Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Elsku mamma mín, mikið svaka- lega sakna ég þín mikið. Það eina sem ég hugga mig við er að þú sért núna í faðmi pabba, sem var ástin í lífi þínu, eftir að hafa saknað hans í 30 ár. Maður er aldrei tilbúinn að kveðja fólkið sem maður elskar mest. Mér er samt efst í huga þakklæti fyrir að hafa þó fengið að hafa þig hjá mér svona lengi og stolt af því að vera dóttir ofurkon- unnar sem þú varst alla tíð. Það sem þú ert búin að afreka í gegnum tíðina er á við ævi nokk- urra en ekki einnar konu. Ég held að fáir hafi verið eins hæfileika- ríkir og þú mamma mín. Allir sem hafa kynnst þér í gegnum tíðina eru gáttaðir á því hvað þú varst dugleg, alltaf eitt- hvað að brasa, hvort sem það var garðurinn sem þú fékkst verð- laun fyrir, jólakortasamkeppnin sem þú vannst tvisvar, allir kjól- arnir sem þú ert búin að sauma og hanna, prjónaskapur, sauma- skapur, smíðar og ekki síst allar myndirnar sem þú ert búin að Elínbjörg Kristjánsdóttir ✝ ElínbjörgKristjánsdóttir fæddist 28. júlí 1933. Hún lést 1. október 2018. Elínbjörg var jarðsungin 9. októ- ber 2018. mála undanfarin ár. Allt sem frá þér hefur farið elsku mamma var full- komnað í höndunum á þér. Enda varstu kölluð Sjálfsbjörg af vinum þínum hérna í hverfinu, það lýsir þér afskaplega vel. Þvílíkir dýrgripir sem þú skilur eftir þig á Boðahlein sem við jústar, eins og börnin þín kalla sig, höfum fundið ásamt afkom- endum okkar: Dagbækur frá árinu 1949, þá varstu bara 16 ára unglingsstúlka sem saumaði, hannaði, teiknaði, prjónaði, var í sveit og vann erfiðisvinnu upp á hvern einasta dag. Þrátt fyrir erf- iða æsku léstu engan bilbug á þér finna og lifðir lífinu til fullnustu. Fannst ástina í lífinu, hann Unnstein pabba minn, áttir með honum 10 börn, nokkur barna- börn þá og nokkuð mörg góð ár. Því miður misstirðu hann allt of snemma en hann lést fyrir 30 ár- um eins og komið hefur fram. Af- komendum ykkar hjóna fer ört fjölgandi og við erum að nálgast fimmta tuginn. Mikið varstu fyrir tónlist; frá rokki yfir í klassík og allt þar á milli, fjölbreyttari tónlistar- smekkur er vandfundinn. Náði sem betur fer að fara með þér á nokkra tónleika og það var bara æðislegt. Dætur mínar þrjár eru svo heppnar að hafa fengið að kynn- ast þér vel og ein þeirra ber nafn- ið þitt með reisn og er bara nokk- uð lík þér miðað við myndir sem við vorum að finna af þér ungri. Þau eru óteljandi jólin sem við höfum fengið að hafa þig hjá okk- ur og nokkur áramótin líka. Það sem dætrum okkar Gumma fannst alltaf gott að fá sokka, vettlinga eða eitthvað annað sem amma hafði búið til handa þeim, það voru bestu gjafirnar. Elsku mamma mín, það er svo margt sem ég átti eftir að segja við þig og þakka þér fyrir. Einnig átti ég eftir að fara með þér í fleiri ferðir, en var sem betur fer svo heppin að ferðast þónokkuð með þér í gegnum tíðina. Lúxemborg með þér, pabba, Davíð og Kára. Danmörku heimsóttum við sam- an tvisvar og fórum nokkrar ferð- ir hérna innanlands líka. Svo voru yndislegar ferðirnar sem við Gummi fórum til þín í Hveragerði með stelpurnar og gistum hjá þér, eins og við værum í útilegu, og fórum svo niður í bæ á blómadaga o.fl. Ég viðurkenni alveg að ég hefði mátt vera mun duglegri að heimsækja þig í bæði Hveragerði og Boðahlein, en maður heldur að tíminn sé nægur og ætlar að koma á morgun og svo næsta dag. Svo bara allt í einu er það orðið of seint. Ég elska þig, mamma mín, takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir (Gústa). Elsku mamma. Mig langar að- eins að minnast þín með nokkrum minningabrotum sem eru mér hugstæð. Ein mín fyrsta minning er þegar þú skrifaðir heimilis- fangið okkar á stöngina á þríhjól- inu sem ég fékk í afmælisgjöf