Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 vílan getur minnkað þreytu m, hvarmabólgu og haft ð áhrif á augnþurrk, vogris, a í hvörmum/augnlokum og rfsemi í fitukirtlum. Dekraðu við augun Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnh í augu jákvæ rósroð vansta Augnheilbrigði Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki Bach er meira en hárkollan áportrettmyndunum! Svomælti Víkingur HeiðarÓlafsson fyrir þéttsetnum Eldborgarsal Hörpu síðastliðið sunnudagskvöld. Að eigin sögn stóð hann frammi fyrir risaáskorun – hvernig hann gæti orðið sinn eigin kennari eftir formlega útskrift úr Juilliard – verkefni sem tekur engan enda. Niðurstaðan var J.S. Bach og fengu áheyrendur nú að mæta og hlýða á eins konar stöðufund, upplýs- ingu um stöðu mála. Að upplagi er það virðingin fyrir handverkinu sem er eitt af þeim akk- erum sem halda Víkingi á leið, ef svo má að orði komast. Og hann er af- dráttarlaus, viss í sinni sök, veit vel af eigin afburðahæfileikum en þó skín í gegn aðdáunarverð hógværð og still- ing í bland við kímnigáfu. Nú birtist tónleikagestum annað akkeri; kúrat- orinn Víkingur, þ.e. listsýningar- stjórinn á einum og sama viðburð- inum. Í jafnt ræðu sem tónum rakti Víkingur tengsl meistarans við jafnt forgöngumenn og samferðamenn (Alessandro Marcello) sem Bach lærði af, einnig seinni tíma spor- göngumenn svo sem Rakhmaninoff, August Strandal og Bussoni, og loks sjálfan sig. Efnisskránni lauk á Path- étique-píanósónötunni eftir Beet- hoven, sem glímdi að sögn Víkings alla ævi við fúguformið sem var eitt aðalsmerki J.S. Bachs. Innst inni hefði maður viljað hlýða á Bach í einni beit, en útkoman var bæði fræð- andi og persónuleg. En fyrst sá hátt- ur var hafður á hefði mátt myrkva salinn því verkefnaskráin var í raun óþörf nema til minningar. Dagskipunin var öðrum þræði að brjóta á bak aftur múra, normin, helgisiðina kringum klassíska tónlist og tónleika; að undirstrika erindi tón- listar við samtímann, svo úr varð ein allsherjar alltumlykjandi excel- heimsmynd með tilheyrandi afleiðum og andhverfum falla svo við reikn- ingsskil mátti skilja að tónlist Bachs er ekki klassísk heldur samtímalist; Bach er stærri en Bach! Maxímalistinn Bach – stóru passí- urnar og h-mollinn – var ekki á dag- skrá heldur individúalistinn Bach með smærri verkin, sem eru mörg jafnan fáheyrð. Víkingur spilaði á all- an tilfinningaskalann; lék gavottu líkt og rómantíker, af nautn og tilfinn- ingu, en sembalkonsertinn í senn af mýkt hárfíns úrverks með svell- köldum dýnamískum andstæðum. Á tónleikunum skeytti reyndar Vík- ingur óvænt inn aukanúmeri þegar komið var fram yfir miðja dagskrá, Fantasíu og fúgu í a-moll. Rýni var úthlutað stað á 12. bekk fyrir miðju á gólfi innan um íslensk fyrirmenni í bestu sjónlínu við ein- leikarann. Upplifunin jókst þó til muna eftir hlé við að setjast yst á vestari enda aftasta bekks á svo gott sem auðum efstu svölunum; hljóð- styrkurinn magnaðist margfaldlega, eins nándin, líkt og maður væri lentur á prívatkonsert inni í stofu. Einleikstónleikar af viðlíka kalíberi á stóra sviðinu eru heldur fágætir við- burðir í Eldborgarsalnum, og enn fá- gætari þegar íslenskur einleikari á í hlut, sem jók til muna á alla dýrðina, en síðustu misseri hefur maður klipið sig í báða handleggina yfir framgangi Víkings á framabraut sinni um heim- inn. Og Bach er Bach og verður ávallt Bach. Fríríkið Bach Morgunblaðið/Árni Sæberg Hógværð Víkingur Heiðar Ólafsson „er afdráttarlaus, viss í sinni sök, veit vel af eigin afburðahæfileikum en þó skín í gegn aðdáunarverð hógværð og stilling í bland við kímnigáfu“, segir í rýni um útgáfutónleika Víkings um helgina. Eldborg í Hörpu Útgáfutónleikar bbbbb Eftir Johann Sebastian Bach (1685- 1750) voru flutt Adagio úr Orgelsónötu r. 4 í e-moll BWV 528 í umritun Augusts Strandal (1860-1930); Prelúdía og fúga í e-moll BWV 855 Das Wohltemperierte Klavier, bók 