Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
HAUSTFÖGNUÐUR
KR INGLAN
20% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM BUXUM
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félagið Íslensk fjárfesting hefur á
næstu dögum sölu á fyrstu íbúð-
unum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.
Félagið er meðal lóðarhafa á
svæðinu. Það kynnir nú í tilefni af
sölunni loftmynd af hverfinu eins og
búist er við að það muni líta út.
Salan sætir tíðindum í skipulags-
sögu Kópavogs. Efnt var til hug-
myndasamkeppni um Kársnesið og
eru fyrstu íbúðirnar af alls um 700
að koma á markað. Miðast sá fjöldi
við hverfið fullbyggt.
Samhliða þessari uppbyggingu er
verið að byggja fjölda íbúða í
Naustavör, gegnt Nauthólsvík.
Stutt í alla þjónustu
Einar Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestinga hjá Ís-
lenskri fjárfestingu, heldur utan um
verkefnið fyrir hönd lóðareigenda.
Hann bendir á að Kársnesið sé
gróið hverfi og stutt sé í alla þjón-
ustu, auk þess sem stutt sé í nýjan
Kársnesskóla og fjölgun leikskóla.
Hann segir íbúðirnar af ýmsum
stærðum.
„Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem
eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýt-
ingu fermetra og fleiri herbergi.
Þetta verður fallegt hverfi á góðum
stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæð-
inu með nálægð við sjóinn og smá-
bátahöfnina. Þá eru fjölbreyttir
möguleikar til útivistar,“ segir Einar
og bendir á hjóla-, göngu- og hlaupa-
stíga á svæðinu. Frá nýja hverfinu á
Kársnesi verður gerð brú yfir Foss-
vog. Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti
fyrr í þessum mánuði afgreiðslu
skipulagsráðs bæjarins á tillögu til
auglýsingar að deiliskipulagi brúar-
innar. Brúin verður fyrir umferð
gangandi, hjólandi og almennings-
samgöngur.
Með nýju brúnni styttist ferðatím-
inn til miðborgar Reykjavíkur veru-
lega. Nauthólsvík verður í aðeins
nokkurra mínútna göngufjarlægð.
Einar segir Íslenska fjárfestingu
munu í fyrstu lotu setja 24 íbúðir í
sölu á Hafnarbraut 9. Þær muni
kosta frá tæpum 40 milljónum og
bílastæði í kjallara fylgja með þeim.
Síðar komi fleiri hús í sölu.
Unnið í samstarfi við íbúa
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
í Kópavogi, segir nýja hverfið vel
staðsett. „Það er ánægjulegt að
þessum áfanga skuli vera náð með
því að fyrstu íbúðirnar fara í sölu
eftir að aðalskipulaginu var breytt. Í
mínum huga eru þetta glæsilegustu
lóðir á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Álftanesið og Bessastaðir eru þar í
augsýn. Norðanbirtan er hvergi
fegurri,“ segir Ármann.
Hann segir aðspurður að brúin sé
samstarfsverkefni Kópavogs,
Reykjavíkur og ríkisins. Hún sé
liður í breyttum almenningssam-
göngum. „Það verður hafist handa á
þessu kjörtímabili,“ segir Ármann
um verkefnið.
Raunhæft sé að brúarsmíðinni
verði lokið snemma á næsta áratug.
Íbúðir á nýju Kársnesi í sölu
Hluti af nýju
skipulagi sem unnið
var í kjölfar hug-
myndasamkeppni
Tölvumynd/Onno
Kárnesið í framtíðinni Fyrirhugað er að byggja allt að 700 íbúðir á svæðinu á næstu árum. Hönnun stendur yfir.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarráð Akureyrar hefur sam-
þykkt að óska eftir því að At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli
gagna til að gera viðskipta- eða
rekstraráætlun fyrir Akureyrarflug-
völl og kanna áhrif fjölgunar farþega
með auknu millilandaflugi og rekstr-
argrundvöll vallarins. Gunnar Gísla-
son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, segir að áætlunin geti orðið
grundvöllur samningaviðræðna við
ríkið um að Akureyrabær taki yfir
rekstur vallarins og annist nauðsyn-
lega uppbyggingu gegn því að fjár-
festingin fáist til baka með leigu-
greiðslum.
Í skýrslu sem verkfræðistofan
Efla gerði fyrir Eyþing kemur fram
að kostnaður við að byggja nýja flug-
stöð og breyta þeirri gömlu gæti orð-
ið tæpir 1,5 milljarðar kr., kostnaður
við flughlöð 1,6 milljaðar og uppsetn-
ing á ILS-aðflugsbúnaði 180 milljón-
ir, samtals rúmlega 3,2 milljarðar kr.
Efla telur að framkvæmdatími við
flugstöð yrði að lágmarki 2 ár og við
flughlöð 3 ár.
Aðflugsbúnaðurinn verður settur
upp á næsta ári en framkvæmdir við
flughlöð og flugstöð eru á tillögu að
samgönguáætlun eftir 5-15 ár, að
vísu með ákveðnum fyrirvörum.
Fjölgun ferðamanna er leiðin
Málefni flugvallarins voru rædd í
bæjarráði Akureyrar í fyrradag, að
beiðni Gunnars Gíslasonar. Sam-
þykkt var að óska eftir söfnun gagna
sem hann lagði til, í þeim tilgangi að
undirbyggja hugsanlega samninga
um yfirtöku bæjarins á flugvellinum
og uppbyggingu þar.
