Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 13
Umbreyting
lífshátta
Sunnudagur 21. október
Norrænir biskupar prédika á sunnudaginn kemur um ábyrgð okkar
á lífríki jarðar í kirkjum fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Viðmessu næstkomandi sunnudag,
21. október kl. 11:00, prédika norrænir
lúterskir biskupar í Hallgrímskirkju,
Kópavogskirkju, Vídalínskirkju í Garðabæ,
Hafnarfjarðarkirkju og Seltjarnarneskirkju.
AgnesM. Sigurðardóttir
biskup Íslands hefur kvatt
norrænu biskupana saman
í Reykjavík til þess að ræða
viðbrögð við loftslagsvá og
röskun lífríkis á Norðurslóðum. Biskuparnir
taka einnig þátt íHringborðiNorðurslóða
íHörpu. Þar ræða biskuparnir síðdegis á
sunnudag ákallið um breytingu lífshátta
og samfélags og hlutverk trúfélaga í því
sambandi. Stjórnandi pallborðsins verður
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.
Vídalínskirkja, Garðabæ, kl. 11
Prédikun: Biskup presisHelgaHauglandByfuglien,
höfuðbiskup norsku kirkjunnar.
Kópavogskirkja kl. 11
Prédikun:Dr. Tapio Luoma, erkibiskup Turku
og Finnlands.
Hafnarfjarðarkirkja kl. 11
Prédikun: Séra JógvanFriðriksson Færeyjabiskup.
Seltjarnarneskirkja kl. 11
Prédikun: SéraKristjánBjörnsson, vígslubiskup
í Skálholti.
Hallgrímskirkja kl. 11
Prédikun:Dr. Antje Jackelén, erkibiskup í Uppsölum
í Svíþjóð.AgnesM. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
þjónar fyrir altari.
„Hver á að veramálsvarimóður jarðar?“
Hallgrímskirkja kl. 09:30
Dr. AndrésArnalds, verkefnisstjóri og fyrrverandi
fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur
sem ber heitið: „Hver á að veramálsvari móður
jarðar? Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd.“Agnes
M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp.