan ég lék lagið, gengur til mín að því loknu, tekur fast utan um axlirnar og horfir alvarlega í augu mér með mikilli samúð og spyr. „Jónas! Er erfitt heima fyrir hjá þér?“ Það var það ekki og þótt ungur væri að ár- um, þá skildi ég hvað bjó að baki. Það er alkunna að jafnvel snillingar verða ekki lengur með á nótunum eða jafnvel eins og út úr kú vegna erfiðleika af ýmsu tagi, m.a. vegna heimilisofbeldis, kynferðislegrar misnotkunar, drykkjuskapar for- eldra og guð má vita hvað. Eitthvað sem brýtur einstaklinginn al- gjörlega niður sálrænt, ekki síst þegar börn og unglingar eiga í hlut. Var það vafalaust vel meint hjá kennaranum, að ég fengi að njóta vafans, en heldur hefði ég viljað fá það umbúðalaust, að ég hefði enga burði til að læra að spila á trompet eða leggja fyrir mig tónlistarnám. Alla vega var spilamennsku minni þar með endanlega lokið. Oft hef ég öfundað þá fjölmörgu, sem hafa þann hæfileika að geta sungið og þá er ég alls ekki endi- lega að tala um þá, sem hafa gert söng að atvinnu sinni með einum eða öðrum hætti, heldur ekki síst bara þá sem geta borið það við að syngja og þá hver með sínu nefi, þegar svo ber undir. Því miður hafa ekki allir hæfileika til þess að geta sungið yfirhöfuð, laglausir, eins og reyndist í mínu tilviki, sem ég segi nú frá. Er ég var unglingur var kett- lingur á heimili mínu. Eitt sinn lá ég uppi í sófa og vildi að kettling- urinn lægi á bringunni á mér og vildi strjúka honum og láta vel að. Sá var aldeilis ekki til í það og þeg- ar ég reyndi að neyða hann til þess, þá barðist hann með kjafti og klóm til að losna í burtu. Gafst ég að lok- um upp og sleppti honum, en þá var hann búinn að klóra á mér allt vinstra handarbakið og sjást örin enn. Fyrr skyldi láta snúa sig úr hálsliðnum frekar en að liggja á bringunni á mér. Kettlingurinn nú orðinn laus þaut að stofudyrunum og ætlað að forða sér út, en dyrnar voru þá lokaðar, sem ég hafði ekki athugað. Fór ég að syngja lítinn lagstúf, en viti menn kettlingurinn kemur um leið og leggst á bringuna á mér og horfir á mig með slíkum bænaraugum, eins og hann væri að biðja sér griða. Um leið og ég hætti að syngja rauk hann í burtu. Þetta endurtók sig og þá rann það loks upp fyrir mér, að kettlingurinn vildi kosta öllu til, bara að hann þyrfti ekki að hlusta á mig syngja, meira að segja að leggjast svo lágt að liggja á bringunni á mér upp í sófa. Eftir þetta atvik hef ég aldrei borið það við að reyna að syngja nokkurs staðar. Jónas! Syngja með! Vertu ekki svona leiðinlegur! Við erum öll að skemmta okkur! Það er nóg fyrir mig að líta á örin á handarbakinu á mér og sjá um leið kettlinginn fyrir hugskotssjónum mér til þess að slá öllu slíkum hugmyndum frá mér og þegja þunnu hljóði. Vonandi er þessi reynsla mín eða ámóta ekki algeng, en fyrir þá sem svipað er ástatt um og mig, hvað snertir algeran skort á tónlistar- hæfileikum, þá eigum þó alltaf að geta huggað okkur við það og glaðst yfir því að geta eftir sem áð- ur notið tónlistar, sem aðrir spila eða syngja. Þá má hafa það í huga, að sagt er að allir eigi að búa yfir einhverjum sérhæfileika einhvers staðar á hinum ýmsu sviðum mann- lífsins, þótt ekki sé það á tónlistar- sviðinu. Það er bara að leita og reyna að finna þennan hæfileika. Sjálfur er ég reyndar enn að leita. Tónlist og tónlistarhæfileikar Eftir Jónas Haraldsson » Við eigum þó alltaf að geta huggað okk- ur við það og glaðst yfir því að geta eftir sem áð- ur notið tónlistar, sem aðrir spila eða syngja. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Ég endaði síðustu grein mína á því að segja að í næstu grein myndi ég út- skýra fyrir Reykvík- ingum hvers vegna þeir ættu að hafna dýrri útgáfu af hrað- vagnakerfi en sam- þykkja frekar lausn sem væri lauslega áætlað 4-8 sinnum ódýrara hraðvagnakerfi. Til að útskýra betur fyrir lesendum það sem ég ætla að fjalla um núna er tilvalið að styðjast við þjóðsöguna um naglasúpuna. Naglasúpan Þetta er heimsþekkt þjóðsaga og til í ýmsum tilbrigðum. Á þessari slóð má finna lýsingu á einu tilbrigðanna: www.leikurad- bokum.net/Naglasúpan Ferðalangur kemur í þorp með tóman pott og nagla og biður þorpsbúa um mat, án árangurs. Hann fyllir þá pottinn af vatni og setur svo naglann í pottinn. Þá hrærir hann í pottinum og gefur frá sér ánægjuhljóð. Þorpsbúar eru forvitnir og spyrja ferðalang- inn hvað hann sé að gera. Hann kveðst vera að gera nagla- súpu sem sé alveg frábær á bragðið, en yrði þó enn betri með smáviðbót. Þorpsbúar streyma þá að með gulrætur, kartöflur, lauk o.fl. gegn því að þeir fengju að smakka á súpunni. Útkoman varð ljúffeng súpa sem allir urðu ánægðir með. Borgarlínusúpan Ímyndum okkur nú að sögu- þráðurinn í borgarlínuævintýr- inu hefði í meginatriðum verið sá sami og í þjóðsögunni um nagla- súpuna. Í upphafi hefðu íbúar höfuðborgarsvæðisins verið spurðir að því hvort þeir væru hlynntir sérrými fyrir strætó og endurbættum biðstöðvum, sem samtals myndu kosta 80 millj- arða. Flestir hefðu svarað þess- ari spurningu neitandi. SSH hefði þá sett 80 milljarðana í pott og búið til borgarlínusúpu með fallegum glærukynningum þar sem fram kæmi að svokölluð borgarlína myndi leiða til þess að farþegafjöldi í strætó myndi aukast verulega og umferð einkabíla minnka. Árangurinn yrði þó enn þá betri ef byggð yrði þétt verulega meðfram borgarlínunni, ferðatíðni tvöföld- uð, bílastæðagjöld hækkuð og teknir upp vegtollar. Auk þess myndu ríkissjóður og lóðarhafar nýrra íbúða meðfram borgarlín- unni borga megnið af brúsanum. Meirihluta íbúa hefði þá fundist borgarlínusúpan vera góð á bragðið og sjálfsagt að kaupa hana. Það sorglega er að það „gleymdist“ að upplýsa að 10-20 milljarða borgarlína hefði skilað nánast sama árangri. Aukin ferðatíðni skiptir meginmáli SSH hafði frumkvæði að því að fá Jarrett Walker til landsins til aðstoðar við skipulag Borgarlínu. Hann hefur komið að skipulagi fjölda almenningssamgöngukerfa víðsvegar í heiminum. Erindi sem hann flutti árið 2015, markaði upphaf skipulags borgarlínunnar og má finna á heimasíðu SSH, sjá ssh.is/utgefidh-efni/kynningarefni Í erindinu kemur fram sú skoð- un hans að fyrsta skrefið í end- urbótum á strætókerfi sé að auka ferðatíðni á stofnleiðum. Að hans dómi skiptir minna máli í hvaða búning stofnleiðirnar séu færðar, t.d. hvort um sé að ræða hrað- vagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT). Þegar reynslan af aukinni ferðatíðni liggur fyrir, þá er hægt að taka ákvörðun um „búning- inn“, t.d. hvort tekið verði upp BRT eða eitthvert svipað kerfi síðar. Að mínum dómi hefði verið affarasælla að fara betur að ráð- um Jarretts Walker. Borgarlínan = Þjóðsagan um naglasúpuna Eftir Þórarin Hjaltason » Það sorglega er að það „gleymdist“ að upplýsa að 10-20 millj- arða borgarlína hefði skilað nánast sama ár- angri. Þórarinn Hjaltason Höfundur er umferðar-verkfræð- ingur og MBA. thjaltason@gmail.com Matur Ég hef veitt því athygli að undan- förnu að bílstjórar á höfuðborgar- svæðinu virða ekki þá eðlilegu reglu að á vinstri akrein skuli aksturshraði meiri en á þeirri hægri. Þannig fara bílstjórar á hægri akrein ítrekað fram úr þeim á vinstri akrein, nema þeir síðarnefndu aki þeim mun hraðar en löglegar hraðatakmarkanir gera ráð fyrir. Þetta gerir jafnvel að verkum að erfitt getur reynst fyrir ökumann á vinstri akrein að skipta yfir á þá hægri og er sérlega hvimleitt þegar sá til vinstri hefur í hyggju að beygja til hægri á næstu gatnamótum. Ágætu bílstjórar, virðum reglur um mismunandi hraða á vinstri og hægri akreinum! Virðingarfyllst, Áhyggjufullur ökumaður. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Áskorun til bílstjóra Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.