þriggja ára, enda ekki vanþörf á, strax farinn að skoða heiminn. Seinna lærði ég að leysa hnúta þar sem reynt var að takmarka ferðafrelsið. Var þá sett á mann barnabeisli (sem þóttu bara eðli- leg) og ég bundinn við eitthvað sem var fast fyrir. Varð fljótlega snillingur í að leysa hnútana þína, sem nýttist mér löngu seinna til sjós. Einnig er mér mjög minn- isstætt þegar þú sendir okkur Rúnu systur með brúsa að kaupa mjólk í búðinni á Barónsstíg. Svipaðar minningar eru um hin systkinin, sérstaklega þegar þau voru að bætast við ár frá ári og við enduðum í að vera 10. Ein helsta minningin um þig er að þú varst alltaf að; að sauma föt á okkur ásamt því að sauma ballföt á hinar og þessar konur enda varstu saumakona af guðs náð ásamt öllu hinu sem þú varst snillingur í. Þegar maður er vaxinn úr grasi og lítur yfir farinn veg er áberandi hve mikið jafnaðargeð þú hafðir gagnvart okkur systk- inum, tala nú ekki um gelgjuna hjá okkur. Í seinni tíð, þegar þú hafðir meiri tíma fyrir þig, fóru að koma fram þínir leyndu hæfi- leikar á svo mörgum sviðum að erfitt er að gera grein fyrir öll- um hér en þó stendur upp úr teikni- og málarahæfileikinn enda varstu verðlaunuð fyrir slíkt. Seinna meir, þegar barna- börnin fóru að koma, áttu þau töluvert í þínu tímarúmi enda reyndirðu eftir megni að fylgjast með þeim. Síðasta samvera okkar var í skírn Elddísar Helgeyjar, níunda barnabarnsins, fyrir örfáum dög- um. Einnig er síðasta samtal okk- ar í síma minnisstætt þar sem ég sagði þér frá tíunda barna- barninu, fallegum dreng sem son- ur minn Brynjar var að eignast með kærustu sinni Louise í Dan- mörku. Síðustu fréttir af þér hafði ég svo frá Davíð bróður, en hann náði því að sýna þér mynd af litla drengnum. Veit ég að þér þótti vænt um að hafa séð hann áður en þú fórst frá okkur á leið á þitt stefnumót þar sem ég er viss um að beðið var eftir þér með eftir- væntingu. Með þessum fátæklegu orðum langar mig minnast þín, elsku mamma mín, og stendur þá upp úr öllu þessu hversu mikil kjarn- orkukona þú varst. Megi Guð og allar góðar vættir geyma þig/ykkur og varðveita. Þinn sonur, Pétur. Kæru ættingjar og vinir: Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra á þessum erfiðu tímum. Því miður komumst við Louise og litli Brynjarsson ekki í jarðarförina hennar ömmu. Hugur minn er hjá ykkur öllum á þessum erfiðu tím- um. Ég man þegar maður var að- eins styttri og fékk að fara með mömmu og pabba frá Hornafirði keyrandi á Pajerónum gamla suð- ur til Reykjavíkur. Þá hlakkaði maður alltaf til að komast í fangið hjá Ellu ömmu og Bjössa því þegar í Hafnarfjörðinn var komið vissi maður alltaf að það yrði gaman. Þegar ég hugsa aftur í tímann var þetta eins og að koma í eitthvert galdraland. Amma hafði ekki mikið fyrir því að búa til ævintýri í Hafnarfirðinum og þar þótti mér gott að vera. Ég man að gonjóið hennar ömmu var ekki vinsælt hjá sum- um en mig minnir endilega að mér hafi fundist það geggjað. Þegar leið á tímann og maður varð aðeins eldri og við amma hittumst þótti mér alltaf gott að tala við ömmu um daginn og veg- inn og hafði hún ótrúlega sýn á líf- ið og ótrúlegt hugmyndaflug. Hún hafði alltaf eitthvað spenn- andi að tala um og þegar maður átti erfitt stappaði Ella amma alltaf í mann stálinu þegar illa gekk. Hún var snillingur að sjá lausnirnar á sinn skemmtilega hátt. Hún hafði yndislega góða nær- veru sem er sárt saknað. Hún sagði eitt sinn við mig þegar ég var gutti og varð súr yfir því að þurfa að fara heim á Hornafjörð eftir góða stund í ævintýralandi í Hafnarfirðinum: „Ef þú ert leiður og einmana horfðu þá upp til tunglsins, þá ertu ekki einn og einmana því ég er að horfa líka til tunglsins.