Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 63
DÆGRADVÖL 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Til þín verður leitað í sambandi við
lausn á viðkvæmu vandamáli. Vertu því
viðbúinn að aðrir komi þér á óvart og reyndu
eftir bestu getu að halda þér fyrir utan deilur.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú vilt að aðrir geri hlutina eftir þínu
höfði þarftu að sannfæra þá um ágæti þess.
Þú getur ekki stjórnað því hvað öðrum finnst
um þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Að halda sambandi sterku þarfnast
ofurkrafta. Notaðu þetta tækifæri til að bæta
sambandið við þá sem þér eru kærir og
mundu að ganga ekki á bak orða þinna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er allt í lagi að gefa sig dag-
draumum á vald þegar aðstæður eru til. Frí-
tímann áttu einn og þá þarftu ekki að gera
annað en það sem þú vilt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er ekki rétti tíminn til þess að kasta
sínum segulmagnaða persónuleika á glæ.
Mundu að gleyma ekki þínu eigin frelsi og
þinni eigin velferð í amstri dagsins.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þér takist ekki að breyta skoð-
unum annarra er alveg öruggt að málflutn-
ingur þinn fellur í góðan jarðveg. Líttu á
björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í
góðu lagi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í góðu formi og nýtur þess að vera
til. Samskipti þín við stofnanir og hópa fólks
ættu að ganga vel í dag. Rök þín eru góð og
gild og aðrir eiga erfitt með að andmæla þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinir þínir hafa mikil áhrif á þig
þar sem þeir hafa áhrif á hugsun þína og þar
með ákvarðanir. Einhvern misskilning þarf að
leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur lagt hart að þér en munt
nú uppskera árangur erfiðis þíns. Dagurinn í
dag er góður til þess að sannfæra vini um
hvaðeina sem þér er mikilvægt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu engan hafa svo mikil áhrif á
þig að þú gerir eitthvað sem stangast á við
réttlætiskennd þína. Það getur reynst erfitt
þegar einhver hengir sig svo á mann að það
fæst hvergi friður.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hugmyndir þurfa tíma til þess að
gerjast og skjóta því upp kolli þegar minnst
varir. Duldir kraftar leysast úr læðingi og
koma þér og ástvinum þínum til góða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er að færast meiri hraði í lífið hjá
þér. Varðandi framann ættirðu að vinna með
vini sem hefur náð langt til að starta verkefni.
Þegar ég var strákur á Lauga-veginum var sýnd revían
„Haustrigningar“ með þeim Alfreð
Andréssyni, Haraldi Á. og Soffíu
Karlsdóttur ef ég man rétt, svo að
haustrigningarnar núna ættu ekki
að koma okkur í opna skjöldu. –
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi
mér þessa hringhendu sem hann
kallar haustlægð:
Stikar létt um strönd og lá
stormur glettu meður.
upp við klettinn aldan grá
yggld og grettin kveður.
Guðmundur Halldórsson yrkir á
Boðnarmiði:
Sönn er úti sumarblíða
sýnist engu þurfa að kvíða
þennan dýrðardag
En langt í vestri lægðir bíða
sem landi uppað vísast skríða
og vekja upp veðrajag
Pétur Stefánsson bætti við:
Ekki er veðráttan okkur um megn
ört þó að fölni gróður.
Örlítill vindur og úrhellisregn,
annars er dagurinn góður.
Gunnar J. Straumland yrkir á
annarri bylgjulengd:
Þeir sem blíða bullið tjá
busla mest en vaða grynnst.
Við ættum helst að hlusta á þá
hógværu sem gaspra minnst.
Jónas Frímannsson segir fúa og
fúkkalykt fylgifisk herbragganna,
– og yrkir um „braggann“:
Þjóðarólán yrði það,
ef að myglar braggi.
verðum því að vona, að
verði lítill saggi.
Agnar Ólason fékk botn að láni
(sunnan úr Borgarfirði?):
Síst ég vil úr söðli falla,
sumt ég myndi niður þagga.
