Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
✝ Gunnar LaugiGuðlaugsson
fæddist í Reykjavík
14. júlí 1959. Hann
lést 25. september
2018 á Spáni.
Foreldrar hans
eru Guðlaugur J.
Guðlaugsson bif-
reiðasmiður frá
Dalvík, f. 10. maí
1931, og Fjóla Sig-
urðardóttir frá
Hruna í Vestmannaeyjum, f. 17.
ágúst 1928, d. 8. nóvember
2013. Systkini Gunnars eru:
Sigríður, á hún þrjú börn; Fjólu
Björk, Jóel Brim og Nancy.
Guðlaugur, kvæntur Guðrúnu
Pétursdóttur, eiga þau Guðlaug
Jónas, Andreu Ósk og Guðríði
Skuggu. Sveinbjörn, kvæntur
Sigurrós Önnu Magnúsdóttur,
eiga þau Maríu Þóru, Sigurð
Pál og Guðmund Heimi. Fyrir
átti Sveinbjörn Guðbjörgu Elsu.
Fór hann í Iðnskólann til að
læra smíðar, föðurbróðir hans,
Andrés Guðlaugsson, var hans
lærimeistari.
Árið 1991 fékk Gunnar sín
meistararéttindi og vann hann
við fagið alla sína ævi.
Árið 1982 kynntist hann
Önnu, 1983 fæddist Hannes
Kristinn, tóku þau svo Sigríði í
fóstur og árið 1996 kom Andrea
í heiminn.
Gunnar var ævintýragjarn
maður, fannst gaman að fara út
fyrir þægindarammann, t.d.
lærði hann að tala inn á teikni-
myndir, fór á spænsku-
námskeið, gaf út bók, Skrásett-
ir alkóhólistar, sem var bara
bók með spegli og nokkrar lín-
ur til að punkta hjá sér.
Gunnar dvaldi oft á Spáni
ásamt föður sínum nokkra mán-
uði í senn, hitinn fór vel í hann
þar sem hann lenti í slysi árið
2007 sem leiddi til þess hann
varð öryrki. Gunnar hafði ný-
lega keypt hús á Spáni sem
hann var að taka í gegn er hann
lést.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 18. október
2018, klukkan 15.
Eftirlifandi sam-
býliskona Gunnars
er Anna Guðjóns-
dóttir, f. 24. mars
1962. Börn þeirra
eru Hannes Krist-
inn, f. 10. ágúst
1983, Sigríður
Hugrún, f. 9.
september 1990, og
Andrea Kristjana
Lind, f. 25. júní
1996. Eiginkona
Hannesar er Eyrún Ösp Hauks-
dóttir, eiga þau fjögur börn,
Patrek Darra, Jóel Breka og
tvær dætur Eyrúnar frá fyrra
hjónabandi, Ísabellu Sól og
Dagbjörtu Lind. Andrea á einn
son sem skírður er í höfuðið á
afa sínum, Gunnar Karl, með
Elvari Frey Hafsteinssyni.
Snemma fékk Gunnar áhuga
á smíðum og sem unglingur
hjálpaði hann til við vinnu í húsi
foreldra sinna í Blesugróf 26.
Elsku Gunni minn, maðurinn
í lífi mínu og besti vinur, nú ert
þú farinn svo ungur í sumar-
landið og hvað geri ég án þín,
ástin mín?
Þú varst mér allt og gafst
mér svo margt. Hvað ég er
þakklát fyrir að leiðir okkar
lágu saman í blíðu og stríðu.
Ég sakna þín svo mikið og að
heyra ekki röddina þína segja:
Hvað segirðu elsku Anna mín
og Anna, ég elska þig svo mikið
að ég finn til. Og þegar þú
hringdir í mig mörgum sinnum
frá Spáni og sagðir mér alltaf
hvað þú varst að bralla í fallega
húsinu okkar og sælureit. Við
hlökkuðum svo til að fá börnin
okkar og barnabörn í drauma-
húsið okkar og eyða ævidög-
unum þar og njóta þess að eiga
hvort annað í sólinni og hitanum
á Spáni, en þú fórst allt of fljótt,
elsku, fallegi, hjartahlýi Gunni
minn.
