Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 1
Fann pabba Feðginin John David Lambert og Kristín Jónsdóttir. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Kristín Jónsdóttir komst að því þegar hún var þrítug að hún hafði verið rangfeðruð. Þó hafði faðerni hennar verið staðfest með blóð- flokkarannsókn og skjalfest af dómstólum á sínum tíma, árið 1971. Eftir að hafa leitað í 18 ár að réttum föður sínum, sem hún vissi látin. Málið þarf að fara fyrir dóm en Kristín hefur þó ekki heimild til að sækja málið nema hún sé búsett hér á landi, en hún býr í Kanada. „Ég er íslenskur ríkisborgari og hef alltaf verið stolt af því að vera íslensk, þótt ég búi ekki á Íslandi. Mín réttindi sem íslenskur rík- isborgari ættu að vera í gildi hvar sem ég bý,“ segir Kristín. Fjallað er um málið í Sunnudagsblaðinu. Þjóðskráin segir nei  Fann föður sinn eftir 18 ára leit  Ófeðruð í Þjóðskrá lítið um annað en að hann hefði verið hermaður og barist í Víet- nam, fann hún hann loks í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir að DNA-próf liggi fyrir, sem staðfestir að hann er sannarlega faðir hennar, og hann vilji gjarnan fá það staðfest er ekki hægt að skrá hann sem föður henn- ar í þjóðskrá og á fæðingarvottorð af þeirri ástæðu að móðir hennar er L A U G A R D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  247. tölublað  106. árgangur  HLJÓÐHEIMUR JÓHANNS FYRIR HASARHRYLLI FYRSTA SKIPTIÐ HÆFILEIKAR Í GAFLARALEIKHÚSINU 49ENDAPUNKTUR 46 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambands- ins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Þetta kemur fram í bréfi sem Samtökin sendu Starfsgreinasambandinu í gær- kvöldi. Í bréfinu segir að SA sakni þess að ekki liggi fyrir mat á heildar- kostnaði efnahagslífsins ef kröfur SGS nái fram að ganga. „Nái kröf- urnar fram að ganga munu áhrif á verðbólgu og vexti líklega verða mikil og gætu haft neikvæð áhrif á kaupmátt launa og húsnæðis- kostnað,“ segir í bréfinu, auk þess að SA telji að skýr mynd af áhrif- um framgangs krafnanna sé for- senda þess að unnt verði að hefja árangursríkar samningaviðræður. Þá segir að í hinu óháða mati yrði meðal annars horft til árlegs kostnaðar fyrir atvinnulífið og ríkis- sjóð ef kröfurnar næðu fram að ganga auk þess hvaða áhrif hækk- un launagreiðslna vegna styttingar vinnuvikunnar í 32 stundir með til- heyrandi hækkun tímakaups myndi hafa. Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær og ríkti bjartsýni á að samningar myndu nást fyrir áramót. Á viðræðuáætlun að vera klár eftir helgina. sgs@mbl.is »2 Óháðir leggi mat á kröfur Morgunblaðið/Eggert Viðræður Samninganefndir SA og VR funduðu í gær í húsi VR.  Samninganefndir SA og VR funduðu „Gömlu dagana gefðu mér, þá gat ég verið einn með þér, nú tæknin geggjuð orðin er,“ söng Vil- hjálmur Vilhjálmsson um árið. Svanhildur Dóra, eitt fjölmargra grunnskólabarna í vetrarfríi, hefði vel getað sungið þetta lag er hún brá sér í gamla búninga í Árbæjarsafni í gær og tók sjálfu. Morgunblaðið/Hari Gömlu dagana gefðu mér  Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi. Salan markar tímamót í skipulagssögu Kópavogs. Kárs- nesið hefur enda verið eitt helsta þróunarsvæði bæjarins. Við nýja hverfið rís brú yfir Fossvog. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir fram- kvæmdir við brúna munu hefjast á kjörtímabilinu. »6 Kársnesið í sölu Drög að nýrri íbúð- arbyggð á Kársnesi.  Heimsókn Taros Konos, utanrík- isráðherra Japans, til Íslands er lið- ur í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norð- urslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkis- ráðherra kemur til Íslands. Natsuko Sakata, talsmaður jap- anska utanríkisráðherrans í þessari heimsókn, segir aðspurð að lega Ís- lands í Norður-Atlantshafinu sé athyglisverð m.t.t. umskipunar- hafnar. Japönsk stjórnvöld telji að loftslagsbreytingar séu staðreynd og stuðli að bráðnun íss á norður- skautinu. Með þeirri þróun geti siglingaleiðir opnast. Hún sagði japönsk stjórnvöld styðja hvalveiðar Íslendinga. Stendur einmitt til að efla sam- vinnu ríkjanna á því sviði er Ísland verður formennskuríki í Norður- skautsráðinu 2019-2021. »2 og 10 Japanar vilja stórefla tengslin við Ísland Ljósmynd/Hringborg norðurslóða Forystufólk Taro Kono og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.  Færst hefur í vöxt að alþingis- menn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Ár- ið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meðalkostnaður varaþingmanns í eina viku árið 2018 hefur verið 402.000 krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá Alþingi, og er kostnaður- inn því orðinn alls tæpar 23 millj- ónir á árinu. Fjöldi varaþingmanna hefur far- ið vaxandi undanfarin ár, frá því að vera 23 árið 2011 upp í 57 í ár. En þess ber að geta að enn eru tæpir tveir mánuðir eftir af þinghaldi þessa árs og því gæti talan hækkað. Morgunblaðið fékk uppgefinn kostnað fyrir átta síðustu ár, frá 2011 til 2018, að báðum meðtöldum. Reyndist hann vera 166 milljónir króna samtals. »14 Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.