Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 POTTAR OG PÖNNUR Fagmaðurinn velur AMT en þú? Þýsk hágæðavara Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Allt fyrir eldhúsið Í gamalli en góðri bók, sem er reyndar margar bækur saman- komnar í einni, stund- um kölluð bók bók- anna, er að finna óendanlega upp- sprettu góðra gilda og hugmynda, vonar og kærleika, lífs, ljóss og friðar. Þar hvetur höf- undur og fullkomnari lífsins okkur meðal annars til að elska náungann eins og okkur sjálf. Elska án skilyrða eða fordóma og koma náunganum til hjálpar eftir fremsta megni. Vera brennandi af fórnandi kærleika sem hlúir að, um- vefur og hjúkrar, skiptir sköpum og bjargar. En til þess verðum við líka að vera sjálfselsk. Já, ég sagði sjálfselsk. Ekki sjálfhverf eða sjálfmiðuð, sjálf- umglöð, sérhlífin eða eigingjörn. Það er allt annað mál. Heldur að taka okkur í sátt og elska og virða okkur sjálf eins og við erum svo við höfum krafta, burði og anda til að átta okk- ur á hæfileikum okkar og köllun til að hjálpa öðrum og vera til bless- unar. Við þurfum að hvílast og nærast. Það er gömul saga og ný. Huga að líkama, sál og anda án þess að gera það að öfgum, svo við höfum eitthvað fram að færa og gefa. Það er nefnilega þannig að þeir sem elska sjálfan sig geta elskað aðra. Þeir hins vegar sem eru sjálf- hverfir þeir eru eigingjarnir og miða allt út frá sjálfum sér og eigin þörf- um án þess að taka tillit til annarra eða eins eða neins. Eru með sjálfan sig á heilanum og miða allt og allar þarfir út frá eigin hagsmunum. Slík- ir hafa ekkert að gefa og engu að miðla og er hvorki hægt að notast við að byggja upp samfélag eða að koma náunganum til hjálpar. Hugsum hlýlega til okkar Hættum að reyna að tikka alltaf stöðugt í öll boxin og hættum að reyna að vera alltaf allt í öllu alls staðar. Vinna minna og eiga minna en elska þeim mun meira. Hugsum hlýlega til okkar og hugum að sjálf- um okkur. Leitumst við að læra að meta okkur sjálf og virða svo við komum auga á styrk- leikana og göngumst við vanmættinum. Leggjum rækt við ræt- urnar og hjartað. Verj- um sem mestum tíma með fjölskyldu og nán- ustu vinum og njótum þess að upplifa saman jafnframt því að gefa kost á okkur í sjálf- boða-, hugsjóna- og hjálparstörf og leitast þannig við að sjá okkur sjálf, náungann og um- hverfið í auðmýkt og með hjartanu. Stöldrum við og njótum náttúr- unnar, íhugum og biðjum. Þannig söfnum við okkur saman og kjörnum okkur. Þannig snertir núið eilífðina. Þannig upplifum við og finnum að við erum partur af einhverju stærra og meira, hærra, víðara og dýpra. Þannig styrkjumst við í auðmýktinni og einlægninni. Biðjum þess að við berum ávöxt Guði til dýrðar, samferðafólki okkar til blessunar og sjálfum okkur til heilla. Því að í Guðs augum ert þú ekki eitthvað sem var og alls ekki eitt- hvað sem aldrei varð eitthvað. Held- ur ert þú í hans augum eilífðar- verðmæti sem eru og munu verða. Þú ert elskaður/elskuð af Guði fölskvalausri og skilyrðislausri ást. Hann vill að þú farir vel með þig svo þú getir látið muna um þig og verið, jafnvel í veikum mætti, farvegur ást- ar hans inn í þennan heim. Elskum okkur sjálf á meðan við lifum. Og elskum fólkið okkar á með- an það lifir. Því að þegar fólkið okk- ar er farið er of seint að sýna því virðingu og ást svo það fái notið þess. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Að vera sjálfselskur Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Nærum sjálfselsk- una ásamt því að rækta það að elska aðra. Það er ekki sama og að vera sjálfhverf, sjálf- miðuð, sjálfumglöð, sér- hlífin eða eigingjörn. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Ég hef furðað mig nokkuð á þeirri her- ferð sem m.a. heil- brigðisráðherra virð- ist vera í gegn einkarekinni heil- brigðisstarfsemi. Markmið heilbrigðis- ráðherra og annarra yfirvalda á heilbrigð- issviði virðist fyrst og fremst vera að koma í veg fyrir einkarekstur með öllum tiltækum ráðum og þá að önnur markmið, svo sem velferð sjúk- linga, verði að víkja fyrir þessu meginmarkmiði. Að meginstefnu til eru tvær leiðir til að reka starfsemi, annars vegar opinber rekstur og hins vegar einkarekstur. Ef annað þessara rekstrarforma er útilokað þá þrengir það einfaldlega þá val- kosti sem eru í boði til að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu á eins hagkvæman hátt og mögulegt er á hverjum tíma. Benda má á nýjustu hugmyndir sem uppi er um að ekki megi reka heilbrigðisþjónustu í hagnaðar- skyni en ég á satt best að segja erfitt með að skilja hvaða máli það skiptir yfir höfuð að einhver ábati sé af rekstri, aðalmálið er ríkið varðar er heildar- kostnaðurinn og gæði þjónustunnar. Stað- reyndin er jafnframt sú að ef starfsemi er ekki rekin í hagn- aðarskyni þá er mikil tilhneiging til að ráð- stafa hinum þá óæski- lega ábata af rekstri í annað, svo sem í óarðbærar fjárfest- ingar, eða þá að al- mennt aðhald í rekstri sé ekki við- haft með fullnægjandi hætti. Þetta er krónískt vandamál sem plagar allan opinberan rekstur og opinberar framkvæmdir, eins og nýjasti skandallinn hjá borginni varðandi braggann fræga sýnir svo glöggt. Atlaga heilbrigðisyfirvalda að einkarekstri nú virðist jafnframt vera verulega vanhugsuð og fyrst og fremst byggð á pólitískri „rétthugsun“ en ekki því mark- miði að hámarka velferð sjúklinga á eins hagkvæman hátt og mögu- legt er. Reglulega berast t.d. fréttir af Landspítalanum þar sem starfsfólk kvartar undan miklu álagi og að aðstaðan sé ekki góð. Lausnin á þessum vanda spítalans hlýtur að liggja í augum uppi, þ.e.a.s. að verk- efnum sé útvistað eins og kostur er, þannig að spítalinn sjálfur geti sinnt hlutverki sínu að veita flókna og erfiða meðferð, sem ann- arstaðar er ekki í boði. Með því að leggja á spítalann kvaðir um að sinna „einfaldari“ verkefnum eins og hnjáskiptiaðgerðum sem unnt er að veita annars staðar þá er í raun einfaldlega verið að grafa undan getu spítalans til að sinna flóknari og erfiðari verkefnum. Annað dæmi sem nefna má eru þær hugmyndir landlæknis að leggja af starfsemi Krabbameins- félagsins og færa skimun undir opinbera stofnun. Þessar hug- myndir eru alveg ótrúlegar í ljósi þess frábæra starfs sem Krabba- meinsfélagið hefur staðið fyrir ár- um saman og mikil vanvirðing við þá starfsemi sem þar fer fram. Réttara væri að styðja við starf Krabbameinsfélagsins fremur en að reyna að grafa undan henni. Hvað ætli það eigi svo eftir að kosta ríkið marga milljarða að færa þessa starfsemi undir opin- beran rekstur, dæmin sanna að þeir verða a.m.k. nokkrir, fé sem betur væri varið í annað. Eftir Skúla Sveinsson Skúli Sveinsson »Meginmarkmið að koma í veg fyrir einkarekstur með öllum tiltækum ráðum og þá að önnur markmið, svo sem velferð sjúklinga, verði að víkja. Höfundur er lögmaður. skuli@logvernd.is Velferð sjúklinga í öðru sæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.