Ég geri mitt besta til að
halda keflinu svo börnin okkar
og barnabörn fái að njóta stóru
draumanna okkar beggja.
Takk fyrir allt, þú ert hetjan
mín og langbesti vinur, ég elska
þig og sakna en ég á fjársjóð af
ævintýrum og minningum, minn
kæri.
Far þú í friði og minning þín
lifir í hjarta mínu.
Þú stjarna mín við skýja skaut,
á skærum himinboga,
svo hrein á þinni bláu braut
þú brunar fram með loga,
og þegar alt er orðið hljótt
og alheims kyrð og friður,
þá horfir þú um heiða nótt
af himni þínum niður.
(Þorsteinn Erlendsson)
Ástarkveðja, þín
Anna Guðjónsdóttir.
Þú varst alltaf til staðar, bæði
dag og nótt. Án þín væri ég ekki
hér. Þú varst bjarg mitt, stoð og
stytta. Hvar stend ég nú, er
myrkrið eitt sem svarar? Hlát-
ur, tár, ótti, tilfinningaflóð.
Ég verð þér ávallt þakklát.
Umvafin var ég þolinmæði og
ást. Þú varst faðir upp á hundr-
að, með húmor og við hlógum
hátt. Ég vil ei segja meira. Æ
pabbi, komdu aftur.
Við pabbi vorum bæði krabb-
ar og var oft gert grín að því
hvað við værum lík í skapi,
þrösuðum eins og hundur og
köttur en á sama tíma var mikill
húmor hjá okkur. Við vorum
alltaf að bralla eða grallarast
eitthvað saman, hann var virki-
lega sanngjarn og góður pabbi,
stóð með manni sama hvað.
Óhræddur við að prufa nýja
hluti og verða sér til skammar,
hafði bara gaman af lífinu eins
og það var og reyndi að láta
sem flesta drauma rætast.
Pabbi var maðurinn, hann
verður alltaf meistari í mínum
augum.
Sonur minn er skírður Gunn-
ar í höfuðið á honum.
Ég sakna símtalanna; húm-
orinn okkar og þrasið vantar
svo mikið eftir að þú fórst. Ég
mun halda sögum og minning-
um um þig lifandi, þú kenndir
mér svo margt.
Ég elska þig, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Andrea.
Pabbi, þú varst mér allt, stoð
mín og stytta. Ég væri ekki
sama manneskja í dag án þín.
Þú hjálpaðir mér í gegnum
myrkrið en nú ertu farinn og ég
veit ekkert hvað ég á að gera.
Hvert sem ég sný mér er ég
týnd í myrkrinu og þú ert ekki
hér til að leiða mig.
Ég vildi að ég gæti tekið öll
mistökin mín í burtu og að þú
vissir hversu heitt ég elska þig
og mun sakna þín. Þú varst og
ert hetjan mín.
Þín dóttir,
Sigríður Hugrún.
Gunni bróðir er dáinn, þetta
er nokkuð sem maður vildi aldr-
ei heyra en komst ekki hjá.
Skyndilegt fráfall Gunna þriðju-
daginn 25. september kom okk-
ur í opna skjöldu eins og öllum
nánustu ættingjum hans og vin-
um. Gunni var staddur á Spáni
þennan örlagaríka dag með föð-
ur okkar og hafði dvalið þar í
þrjá mánuði.
Gunni kláraði framhaldsskóla
í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti og lá leiðin í Iðnskólann,
þar sem hann lærði húsasmíði
og var á samningi hjá Andrési
frænda, föðurbróður okkar.
Húsasmíði átti vel við hann og
fékk hann síðar réttindi sem
húsasmíðameistari. Hann var
hjálplegur öllum sem þurftu á
aðstoð að halda, útsjónarsemi og
lausnir voru sérsvið hans. Hann
var duglegur að hjálpa foreldum
okkar við að byggja einbýlishús
þeirra á sínum tíma. Var alla tíð
greiðvikinn og hjálpsamur.
Gunni stundaði knattspyrnu
með Fram á árum áður og þótti
liðtækur á þeim velli, spilaði þar
upp alla yngri flokka félagsins.
