Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverð umsvif hafa síðustu áratugi fylgt smíði bobbinga fyrir togaraflot- ann. Þar hefur Stáldeildin á Akur- eyri verið í fararbroddi og ein um hit- una síðustu ár, en nú er komið að leiðarlokum. „Við erum bara á síð- ustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Handtökin við framleiðsluna eru að hluta þau sömu og verið hafa í tæplega 60 ár, en á sínum tíma fram- leiddi ODDI á Akureyri bobbinga fyrir togarana. Þessi framleiðsla færðist síðan yfir til Gúmmívinnsl- unnar og síðan Stáldeildarinnar. Enginn raunverulegur áhugi Þegar mest var umleikis hjá fyrir- tækinu voru bobbingar smíðaðir í húsnæði fyrirtækisins á Laufásgöt- unni á hafnarsvæðinu úr rúmlega 200 tonnum af stáli á ári, en í fyrra fóru um 50 tonn í framleiðsluna. Ekki eru mörg ár síðan fimm starfsmenn unnu að jafnaði við bobbingana, en nú eru þeir tveir auk Þórarins. „Hér er allt fyrir hendi; tækin, tæknin og kunnáttan og ekki vantar markaðinn,“ segir Þórarinn. „Ég er búinn að bjóða fjölda verkstæða að kaupa tækin, en hér er að hluta sér- hannaður, heimasmíðaður búnaður. Reksturinn hefur verið til sölu í tvö ár, en enginn hefur sýnt raunveru- legan áhuga á að taka við þessari bobbingaframleiðslu. Það er því lítið annað að gera en að loka þessu. Svo er orðið erfitt að fá starfsfólk því mörgum finnst starfið við járn- smíðina helst til óþrifalegt og hávað- inn of mikill. Margir vilja heldur vinna við tölvur eða í verslun, en ég er ekki viss um að þeim líði betur. Mér finnst það bara sóun að svona skuli fara.“ Þórarinn segir að með lokun Stál- deilarinnar ljúki smíði bobbinga hér- lendis, sem nú séu fluttir inn og mest komi frá Póllandi. Ekki sé nýtt að menn hafi þurft að keppa við inn- flutning og hann hafi aldrei haft neitt á móti eðlilegri samkeppni. Á sínum tíma flutti fyrirtækið einnig út bobbinga til Kanada, Grænlands, Noregs og Færeyja og talsvert hef- ur farið til Færeyja fram undir þennan dag. Hef viljað vinna og byggja upp Þórarinn rak Gúmmívinnsluna frá 1983 og var viðloðandi reksturinn til 2012, en fyrirtækið er nú í eigu N1. Árið 1991 var Stáldeildin sett á laggirnar og hefur Þórarinn rekið hana til þessa dags. Hann er á áttræðisaldri og segir að það væri eftir öðru að hann lenti sjálfur á Minjasafninu! Auk Stáldeildarinnar var ýmis önnur starfsemi undir hatti Gúmmí- vinnslunnar á Akureyri á síðustu áratugum, nefna má hjólbarðaþjón- ustu, innflutning á Bridgestone- dekkjum, framleiðslu á mottum fyrir barnaleikvelli og víðar og millibobb- inga fyrir sjávarútveginn. Í þessa framleiðslu var notað úrgangs- gúmmí að stórum hluta. „Alla mína tíð hef ég haft gaman af því að vinna og viljað byggja at- vinnulífið upp hér á Akureyri og gera eitthvað vitrænt. Þess vegna finnst manni snúið að ekki finnist framhald og ekkert sé í stöðunni annað en að skella í lás,“ segir Þór- arinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lok og læs Þórarinn Kristjánsson og Ingimar Víglundsson í smíðasal Stáldeildarinnar á Laufásgötu á Akureyri. Smíði bobbinga verður hætt á næstunni. Smíða síðustu bobbingana  Umsvifum Stáldeildarinnar á Akureyri að ljúka  Hörmung ef tækin enda sem brotajárn Þjóna útgerðinni Bragi Nikulásson vinnur við frágang á stálbobbingum, sem fara um borð í togaraflotann. Þeir fá blágrænan lit fyrir afhendingu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambands Ís- lands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Al- þýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Hann hefur verið for- maður Rafiðnaðarsambandsins í sjö ár og setið í miðstjórn Alþýðu- sambandsins í sex ár, en aldrei verið þar í æðstu forystusætum. Að sögn Kristjáns á forsetahóp- urinn að endurspegla fjölbreytni og breidd á vinnumarkaði og í Alþýðu- sambandinu sjálfu. Af þessum ástæðum hefur hann meðal annars ákveðið að gefa kost á sér til emb- ættisins. Vill verða 2. varafor- seti ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Síðasta skemmti- ferðaskip sum- arsins er væntan- legt til hafnar í Reykjavík á mánudaginn. Skipið heitir Ocean Dream og er 35.265 brúttó- tonn. Samkvæmt áætlun á það að leggjast að Skarfabakka í Sunda- höfn á fimmta tímanum um morg- uninn. Það mun svo láta úr höfn sama dag klukkan 18. Skipið tekur 1.022 farþega og í áhöfn eru rúmlega 500 manns. Þar með lýkur vertíð skemmti- ferðaskipanna á þessu ári. Alls hafa komið 72 skip. Mörg hafa komið oft- ar en einu sinni og eru skipakomur alls 166. Farþegafjöldi með skip- unum er tæplega 150 þúsund. sisi@mbl.is Síðasta skip sumarsins væntanlegt Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.