Þótt ég yrki ævi alla
aldrei skal ég nefna BOGASKEMMU.
Og heldur síðan áfram af sama
tilefni:
Óspar á almannafé,
úfinn sem forlagabytta.
Dag núna segja menn sé
sannlega tekið að stytta.
„Speki“ er yfirskrift þessarar
stöku Hallmundar Guðmundssonar:
Torfært er og tyrfið mjög
að temja hjartagullið.
Þar duga ílla djúpúðg lög
ef dæmalaust er bullið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haustrigningar
og bogaskemma
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... framtíð með þér.
„ÞAÐ ERU FLEIRI EN ÁTTA KORNFLEX HÉR
INNI, SKO!“
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER AÐ REYNA AÐ GERA
HEIMINN AÐ BETRI STAÐ
BÚÐU ÞÁ TIL SAM-
LOKU FYRIR MIG!
HEFURÐU EKKI ÁTT EKKI
KÆRASTA?
JÚ,
EINU
SINNI…
EN HANN
REYNDIST VERA
ALGJÖR
ÞORSKHAUS!
HEF ENGAR
ÁHYGGJUR
VINSAMLEGA
HJÁLPIÐ MÉR
Víkverji er fróðleiksfús og sífelltað læra eitthvað nýtt. Það nýj-
asta sem Víkverji lærði er að ef
draumar rætast ekki í veruleikanum
þá rætast þeir í draumi.
x x x
Á laugardagsmorgni vaknaði Vík-verji við hlátur. Það þótti hon-
um einkennilegt þar sem einungis
hann og maki voru í svefnherberg-
inu. Hláturinn kom frá maka Vík-
verja sem hafði vaknað við sinn eig-
in hlátur. Hvernig má það nú vera
hugsa eflaust einhverjir lesendur.
x x x
Þannig er mál með vexti að Vík-verji telur að makinn eigi sér
leyndan draum sem hann hefur ekki
látið rætast: Að gerast uppistand-
ari. Þegar makinn vaknaði hlæjandi
var hann staddur í sínu eigin uppi-
standi.
Það sem kitlaði hláturtaugar hans
var saga sem hann sagði um ömmu
sína. Sú saga á sér enga stoð í raun-
veruleikanum, enda um sómakonu
að ræða.
x x x
Eitthvað í þessa áttina var uppi-standið:
„Amma mín fór til læknis af því
að það hafði hrokkið ofan í hana
brauð. Amma, sem var aðeins farin
að kalka, fór út í búð að læknis-
heimsókninni lokinni. Hún mundi
ekki alveg hvað læknirinn hafði ráð-
lagt henni að gera en fannst eins og
hann hefði sagt henni að kaupa
hrökkbrauð í stað venjulegs brauðs
þar sem brauðið hrökk ofan í hana.
Þegar ég kom í heimsókn til
ömmu að nokkrum tíma liðnum var
helmingurinn af íbúðinni fullur af
húsgögnum en hinn af hrökkbrauði.
Ég hrökk í kút þegar ég sá þetta en
áfallið varð enn meira þegar amma
sagði mér grafalvarleg að ellilífeyr-
irinn hrykki ekki fyrir hrökkbrauð-
inu.“
x x x
Það gladdi Víkverja að hafahrokkið í kút þegar hann vakn-
aði við hlátur makans að sínu eigin
uppistandi. Draumur makans hafði
ræst, að minnsta kosti í draumi.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína.
(Sálm: 66.20)
Weleda hreinar
náttúrulegar olíur
Njóttu þess, að dekra við húðina ! Meiri ánægja,
meiri næring, meiri vörn.
Weleda olíurnar hafa áhrif á líkama og sál.
Weleda olíurnar mýkja húðina með virkum
náttúruefnum.
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir
Netverslun: heimkaup.is, heilsuhusid.is, lyfja.is,
mstore.is Weleda.is
HREIN OLÍA,
HREIN ÁNÆGJA,
HREIN UMHYGGJA