Gunnar vekur athygli á fréttum
um að hótelrekstur á landsbyggðinni
beri sig ekki og að nú stefni í það að
Akureyri verði ósjálfbært sveitarfé-
lag vegna skorts á fólki á vinnufær-
um aldri. Eina leiðin til að bregðast
við þessu sé að fjölga ferðafólki og
efla ferðaþjónustuna. Það muni einn-
ig fjölga störfum. Þess vegna þurfi
að koma flugvellinum í það horf að
aðstaða verði til að taka við reglu-
legu áætlunarflugi til viðbótar við
það leiguflug sem hafið er.
„Þetta er lykilatriði í því að
styrkja Akureyri, Eyjafjörð og
Norðurland allt. Ég hef bent á það
að ef ríkið er ekki tilbúið til að koma
að þessu með beinum hætti séu aðr-
ar leiðir hugsanlegar. Akureyrarbær
fjármagni framkvæmdirnar og semji
um að leiga standi undir fjárfesting-
unni. Þetta hefur að vísu áhrif á
skuldastöðu bæjarins en við getum
ekki setið með hendur í skauti,“
segir Gunnar.
Reksturinn verði sjálfbær
Hann segir að sú athugun sem
bæjarráð ákvað að óska eftir feli í
sér, meðal annars, að kanna áhrif
aukins ferðamannafjölda og aukinn-
ar ferðaþjónustu á svæðið og þjóðfé-
lagið allt og hvað þurfi til þess að
Akureyrarflugvöllur verði sjálfbær
rekstrareining. Markmiðið sé að
undirbyggja slíka samninga. Sjálfur
telur Gunnar að ekki þurfi mikið að
koma til. Nú fari rúmlega 200 þús-
und farþegar um völlinn á ári en far-
þegarnir þurfi að vera á bilinu 300 til
500 þúsund til þess að völlurinn verði
sjálfbær.
Opna á samninga um
yfirtöku vallarins
Uppbygging Akureyrarflugvallar kostar 3,2 milljarða
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Reglubundið leiguflug hófst frá Bretlandi í fyrravetur
og nú í vetur er áætlað að yfir 5.000 ferðamenn komi þaðan.
Þorbjörn hf. í Grindavík hefur
undirritað samninga um kaup á
frystitogaranum Sisimiut sem er í
eigu Royal Greenlan. Skipið var
smíðað í Noregi 1992 fyrir Skags-
trending hf. á Skagaströnd og hét
þá Arnar HU 1, en var selt til Græn-
lands 1996.
Sisimiut er 67 metra langur og 14
metra breiður. Skipið verður af-
hent Þorbirni hf. næsta vor eða
snemmsumars. Það verður gert út
á sama hátt og frystitogarar fyrir-
tækisins sem fyrir eru; Hrafn
Sveinbjarnarson GK 255 og Gnúpur
GK 11. Einnig gerir fyrirtækið út
línubátana Sturlu, Hrafn og Valdi-
mar.
„Það er spennandi að fá þetta
skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur
Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri
hjá Þorbirninum. Hann segir skipið
vera í sérstaklega góðu standi og
nánast eins og nýtt. „Það er greini-
legt að þegar Skagstrendingarnir
létu hanna og smíða skipið á sínum
tíma hefur verið vandað til verka
og margt gott hefur bæst við síð-
an,“ segir Eiríkur Óli. sbs@mbl.is
Gamli Arnar frá Græn-
landi til Grindavíkur
Ljósmynd/Eiríkur Óli
Til Íslands Sisimut við bryggju í
Nuuk, en skipið kemur með vorinu.
Landsréttur staðfesti í gær sex ára
dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í
tengslum við andlát Arnars Jóns-
sonar Aspar, sem lést eftir líkams-
árás sem hann varð fyrir í Mos-
fellsdal í júní sl. Þá gerði Lands-
réttur einnig breytingu á skaðabót-
um til sumra þeirra í fjölskyldu
Arnars sem höfðu verið dæmdar
skaðabætur.
Sveinn Gestur sagði við dóms-
uppkvaðningu í gær að hann myndi
taka sér frest til að ákveða um
áfrýjun til Hæstaréttar. Þá var
Sveini gert að greiða allan áfrýj-
unarkostnað, fjórar milljónir, og
kostnað verjanda síns og réttar-
gæslumanna fjölskyldu Arnars.
Morgunblaðið/Hari
Dæmdur Sveinn Gestur Tryggvason hefur
verið dæmdur í sex ára fangelsi.
Sex ára dómur yfir
Sveini staðfestur
Landsréttur staðfesti í gær þriggja
og hálfs árs dóm yfir karlmanni
fyrir kynferðisbrot hans gegn dótt-
ur sinni. Er hann fundinn sekur um
að hafa látið dóttur sína snerta kyn-
færi sín auk þess að hafa snert kyn-
færi hennar og fróað sér í návist
hennar.
Barnaverndaryfirvöld lögðu
fram kæru vegna málsins árið 2016.
Þarf maðurinn að greiða stúlk-
unni 1,7 milljónir í bætur. Þá er
manninum gert samkvæmt dómi
Landsréttar að greiða 945 þúsund
krónur í áfrýjunarkostnað.
Braut á dóttur sinni