1, nr. 10; Prelúdía og fúga í e-moll BWV 855a Das Wohltemperierte Klavier, bók 1, nr. 10 í umritun (í h-moll) Alexanders Siloti (1863-1945); Prelúdía og fúga í e-moll BWV 850 Das Wohl- temperierte Klavier, bók 1, nr. 5; In- vensjón í h-moll BWV 786; Sinfónía í h- moll BWV 801; Gavotta úr Partítu nr. 3 í E-dúr fyrir einleiksfiðlu BWV 1006 í um- ritun Sergeis Rakhmaninoff; Sembal- konsert í d-moll BWV 974, saminn upp úr óbókonsert eftir Alessandro Marcello (1674-1747); Sálmforleikur BWV 639 „Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ“ í um- ritun Ferrucios Busoni (1866-1924); Prelúdía og fúga í c-moll BWV 847 úr Das Wohltemperierte Klavier, bók 1, nr. 2; Aría og tilbrigði í ítölskum stíl (Aria variata (alla maniera italiana)) í a-moll BWV 989 og Fantasía og fúga í a-moll BWV 904. Eftir Ludwig van Beethoven (1770-1827) var leikin Píanósónata nr. 8 í c-moll ópus 13 (Pathétique). Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti í Eld- borg Hörpu 14. október kl. 20. INGVAR BATES TÓNLIST Bíó Paradís, í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond, sýnir allar mynd- irnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs dagana 18.-21. október. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta. Sérstakur heiðurs- gestur Bíó Paradísar er finnski leik- stjórinn Teemu Nikki, en mynd hans Euthanizer (Góðhjartaði drápsmað- urinn) er opnunarmynd dagskrár- innar í kvöld kl. 20. Thelma í leikstjórn Joachims Trier nefnist framlag Norðmanna og verður hún sýnd á morgun, föstu- dag, kl. 17.45. Vetrarbræður, sem er framlag Dana, verður sýnd laugar- daginn 20. október kl. 20 að við- stöddum Hlyni Pálmasyni, leikstjóra myndarinnar, og Julius Krebs, klippara myndarinnar, sem taka þátt í spurt og svarað. Korparna í leikstjórn Jens Assur er framlag Svía og verður sú mynd sýnd sunnudaginn 21. október kl. 17.45. Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem er framlag Íslendinga, verður sýnd sunnudaginn 21. október kl. 20. Þess má að lokum geta að tilkynnt verður um vinningshafa við hátíð- lega athöfn þriðjudaginn 30. október 2018 í tengslum við þing Norður- landaráðs í Osló í Noregi. Tilnefndu kvik- myndirnar sýndar Dýravinur Matti Onnismaa leikur Veijo Haukka, fimmtugan vélvirkja sem lógar veikum dýrum en refsar jafnframt fólki sem fer illa með dýr.  Teemu Nikki heiðursgestur í kvöld Anna Burns hlaut í vikunni Man Booker-bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Milkman. Burns er fyrst írskra rithöfunda til að fá þessi virtu verðlaun og hlýtur hún 50 þús- und pund að launum. Verðlaunin eru ætluð enskumælandi höfundum. Skáldsagan fjallar um fjölskyldu- bönd, félagslega pressu og kynferð- islegt ofbeldi. Sögumaður bókar- innar er 18 ára gömul stúlka sem elst upp á N-Írlandi á áttunda ára- tug síðustu aldar og hefur engan áhuga á deilum mótmælenda og kaþolikka. Dag enn fer svonefndur Milkman, sem er 41 árs giftur karl- maður með sterk tengsl við átök landsins, að gera sér dælt við stúlk- una í hennar óþökk. Í umsögn dómnefndar er bent á að Burns noti svartan húmor til að kanna vandasöm málefni sem kallist sterklega á við MeToo-byltinguna. „Ekkert okkar hafði lesið neitt líkt þessu áður,“ segir rithöfundurinn og heimspekingurinn Kwame Anthony Appiah, formaður dómnefndar, í yfirlýsingu. „Þetta er saga af hrotta- skap, kynferðislegri áreitni og mót- stöðu, samtvinnuð sótsvörtum húm- or.“ Burns fæddist á N-Írlandi 1962 en býr í London. Fyrsta skáldsaga hennar, No Bones, var tilnefnd á stuttlista Orange-skáldsagnaverð- launanna árið 2002. „Í skrifum mín- um hef ég fyrst og fremst áhuga á því hvernig völd eru notuð, bæði í persónulegum samskiptum og í sam- félaginu,“ segir Burns í samtali við Times Literary Supplement. AFP Glöð Anna Burns með eintak af Milkman við athöfn í London. Milkman þótti best  Anna Burns hlýtur Man Booker í ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.