“ Þannig að þegar mað- ur verður pínu blár og vel viðrar þá er gott að taka sér smá pásu og horfa til tunglsins í örskamma stund og hugsa um allar góðu minningarnar um hana Ellu ömmu. Hún var yndisleg amma og góður vinur. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þinn vinur að eilífu, Brynjar Þór Pétursson. ✝ Lilja Friðberts-dóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 21. október 1940. Hún lést á Selfossi 26. september 2018. Lilja var níunda í röð ellefu barna Friðberts Guð- mundssonar, f. 1900, d. 1973, og Jónu Magnús- dóttur, f. 1906, d. 1991. Eftirlif- andi systkini Lilju eru Hulda, Reynhildur og Elvar. Lilja var gift Gunnari Guð- mundssyni, f. 8. ágúst 1934, d. 1. janúar 1996. Börn þeirra: 1) Aðalheiður Jóna, f. 26.9. 1958, gift Jóni Pálssyni, f. 2.12. 1959, f. 11.3. 1973. Hans börn og Sig- ríðar Einarsdóttur eru Lilja Ísey, Einar Ísak og Axel Ívan. Barnabarnabörn Lilju eru orð- in sjö. Seinni maður Lilju var Óli Haukur Sveinsson, f. 16.5. 1931, d. 24.6. 2006. Lilja flutti ung í Árnessýslu þar sem hún kynntist Gunnari sem hún giftist 1960 og settust þau að á Selfossi. Hún vann ýmis störf, s.s. á leikskóla, á saumastofu og á sjúkrahúsinu á Selfossi, auk þess að sinna stóru heimili. Eftir að hún giftist Óla bjuggu þau á Írafossi þar sem störfuðu bæði fyrir Lands- virkjun, en settust að lokum að á Selfossi þar sem hún bjó síð- an. Að ósk hinnar látnu fór út- förin fram í kyrrþey frá Sel- fosskirkju 5. október 2018. og eiga þau synina Pál og Þór. 2) Kristín Bára, f. 31.10. 1959. Synir hennar: Gunnar, Guðjón, f. 2.12. 1990, d. 4.12. 1990, og Óskar Guðjóns- synir. 3) Svanhvít Björk, f. 25.2. 1963. Með Ás- mundi Jónssyni á hún soninn Elvar. Maður Svanhvítar er Sigurður Hjartar Magnússon, f. 24.2. 1964, og á hann dæturnar Kol- brúnu Örnu og Önnu Hlín. 4) Guðrún Lilja, f. 14.6. 1966, gift Erni Arasyni, f. 24.1. 1965, og eiga þau Stefaníu Lilju og Daða. 5) Friðbert Guðmundur, Tengdamóðir mín, Lilja Friðbertsdóttir, er látin tæp- lega 78 ára gömul. Það var fyr- ir 30 árum sem ég kom fyrst inn á heimili hennar sem kær- asti yngstu dóttur hennar Guð- rúnar Lilju, sem átti eftir að verða eiginkona mín. Lilja tók mér af mikilli hlýju og voru okkar samskipti góð alla tíð. Lilja var falleg kona og fín- leg, ljóshærð með himinblá augu. Finna má þessi útlits- einkenni meðal margra afkom- enda hennar. Hún var góð handavinnukona en naut sín sérstaklega vel í garðinum sín- um við að gera fínt og fallegt. Á meðan Óla naut við fóru þau í ófáar sólarlandaferðir þar sem þau nutu lífsins í hita og sól. Pallurinn við húsið þeirra í skjólgóðum garðinum á Háengi var sælureitur á góðum dögum. Það var alltaf gott að koma heim til Lilju og var eldhúsborð hennar nokkurs konar mið- punktur í tilveru stórfjölskyld- unnar, hvort sem það var á Engjavegi, Írafossi eða á Há- engi. Þar voru málin rædd og mikið hlegið. Ömmufaðmurinn var hlýr og stóð alltaf opinn barnabörnum og barnabarna- börnun sem fór ört fjölgandi. Það er mikil breyting hjá þessum stóra hópi þegar Lilju nýtur ekki lengur við og eld- húsborðið ekki lengur fastur punktur í tilverunni. Hennar er sárt saknað en öll getum við hlýjað okkur við góðar minn- ingar. Örn Arason. Súgandafjörður var lítið og hlýlegt samfélag þegar við Lilja vorum að alast þar upp á fimmta áratugnum. Þrátt fyrir tveggja ára aldursmun vorum við miklar vinkonur og lékum okkur saman löngum stundum. Seinna bættust fleiri vinkonur í hópinn. Stór breyting varð á samveru okkar þegar Lilja varð sjö ára og byrjaði í skóla. Ég sat þá á skólatröppunum dag eftir dag og beið eftir að Lilja væri búin með skóladaginn. Það endaði með því að skólastjórinn bauð mér að koma líka í skól- ann, sem varð. Ég var svona aukanemandi en alsæl að fá að vera með Lilju