Við vorum báðir aðdáendur
Manchester United og var ferð
á enska boltann fyrirhuguð með
yngri bróður okkar og föður,
sem reyndar er Chelsea-aðdá-
andi en kann samt að meta góða
knattspyrnu. Við munum fara
þessa ferð og hugsum þá hlýtt
til þín, Gunni minn.
Gunni var byggingameistari
við sumarbústað okkar á Flúð-
um og sagði við okkur Guðrúnu
þegar við vorum að byggja að
það væri ekkert vit í öðru en að
hækka veggina og stækka húsið,
það yrði mun reisulegra hús ef
það yrði gert. Þetta gerðum við
og verðum við honum ævinlega
þakklát fyrir þá útsjónarsemi og
lausn, en hann sá lausnir sem
aðrir sáu ekki og fékk hug-
myndir sem virkuðu. Gunni
mundi alltaf eftir brúðkaupsdegi
okkar Guðrúnar, hann hringdi
alltaf í okkur og mætti með
blóm og gjafir. Ef við vorum
ekki heima beið blómvöndur
okkar við útihurðina.
Ég á mörg minningarbrot frá
tíma okkar saman, bæði æsku-
minningar og svo minningar frá
síðustu æviárum Gunna bróður.
Þær minningar á ég og mun
ávallt geyma hjá mér. Við mun-
um alltaf minnast Gunna vel og
fallega og hans verður sárt
saknað af okkur og fjölskyldu
okkar. Afabörnin munu klárlega
sakna afa síns mikið því alltaf
var glens og gaman þegar afi
var á staðnum.
Ég reikna með að þú fylgist
með okkur af himni ofan, ég
vona að Guð sé með næg verk-
efni handa þér svo þú getir haft
eitthvað fyrir stafni. Ég veit fyr-
ir víst að þú ert farinn að huga
að framkvæmdum í himnaríki,
þar eru víst bestu lóðirnar og
nægt byggingarrými. Gangi þér
vel á þessum nýja stað, Gunni
minn, og við munum ávallt
geyma góðar minningar um þig
í hjarta okkar.
Guðlaugur Guðlaugsson
(Gulli) og Guðrún Péturs-
dóttir.
Gunnar Laugi
Guðlaugsson
Sigurður Gunn-
arsson rannsókna-
maður hóf störf ár-
ið 1954 sem
aðstoðarmaður við
þorskfiskarannsóknir hjá Jóni
Jónssyni, forstöðumanni fiski-
deildar atvinnudeildar háskól-
ans, síðar Hafrannsóknastofn-
un. Það var á námsárum
mínum á sjöunda ártugnum er
ég var að safna þorskgögnum í
doktorsritgerð mína, að leiðir
okkar Sigurðar lágu fyrst sam-
an. Ég fór í leiðangur á Maríu
Júlíu og í þeim leiðangri var
Sigurður. Hann aðstoðaði mig
meðal annarra við gagnasöfn-
unina og þar var enginn aukvisi
Sigurður
Gunnarsson
✝ SigurðurGunnarsson
fæddist 1. júlí 1933.
Hann lést 20. sept-
ember 2018. Útför
Sigurðar fór fram
5. október 2018.
á ferð. Mér er
minnisstætt í þess-
um leiðangri með
Sigurði, að sjá
hann glíma við 15-
20 kg golþorska,
sem við þurftum að
fá hrognasekki úr.
Það voru engin
vettlingatök enda
ekkert áhlaupa-
verk að kvarna
stórþorsk. Þrátt
fyrir mikinn velting geigaði
aldrei sveðjan er Sigurður
reiddi til höggs.
