Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Á dögunum sannaðist að það ermiklum mun erfiðara að neita
sér um flugferð til
Kaupmannahafnar
er rútuferð til Þing-
valla. Þingmaðurinn
Halldóra Mogensen
hafði í sumar ásamt
öðrum pírötum neit-
að að taka þátt í
hátíðarfundi Alþing-
is vegna fullveldis Ís-
lands þar sem Pia
Kjærsgaard, forseti
danska þingsins,
yrði viðstödd og
mundi flytja ræðu.
Daginn fyrir há-tíðarfundinn kom í ljós að pír-
ataþingmönnum þótti gesturinn
mikið hneyksli þó að þeir hefðu fram
að því ekki gert athugasemdir.
En svo gerðist það á dögunum aðHalldóra Mogensen flaug
sérstaklega til Danmerkur til að
taka þátt í hátíð danska þingsins í til-
efni af fullveldi Íslands. Danska
þinginu stýrir enn Pia Kjærsgaard
sem meðal annars flutti hátíðarræðu
og fór fögrum orðum um Ísland og
samband Íslands og Danmerkur.
En, eins og Halldóra benti á í sam-tali við Morgunblaðið, þá var
ræða Kjærsgaard á dönsku, en það
tungumál skilur Halldóra ekki. Þar
með telst Halldóra víst í raun ekki
hafa verið viðstödd ræðuhöldin og
gott ef það telst ekki vafamál hvort
hún var yfirleitt í Danmörku. En pír-
atar héldu auðvitað að Kjærsgaard
myndi flytja ræðu sína hér á landi á
íslensku og þá hefði ekki mátt úti-
loka að þeir hefðu skilið ræðuna,
sem gat auðvitað ekki gengið því að
þá hefðu þeir talist viðstaddir.
Það er þess vegna algert sam-ræmi í framgöngu pírata og
þegar við bætist að í boði var flug-
ferð er þetta allt meira en sjálfsagt.
Halldóra
Mogensen
Hún var ekki þar
þó að hún væri þar
STAKSTEINAR
Pia Kjærsgaard
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Miklar framkvæmdir standa yfir á
lóð Landspítalans vegna byggingar
nýs Landspítala.
Nýlega hófust framkvæmdir
vegna jarðvinnu við Barnaspítal-
ann. Sprengingar og brottflutning-
ur efnis er að hefjast þar ásamt
lagnaframkvæmdum við gatnamót
Laufásvegar og gömlu Hringbraut-
ar. Umfang verksins mun ráða um
hvort þrengja þarf um umferð um
Laufásveg eða hvort lokun verði
milli gömlu Hringbrautar og Bar-
ónsstígs. Þetta kemur fram í fram-
kvæmdafréttum Hringbrautarverk-
efnisins.
Þar er vakin athygli á því að
þessi aðgerð er mjög umfangsmikil
og lagnaskurður mjög djúpur.
Verktaki mun girða svæðið vel af.
Sprengivinna er að hefjast og leyfi-
legt verður að sprengja þrisvar
sinnum yfir daginn, kl. 11.00, 14.30
og 17.30.
Vatnsmýrarvegur við Hringbraut
hefur verið lokaður í þrjár vikur
vegna lagnavinnu. Fyrirhuguð opn-
un er um helgina, 20.-21. október.
Framkvæmdir eru hafnar á suð-
austursvæði lóðarinnar (austan
Læknagarðs) og hefur malarstæð-
um neðan gömlu Hringbrautar ver-
ið lokað. Verktaki stefnir á að færa
sig enn lengra til vesturs að
Læknagarði og lokast þá fleiri
stæði neðan gömlu Hringbrautar.
sisi@mbl.is
Sprengt verður þrisvar á dag
Jarðvinna er að hefjast við Barnaspít-
alann Vatnsmýrarvegur opnaður á ný
Morgunblaðið/Kristinn
Barnaspítalinn Umfangsmikil jarð-
vinna verður þarna á næstunni.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Salan hefur gjörsamlega rokið upp
og hefur aldrei verið svona mikil.
Þetta hefur algjörlega sprungið. Við
höfum því lítið annað gert en að
framleiða Bragga því það fer mikil
handavinna í þetta,“ segir Viktor
Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristj-
ánsbakarís á Akureyri.
Í kjölfar mikillar umfjöllunar um
braggamálið í Nauthólsvík hefur
áhugi á hinni sígildu súkkulaðiköku
Bragga aukist til muna og í gær
bættu Viktor og félagar hans um
betur þegar „Uppgerður Braggi“
var settur í sölu. Sá er skreyttur
með gluggum og stráum – rétt eins
og sá umdeildi. Framleiðslukostn-
aður var undir áætlun, að sögn Vikt-
ors.
„Það liggur svo vel við að gera
grín að þessu,“ segir Viktor í samtali
við Morgunblaðið. „Þessu hefur ver-
ið vel tekið. Verslunarstjórar hafa
líka verið að taka þátt í gríninu og
setja upp skilti til að auglýsa bragg-
ana og fjölmargir vinnustaðir pönt-
uðu uppgerðan bragga til að hafa í
kaffinu á föstudegi.“
Á auglýsingu kemur fram að hinn
uppgerði Braggi sé skreyttur með
sænskum stráum og segir Viktor að
talsverð vinna liggi að baki skreyt-
ingunum. „Við höfum samt passað
að þetta færi ekki upp fyrir 20 þús-
und vinnustundir.“
Vinsældir Braggi hefur verið seldur í Kristjánsbakaríi um áratugaskeið en
nýtur mikilla vinsælda nú. Uppgerða útgáfan er með sænskum stráum.
Uppgerður braggi
undir kostnaðaráætlun