í skólanum. Mér er minnisstætt hvað hún Lilja var með mikið og þykkt hár á þessum tíma og dáðist að „feitu fléttunum“ hennar enda- laust. Ekki voru margir krakkar í hverjum árgangi. Lilja var eina stúlkan í sín- um hópi og svo var einnig árið eftir að Ninna var eina stelpan í sínum árgangi. Í mínum ár- gangi voru aftur á móti fimm stelpur. Fjaran og hlíðin voru að sjálfsögðu leikvöllur okkar krakkanna og vorum við á flakki milli fjalls og fjöru flesta daga. Alls konar hópleikir voru vinsælir s.s. hverfa og ýmsir boltaleikir. Yfirleitt léku þá all- ir aldurshópar saman og mikið fjör. Svo áttum við einn alflott- asta leikvöll á landinu sem bauð upp á allskonar afþreyingu og var mikið notaður. Eftir fermingu fór bilið milli okkar aðeins að breikka og svo, eins og gengur, tvístraðist hóp- urinn smám saman þegar al- vara lífsins tók við. Lilja kynnt- ist Gunnari og flutti á Selfoss og bjó þar síðan. Vináttan var áfram til staðar þó samveru- stundirnar yrðu færri en æski- legt hefði verið. Fyrir nokkrum árum tókum við okkur saman sjö vinkonur að vestan, úr þremur árgöng- um, og fórum til Noregs til að hitta þá áttundu sem þar er bú- sett. Ekki þarf að orðlengja það að við smullum saman og gát- um endalaust rifjað upp gamlar minningar að heiman. Þetta var einstaklega góð ferð sem seint gleymist. Eftir þessa ferð höf- um við hist nokkrum sinnum hér heima, sérstaklega þegar sú „norska“ hefur verið á land- inu. Sönn vinátta er dýrmæt. Við megum aldrei vanmeta hana. Ég kveð hana Lilju, vinkonu mína, með kærri þökk fyrir samverustundirnar okkar sem voru strjálar en allar góðar. Ég er þakklát fyrir notalega stund sem við áttum saman á heimili hennar í júlí síðastliðn- um. Þar fann ég svo vel að strengurinn á milli okkar hafði aldrei slitnað og vináttan var enn sönn og góð. Vilhelmína Salbergsdóttir (Villa). Lilja Friðbertsdóttir Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Jóhannes Guðmannsson ✝ Jóhannes Guð-mannsson fædd- ist 28. janúar 1934. Hann lést 23. sept- ember 2018. Útförin fór fram frá 1. október 2018. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Takk fyrir allar minningarnar okk- ar saman. Ég veit að þú ert á betri stað í Sum- arlandinu bjarta. Minning þín lifir að eilífu. Sveinn Kubbur Guðmannsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGHVATSSON frá Ási, Vestmannaeyjum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, 9. október. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 20. október klukkan 13. Sigurlaug Bjarnadóttir Páll Sveinsson Guðmunda Á. Bjarnadóttir Viðar Elíasson Sighvatur Bjarnason Ragnhildur S. Gottskálksdóttir Ingibjörg R. Bjarnadóttir Halldór Arnarson Hinrik Örn Bjarnason Anna Jónína Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SÍMONARSON HÁKONARSON bóndi, Haga, Barðaströnd, lést sunnudaginn 14. október á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði. Útförin fer fram frá Hagakirkju laugardaginn 27. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristín Ingunn Haraldsdóttir Björg Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson Margrét Bjarnadóttir Kristján Finnsson Jóhanna Bjarnadóttir Árni Þórðarson Hákon Bjarnason Birna Jónasdóttir Kristín Bjarnadóttir Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir Gunnar Bjarnason Regína Haraldsdóttir afa- og langafabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GEIR KRISTJÁNSSON, lést föstudaginn 12. október á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn 22. október klukkan 13. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir innilegt viðmót og hlýju. Sólrún Geirsdóttir Sigurður H. Helgason Róbert G. Geirsson Sigríður Ólafsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.