Hann hitti alltaf á réttan
stað, klauf þorskhausinn og
kvarnirnar lágu á aðgerðar-
borðinu. Svo snöggur var Sig-
urður við þessa vinnu að mæla,
kvarna og kyngreina, að skrif-
arar höfðu vart undan að koma
kvörnum í poka og skrá aðrar
upplýsingar áður en Sigurður
var kominn með næsta fisk
undir sveðjuna. Það lék allt í
höndunum á honum. Þarna
hófst áratugalangt samstarf
okkar, því er ég að loknu námi
hóf störf á Hafró setti Jón for-
stjóri mig í þorskrannsókn-
irnar og varð Sigurður þá einn
aðstoðarmanna minna og þá
kominn með titilinn rann-
sóknamaður. Á þessum árum
upp úr 1970 var útfærsla land-
helginnar fyrst í 50 og síðan í
200 sjómílur stóra málið og
mæddi þá mikið á okkur í þor-
skrannsóknunum. Þá var nú
gott að eiga Sigurð að. Fyrir
utan gagnasöfnun voru störf
Sigurðar fólgin í alls konar
frumúrvinnslu gagna, útreikn-
inga og línuritagerð. Sigurður
tússteiknaði öll línurit, gröf og
kort í skýrslur og prentaðar
greinar okkar Jóns, þangað til
tölvurnar tóku við því hlut-
verki. Eitt af verkefnum Sig-
urðar á Hafró var fiskmerk-
ingar. Þau skipta þúsundum
fiskmerkin sem Sigurður festi í
ýmsar fisktegundir, þorsk,
ýsu, ufsa, skarkola, steinbít,
hrognkelsi o.fl. Flest merkin
sem við notuðum á þessum ár-
um hafði Sigurður búið til
sjálfur.
Mannkostir Sigurðar voru
miklir. Hann var afar sjálf-
stæður við vinnu og vandvirk-
ur, ljúfmenni hið mesta, þannig
að það var alltaf gott að vinna
með honum. Þess vegna fannst
mér hann alveg ómissandi í
rannsóknaleiðangra og við fór-
um saman í ótal leiðangra,
fyrst á gamla Hafþór, en lang-
oftast á Bjarna Sæmundssyni. Í
meira en tvo áratugi var Sig-
urður í minni ralláhöfn alveg
þangað til hann fór á eftirlaun.
Hrefna Einarsdóttir, kona Sig-
urðar, vann einnig á Hafró og
það var ekki síður ánægjulegt
að hafa þau hjónin bæði með
leiðöngrum.
Þótt Sigurður væri ekki
langskólagenginn bjó hann að
íslenskri bændamenningu úr
foreldrahúsum. Hann var vel
lesinn í Íslendingasögunum og
vitnaði oft í þær og hafði gott
vald á móðurmálinu. Á frívökt-
um og í brælum var Sigurður
sílesandi allt milli himins og
jarðar, enda fróðleiksfús. Nú
þegar komið er að kveðjustund
þakka ég Sigurði samfylgdina.
Við Helga sendum Hrefnu og
börnunum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigfús A. Schopka.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskulegur faðir, tengdafaðir og besti afi
í heimi,
ULRICH FALKNER
gullsmíðameistari,
Fornastekk 2,
lést á gjörgæslu Borgarspítalans
laugardaginn 13. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 22. október
í faðmi fjölskyldu og vina.
Símon Falkner
Örn Falkner Guðrún Bjarnadóttir
Friðrik Falkner
Arna Falkner
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Stella,
til heimilis á Dvalarheimili
Stykkishólms,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 20. október klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Dvalarheimilis
aldraðra í Stykkishólmi kt. 620269-7009, banki
0309-13-209020.
Aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN EYSTEINSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu í Brákarhlíð,
Borgarnesi, sunnudaginn 14. október.
Hanna Kristín Steinunnar- og Þorgrímsdóttir
Erna Þorgrímsdóttir
Hrönn Þorgrímsdóttir
Unnur Þorgrímsdóttir
Elsa Þorgrímsdóttir
tengdasynir, ömmu- og langömmubörn
Ástkær faðir minn, sonur okkar, bróðir og
mágur,
ÞORBJÖRN HAUKUR LILJARSSON,
lést mánudaginn 15. október.
Útför fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 22. október klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er
bent a Hjálpræðisherinn.
Alexandra Líf Þorbjarnard.
Guðrún Hauksdóttir Schmidt Liljar Sveinn Heiðarsson
Dagrún Fanný Liljarsdóttir Fannar Freyr Bjarnarsson
Lilja Guðrún Liljarsdóttir Styrmir Már Sigmundsson
og fjölskyldur hins látna